Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 8
Íbúar á Kársnesi í Kópavogi eru margir ósáttir vegna framtíðarskipulags svæð- isins. Tugir þeirra hafa hengt upp mótmælaborða á hús sín. „Við sjáum fram á gríðarlega umferðaraukningu,“ segir Arna Harðardóttir, formaður samtak- anna Betri byggð á Kársnesi. „Við erum með eina aðalæð, Kársnes- brautina, einbreiða íbúagötu, sem er í dag að flytja um átta þúsund bíla og fólki finnst nóg um.“ Arna segir að umferðinni fylgi trukkar, hávaði og mengun. Svif- ryksmengun hafi mælst yfir mörkum. Auk þess hafi mörg hús mælst yfir hljóðvistarmörkum vegna hávaða frá Kársnesbraut- inni. Að sögn Örnu mun breytt skipu- lag hafa það í för með sér að bíla- fjöldinn um brautina eykst um tíu þúsund bíla á sólarhring, svæði atvinnuhúsnæðis þrefaldast og umfang hafnarinnar aukast til muna. „Börnin þurfa að fara yfir brautina í og úr skóla og þessi íbúagata er engan veginn byggð fyrir þetta álag,“ segir Arna. „Það eru hverfandi áhrif af svif- rykinu og það má minnka það með því að banna nagladekk og auka notkun á strætisvögnum,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. „Við erum að þétta byggðina og nýta landið betur.“ Gunnar segir jafnframt að höfn- in sé aðeins 125 metrar og því verði hún ekki „stórskipahöfn“. „Þarna myndast fleiri störf fyrir Kópavogsbúa sem búa í vest- urbænum og annars staðar,“ segir Gunnar. „Það er stutt fyrir fólk að fara í vinnuna og það er umhverf- ismál. Það vantar ekki störf núna en það gæti breyst.“ Arna segir áform um stækkun hafnarinnar vera tímaskekkju og vonar að bærinn falli frá þeim. Auk þess hafi svæði atvinnuhús- næðis stækkað. „Þarna er komin stærðarinnar málmvinnsla, steypustöð sem hefur ekki starfs- leyfi og holræsaþjónusta, alls konar starfsemi sem á engan veg- inn heima í bland við íbúabyggð.“ „Það er heilbrigðiseftirlitið sem gefur starfsleyfi,“ segir Gunnar. „Það er við litla hrifningu yfir- valda að steypustöðin er þarna.“ Arna segir bæinn hafa hunsað nær allar tillögur íbúanna. „Í stað íbúalýðræðis er nokkurs konar verktakaeinræði,“ segir Arna. „Ég er eitt af þessum fórnar- lömbum, ég bý á Kársnesinu og þessi ágætu samtök hafa hvorki haft samband við mig sem íbúa né sem bæjarstjóra,“ segir Gunnar. Tugir mótmæla- borða á húsum á Kársnesi Samtökin Betri byggð á Kársnesi mótmæla fyrirhug- uðu skipulagi í vesturbæ Kópavogs. Segja að umferð muni þyngjast sem og svifryk og hljóðmengun. Bæj- arstjóri segir samtökin ekki hafa talað beint við sig. Hvernig vörur hafa lækkað í verði um tæp tíu prósent frá árinu 2002? Hvað heitir síðasta Harry Potter bókin, sem kom í sölu í íslenskum verslunum í gær- kvöldi? Við hvaða knattspyrnufé- lag samdi Heiðar Helguson á fimmtudag? Fjölskyldur meira en 250 palest- ínskra fanga tóku fagnandi á móti þeim eftir að Ísraelar höfðu sleppt þeim úr haldi í gær. Þessir 250 fangar eru þó aðeins lítið brot af þeim 9.200 Palestínumönnum sem sitja í ísra- elskum fangelsum. Ísraelsstjórn segist vilja með þessu sýna Mahmoud Abbas, forseta Palestínustjórnar, og Fatah-hreyfingu hans, stuðning í þeirri von að koma megi raunverulegum friðarviðræð- um af stað á ný. Abbas sagði þetta aðeins fyrsta skrefið í því að fá fleiri fanga leysta úr haldi. „Starf okkar verður að halda áfram þangað til hver einasti fangi snýr aftur til síns heima,“ sagði Abbas í gær. Salad Fayyad forsætisráðherra sagði sömu- leiðis að Ísraelar yrðu að gera meira til að bæta andrúmsloftið: „Stefna ykkar er stefna smárra breytinga. Þið gerið smávegis hér, smávegis þar,“ sagði hann. „Ísrael er stórt og sterkt land. Ísrael getur leyft sér meiri dirfsku.“ Sumir fanganna gáfu í skyn að nú væri vopnuðum átökum við Ísrael lokið: „Við vilj- um senda þau skilaboð til heimsins að við vilj- um frið fyrir þjóðina okkar,“ sagði Majdi Abdullah, fyrrverandi meðlimur í al-Aksa skæruliðasveitunum, sem hefur setið í fimm ár í fangelsi Ísraela. Aðrir fanganna voru hins vegar vígreifir og vildu ólmir leggja til atlögu við Hamas í hefnd- arskyni fyrir yfirtöku Gaza-svæðisins. Fyrsta skrefið í að fá fleiri fanga lausa Ný stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. var kjörin á hluthafafundi í gær. Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar- innar, var kjörinn formað- ur, en í fyrsta skipti skipa konur meirihluta stjórnarinnar. Rannveig Guðmundsdóttir og Sigrún Jónsdóttir voru einnig kjörnar fyrir hönd Samfylkingarinnar, en fyrir voru Ellert Eiríksson og Magnea Guðmundsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk. Flugstöðin er í eigu ríkisins og fer utanríkisráðherra með hlut þess í henni. Jón Gunnarsson nýr formaður HARRY POTTER Loksins kominn til landsins Hann fæst hjá okkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.