Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.07.2007, Qupperneq 6
 Engin ákvæði í samningi sem sveitarfélagið Ölfus hefur gert við Icelandic Water Hold- ings ehf. útiloka að áltæknigarð- ur eða álver verði byggt í námunda við vatnsverksmiðju sem fyrirtækið mun byggja að Hlíðarenda í Ölfusi. Þetta segja Ólafur Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri sveitarfélagsins Ölfuss, og Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Ólafur Áki segir að í samning- um við fyrirtækið sé aðeins kveð- ið á um að engin atvinnustarf- semi sem fer í bága við íslensk lög megi vera nálægt vatnsverk- smiðjunni. Hann segir að ef ákveðið verði að byggja álver eða áltæknigarð í sveitarfélaginu muni sú framkvæmd fara í umhverfismat lögum samkvæmt. „Þá mun koma í ljós hvort ein atvinnustarfsemi geti verið nálægt annarri í sveitarfélag- inu,“ segir Ólafur. Jón segir að hann sé ekki á móti því að byggður verði áltækni- garður í Ölfusi en að það sé hans draumur að Ölfus verði fyrsta græna sveitarfélagið á Íslandi. Byrjað verður að byggja vatns- verksmiðjuna á næstu vikum og er gert ráð fyrir að hún verði til- búin eftir eitt ár, segir Jón. Á milli 30 til 40 störf munu skapast í sveitarfélaginu þegar verk- smiðjan verður tilbúin. Umboðsmaður Alþingis segir að ekki séu nægilega skýrar forsendur fyrir því að tuttugu pró- senta tekjuálag sé lagt á þá sem skila ekki skattframtali. Þetta kemur fram í áliti frá 13. júlí síðast- liðnum. „Við tökum þetta auðvitað mjög alvarlega og munum fara yfir þetta,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Ef skattgreiðandi skilar ekki inn skattframtali tímanlega er skattur á hann áætlaður, samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir hjá Ríkis- skattstjóra. „Þá eru teknar saman allar þær helstu upplýsingar sem menn hafa um viðkomandi, launamiðar, upp- lýsingar um staðgreiðslu á hugsan- legum virðisaukaskatti og aðrar upplýsingar sem kynnu að vera fyrir hendi,“ segir Skúli. „Af var- færnissjónarmiðum er áætlunin hækkuð um tuttugu prósent.“ Tæplega fimmtán þúsund skatt- greiðendur skil- uðu ekki inn framtali í vor, tæplega sex pró- sent af framtelj- endum. „Verkefni skattstjóra er að ná til þessa hóps,“ segir Skúli. „Það er hægt að gera með ýmsum hætti. Þegar ekki var komið framtal frá stórum hópi í vor var sendur tölvupóstur til þeirra sem höfðu opnað framtalið sitt á netinu en ekki lokið við það. Það eru miklir hags- munir fyrir fólk að telja fram á rétt- um tíma.“ Skúli segir hugmyndir uppi um að skrifa þeim bréf sem ekki hafa skil- að framtali eða hafa samband við þá á annan hátt. „Við þurfum að kanna hvort hægt sé að veita betri þjón- ustu, það kunna að vera einstakl- ingsbundnar aðstæður sem valda þessu,“ segir Skúli. Skúli telur ekki að tekjumissir yrði af því ef hætt yrði að innheimta tuttugu prósenta álag. „Margir þeirra sem lenda í áætlun koma sér í skil eftir að álagningu lýkur. Það er tiltölulega lítill hópur sem borgar áætlunina.“ Umboðsmaður hvetur einnig til þess að Ríkisskattstjóri minni skattstjóra landsins á að þeim beri að fara sjálfir yfir hverja ein- ustu tillögu að áætlun með það fyrir augum að meta hana eftir aðstæð- um hvers landshluta. „Það er auðvitað þeirra að áætla og þeir þurfa að fara yfir þetta betur,“ segir Skúli. „Þessum tilmæl- um hefur alltaf verið beint til skatt- stjóra og ég veit ekki annað en að þeir geri þetta.“ Í einhverjum tilvik- um valdi þó tímaskortur því að treyst sé of mikið á vélrænar áætl- anir, að sögn Skúla. Bannað að refsa þeim sem skila ekki framtali Umboðsmaður Alþingis segir að Ríkisskattstjóri megi ekki leggja tuttugu pró- senta álag á þá sem ekki skila inn skattframtali, ef upplýsingar um tekjur þeirra liggja fyrir. Ríkisskattstjóri segir tæplega 15 þúsund manns ekki skila framtali. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að skipa vinnuhóp til að gera tillögur um skipulag sjúkra- flutninga á grundvelli úttekta sem fyrir liggja. Tillögurnar skulu miðast við landið allt. Vinnuhópurinn mun skoða mönnun og rekstur sjúkraflutning- anna sérstaklega. Þá hefur ráðherra einnig falið vinnuhópnum að kalla eftir tillögum um menntun sjúkraflutningamanna og leita í því sambandi til Sjúkraflutninga- ráðs landlæknis, samtaka sjúkra- flutningamanna og annarra fagaðila. Skipulag sjúkra- flutninga skoðað Hópur mótmælenda frá samtökunum Saving Iceland heim- sótti Orkuveitu Reykjavíkur í gær og strengdi fána í anddyri hússins sem á stóð „Vopnaveita Reykjavík- ur?“. Með þessu vildi hópurinn benda á að tæpur þriðjungur álfram- leiðslu Century Aluminium og Alcan, sem kaupa orku til íslenskr- ar álframleiðslu frá OR, fari í her- gagna- og vopnaframleiðslu. Mót- mælin fóru friðsamlega fram. Mótmælendur frá hópnum skvettu einnig gulri málningu á sendiráð Íslands í Edinborg í Skotlandi í gærmorgun. Jafn- framt límdu þeir lása sendiráðs- ins og hengdu upp skilti með slagorðum. Vildu þeir með þessu mótmæla fjölgun álvera og virkjanafram- kvæmdum á Íslandi. Jafnframt býður Saving Iceland Orkuveit- unni til opinberra viðræðna um siðgæði fyrirtækisins. Strengdu fána í Orkuveitunni Hefur þú lesið einhverja af bókunum um Harry Potter? Langar þig að smakka fær- eyskar mjólkurafurðir?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.