Fréttablaðið - 10.12.2005, Side 34

Fréttablaðið - 10.12.2005, Side 34
[ ] Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Staflarar einnig úrval af pallettutjökkum • Lágmúli 9 / 108 Reykjavík • Sími: 533 2845 / GSM: 896 0515 • www.sturlaugur.is BÍLSTJÓRAR - HÆTTIÐ AÐ PRÍLA! RAFSTÝRÐAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR VÖRUBÍLA, VAGNA OG GÁMA G.T. ÓSKARSSON EHF VESTURVÖR 23, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6000 • www.islandia.is/scania Notagildi og verð skipta miklu máli en hljómflutningstæki, út- lit og hönnun hafa minni áhrif. Samkvæmt niðurstöðum víðtækr- ar Evrópurannsóknar er öryggi sá þáttur sem ræður mestu við val á nýjum bíl. Rannsóknin var gerð á vegum Euro NCAP með það fyrir augum að kortleggja hvaða þætt- ir væru ráðandi þegar kaupendur gera upp á milli ólíkra bíltegunda. Næst á eftir öryggi kom áreiðan- leiki, að Bretum og Þjóðverjum undanskildum sem settu áreiðan- leikann á undan örygginu. Rannsóknin staðfesti jafn- framt að bílakaup grundvallast á tveimur ytri þáttum sem eru nota- gildi og verð. Þessir ytri þættir grófflokka hvaða bílar koma til greina hverju sinni og í hvaða verðflokki. Fjölskyldufólk sigtar þannig út tveggja sæta sportbíla, svo að dæmi sé tekið, ásamt þeim verðflokkum sem falla utan tekju- markanna. Innri þættir skilja svo á milli þeirra bíla sem koma til greina. Þar vega öryggismál- in þyngst, eins og áður segir, og áreiðanleiki næstþyngst. Næst á eftur öryggi og áreið- anleika voru aksturseiginleikar og rekstrarkostnaður. Í öllum löndum settu aðspurðir þessa tvo þætti í annaðhvort þriðja eða fjórða sætið. Mun minni áhrif á bílaval höfðu síðan atriði á borð við orðstír/gæði, útlit/hönnun, loftkælingu, hljómflutningstæki og leiðsögukerfi. Í Austur-Evr- ópulöndunum var reyndar lögð mun meiri áhersla á útlit/hönnun en í öðrum Evrópuríkjum. 47% aðspurðra sögðust leita sér upplýsinga um öryggi og öryggis- búnað bíla. Þeir fróðleiksfúsustu í þessum efnum reyndust vera Þjóðverjar (70%). Næstir voru Tékkar (47%) og þá Bretar og Pól- verjar (42%). Af þeim sem keyptu sér bíl sögðust 57% hafa leitað sér upplýsinga um öryggi bílsins áður en hann var keyptur. Þessara upp- lýsinga er meðal annars aflað í sérhæfðum bílablöðum (20%), hjá vinum og kunningjum (19%) og í öðrum fjölmiðlum en bílablöðum (17%). Marktækur munur reyndist vera á milli tekjuhópa. Þeir sem tilheyra tekjuhærri hópnum lögðu aðeins meiri áherslu á öryggi (96%) og áreiðanleika (97%) en þeir tekjulægri (89% og 88%). Þá voru kynin ekki heldur alveg samstiga í sinni afstöðu, þar sem karlarnir reyndust hafa ívið meiri áhuga á aksturseiginleikunum. Jafnframt reyndust karlarnir oftar hafa lokaorðið varðandi val á bíl eða í um 60% tilvila. Rannsóknin var gerð af MORI (Market & Opnion Research Int- ernational) og byggir á svörum 1000 einstaklinga frá hverju þátttökulandi. ■ Öryggi ráðandi þáttur við val á bíl Í könnun sem Euro NCAP gerði á dögunum kemur fram að meginþorri bílakaupenda lítur á öryggi sem ráðandi þátt í vali sínu. Rúðuþurrkur verða lélegar með tímanum. Það verður að skipta reglu- lega um rúðuþurrkur því það er mikið öryggisatriði að það sjáist almenni- lega út um gluggana á bílunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.