Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 24
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Lára Ósk Arnórsdóttir Eiríksgötu 6, lést mánudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 14. desember kl. 15.00. Rúnar Sigurðsson Arna Rúnarsdóttir Helgi Leifur Sigmarsson Gauja Rúnarsdóttir Emilía Rafnsdóttir Hlynur Rúnarsson Margrét Ásdís Haraldsdóttir Valgerður Rúnarsdóttir Vignir Rafn Valþórsson og barnabörn. ALFRED NOBEL (1833-1896) LÉST ÞENNAN DAG. „Þó aðeins ein af þúsund hugmyndum sem ég fæ sé góð er ég sáttur.“ Alfred Nobel var sænskur vísinda- maður og upphafsmaður nóbelsverð- launanna. MERKISATBURÐIR 1886 Fyrsta íslenska auglýsingin um tannlækningar birtist í Þjóðólfi. 1898 Með Parísarsáttmála lýkur skammvinnu stríði milli Spánar og Bandaríkjanna. 1907 Bifreið er ekið í fyrsta sinn norðanlands, frá Akureyri að Grund í Eyjafirði. 1917 Alþjóða Rauði krossinn hlýtur friðarverðlaun Nób- els. 1924 Rauði kross Íslands er stofnaður í Reykjavík. 1982 Íslendingar skrifa undir haf réttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Á þessum degi árið 1901 voru nóbelsverðlaunin afhent í fyrsta sinn í Stokkhólmi í Svíþjóð. Veitt voru verðlaun fyrir eðlis- fræði, efnafræði, lækn- isfræði og bókmenntir auk friðarverðlauna. Þá voru fimm ár liðin frá dauðadegi Alfred Nobel, sænska upp- finningamannsins sem fann upp dýnamít og önnur sprengiefni. Í erfðaskrá sinni tilgreindi Nóbel að stærstan hluta auðæfa hans skyldi setja í sjóð og veita úr honum árlega til þeirra sem hefðu á undanförnu ári skarað fram úr á sínu sviði. Þrátt fyrir að Nobel gæfi ekki skýringu á þessari ákvörðun töldu margir að það væri gert vegna eftirsjár að uppfinningar hans væru í sífellt meiri mæli notaðar í stríði. Nóbelsverðlaunin eru í dag ein mestu heiðursverðlaun sem nokkur getur hlotið á þeim sviðum sem þau eru veitt. Meðal þekktra verðlaunahafa eru Marie Curie, Albert Einstein, Winston Churchill, Martin Luth- er King, Dalaí Lama og Nelson Mandela. ÞETTA GERÐIST > 10. DESEMBER 1901 Fyrstu nóbelsverðlaunin „Það er varla hægt að finna þann djasstónlistarmann sem ekki hefur orðið fyrir beinum eða óbeinum áhrif- um frá Charlie Parker. Sérstaklega ekki fólk sem spilar á sama hljóðfæri og hann,“ segir Sigurður Flosa- son saxófónleikari, en kvart- ett Sigurðar ætlar ásamt danska saxófónleikaranum Benjamin Koppel, að halda tónleika í dag til að minnast þess að hálf öld er frá dánar- degi djasssnillingsins Char- lie Parker. „Hann er einn af tveim- ur eða þremur áhrifamestu einstaklingum djasssög- unnar og hefur ekki aðeins áhrif á fólk sem spilar á hans hljóðfæri heldur á alla. Hann breytti gangi sögunn- ar og er risi í þessu sam- hengi,“ segir Sigurður, sem lengi hafði ætlað að halda tónleika til heiðurs Parker og greip tækifærið þegar dánarafmælið rifjaðist upp fyrir honum. Charlie Parker var frum- kvöðull í tónlistarstefnunni bebop sem ruddi sér til rúms á fyrri hluta tuttug- ustu aldar. Hann var þó ekki aðeins frægur fyrir tónlist sína heldur einnig fyrir óseðjandi fíkn á alla skapaða hluti. „Hann lifði hratt og var óhófsmaður á allt, heró- ín, áfengi, mat og kvenfólk,“ útskýrir Sigurður en þessi stórkostlegi hæfileikamaður og stórstjarna í listaheimi New York var algerlega búinn að ofbjóða sér þegar hann lést árið 1955, þá aðeins 34 ára að aldri. „Læknirinn sem skoðaði líkið sagði að þarna færi sextugur maður,“ upplýsir Sigurður. Parker fékk snemma við- urnefnið Bird. Telur Sigurð- ur að nafnið, sem upphaflega var Yardbird, hafi hlotist af því að honum þótti kjúkling- ur mjög góður og borðaði hann í miklu óhófi. „Nafnið á líka vel við hann að því leyti að hann flaug í sinni músík, gat spilað mjög hratt,“ segir Sigurður en einnig má segja að Bird hafi flogið í gegnum lífið og brennt kertið í báða enda. Tónleikar þeirra Sigurð- ar og félaga verða haldnir klukkan fjögur í dag á Cafe Rosenberg í Lækjargötu. Þeir byggja að langmestu leyti á lögum úr smiðju Parkers sjálfs auk nokkurra laga sem tengjast honum. „Á þessum tíma er mikið af fólki í bænum að versla og okkur datt í hug að stressa fólk upp með trylltri músík og gá hvort sumir fari ekki alveg yfir um,“ segir Sigurð- ur glettinn. ■ CHARLIE PARKER: TÓNLEIKAR VEGNA 50 ÁRA DÁNARAFMÆLIS Flogið í gegnum lífið DJASSRISI Charlie Bird Parker var frumkvöðull í tónlistarstefnunni bebop en óhófsmaður á eiturlyf, mat og kvenfólk. UNDIR ÁHRIFUM FRÁ CHARLIE PARKER Kvartett Sigurðar Flosasonar ætlar að spila lög eftir djasssnillinginn Charlie Parker í dag á Cafe Rosenberg. ANDLÁT Snorri Skaptason arkitekt lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn laugardaginn 3. desember. Lára Ósk Arnórsdóttir, Eiríksgötu 6, lést mánudaginn 5. desember. Pálmi Ólafsson frá Holti andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blöndu- ósi þriðjudaginn 6. desember. Einar Thorlacius Magnússon, Lækjasmára 2, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans fimmtu- daginn 7. desember. Helgi Loftsson, Krummahólum 57, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. desember. Herborg Jónsdóttir, Álfatúni 37, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 7. desember. Ragnar Bollason, Bjargi, Eyjafjarð- arsveit, lést á dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Hlíð miðvikudaginn 7. desember. Viggó Einarsson flugvirki, Gull- smára 8, andaðist á Landspít- ala Fossvogi fimmtudaginn 8. desember. JARÐARFARIR 11.00 Elías Ívarsson, Suðurengi 7, Selfossi, verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju. 13.30 Minningarathöfn um Pál Hallgrímsson, fyrrverandi sýslumann á Selfossi, verð- ur haldin í Selfosskirkju. 14.00 Adolf H. Magnússon skipstjóri, Vestmannabraut 76, verður jarðsunginn frá Landakirkju. Okkar ástkæri Helgi Jósefsson Vápni Mávahlíð 13, Reykjavík, andaðist laugardaginn 3. desember. Minningarathöfn verður í Akureyrarkirkju miðvikudag- inn 14. desember kl. 17:00. Útförin fer fram frá Laugar- neskirkju fimmtudaginn 15. desember kl. 15:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Geðhjálpar, sími 570-1700. Arnbjörg Pálsdóttir Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir Heiðar Ingi Svansson, Sonja Dröfn Helgadóttir Guðmundur Egill Erlendsson Þórdís Ósk Helgadóttir Pétur Sigurðsson hans elskandi barnabörn Kristinn S. Jónsson Jósef Halldórsson Ingibjörg Gísladóttir og aðrir ástvinir. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, Kristín Jóhannesdóttir frá Svínhóli, Hjúkrunarheimilinu Selja- hlíð, Reykjavík, lést í Seljahlíð aðfaranótt mánudagsins 5. desember. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 12. desember, kl. 13.00. Helgi Jóhannesson Þóra Þorleifsdóttir Ragnheiður Jóhannesdóttir Haraldur Sigfússon Ragnheiður Guðmundsdóttir, systkinabörn og þeirra fjölskyldur. Okkur innilegasta þakklæti við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Sigurðar Jóhanns Hendrikssonar Reyrengi 32. Guð blessi ykkur öll. Hjördís Björg Kristinsdóttir Rebekka María Sigurðardóttir Valdimar Karl Guðmundsson Jóhann Ágúst Sigurðarson Þórunn Ragnarsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Viggó Einarsson flugvirki, Gullsmára 8, andaðist á Landspítalanum Fossvogi 8. desember. Sigurbjörg Hjálmarsdóttir Hjálmar Viggósson Ragnheiður Hermannsdóttir Magnea Viggósdóttir Kenneth Morgan Erna Margrét Viggósdóttir Kristján Þ. Guðmundsson Helen Viggósdóttir Þórarinn Þórarinsson Barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Elías Ívarsson Suðurengi 7, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 10. desember kl. 11.00. Guðrún Sveinsdóttir Elín Jóhanna Elíasdóttir Örn Jónsson Ívar Hjálmar Elíasson Ólafía Illugadóttir Elsebeth Elena Elíasdóttir Erwin Thomsen Guðlaug Elíasdóttir Sigurjón Valdimarsson Linda Elíasdóttir Christofer R. Bowen Eva Elíasdóttir Ingibjörg Halla Elíasdóttir Auðbjörg Lilja Lindberg Karl H. Cooper Sveinn Elíasson Kolbrún Björnsdóttir Elías Rúnar Elíasson Bryndís Jónsdóttir Afa- og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ómar S. Zóphóníasson Fögruhlíð 5, Hafnarfirði, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 5. desember. Jarðarför auglýst síðar. Kristín Theódórsdóttir Theódór K. Ómarsson Hafdís Sigursteinsdóttir Marta G. Ómarsdóttir Höskuldur Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ásdís Inga Jónsdóttir (Dísa) Hrauntungu 54, Kópavogi, varð fertug í gær, 9. desember. Af því tilefni býður hún vinum og vandamönn- um í kaffi í Gjábakka, Fannborg 8, laugardaginn 10. desember kl. 15. timamot@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.