Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 2
Tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2006 edda.is Kristín Marja Baldursdóttir Saga um drauma og þrár, óvænta hamingju, óbærilega sorg og miklar ástríður. Við óskum Kristínu Marju til hamingju með tilnefninguna. Komin í kilju DÓMSMÁL Sigríður Rut Júlíus- dóttir, lögmaður Jóns Ólafssonar athafnamanns, fer fram á að hér- aðsdómur ávíti Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor og Heimi Örn Herbertsson lögmann hans og ákveði þeim réttarfarssekt. Þetta gerir hún í greinargerð sem hún lagði fram í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Hannes freistar þess að fá endurupptekna aðfararheimild héraðsdóms vegna meiðyrðamáls sem hann tapaði í Bretlandi. Sigríður Rut segir í greinar- gerðinni að Hannes og lögmaður hans hafi með aðilaskýrslu sem þeir lögðu fyrir dóminn farið langt út fyrir heimildir sem um slíkar skýrslur gildi. Hún segir í skjalinu að finna málflutning „auk þess sem skjalið inniheld- ur áframhaldandi refsiverð meiðyrði, rógburð og brigsl í garð varnaraðila og dreifingu ærumeiðinga“. Sigríður Rut bendir á að Íslendingar séu aðilar að Lugano- samningnum og framvinda máls- ins því háð ákvæðum hans og óheimilt að fjalla efnislega um breska dóminn. Í greinargerðinni er því mótmælt að falist geti sönnun- arfærsla um sannleiksgildi orða í að leggja fyrir dóminn sams konar ummæli annarra. Þá er bent á að hér hafi menn verið dæmdir fyrir meiðyrði þrátt fyrir fyrirvara á borð við að „atburðir hafi yfir sér „þann brag“ að vera refsiverðir og/eða siðlausir í huga þess sem viðhefur meiðyrðin“. Þar vísar hún til sigurs Jóns í meiðyrða- máli á hendur Davíð Oddssyni, þá forsætisráðherra, frá því í júní 2004. Málið verður tekið fyrir í janúar. - óká SIGRÍÐUR RUT JÚLÍUSDÓTTIR Sigríður Rut er lögmaður Jóns Ólafssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lögmaður Jóns Ólafssonar vísar röksemdum Hannesar Hólmsteins á bug: Kallar eftir ávítum og sekt 2 10. desember 2005 LAUGARDAGUR SVÍÞJÓÐ Kvenkyns stjórnendur voru fyrst látnir fara frá fjar- skiptafyrirtækinu Ericsson þegar harðnaði á dalnum fyrir nokkrum árum. Ericsson hélt þá eftir karl- mönnum þar sem þeir voru frekar taldir þora að taka erfiðar ákvarð- anir. Þetta kom fram í sjónvarps- viðtali við Anette Silvergran, fyrr- verandi stjórnanda hjá Ericsson. „Þegar Ericsson stækkaði voru margir hækkaðir í tign og þá fengu konur tækifæri. Þegar erfiðleikarnir hófust hélt yfir- stjórnin sig við það venjubundna og trygga og lét konurnar fara,“ sagði hún. ■ Ericsson í kreppunni: Konunum var fyrst sagt upp ATVINNUMÁL Niðurstöður úttekt- ar tveggja sálfræðinga á sam- skiptum yfirmanna og undir- manna Landmælinga Íslands eru áfellisdómur yfir stjórnendunum, samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér. Hluti starfsmanna stofnunarinnar seg- ist hafa mátt þola einelti af hálfu yfirmanna. Starfsmenn hafa verið mjög óánægðir með framkomu stjórn- enda síðustu misserin. Í vor var tekið upp nýtt skipu- rit stofnunarinnar og sviðum fækkað úr fjórum í tvö. Við það fækkaði sviðsstjórum en fimm öðrum millistjórnendum var bætt við í staðinn. Átta starfsmenn hafa sagt upp störfum sínum hjá Landmæl- ingum Íslands á þessu ári en 35 störfuðu hjá stofnuninni. Þessi starfsmannaflótti átti síðan sinn þátt í því að stéttar- félög starfsfólks Landmælinga, Félag íslenskra náttúrufræð- inga og Útgarður, gengust fyrir því að fengnir voru tveir viður- kenndir sálfræðingar til að gera úttekt á samskiptum stjórnenda og starfsmanna. Náði úttektin bæði til þeirra starfsmanna sem voru hættir og hinna sem enn voru að störfum. Niðurstaðan var svo kynnt á tveimur fundum nú nýverið með núverandi og fyrr- verandi starfsmönnum. Samkvæmt upplýsingum sem Fréttablaðið hefur aflað sér er skýrsla sálfræðinganna svört. Í henni bera sumir starfsmenn að þeir hafi orðið fyrir einelti yfir- manna. Stéttarfélögin grundvöll- uðu beiðni sína um úttekt sálfræð- inganna meðal annars á reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnu- stað og lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en í þeim segir að stéttarfélag skuli sjá til þess að vinnuvernd sé til staðar á vinnustað. Stéttarfélögin hafa sent niður- stöður úttektarinnar til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfis- ráðherra en Landmælingar heyra undir ráðuneytið. Er þeim óskum beint til ráðherrans að hún láti kanna þátt viðkomandi yfirmanna í þeirri stöðu sem upp hafi komið hjá Landmælingum. Stéttarfélögin ætla að óska við- bragða ráðherra innan tveggja vikna frá því að niðurstöður bár- ust henni í hendur. „Ég ætla ekki að tjá mig um málið,“ var það eina sem Magn- ús Guðmundsson, forstjóri Land- mælinga, hafði að segja við Fréttablaðið þegar haft var sam- band við hann í Stokkhólmi þar sem hann er nú staddur. Spurður um hvort hann hefði séð niður- stöður skýrslu sálfræðinganna kvað hann svo ekki vera. Sér hefði ekki verið afhent hún. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardótt- ur umhverfisráðherra, sem er í Kanada. jss@frettabladid.is Stjórnendur sagðir leggja fólk í einelti Hluti starfsmanna Landmælinga Íslands segist hafa orðið fyrir einelti af hendi stjórnenda stofnunarinnar. Svört skýrsla tveggja sálfræðinga á samskiptum yfirmanna og undirmanna er í höndum umhverfisráðherra. LANDMÆLINGAR Á HORNSTRÖNDUM Átta starfsmenn hafa sagt upp störfum sínum hjá Landmælingum Íslands á þessu ári en 35 unnu hjá stofnuninni. Hér eru starfsmenn við landmælingar í fyrrasumar, þyrlan TF-SIF í baksýn. MAGNÚS GUÐ- MUNDSSON For- stjóri Landmælinga Íslands ætlar ekki að tjá sig um málið og segist ekki hafa séð niðurstöðu skýrslunnar. ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� TILFELLI AF HETTUSÓTT 2005 Mánuður Fjöldi maí 1 júní 3 júlí 11 ágúst 13 sept. 16 okt. 10 nóv. 19 LANDLÆKNIR Hettusóttartilfellum fjölgaði verulega í nóvember, samkvæmt Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins. Nítján greindust með hettusótt í mánuð- inum. Í Farsóttafréttum fyrr á þessu ári var fjallað um hettusótt sem greinst hafði hér á landi á árinu 2005. Talið var að faraldurinn hefði náð hámarki í júlí og ágúst og myndi dvína seinni hluta árs- ins. Nú hefur hins vegar komið í ljós að svo er ekki. Þeir einstakl- ingar sem einkum sýkjast eru þeir sem fæddir eru á árunum 1981 til og með 1985 en það eru þeir sem misstu af MMR-bólu- setningunni sem hófst hjá átján mánaða gömlum börnum á árinu 1989 og hjá níu ára gömlum börn- um 1994. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem fæddist á árunum 1981 til og með 1985 að láta bólusetja sig. Fólk getur leitað til næstu heilsugæslustöðvar og verður bólusetningin þeim að kostnaðar- lausu. Aukaverkanir af bólusetn- ingunni eru sagðar óverulegar. - jss Hettusóttartilvikum fjölgar: Hvatt til bólu- setningar SPURNING DAGSINS Arnar, vilja Akureyringar ekki lengur búa á Akureyri? „Jú, jú, en sveitasælan heillar suma.” Sífellt fleiri Akureyringar kjósa að búa í nágrannasveitarfélögum bæjarins. Arnar Guðmundsson er fasteignasali á Akureyri. BANDARÍKIN, AP Háttsettur emb- ættismaður í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu hefur staðfest að fulltrúum Rauða krossins hafi ekki verið veittur aðgangur að öllum þeim föngum sem eru í haldi Bandaríkjamanna, grun- aðir um aðild að hryðjuverkum. Frá þessu greindi forseti Alþjóða Rauða krossins (ICRC) í gær. John B. Bellinger III, lögfræði- ráðgjafi utanríkisráðuneytisins í Washington, var spurður að því í höfuðstöðvum Rauða krossins í Genf hvort fulltrúar samtakanna hefðu fengið að vitja allra slíkra fanga sem væru í haldi Banda- ríkjamanna. Bellinger svaraði því neitandi en neitaði að skýra svar sitt nánar. Jakob Kellenberger, forseti Alþjóða Rauða krossins, sagði að hann hefði í meira en tvö ár þrýst á háttsetta fulltrúa Bandaríkja- stjórnar að ganga úr skugga um að fulltrúar samtakanna fengju aðgang að öllum þeim stöðum þar sem Bandaríkjamenn héldu meint- um hryðjverkamönnum föngnum. Meðal skilgreindra verkefna ICRC samkvæmt Genfarsáttmálunum er að hafa eftirlit með því hvaða með- ferð stríðsfangar sæta. „Við höld- um áfram viðræðum við þá um að fá aðgang að öllum þeim sem hand- teknir hafa verið í nafni hins svo- kallaða stríðs gegn hryðjuverkum, án landfræðilegra takmarkana,“ sagði Kellenberger. - aa JAKOB KELLENBERGER Forseti Alþjóða Rauða krossins á blaðamannafundi í Genf í gær. MYND/AP Bandaríkjamenn viðurkenna að hafa hindrað starf fulltrúa Rauða krossins: Fengu ekki að hitta alla fanga FYRIR RÆÐUNA Ahmadinejad og Abdullah, konungur Sádi-Arabíu. TEHERAN, AP Mahmoud Ahmadin- ejad, forseti Írans, varpaði þeirri skoðun fram á leiðtogafundi íslamskra ríkja í Mekka í Sádi- Arabíu í fyrradag að sakbitnar Evrópuþjóðir ættu frekar að láta gyðinga hafa landsvæði í eigin álfu undir ríki sitt en að koma vandanum yfir á Mið-Austurlönd. Bandaríkjamenn, Rússar, Evr- ópuþjóðir og vitaskuld Ísraelar hafa gagnrýnt ummælin harð- lega. Sádi-Arabar reiddust jafn- framt orðum Ahmadinejad mjög en Mekkafundurinn var meðal annars haldinn til að bæta ímynd íslamskra ríkja í heiminum. Allt virðist það nú unnið fyrir gýg. ■ Ummæli Ahmadinejad: Gagnrýnd úr öllum áttum Kviknaði í stól Eldsupptök í húsbruna á Ísafirði sem var manni að bana á áttu sér stað í tauklæddum stól í stofu. Maðurinn fannst í stofunni þar skammt frá. Réttarkrufning hefur farið fram og í ljós kom að maðurinn lést af völdum reyks sem myndaðist í eldsvoðanum. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.