Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 18
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR18 Opið laugardaga kl.: 11 - 17 // sunnudaga kl.: 13 - 16 Bandaríska bangsabúðin Build- A-Bear á í viðræðum við Baug um að kaupa Bear Factory fyrir um 2,8 milljarða króna og sam- eina fyrirtækin, eftir því sem fram kemur í The Times. Baugur eignaðist Bear Factory í júlí árið 2003 við kaupin á Ham- leys-leikfangabúðakeðjunni bresku. Ætlunin var að færa út kvíarnar með sölu sérleyfa til annarra landa en það hefur ekki gengið og hefur verslun- inni á Írlandi verið lokað. Bear Factory rekur um þrjátíu verslanir og veltir um 2,8 milljörðum króna. Fyrirtækin áttu í deilum þar sem Build- A-Bear sakaði Bear Factory um að stæla sína ímynd. Leyst var úr ágreiningnum fyrir utan dómsstóla. Bandaríska keðjan rekur nokkrar verslanir á Bretlandi í samkeppni við Bear Factory en vill styrkja stöðu sína á Bret- landseyjum með þessum kaup- um. Fyrirtækið hefur vaxið hratt síðan það var stofnað árið 1997 og rekur nú 300 verslanir um allan heim. - eþa Bangsar fallast í faðma BANGSAR TIL SÖLU Baugur Group á í viðræðum við Build-A-Bear um sölu á Bear Factory. Íslendingar standa betur að vígi en Norðmenn í fiskveiðistjórnun, fiskvinnslu og markaðssetningu, samkvæmt nýrri skýrslu um samkeppnishæfni sjávarútvegs sem Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra kynnti í dag. Í skýrslunni kemur fram að jafnt sé á komið í fiskveiðum þjóðanna. Norðmenn eru þó feti framar á tveimur sviðum; í hag- stjórn og aðbúnaði fyrirtækja. Samkvæmt skýrslunni skýrist það fyrst og fremst af háum flutn- ingskostnaði afurða hér í saman- burði við Noreg og sterkri stöðu íslensku krónunnar. „Hvað fiskveiðistjórnunina snertir helgast hærri einkunn Íslendinga einkum af því að framsal aflaheimilda er mun frjálsara hér en í Noregi. Íslendingar eru duglegir að nýta nýjustu tækni og gott samstarf við íslenska framleiðendur tækja til fiskvinnslu hefur sitt að segja í fiskvinnslunni og í markaðsmálum hafa Íslendingar einfaldlega betri og verðmætari vöru fram að færa,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Íslendingar framar í fisk- veiðistjórnun Forsvarsmenn Landsvirkjunar tóku lán upp á 400 milljónir Banda- ríkjadali, eða 25,6 milljarða króna, í London í gær. Með lántökunni er Landsvirkjun að endurfjármagna sams konar lán sem tekið var með óhagstæðari kjörum árið 2003. Um lántökuna sáu Barclays Capital, Citicorp, Landsbanki Íslands, SEB, Société Générale og Sumitomo. Að auki tóku tíu aðrir bankar þátt í láninu, þar á meðal Íslandsbanki og KB banki. Er það til sjö ára og er hægt að greiða inn á það hvenær sem er. Samkvæmt fréttatilkynningu eru vextirnir sem Landsvirkjun greiðir af láninu sambærilegir við lánakjör ríkissjóðs, en ríkis- sjóðir eru að jafnaði tryggustu lántakendurnir og njóta bestu kjara. Tilboð bárust um lán að fjárhæð 570 milljónir Bandaríkjadala frá bönkunum. Telja stjórnendur fyrirtækisins það til marks um það traust sem Landsvirkjun og ríkið njóta á alþjóðamarkaði um þessar mundir. Tóku milljarðalán FRIÐRIK SOPHUSSON, FORSTJÓRI LANDS- VIRKJUNAR Hann skrifaði undir lánið í London í gær fyrir hönd fyrirtækisins. Úrvalsvísitalan hefur aldrei verið hærri, en hún náði 5.221 stigum í gær. Gildi vísitölunnar var í 3.360 stigum í ársbyrjun og hefur hún því hækkað um 55 prósent á árinu. KB banki fór mest upp í 678 krónur á hlut en endaði í 666 krón- um, sem er met. Greint var frá kaupum Ármanns Þorvaldssonar, forstjóra Singer&Friedlander, á 600 þúsundum hluta í KB banka á genginu 665. Íslandsbanki náði einnig sínu hæsta gildi frá upphafi, 17,1 krónu á hlut. Landsbankinn og Straumur - Burðarás eru enn fremur nærri hæstu gildum. - eþa Úrvalsvísitalan í ham Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.221 +0,32% Fjöldi viðskipta: 438 Velta: 6.988 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 49,60 -1,20% ... Bakkavör 51,70 -0,60% ... FL Group 17,00 +0,00% ... Flaga 4,92 -0,60% ... HB Grandi 9,50 +0,00% ... Íslandsbanki 17,10 +1,20% ... Jarðboranir 24,10 +0,00% ... KB banki 666,00 +0,50% ... Kögun 59,80 -0,30% ... Landsbankinn 23,90 -0,40% ... Marel 65,00 +0,00% ... SÍF 4,17 +1,20% ... Straumur-Burðarás 15,80 +1,90% ... Össur 115,00 +0,90% MESTA HÆKKUN Straumur +1,94% Mosaic Fashions +1,72% SÍF +1,21% MESTA LÆKKUN Actavis -1,20% Flaga -0,61% Bakkavör -0,58%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.