Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 74
 10. desember 2005 LAUGARDAGUR50 MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN Spáir þú mikið í tískuna? Já, það má nú heldur betur segja það. Ég á náttúrlega tískubúð og ég lifi og hrærist í tísku á hverjum degi. Ég er einnig áskrifandi að Vogue. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Stíllinn minn er frekar pæjulegur en samt ekki þannig að það fari yfir strikið. Ég er mjög hrifin af sérstökum flíkum sem enginn annar á og þar af leiðandi er ég mikið fyrir notuð föt. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Ég er mjög hrifin af Roberto Cavalli og Karl Lagerfeld. Það má kannski segja að minn stíll sé dálítil blanda af báðum. Flottustu litirnir? Í fataskápn- um eru svartur og gylltur mjög áberandi. Ég er einnig mjög hrifin af ferskjulituðum. Hverju ertu veikust fyrir? Ég er mjög veik fyrir öllu sem glansar og glitrar sem og loðfeldum og loðkrögum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Það var hvítur kanínuloðfeldur sem ég fékk í Glamúr. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Hnéhá leður- stígvél, fjólubláar gallabuxur og loðfeldur er flott dress. Hvað ætlar þú að kaupa fyrir veturinn? Mig vantar einna helst einhverja góða og hlýja hanska, helst háa leðurhanska sem eru loðnir innan í. Uppáhaldsverslun? Það er náttúr- lega Glamúr, enda eru nánast öll fötin mín þaðan. Ég kíki yfirleitt líka í H&M þegar ég fer til útlanda. Þar er alltaf hægt að finna eitthvað skemmtilegt. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Það er mjög mis- jafnt, stundum engu og stundum miklu. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ætli það séu ekki svartar gallabuxur sem ég nota mjög mikið. Uppáhaldsflík? Rauður kimono sem ég keypti á markaði í New York. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Ég myndi fara til New York og ég er einmitt að fara þangað. Þar fæst allt sem hugurinn girnist. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Þegar ég hugsa til baka er margt ljótt sem ég hef átt en mér fannst það allt flott þá. Ég er vana- lega mjög góð í að kaupa mér föt og kaupi eiginlega aldrei neitt sem ég nota ekki. SMEKKURINN: ELVA DÖGG ÁRNADÓTTIR EIGANDI GLAMÚR Lifir og hrærist í tísku á hverjum degi Þegar svarti liturinn hefur haft yfirhöndina er góð tilfinning að sjá glitta í hið hvíta. Hann verður einmitt einn af aðaljólalitunum í ár. Þá er alveg sama hvort liturinn er skjannahvítur eða kremaður, hvort tveggja gengur upp. Það má lýsa innreið hvíta litar- ins sem ljósi í myrkri eða bjartari tíð. Mikið er um ljósa liti á sparifötum enda sómir liturinn sér vel í blúndu- efni, silki, satíni og öðru slíku. Mikið er um kjóla í ljósum lit en líka toppa, pils, skyrtur, skó og peysur. Kjólarnir eru allt frá því að ná niður á miðja kálfa upp í „aðeins fyrir ofan hné“. Hlíralaust kemur alltaf inn á þess- um árstíma og þá er um að gera að klæðast fallegum bóleróermum við eða vera í litlum krúttlegum jakka. Það er hátíðlegt að vera í hvítu frá toppi til táar en það er líka dásamlega drottningarlegt að klæðast ljósum blúndukjól- um, vera með gullfestar um hálsinn og jafnvel hvítt kanínuskinn til að skreyta ennþá meira. Munið bara að svartar 40 den sokka- buxur eru ómögu- legar við hvíta kjóla. ÞAÐ ER ENGIN EIN kjólasídd vinsælli en önnur, allt er leyfilegt, bara spurning um að finna það sem klæðir hvern og einn. Kremhvít jól Perlufestar fara dásamlega vel við hvítt. KJÓLL FRÁ KAREN MILLEN DÖMULEGIR Spariskór frá Karen Millen. ANDREA OG BIRTA í júniform blanda skinni saman við blúndur. TOPPUR FRÁ OASIS HRING- UR FRÁ HENDRIKKU WAAGEI. Með svarta spöng í hárinu Þegar ég mætti í vinnuna í gærmorgun var 75% kvenkyns vinnu- félaga minna (í minni deild) með svarta spöng í hárinu. Ég var þar meðtalin og fannst því frekar spaugilegt að líta yfir hópinn. Þegar ég fór að spyrja kynsystur mínar hvernig stæði á þessu voru svör- in mismunandi. Einni fannst taglið koma betur út ef hún væri með spöng í hárinu, fannst það gefa fallegt „sixtís“ yfirbragð. Önnur sagðist nota spöngina á vondum hárdögum. Það var nefnilega það. Ég var einmitt með spöng þennan dag til að bjarga hárinu. Í fyrra var ég með topp eins og örugglega 60% ungra kvenna en núna er ég að safna honum. Það er eiginlega ógerningur nema að vera með spöng sem bjargar málunum. Hún er reyndar svo góð hækja að ég óttast að hún muni gróa föst við hárið á mér á næstunni ef þetta heldur svona áfram. Svona er þetta sumsé með flestallar tískubylgjur, það koma allt- af timburmenn þegar trendið líður undir lok og þá er gott að geta bjargað sér. Þessvegna er önnur hver stelpa með spöng núna sem skartaði flottum toppi í fyrra. Merkilegt hvernig tískubylgjurnar svífa yfir og hrifsa fólk með sér. Það er þó eitt sem truflar mig við það að hafa spöng í hárinu. Hún meiðir mig pínulítið bak við eyrun sem gerir það að verkum að ég færi hana alltaf aftar og aftar þangað til hún dettur. En það er líka annað. Ég lít út fyrir að vera í sjöunda bekk. Ég var nefnilega heilmikið með spöng í hárinu í Selásskóla og því minnir spöngin mig óhjá- kvæmilega á þann tíma. Það eina góða er að núna þarf ég ekki að hafa áhyggjur af að vinnufélagar mínir rífi spöngina úr hárinu á mér eins og tíðkaðist oft í tíu ára bekknum. Skínandi kinnbein Strjúktu glitrandi Guerlain-púðri létt á kinnbeinin. Það lífgar upp á útlitið í skammdeginu og er líka einstaklega glæsilegt og jólalegt. KJÓLL FRÁ OASIS FATNAÐUR FRÁ CENTRUM KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.