Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 8. nóvember 2002 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O P 19 23 2 1 1/ 20 02 SMÁRALIND / LÆKJARGÖTU Haustútsala 30% afsláttur af völdum vörum til 10. nóv. KONUR Árið 2001 voru liðin 50 ár frá því að Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga endurreisti menningarsjóð þingeyskra kvenna. Stjórn sjóðsins ákvað að minnast tímamótanna með því að gefa hugverk þingeyskra kvenna út á bók. Bókin nefnist Djúpar rætur - hugverk þing- eyskra kvenna og í henni eru frásagnir, sögur, ljóð og lög eft- ir 180 þingeyskar konur. Þeirra á meðal eru þær Herdís Egils- dóttir, Jakobína Sigurðardóttir, Unnur Benediktsdóttir Bjarklind og Iðunn Steinsdóttir. Sólveig Anna Bóasdóttir rit- stýrði verkinu. Ritnefndin fór ýmsar leiðir í efnisöflun, aug- lýsti í dagblöðum og skipti með sér verkum og hringdi í konur og hvatti þær til að leggja bók- inni til efni. Þá var farið í gegn- um ýmis söfn og afraksturinn var sá að ritstjórninni barst „efni sem nægt hefði í um þús- und síðna bók.“ Ritnefndin fékk því það vandasama verkefni að velja úr og stytta eftir atvikum. „Það er því ljóst að víða er ým- islegt til svo eflaust mætti gefa út aðra bók með hugverkum þingeyskra kvenna, því af nógu er að taka.“  IÐUNN STEINSDÓTTIR Fæddist á Seyðisfirði og ólst þar upp til tví- tugs. Hún á þrjú ljóð í bókinni: Kveðja, Eyrarrós, sem var ort í Hvannalindum árið 1973, og Hugsað heim. Djúpar rætur: Hugverk þingeyskra kvenna koma út á bók BÆKUR Lögfræðingar rithöfund- arins J.K. Rowling hafa gefið rússnesku bókaútgáfunni Eksmo, sem gefur út bækurnar um hina rússnesku Tanya Grott- er, frest fram á sunnudag til að innkalla bækurnar. Að öðrum kosti fari þeir í mál vegna rit- stuldar. Lögfræðingar Rowling halda því fram að Tanya sé eftir- líking af Harry Potter. Höfund- ur Tanyu, Dmitri Yemets, neitar því og segir að hann byggi sínar sögur á rússneskri arfleifð sem komi Harry Potter ekkert við. „Tanyu Grotter-bækurnar voru gefnar út á ensku og bornar saman við Harry Potter. Það var augljóslega um ritstuld að ræða,“ segir rússneskur um- boðsmaður J.K. Rowling, Nat- alya Dolgova. Fyrsta bókin um Tanyu, Tanya Grotter og töfra- hljóðfærið, seldist í 100.000 ein- tökum og ný bók um töfrastelpuna, Tanya Grotter og gólfið sem hvarf, kom út í síð- ustu viku. Yemets segist nú þeg- ar vera byrjaður á þriðju bók- inni um Tanyu og útgefendur í Rússlandi segja að ekkert muni stoppa útgáfuna.  ROWLING ÁSAMT LEIKURUM Stendur í málaferlum vegna meintrar rúss- neskrar eftirlíkingar á Harry Potter. Lögfræðingar J.K. Rowling: Lögsækja vegna stuldar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.