Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 2
2 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR Bandaríkin: Demókratar sleikja sárin WASHINGTON, AP Dick Gephardt sagði af sér í gær sem leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Demókratar virðast ætla að leggja áherslu á sérstöðu sína gagnvart repúblikönum í þeirri von að auka fylgi sitt á ný. „Það er greinilegt að til þess að demókratar nái meirihluta þarf að einbeita sér að því að gagnrýna repúblikana í þeim hlutum Bandaríkjanna sem eru ekki alltaf auðveldir demókröt- um,“ sagði Martin Frost, sem hefur hug á því að taka sæti Gephardts sem leiðtogi flokks- ins í fulltrúadeildinni. Demókratar misstu nauman meirihluta sinn í öldungadeild í kosningunum auk þess sem þeir töpuðu nokkrum þingsætum í fulltrúadeildinni. George W. Bush forseta ætti að veitast auðvelt að fá stefnu- málum sínum framgengt, nú þegar flokksmenn hans eru í meirihluta í báðum deildum þingsins. Hann leggur áherslu á að ná í gegnum þingið frumvarpi um nýja heimavarnaráðuneytið, sem demókratar hafa tafið af- greiðslu á í öldungadeildinni. Þá ætlar hann að koma í gegn frum- varpi um efnahagsmál. „Bandaríkjunum gæti tekist að útrýma al Kaída. Þeim gæti meira að segja tekist að steypa Saddam Hussein af stóli,“ sagði Charles Kupchan, bandarískur sérfræðingur í evrópskum stjórnmálum. „En þau gætu líka vaknað við það daginn eftir að einmanalegt væri um að litast í heiminum, að fyrrverandi bandamenn þeirra væru orðnir andstæðingar.“  ÚRSLIT BANDARÍSKU KOSNINGANNA Fulltrúadeild 2002 2000 Repúblikanar 227 223 Demókratar 206 208 Utan flokka 1 Úrslit óútkljáð 1 Öldungadeild 2002 2000 Repúblikanar 51 50 Demókratar 47 49 Utan flokka 1 1 Úrslit óútkljáð 1 Ríkisstjórar 2002 2000 Repúblikanar 24 27 Demókratar 22 21 Utan flokka 2 Úrslit óútkljáð 4 GÓÐAR FRÉTTIR Rekstrarniðurstaða The Big Food Group var betri en breski markaðurinn vænti. Gengishagnaður Baugs frá kaupum er vel á annan milljarð. Eign Baugs í Big Food: Hækkunin á annan milljarð VIÐSKIPTI Baugur heldur áfram að hasla sér völl í verslunarfyrir- tækjum í Bretlandi. Félagið bætti í gær við sig hlut í The Big Food Group. Baugur á nú 15,16% í fyr- irtækinu, en átti 14,99%. Þá hefur Baugur einnig keypt 4,54% í bres- ka verslunarfyrirtækinu House of Fraser. Verðmæti þess hlutar er um 950 milljónir íslenskra króna. Sex mánaða uppgjör The Big Food Group kom markaðsaðilum í Bretlandi þægilega á óvart. Gengi bréfanna hækkaði um 17,5% í gær. Lokaverð bréfanna var 58 pens fyrir hlutinn. Baugur keypti hlut sinn á um 2,5 milljarða, en eftir hækkanir gærdagsins er verðmætið um fjórir milljarðar. Gengishagnaður Baugs er því um einn og hálfur milljarður frá kaupum. Kaupin á House of Fraser eru liður í yfirlýstri stefnu fyrirtæk- isins að fjárfesta í arðbærum verslunarfyrirtækjum utan Ís- lands. House of Fraser rekur 50 stórverslanir í helstu borgum Bretlands.  KRISTINN H. GUNNARSSON Það hlýtur að þrengja að starfsumhverfi vísindamanna ef hagsmunaaðilar hafa of mikil áhrif. Formaður sjávarútvegsnefndar: Umhverfis- ráðherra ákveði kvóta STJÓRNMÁL „Mér er engin launung á því að mér finnst LÍÚ ráða allt of miklu innan Hafró,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, varafor- maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis. Hann vill færa hafrann- sóknir og ákvarðanatöku um heildarkvóta í sjávarútvegi frá sjávarútvegsráðuneyti til um- hverfisráðuneytis. „Ég vil færa vísinda- og rann- sóknaþáttinn alveg undan hags- munaaðilum og yfir til umhverfis- ráðuneytis,“ segir Kristinn. Hann segir rökin tvenns konar, annars vegar að erfitt sé að hafa hags- munaaðila í sjávarútvegi á kafi í hafrannsóknum og ráðgjöf, en hins vegar að um sé að ræða um- hverfismál. Ákvörðun um heildar- kvóta eigi að taka á grundvelli umhverfisþátta og heyri því betur undir umhverfisráðuneytið. Það sé svo sjávarútvegsráðuneytisins að skipta kvótanum milli útgerða. Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra vill ekki tjá sig um af- stöðu sína. Hún telur vel koma til greina að endurskoða stjórnsýsl- una almennt, það gerist þó vart fyrir kosningar.  Kannabisræktun: Lagt hald á 200 plöntur FÍKNIEFNI Tveir menn voru hand- teknir þegar tvö hundruð kannabis- plöntur voru gerðar upptækar í gömlu kartöflugeymslunum í Ár- túnsholti. Þeim var sleppt eftir yfir- heyrslu. Mennirnir hafa báðir kom- ið við sögu lögreglu áður í tengslum við fíkniefni. Þetta er seinni handtaka vikunn- ar vegna kannabisræktunar. Á mánudag voru tveir menn hand- teknir eftir að fimmtíu kannabis- plöntur fundust við húsleit. Síðar fannst meira magn fíkniefna auk 750.000 króna reiðufé. Það sem af er árinu hefur verið lagt hald á 800 kannabisplöntur.  Fjórmenningar í risahassmáli dæmdir í héraði í gær: Fjórir í fangelsi fyrir hasssmygl DÓMSMÁL Fjórir menn voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir innflutning á tæpum 30 kílóum af hassi í mars á þessu ári. 47 ára karlmaður var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Fyrir átta árum fékk hann tíu mánaða fang- elsisdóm fyrir fjársvik og ávís- anafals. 23 ára karlmaður hlaut tveggja ára fangelsi. Hann hefur tvívegis áður verið dæmdur til fangelsis- vistar, meðal annars fyrir frelsis- sviptingu og fíkniefnabrot. 36 ára karlmaður, sem var burð- ardýrið í málinu, var dæmdur í 20 mánaða fangelsi. Þá var 26 ára karlmaður, sem lagði til eina og hálfa milljón króna til fíkniefnakaupanna, dæmdur í eins árs fangelsi. Hann var dæmd- ur í þriggja ára fangelsi fyrir stór- fellt fíkniefnabrot fyrir fimm árum. Áður en málið kom upp hafði lögregla um nokkurt skeið grunað annan höfuðpaurinn um að vera viðriðinn innflutning á fíkniefnum. Símar hans voru hleraðir og beind- ist þá einnig grunur að hinum höf- uðpaurnum. Hassið kom í vörugámi með skipi frá Gautaborg. Sú sending var á vegum fyrirtækis burðar- dýrsins. Lögregla tók hassið úr sendingunni og kom gerviefni fyr- ir í staðinn. Eigandi fyrirtækisins náði í þau efni og var handtekinn með þau næsta dag.  EINKAVÆÐING Björgólfur Guð- mundsson, einn eigenda Samson- ar hf., sem kaupir 45% hlut í Landsbankanum, segir að engin umræða hafi farið fram um lista- verkin þegar samið var um kaup á bankanum. „Þessi umræða er ný- komin upp á yfirborðið og við höf- um ekkert hugsað um þetta. Það eru um fjórtán þúsund hluthafar í Landbankanum sem eiga sinn hlut í þessum verkum.“ Björgólfur segir að verkin hafi verið hluti af efnahagsreikningi bankans. „Við munum auðvitað skoða þetta mál í ljósi þess að þetta er viðkvæmt og þarna eru mikil menningarverð- mæti.“ Landsbankinn á um 300 verk og verk í eigu Búnaðarbankans eru 884. Söfn bankanna hafa að geyma verk eftir alla helstu lista- menn þjóðarinnar á síðustu öld. Innan um eru verk sem teljast til ómetanlegra menningarverð- mæta. Mörg þessara verka hanga uppi í útibúum bankanna, en önn- ur eru í listaverkageymslum. Listaverkaeign Landsbanka og Búnaðarbanka kom til umræðu á Alþingi í gær. Ögmundur Jónas- son hóf umræðuna og spurði hvort um glópsku eða gleymsku hafi verið að ræða þegar lista- verkin voru ekki aðskilin frá öðr- um eigum þegar ríkisstofnunum var breytt í hlutafélög. „Var þetta gert að yfirveguðu ráði eða hugsanlega í samvinnu og í sam- ráði við ráðherra og ríkisstjórn?“ Valgerður Sverrisdóttir sagði verkin eins og hverjar aðrar eignir sem seldar voru með bönk- unum. Hún vísaði á bug hug- myndum um að verkin hefðu ver- ið notuð sem beita við sölu bank- anna. Hún sagðist sannfærð um að nýir eigendur létu sér ekki detta það í hug að selja verkin úr bönkunum. Stjórnarandstæðingar skor- uðu á eigendur bankanna að færa þjóðinni verkin að gjöf. Ólafur Örn Haraldsson, Framsóknar- flokki, tók undir slík sjónarmið. Hann sagði að gerð hefðu verið mistök við hlutafélagavæðingu bankanna þegar þjóðargersemar hefðu ekki verið skildar frá öðr- um eigum bankanna. haflidi@frettabladid.is HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Fjórir menn voru dæmdir í eins til þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt hasssmygl. Dóm- urinn sagðist líta til þess að ekki væri um bráðhættulegt efni að ræða. Vilja fá verkin aftur að gjöf Listaverkaeign ríkisbankanna var aldrei rædd sérstaklega. Hvorki við sölu þeirra né hlutafélagvæðingu. Stjórnarandstaðan og Ólafur Örn Haraldsson vilja að bankarnir færi þjóðinni verkin að gjöf. Stjórnarsinn- ar telja verkin eign hluthafa í réttu hlutfalli við eign þeirra í bönkunum. MENNINGARVERÐMÆTI Bankaútibú ríkisbankanna eru prýdd listaverkum eftir helstu listamenn þjóðarinnar. Í sum- um tilvikum er um ómetanleg menningarverðmæti að ræða. Málverkið hér að ofan er eftir meistara Kjarval og prýðir vegg Búnaðarbankans við Hlemm. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI EIGN BAUGS Í BIG FOOD dags. gengi verðmæti 24. október 40 pens 2,7 millj. 07. nóvember 58 pens 4 millj. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tók þátt í umræðum á Alþingi um nauðsyn eða þörf á íslenskri leyniþjónustu. Hún fylgist með grunuðum fíkniefnasölum og hlerar síma þeirra en alltaf samkvæmt dómsúrskurði. Ég hef ekki trú á því að hún fylgist með mönnum með umdeildar skoð- anir en það virðist þó færast í vöxt víða um heim að svo sé gert. Það er því þörf á því að við búum svo um hnútana að hér verði ekki sett á laggirnar leyniþjónusta eða skoðanalögregla. SPURNING DAGSINS Er líklegt að lögreglan njósni um þegnana?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.