Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 18
18 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR 20.00 Rakarinn frá Sevilla er sýndur í Íslensku óperunni. 21.00 Myrkar rósir eru sýndar í Kaffi- leikhúsinu. 21.00 Kvetch er sýnt í Vesturporti. Örfá sæti laus. 21.00 Beyglur með öllu eru sýndar í Iðnó. SKEMMTANIR Changer, Lúna og Dys spila á Grandrokk. Liz Gammon spilar á Ara í Ögri. Fídel og Klink spila á Barnum, Lauga- vegi 45. Spútnik spilar á Broadway. Doddi þeytir skífum á 22. Stóribjörn spilar á Café Amsterdam. Andrea Jóns spilar á Café Dillon. Andy Wells spila á Café Romance. Ultra spilar á Catalínu. Sælusveitin spilar á Celtic Cross. Viðar Jónsson sveitasöngvari spilar á Champions Café. Hilmar Sverrisson og Ari Jónsson spila í Fjörugarðinum. Sálin hans Jóns míns spilar á Gauki á Stöng. Hörður Torfa spilar á Græna Hattinum, Akureyri. Stórsveit Ásgeirs Páls spilar á Gullöld- inni. Í tilefni af útkomu Svörtu plötunnar: Higher Ground verða tónleikar í Loft- kastalanum. Þar koma meðal annars fram Stefán Hilmarsson, Páll Rósin- krans, Margrét Eir, Þórunn Antonía og Magnús Þór Sigmundsson. SÝNINGAR Camseon ehf. stendur fyrir fagsýningu fyrir kvikmynda-, hljóð- og sjónvarps- iðnaðinn. Þar verða til sýnis ýmis tæki og tól en auk þess verður boðið upp á fjölda fyrirlestra og stutt kynningarnám- skeið. Sýningin verður haldin að Lauga- vegi 176. Anna Þóra Karlsdóttir heldur sýning- una Rjóður/Clear-cuts í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin verður opin dag- lega frá 14-18 nema mánudaga og henni lýkur sunnudaginn 17. nóvember. Tengi (All about ties) er heiti á sam- sýningu sjö mynd- listarmanna sem stendur yfir í Gallerí Skugga á Hverfis- götu 39. Þrír ís- lenskir listamenn og fjórir japanskir listamenn eiga verk á sýningunni. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 13-17. Sýningunni lýkur 10. nóvember. Sýningin Hraun - ís - skógur er í Lista- safni Akureyrar. Sýningin er opin alla daga milli 12 og 17. Henni lýkur 15. des- ember. Veiðimenn í útnorðri er yfirskrift á sýn- ingu í Norræna húsinu. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur yfir sýning á portrettmyndum Augusts Sand- ers. Sýningin er í Grófarsal, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík og stendur til 1. desember 2002. Opnunartími er 12- 18 virka daga en 13-17 um helgar. Ari Svavarsson, listmálari og grafískur hönnuður, sýnir í Galleríi Sævars Karls. Sýningin stendur til 14. nóvember. Í listasalnum Man heldur Jóhannes Geirs sýningu á verkum sínum. Sýningin stendur til 16. nóvember. Jón Sæmundur Auðarson sýnir í versl- uninni Japis við Laugaveg. Verk Jóns Sæ- mundar nefnist Íslensk málbein. Sýning- in er opin á opnunartíma verslunarinnar. Listmálarinn Steinn Sigurðsson sýnir á Kaffi Sólon. Sýningin er opin á opnunar- tíma Sólon og stendur til 8. nóvember. Jóhanna Ólafsdóttir og Spiros Misokilis sýnir ljósmyndir sínar á Kaffi Mokka. Sýningin heitir „Orbital Reflections“. Allir eru velkomnir. Sýningin Carnegie Art Award 2002 er í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi. Sýnd eru verk eftir 25 norræna lista- menn. FÖSTUDAGURINN 8. NÓVEMBER FRUMSÝNING Í kvöld verður frum- sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins leikritið Halti Billi eftir Martin McDonagh. Leikritið gerist á írsku eyjunni Inishmann þar sem halti Billi býr, bæklaður strákur, sem er einna þekktastur fyrir það að stara á kýr en lætur sig dreyma um að komast burt. Skyndilega býðst honum óvænt tækifæri til að kynnast hinum stóra heimi. Þórhallur Sigurðs- son,leikstjóri segir verkið ljúfsárt og heillandi. „Við höfum alltaf verið hrifin af írsku „mentaliteti“, þarna er allt í bland, grín og sár- indi. McDonagh er frægur fyrir að skrifa svarta kómík og skafa ekki utan af hlutunum,“ segir Þór- hallur. „Aðspurður hvort svört kómedía sé það form sem höfði mest til nútímamannsins, í ljósi þess að nú eru á fjölunum mörg leikrit í þessum stíl, segir Þórhall- ur það ekki endilega vera. „Í góð- um verkum skiptast á skin og skúrir, svona eins og í lífinu sjálfu,“ segir hann. Leikskáldið Martin McDonagh þykir meðal athyglisverðustu leikritahöfunda síðustu ára og leikrit hans hafa meðal annars verið sýnd við miklar vinsældir á Írlandi, í London og New York, en leikritin gerast oft á vesturströnd Írlands og lýsa mannlífinu þar. Björgvin Franz Gíslason þreyt- ir frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í titilhlutverkinu, en með önnur hlutverk fara Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Bryn- hildur Guðjónsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Valdimar Örn Flygenring, Hjalti Rögnvaldsson, Edda Arnljótsdóttir og Pálmi Gestsson.  FUNDIR 8.30 Opið málþing hjúkrunarfræðideild- ar og kynning á Lífefna- og sam- eindalíffræðistofu verður í Eirbergi við Eiríksgötu. 12.00 Fjórtán opnir fyrirlestrar verða á árlegum rannsóknardegi Há- skólans í Reykjavík. Fyrirlestrarnir verða um rannsóknir á fræðasvið- um lögfræði, tölvunarfræði/upp- lýsingatækni og viðskipta. Fyrir- lestrarnir verða haldnir á þriðju hæð skólans. 12.20 Málstofa efnafræðiskorar verður haldin í stofu 158, VR-II, Hjarðar- haga 4-6. Ingvar Hlynsson, efna- fræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans, flytur erindið Þriggja ljóseinda gleypni: ljósjónun nit- urildis. Allir velkomnir. 13.00 Opið hús og kynning á starfsemi og verkefnum Lífefna- og sam- eindalíffræðistofu Læknadeildar verður í húsnæði stofnunarinnar Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16. Allir velkomnir. 16.30 Sýningin Íslandsmynd í mótun - áfangar í kortagerð verður opn- uð í Þjóðmenningarhúsinu. LEIKHÚS 20.00 Halti Billi eftir Martin McDonagh er frumsýndur á Stóra sviði Þjóð- leikhússins. Uppselt. 20.00 Viktoría og Georg eru sýnd á Litla sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Sölumaður deyr er sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins. 20.00 Herpingur eftir Auði Haralds og Hinn fullkomni maður eftir Mikael Torfason eru sýnd á 3. hæð Borg- arleikhússins. 20.00 Skýfall er sýnt í Nemendaleikhús- inu. 20.00 Go.com air er sýnt í Bæjarleik- húsinu við Þverholt í Mosfellsbæ. 20.00 Grettissaga er sýnd í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. hvað? hvar? hvenær? á Ritþingi á morgun KRISTBJÖRG, BJÖRGVIN FRANZ OG MARGRÉT Halti Billi gerist á írsku eyjunni Inishmann þar sem búa margir kynlegir kvistir. Halti Billi í Þjóðleikhúsinu: Beitt en hlýleg kímni TÓNLEIKAR Í dag kemur út geisladisk- ur með bestu lögum Harðar Torfa- sonar, leikara og söngvara. Meðal annars þess vegna er Hörður nú á tónleikaferð um landið. „Ég er á Sauðárkróki núna og næsti við- komustaður er Dalvík. Ég byrjaði í Ólafsvík fyrir um það bil hálfum mánuði og verð að til 17. nóvem- ber.“ Hörður segir viðtökur al- mennt góðar, en stundum sé hann að spila fyrir tíu manns. „Munur- inn á leikaranum og popparanum er sá að ég auglýsi tónleika, mæti og spila, sama hvort mætir ein manneskja eða fimm. Ég hef hald- ið tónleika fyrir eina manneskju. Og ef enginn mætir fer ég í hús og sel diska,“ segir hann og skelli- hlær.“ Annars er hann einn á ferð, raðar upp fyrir tónleika og undir- býr sig í rólegheitum. Hann segir fámenna tónleika oft mjög heimil- islega þar sem hann geti spjallað við áheyrendur, tekið óskalög og svo sé rætt saman í rólegheitum yfir kaffibolla, en aðspurður segist hann vera örlítið eftir sig eftir svona törn. „Það er aldurinn,“ seg- ir hann kíminn. Á nýju plötunni eru tólf gömul lög og tvö ný. HÖRÐUR TORFASON Spilaði fyrir krakka í Menntaskólanum á Ísafirði sem höfðu aldrei heyrt hans getið. Það fannst honum frekar skondið og skemmtilegt. Hörður Torfason í tónleikaferð: Spilar hvort sem mæta tíu eða hundrað SÝNING Í dag verður opnuð í Þjóð- menningarhúsinu sýningin „Ís- landsmynd í mótun — áfangar í kortagerð“. Á sýningunni eru sér- staklega dregin fram þau kort sem markað hafa verulega áfanga í leitinni að réttri mynd landsins síðan fyrst tókst að ná þar nokkrum árangri seint á 16. öld með korti Guðbrands Þorláksson- ar Hólabiskups.  BENEDETTO BORDONE Islanda, 1528. Þjóðmenningarhús: Kortagerð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.