Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 14
14 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGURKÖRFUBOLTI HEFUR ENGU GLEYMT Michael Jordan, leikmaður Washington Wizards, hefur engu gleymt í körfubolta þótt aldurinn sé farinn að færast yfir. Talið er að hann leggi þó skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Þó á aldrei að segja aldrei þegar Jordan er annars vegar. FÓTBOLTI ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.00 Sýn Sportið 18.30 Sýn Íþróttir um allan heim 19.30 Sýn Alltaf í boltanum 20.00 Kaplakriki ESSO deild kvenna (FH - Valur) 20.00 Selfoss Esso deild karla (Selfoss - ÍR) 20.00 Vestmannaeyjar Esso deild karla (ÍBV - UMFA) FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið (FA) ætlar að auka öryggis- gæslu í kringum David Beckham, leikmann Manchester United og fyrirliða enska landsliðsins. Knatt- spyrnusambandið tók ákvörðun þess efnis í kjölfar þess að upp komst um áætlun um að ræna fjöl- skyldumeðlimum knattspyrnuhetj- unnar. England mætir Danmörku og Ástralíu í febrúar og Liechtenstein í mars í undankeppni Evrópumóts- ins. „Það væri heimskulegt af okkur að gera ekki einhverjar ráðstafanir í kringum fyrirliðann,“ sagði David Davies, stjórnarformaður FA. „Við gerðum ákveðnar ráðstafanir fyrir hann í heimsmeistarakeppninni og við þurfum væntanlega að gera svipaðar ráðstafanir nú. Við getum ekki tryggt öryggi hans 100% en við munum gera okkar besta.“  David Beckham: Fær aukna gæslu á landsleikjum HERT ÖRYGGISGÆSLA Bekcham-fjölskyldan hefur aukið öryggisgæslu í kringum heimili sitt. Fimm menn hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa ætlað að ræna Victoriu Beckham og krefjast fimm milljóna punda í lausnagjald. ÍÞRÓTTIR Töluvert hefur dregið úr aðsókn á handbolta- og körfu- boltaleiki hér á landi undanfarið. Til að leita skýr- inga á því var rætt við Þórólf Þórlinds- son, prófessor í fé- lagsfræði, sem í gegnum tíðina hef- ur rannsakað tengslin á milli íþrótta og samfé- lags. „Þetta gengur alltaf í bylgjum. Það kemur upp stemning í kring- um ákveðnar greinar á ákveðnum tíma. Upp úr 1990 var stemningin í kringum körfuboltann. Nú er góð stemning og umfjöllun í kringum Meistaradeildina og Evrópufót- boltann. Það eru verulegar líkur á að það hafi áhrif á aðsókn í grein- um eins og handbolta og körfu- bolta,“ sagði Þórlindur. „Síðan þarf að velta því fyrir sér hvort það þarf að endurskoða skipulagið í handboltanum og körfuboltanum. Það hafa verið ýmsar gagnrýnisraddir á skipu- lagið eins og það er núna. Menn hafa velt því fyrir sér hvort það leiði til þess að það sé lítil aðsókn framan af og svo mæti menn bara á úrslitakeppnina. Það er alveg ljóst að við verðum að skipuleggja íþróttagreinarnar þannig að þær veki áhuga. Gullmótin sem voru sýnd í sumar vöktu til dæmis áhuga unga fólksins á frjálsum íþróttum og íslenska kvenna- landsliðið hefur aukið áhugann á kvennaknattspyrnu. Staða Ólafs Stefánssonar ætti einnig að hvetja íslenska krakka til að stunda handbolta.“ Þórólfur segir það ljóst að ein- staklingar eins og Ólafur geti lyft íþróttagreinunum upp. „Við höf- um stjörnur eins og Beckham sem vekja mikla athygli á greininni út fyrir þennan fasta hóp. Í Banda- ríkjunum breyttust aðsóknartölur verulega upp úr 1970 þegar Julius Irving, eða Dr. J, skapaði sér nafn í íþróttinni. Síðan gerðist það sama á níunda áratugnum þegar Jordan kom fram á sjónarsviðið. Íþróttirnar virðast alltaf þurfa að hafa stjörnur.“ freyr@frettabladid.is Stjörnur og góð stemning Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði, segir að stemningin í kringum íþróttagreinar komi í bylgjum. ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON Þórólfi finnst að fjölmiðlar mættu gera betur í umfjöllun sinni um innlendar íþróttir. „ Í Bandaríkj- unum breytt- ust aðsóknar- tölur verulega úr 1970 þegar Julius Irving kom inn“ laugardaginn 9. nóvember kl.2000 og sunnudaginn 10. nóvember kl.1600 Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór Jón Rúnar Arason, tenór Snorri Wium, tenór Ólafur Vignir Albertsson, píanó Á efnisskrá eru perlur íslenskra og erlendra sönglaga og frægar aríur úr óperum. Forsala aðgöngumiða er á öllum þjónustustöðvum ESSO á Höfuðborgarsvæðinu. Miðar verða einnig seldir í Langholtskirkju. Stórtónleikar í Langholtskirkju Söngveisla sem enginn má missa af! HANDBOLTI Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknatt- leikssambands Íslands, segir nokkrar mismunandi ástæður vera fyrir fækkun áhorfenda og iðkenda í íþróttinni. „Samkeppnin í þjóðfélaginu er orðin mjög mikil. Framboð á afþreyingu hefur til að mynda auk- ist,“ segir Einar. Hann segir einnig ákveðið vandamál að nú sé leikið í einni stórri deild með úrslitakeppni og fyrir vikið séu nokkrir leikir sem vekja ekki mikinn áhuga. Hann tekur þó fram að úrslitakeppnin veki að jafnaði mikinn áhuga. HSÍ neyddist til að breyta deildarfyrir- komulaginu á sínum tíma þar sem liðum fækkaði. Einar segir einnig að grimm af- reksstefna hafi verið rekin í hand- boltanum í mörg ár á meðan marg- ir hafi viljað stunda hann sem af- þreyingaríþrótt. HSÍ hefur því tek- ið upp utandeildarkeppni fyrir áhugamannalið og eru 24 lið með í ár. „Það er líka miklu meiri sam- keppni um iðkendur nú. Það er ákveðið gjald sem er greitt fyrir iðkendur og fjölskyldur þurfa að horfa á hvernig spilað er úr þeim málum,“ segir framkvæmdastjóri HSÍ.  Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ: Framboð á afþreyingu hefur aukist Pétur Hrafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri KKÍ: Ekki fækkun á landsbyggðinni KÖRFUBOLTI Pétur Hrafn Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Ís- lands, segir að aukin samkeppni í þjóðfélaginu hafi haft áhrif á iðk- enda- og áhorfendafjölda. „Mögu- leikarnir eru mjög vaxandi. Sér- staklega á þetta við á höfuðborg- arsvæðinu og Suðurnesjum. Fyrir utan Akureyri höfum við ekki fundið fyrir mikilli fækkun á landsbyggðinni. Það er kannski vegna þess að það er ekki eins mikið framboð á afþreyingu þar,“ segir framkvæmdastjórinn. Pétur Hrafn segir að félögin hafi sjálf brugðist við fækkun áhorfenda með ýmsum uppátækj- um, svo sem sjónvarpsauglýsing- um og boðsmiðum. „Við sendum þeim hugmyndir að því sem hægt er að gera eða hefur verið gert. Þau hafa síðan unnið út frá því,“ segir Pétur Hrafn. Hann segir ár- angurinn ekki hafa staðið á sér og áhorfendur fleiri nú í byrjun móts en í fyrra.  Sven-Göran Eriksson: Efstur á óskalista Barcelona FÓTBOLTI Spænska stórliðið Barcelona er á höttunum eftir Sven- Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englands. Börsungum hefur ekki gengið vel á tímabilinu. Liðið er í 8. sæti deildarinnar og féll úr bikar- keppni. Talið er að Joan Gaspart, forseti Barcelona, sé að missa þolin- mæðina gagnvart Louis Van Gaal, núverandi knattspyrnustjóra. Þær fréttir hafa borist að Van Gaal hafi mánuð til að koma liðinu á rétta braut og gangi það ekki eftir er Eriksson efstur á óskalistanum.  Dennis Wise, leikmaður enska 1.deildarliðsins Millwall og fyrr- um leikmaður Leicester, hefur fengið morðhótan- ir í pósti undanfar- ið. Voru þær póst- lagðar í Leicester. Wise var rekinn frá Leicester í sumar eftir að hafa kinnbeins- brotið félaga sinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.