Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 28
28 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR 31 ÁRS Haraldur Örn Ólafsson, fjall- göngugarpur og pólfari, heldur upp á 31 árs afmælið sitt í dag. „Þetta er nú ekkert stórafmæli þannig að ég ætla ekki að gera mikið úr þessu. Ég reikna með að fara út að borða og hafa það notalegt.“ Haraldur, sem er menntaður lögfræðingur, segist ekki hafa ver- ið mikið í lögfræðistörfum síðan hann kom heim eftir að hafa klifið hæstu tinda hverrar heimsálfu. Þess í stað hefur hann varið tölu- verðum tíma í ýmislegt sem tengist leiðöngrum hans. Meðal annars hefur hann heimsótt íslenska grunnskóla og sagt unga fólkinu frá ferðunum. Haraldur segist hafa gengið og klifrað töluvert hér innanlands undanfarið. Er hann uppfullur af hugmyndum um næstu verkefni sín á sviði fjallgöngunnar. „Ég hef verið með það á prjónunum að fara til Nýju Gíneu og klífa þar tind sem heitir Carstensz-píramídi. Þeim tindi hefur nú verið lokað, meðal annars vegna hryðjuverkanna á Balí. Síðan er ýmislegt á dag- skránni en ekkert stórkostlegt enda er það nú ekki alltaf aðalatriðið,“ segir Haraldur. Meðal annars er verið að leggja drög að skíðaferð yfir landið. „Maður lætur sig alltaf dreyma um að gera eitthvað skemmtilegt, fara kannski til Grænlands og svo langar mig líka til Nýja Sjálands að klífa fjall þar. Það er margt í spilunum en ekkert ákveðið.“ Haraldur segist síður en svo hugsa um að leggja árar í bát í fjall- göngunni. „Ég er í þessu af áhuga og af því að mér finnst þetta skemmtilegt. Það verða kannski ekki eins stórir leiðangrar farnir á næstunni. Við reynum bara að gera eitthvað sem er auðveldara og mjög skemmtilegt.“  Haraldur Örn Ólafsson pólfari á 31 árs af- mæli í dag. Hann er að leggja drög að skíðaferð yfir landið og langar að klífa tind í Indónesíu. Afmæli Margt í spilunum hjá Haraldi OD DI H F I9 96 3 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Ljós í miklu úrvali fyrir heimilið. HARALDUR ÖRN ÓLAFSSON Mikið hefur verið að gera hjá Haraldi eftir að hann kom aftur til Íslands. Til stendur að sýna þrjár heimildarmyndir sem gerðar voru fyrir Ríkissjónvarpið um leiðangra hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - D EB 1 92 72 11 /2 00 2 BÓKMENNTIR Ari Trausti Guð- mundsson jarðfræðingur hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Hall- dórs Laxness fyrir smásagnasafn- ið Vegalínur. Hann er landskunn- ur fyrir bækur sínar um íslenska náttúru en hefur ekki áður sent frá sér skáldverk. Í umsögn dóm- nefndar um verðlaunabókina seg- ir meðal annars að hún „geymi einstaklega lifandi og myndrænar sögur, skemmtilega upp byggðar og ritaðar af leikni og augljósri þekkingu á framandi löndum og menningarheimum.“ Allar sögurnar í safninu fjalla um ferðalanga sem finna á fjar- lægum slóðum eitthvað sem gerir það að verkum að þeir snúa aftur breyttir menn. Ari Trausti sagðist hafa komist að því af eigin raun að ferðalög breyttu fólki og að sig langi að segja sögur og pakka hugsunum inn í skáldskap. Bókin er nokkuð sérstæð að því leyti að hún er skreytt ljós- myndum eftir Ara Trausta, Ragn- ar Th. Sigurðsson og Guðmund Hannesson. Ari Trausti sagðist vera afar ánægður með útlit bók- arinnar. Hún væri falleg og hann vonaði að innihaldið stæði undir umbúðunum.  Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness: Ari Trausti kemur á óvart með smásögum BÓKMENNTAVERÐLAUN HALLDÓRS LAXNESS 1996 Skúli Björn Gunnarsson Lífsklukkan tifar 1997 Eyvindur P. Eiríksson Landið handan fjarskans 1998 Sindri Freysson Augun í bænum 1999 Ekkert handrit þótti nógu gott 2000 Gyrðir Elíasson Gula húsið 2001 Bjarni Bjarnason Mannætukonan og maður hennar 2002 Ari Trausti Guðmundsson Vegalínur ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON Hefur hingað til verið jarðfastur í skrifum sínum en sagðist í þakkarræðu sinni vilja skipta um bókmenntagrein og snúa sér að skáldskapnum. Hann lét þess getið að íslensk nátt- úra væri skáld í sjálfri sér og langvarandi samvistir sínar við hana hefðu mikið með þessa ákvörðun að gera. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.