Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 21
21FÖSTUDAGUR 8. nóvember 2002 SÍMI 553 2075 RED DRAGON kl. 5.30, 8 og 10.15Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10ENOUGH kl. 8 KISSING JESSICA STEIN kl. 5.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 10.10 b.i. 16 ára LILO OG STITCH m/ísl.tali kl. 4 VIT429 BEND IT LIKE BECKHAM kl. 5 og 7 VIT 460 Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10 og 11.15 b.i. 16Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8, 9 og 10.10 VIT 461 Osbourne-fjölskyldan hefur tekið að sér að kynna næstu American Music verð- launahátið. Há- tíðin stendur yfir í um þrjár klukkustundir og fer fram í Los Angeles í janúar. Poppdrottning-in Madonna ætlar að snúa sér að því að rappa. Á væntanlegri breiðskífu stúlkunnar, sem er undir miklum hiphop-áhrifum, má heyra hana reyna fyrir sér í rímnasmíðum. Hún segir eitt lag- anna vera undir miklum áhrifum frá Eminem og að hana hafi lang- að að prófa. Hún segir einnig að vinnuheitið á plötunni sé „Stiff Is the New Hard“. Hún segir það reyndar ólíklegt að platan, sem verður tíu laga, komi til með að bera nafnið þar sem hún sé viss um að fólk mistúlki titilinn og tengi hann kynlífi. Af hverju skyldi henni detta það í hug? Sex áður óútgefin lög verður aðfinna á nýrri breiðskífu frá R og B söngkonunni sálugu Aaliyah. Platan, sem heitir „I Care 4 U“, er líka safn vinsælustu laga hennar. Söngkonan Missy Elliott, góð vin- kona Aaliyah, er einnig að vinna að skífu henni til heiðurs. Þar munu nokkrir tónlistarmenn ljúka við lög sem Aaliyah tókst ekki að klára á meðan hún var á lífi. Ný stafræn upptökutækni ogléttur og tiltölulega ódýr út- búnaður til kvikmyndagerðar er ein orsök þess að íslenskar heim- ildamyndir upplifa nú nýtt blómaskeið. Önnur ástæða er sú að stuðningur Kvikmyndasjóðs við þessa undirstöðugrein kvik- myndagerðar hefur aukist. Og svo skiptir það meginmáli að út- hlutun styrkja til heimildaverk- efna er ekki í höndum einhverra sjálfmiðaðra úthlutunarnefnda heldur er það „menntaður ein- valdur“ sem ber ábyrgð á því að greinin fái faglega aðhlynningu. Þessi menntaði einvaldur er Kristín Pálsdóttir kvikmynda- gerðarmaður en hennar grænu fingur annast nú um fjölskrúð- ugan gróður frá skrautblómum til kryddjurta í heimildagarði kvikmyndagerðarinnar. Og trú- lega talar hún við plönturnar sín- ar auk þess að vökva þær og næra. Á góðum degi tekur raun- veruleikinn skáldskapnum fram. Góðar heimildamyndir gefa áhorfandanum þá tilfinningu að hann sé staddur í nánd við sann- leikann. Þessi nánd er spennandi og kitlandi og jafnvel þótt sann- leikurinn sé óhöndlanlegur og sleppi úr öllum gildrum er merkilegt að heyra fótatak hans, hvort sem hann reikar um í heimildamynd sem ringlaður sí- brotamaður eða kjagar um á há- hæluðum skóm sem ung fegurð- ardís á leið sinni á tind brot- hættrar frægðar. Í skóm drekans er nýjasti blómvöndurinn úr gróðurhúsi ís- lenskra heimildamynda sem ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn hafa tínt saman undir hand- leiðslu Kristínar Pálsdóttur, um- deild og áhugaverð mynd um þátttöku í fegurðarsamkeppni – en slíkar uppákomur voru hér áður fyrr gjarna kallaðar því einlæga nafni „kroppasýningar“. Það er af ýmsu að taka í bíó um þessar mundir. Þeir sem kjósa rómantík umfram raun- veruleika geta brugðið sér á Sweet Home Alabama (Heima er best í Alabama) með Reese Witherspoon. Gamlir og nýir við- skiptavinir geta heilsað upp á hinn ódrepandi Clint Eastwood í Blood Work (Blóðugt starf). Og þeir sem ekki hafa ennþá séð hina skemmtilegu mynd Hafið ættu endilega að drífa sig því að lífið er of stutt til að eyða því í að missa af skemmtilegum hlutum. Þráinn Bertelsson AUGNAPOPP Grænir fingur í heimilda- garðinum Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK Enn meiri verðlækkun !! allir bolir nú 1.000 allar skyrtur nú 1.900 allar buxur nú 2.500 allir jakkar nú 5.000 allir bolir nú 1.000 peysur 1.500 - 2.500 opið mánudaga til föstudaga frá 12 – 18 og laugardaga 12 – 16 GK Reykjavík Outlet, Faxafeni 9, sími 533 1060

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.