Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 08.11.2002, Blaðsíða 8
8 8. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR Heimaslátrað: Naut gert upptækt LÖGREGLA Lögreglan í Borgarnesi gerði skrokk af nauti upptækan í fyrradag. Nautakjötið var af heima- slátruðu dýri og því ólöglegt til sölu. Ekki fékkst upplýst hvar nákvæm- lega í bænum kjötið var gert upp- tækt. Að sögn Þórðar Sigurðssonar yfirlögregluþjóns telst málið upp- lýst. Fyrir um viku var talsvert kjöt af heimslátruðum kindum og folöld- um gert upptækt úr bíl í umdæmi Borgarneslögreglunnar. Að sögn Þórðar leikur grunur á að nokkuð sé um sölu á slíku ólöglegu kjöti: „Þetta gengur í bylgjum á milli ára og virð- ist vera óvenju mikið núna.“  Íslensk erfðagreining: AP-kona heimsækir Kára FJÖLMIÐLAR Fréttakona frá AP- fréttastofunni í London kemur til landsins í dag til að viða að sér efni í fréttir af málefnum Íslenskrar erfðagreiningar. Fréttakonan, sem heitir Jill Lawless, verður hér fram á mánudag og hefur sérstaklega óskað eftir að komast í samband við Hinrik Jónsson, öryrkja sem lagði bótagreiðslur sína að stórum hluta í hlutabréf í deCODE og hefur tjáð sig opinberlega um fjárhagsstöðu sína í framhaldinu. Einnig hyggst hún ná tali af Kára Stefánssyni og íslenskum verðbréfamiðlurum sem tóku þátt í deCODE-æðinu. Með heimsókn sinni hingað til lands fetar Jill Lawless í fótspor James Meek, vísindablaðamanns breska stórblaðsins The Guardian, sem þegar hefur ritað greinar um deCODE í blað sitt sem vakið hafa mikla athygli. Má gera ráð fyrir að þau skrif hafi orðið kveikjan að ákvörðun AP-fréttastofunnar um að láta starfsmann sinn kynna sér mál- ið af eigin raun en fréttastofan er ein sú stærsta í heimi.  PÚTÍN Vladímír Pútín, forseti Rússlands, ræddi nýverið við leikara söngleiknum „Nord- Ost“ sem voru á meðal þeirra sem teknir voru í gíslingu í síðasta mánuði. Pútín sagði m.a. að stjórnvöld hefðu engar efa- semdir haft um nauðsyn þess að ráðast inn í leikhúsið þar sem gíslatakan fór fram. Gíslamálið í Moskvu: 128 létust MOSKVA, AP 128 manns létust í gíslamálinu sem kom upp í Moskvu í síðasta mánuði en ekki 123 eins og áður hefur verið talið. Þetta kemur fram í skýrslu yfir- valda í Moskvu. Þar eru einnig gefin upp nöfn þeirra 120 Rússa og átta erlendu borgara sem biðu bana. Fimm fórnarlambanna lét- ust af skotsárum, sem er þremur meira en komið hefur fram. Alls voru rúmlega 800 manns teknir í gíslingu þann 23 október. 98 þeirra sem komust lífs af ligg- ja enn á sjúkrahúsi, sex þeirra alvarlega slasaðir.  BORGARMÁL Gjöld Leikskóla Reykjavíkur námu um 3.950 milljónum króna árið 2001 og tekjur um 980 milljónum. Gjöld umfram tekjur námu því 2.970 milljónum króna, sem er um 24% aukning frá árinu á undan. Þetta kemur fram í endurskoð- unarskýrslu Ríkisendurskoðun- ar á ársreikningum Leikskóla Reykjavíkur. Ríkisendurskoðandi endur- skoðaði ársreikninga Leikskóla Reykjavíkur fyrir árið 2001, þar sem Sigurður Þórðarson borgar- endurskoðandi var vanhæfur í málinu. Sonur hans var starf- andi fjármálastjóri Leikskóla Reykjavíkur á síðasta ári. Við skoðun Ríkisendurskoð- unar á samningum vegna af- greiðslu á stofnstyrkjum til einkarekinna leikskóla kom í ljós að ekki er krafist trygging- ar fyrir hugsanlegri endurkröfu af hálfu borgarinnar. Ríkisend- urskoðun telur þetta varhuga- vert, ekki síst í ljósi þess að styrkirnir nema oft tugum millj- óna króna. Telur ríkisendur- skoðandi að inn í samningana vanti viðmiðunargrundvöll vegna framreiknings eftir- stöðva ef til endurgreiðslu kem- ur. Greiðslur til einkarekinna leikskóla byggja á mánaðarleg- um listum yfir börn í gæslu sem útbúnir eru hjá LR og sendir eru til forstöðumanna leikskóla. Misjafnt er hve miklar breyt- ingar eru milli mánaða hjá ein- stökum leikskólum. Það er mat ríkisendurskoðanda að mjög erfitt sé að rekja allar breyting- ar og tryggja að rétt sé greitt. Því leggur Ríkisendurskoðun til að stemmt verði af a.m.k. einu sinni á ári. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur auk þess fram að inn- heimtuferli Leikskóla Reykja- víkur er mjög flókið í fram- kvæmd og þyrfti að endurskipu- leggja. Öll yfirsýn yfir útistand- andi kröfur og eftirfylgni með innheimtu þeirra er mjög erfið og ómarkviss í framkvæmd. Við afstemmingu á tekjum kom fram 15 milljóna króna mismunur á milli viðskipta- mannabókhalds og aðalbók- halds. Ríkisendurskoðun leggur á það áherslu að breyta þurfi fyrirkomulagi á innheimtu leik- skólagjalda til að tryggja rétta skráningu tekna. trausti@frettabladid.is Slegist um stólana: Barist um leiðtogasætið Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson berjast um að leiða Samfylkinguna í Suðvesturkjördæmi. Þetta er í þriðja sinn sem þau takast á um forystusæti, en í tvö fyrri skipt- in hefur Rannveig borið sigur úr býtum. Rannveig Guðmundsdóttir: Eðlilegt að leiða listann áfram Það er eðlilegt fyrir mig sem hef leitt listann í mínu kjördæmi í tvígang að leita eftir áframhald- andi stuðningi í 1. sæti. Á liðnum árum hafa mér verið falin stór hlutverk sem ég hef lagt mig fram um að sinna vel. Sérstaklega felst í því ómetanleg reynsla að hafa verið þingflokksformaður og þar með verkstjóri í þingflokk- um Samfylkingar, Alþýðu- flokksins og þingflokki jafnað- armanna. Nú legg ég fram mína þekk- ingu og störf og vona að það verði metið að verðleikum. Mér finnst ég hafa skilað góðu starfi og telji félagar mín- ir svo vera treysti ég því að þeir feli mér 1. sætið áfram. Í flokksvalinu legg ég áherslu á að vera met- in sem stjórnmálamaður og einstaklingur. En ég er afar jafnréttissinnuð og tel mikils virði varðandi það sjónarmið að ég ávinni mér traust til að halda for- ystusætinu á lista Samfylkingar. Sóknarfæri Samfylkingar eru mikil og eftirsókn- arvert að leiða þann góða hóp sem mun sækja fram í kosningunum í vor í fjölmennasta kjördæmi lands- ins.  Guðmundur Árni Stefánsson: Leiðum flokkinn í stjórn Sóknarfæri Samfylkingar í suðvesturkjördæmi eru mikil og góð. Ég tel raunhæft að við náum fjór- um mönnum kjörnum. Það er því mikilvægt að flokksmenn velji sterkasta lið- ið sem vinnur vel saman og er undir kraftmikilli og öruggri forystu. Ég á að baki langa reynslu í pólitík, bæði úr Hafnarfirði sem bæjarstjóri og sveitarstjórnarmaður og á Alþingi síðustu tíu árin. Ég er samt á besta aldri. Ég er ekki að bjóða mig fram gegn einum eða neinum en legg áherslu á að kjósendur velji af heilum hug þann hóp frambjóðenda sem þeir telja besta talsmenn flokks- ins og best til þess fallna að leiða flokkinn til sigurs og inn í nýja ríkisstjórn. Ég er ekki eins máls maður í pólitík, ég hef kom- ið víða að og hyggst gera það áfram. Ég finn á við- horfi kjósenda í kjördæminu að margir eru sömu skoðunar og vilja leggja mér lið. Það er mikilvægt að sem flestir taki þátt, til þess erum við að setja á flokksval.  HINRIK JÓNSSON Tjáði sig í The Guardian. Næst er það AP-fréttastofan. LEIKSKÓLAR REYKJAVÍKUR Greiðslur til einkarekinna leikskóla byggja á mánaðarlegum listum yfir börn í gæslu sem útbúnir eru hjá LR og sendir eru til forstöðumanna leikskóla. Það er mat ríkis- endurskoðanda að mjög erfitt sé að rekja allar breytingar og tryggja að rétt sé greitt. Gjöld umfram tekjur jukust um 24% Gjöld Leikskóla Reykjavíkur námu tæpum 4 milljörðum króna árið 2001. Ríkisendurskoðun endurskoðaði ársreikninga þar sem borgarendurskoðandi var vanhæfur. Telur varhugavert að krefjast ekki trygginga vegna afgreiðslu stofnstyrkja til einkarekinna leikskóla. UM 1.750 STARFSMENN Leikskólar Reykjavíkur reka á áttunda tug leikskóla og 20 gæsluvelli. Stofnun- in hefur auk þess umsjón og eftirlit með 22 einkareknum leikskólum og 457 dagmæðrum. Um 1.750 starfs- menn starfa hjá Leikskólum Reykjavíkur í 1.490 stöðugildum. AP/M YN D ORÐRÉTT EN VÆRI ÞAÐ ÖRUGGLEGA Einar Benedikts- son er því miður ekki í framboði í prófkjöri Sam- fylkingarinnar á laugardaginn. Mörður Árnason, frambjóðandi. DV, 7. nóvember. ÞAU ERU SÚR Hef heldur ekki séð neinar þær bækur sem ég hefði áhuga á. Svanhildur sem finnst bækur of dýrar. DV, 7. nóvember SHAKEN, NOT STIRRED Við erum ekki að ræða um starf- semi í líkingu við leyniþjónustu Breta eða CIA. Sólveig Pétursdóttir ræðir íslenska leyni- þjónustu. Alþingi, 6. nóvember. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.