Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 16
 Bodil Manz: Sívalningur 1997, elnkaeign. ÞETTA bláa fellingaskreyti kannast víst margur við. Gripirnir eru frá 1785- 90. Listidnaðarsafnið Kaupmannahöfn. íslendingar þekkjg vel til dansks postulíns, mávastellið var til að mynda djásn heimilanna á árum áður, geymt í glers kc ipum og aðeins dregið fram þegar góða gesti bar að garði. Nöfn eins og Royal Copenhagen og Bing & Gröndahl meira en vel kunn hér á landi . Fyrirtækin samei nuðust 1987, nær hundrað árum eftir að það fyrst var á döfinni og munaði víst litlu. í tilefni | þess að 225 ár eru síðan Royal Copenhagen varð að veruleika er einstæð sýning á dönsku postul íni á Listiðnað- arsafninu á Bredegade. BRAGIÁSGEIRSSON var á vettvangi og hermir hér frá. DANIR hafa verið flestum Norðurlandaþjóðum iðnari við að tileinka sér húsa- gerðarlist og hönnun stærri og rótgrónari þjóð- arheilda á meginlandinu, - og bæta um betur. Fyrir það eru þeir víðfrægir, með réttu heimsfrægir, kennimarkið Danish Design ímynd hágæðavöru. Svo hafa þeir lært að þróa og markaðssetja listiðnað sinn, vita að það getur tekið ár og áratugi að full- komna og vinna einum og sama hlut markaði svo hann fari að skila arði. Starfandi mynd- listarmenn og arkitektar hafa sumir hverjir einnig lagt fyrir sig almenna hönnun, rofið mörkuð hefðbundin og þó frekar ímynduð skil á milli, má hér af mörgum nefna þá myndhöggvarann Henning Koppel, sem varð einn nafnkenndasti silfurhönnuður á Norð- urlöndum og um leið í heiminum, arkitektinn Arne Jacobsen sem kom víða við sögu, í senn fjölhæfur og hugmyndaríkur, myndhöggvar- ann, grafíklistamanninn og kvikmyndagerð- armanninn Bjár Nárgárd, sem nýlokið hefur y við risaverkefni fyrir Margréti drottningu; gobelinteppi fyrir Riddarasalinn á Krist- jánsborg, og var vel að merkja tólf ár að ljúka verkinu og hafði nóg að gera við það eitt. Af því segir væntanlega meira fljótlega. Nýlega kom út digur bók um Arne Jacobs- sen, líf hans og listferil, yfirmáta skilvirk og upplýsandi og um leið bókverk í hæsta gæðaflokki, í slík rit er hægt að sækja meiri og hagnýtari lærdóm um eðli sköpunar en nokkurn skóla. Þetta heitir að kunna að setja sína menn á stall og styðja við bakið á þeim, mannauði um leið, og væri nokkuð öðruvísi umhorfs hér á landi hefðu íslendingar borið gæfu til að draga dám af, helst gera betur. En hér er mál, að Konunglega danska postulínið hefur verið framleitt í 225 ár, og í því tilefni er nú í gangi yfirgripsmikil sýning í Listiðnaðarsafninu á Bredgade, sem opnuð var með mikilli viðhöfn að viðstaddri Mar- gréti Þórhildi drottningu 28. aprfl og lýkur 13. ágúst. Hefur með nákvæmt og skipulagt yflrlit yfir þróunina frá upphafi til nútímans að gera, þá er önnur en óformlegri í höfuð- stöðvum Konunglegu postulínsverksmiðj- unnar, Royal Copenhagen, við Amagertorv á Strikinu, nefnist Danmark til bords, eða borðsiðir Danmerkur. Þar geta menn fylgst með því hvernig borðbúnaður Dana hefur tekið breytingum frá 1775, hún var opnuð á afmælisdaginn 1. maí og lýkur 2. september. í tilefni tímamótanna hefur fyrsta stellið, Musselmalet, verið endurframleitt, en nafn sitt dregur það af máluðu skeljamynstri, ennfremur litríkt stell sem var hvað vinsæl- ast á tuttugustu öld. Þar getur einnig að líta uppköst nokkurra myndlistarmanna, hönn- uða og leirlistarmanna sem spá í framtíðina, og svo hefur verið flikkað upp á fínheitin í sjálfri versluninni. Hér hefur ekki orðið nein stöðnun eða snöggar umbyltingar og niður- rif, heldur jöfn og stöðug þróun og henni gerð góð skil í vandaðri bók er út kom í til- efni sýningarinnar, afar einkennandi fyrir danska bókagerð, yst sem innst. Sautján höfundar eiga efni í bókinni, þar á meðal fulltrúar virtra listasafna í Pétursborg, Tó- kýó, London og Stokkhólmi. Hinar rótgrónu deildir tuttugustu aldar núlista í listiðnaðarsafninu hafa orðið að víkja fyrir sýningunni, og man ég trauðla eftir slíkum umsvifum áður. Er hér gengið hreint til verks um skilvirkt yfirlit og eins og vænta mátti er um afburðafallega og vel upp setta sýningu að ræða. í homherbergi innst f suðurálmunni er upplýsandi myndband um vinnsluferli postulíns og þar sitja að auk konur við að mála á ýmsa óbrennda hluti svo þetta er allt mjög gagnvirkandi og spenn- andi fyrir áhugasama. Man sömuleiðis eftir jafn áhrifaríkri og eft.irminnilegri fram- kvæmd á staðnum, nema það væri sýningin á Alfa Romeo bifreiðinni og sögu hennar fyrir nokkrum árum sem ég greindi frá. Þá var reistur skáli út frá aðalinnganginum og engu til sparað sem ætti að gefa auga leið, bílaiðn- aðurinn í blóma... íslendingar þekkja sennilega meira til danska postulínsins en nokkurs annars í danskri list og hönnun, er hér bláa máva- stellinu fyrir að þakka sem hefur ratað í frægar bókmenntir, þó meir sem yfirstéttar- tákn en fyrir upphafna formræna fegurð. Yf- irsést þá stundum að stásslegt postulín nota- gildis er ekki einungis skraut og hégómi, heldur hlutleysir í þeim mæli innhaldið, að það minnist við bragðlaukana í sinni hrein- ustu og ómenguðustu mynd. í þá veru geta fyrri kynslóðir hlegið að þeim ófáguðu villi- mönnum nútímans sem drekka ódáinsveigar eins og kaffi og kakaó úr plast- og pappamál- um en í báðum tilfellum rýrna bragðgæðin. Alltént umtalsverður munur að neyta eðal- veiga með stíl, í réttum umbúðum og réttu umhverfi. Postulínið á sér langa og merkilega sögu, og eins og margt gott og nytsamt kemur það frá Kína, fundið upp eftir miðbik fyrstu stór- aldar, harðpostulínið var þannig uppruna- lega í framleiðslu á tímum Tang-ættarinnar sem lifði sitt skeið frá 618-917. Postulínið var notað sem gjaldmiðill í Kína um aldir, uppskriftin leyndarmál sem ekki var falt fyr- ir gull og eðalsteina enda gekk það undir nafninu hvíta gullið í Evrópu. Einnig er til mjúkt postulín og beinpostulin, en það síðastnefnda hafa allir fyrir framan sig er þeir snæða, kjósi þeir þá ekki að nota pappa- diska og plasthnífapör, einnig notað í smá- styttur, baðker, handlaugar og klósettskál- ar. Þetta eru hinar þrjár megingerðir postulíns, sem er ein mikilvægasta uppgötv- un sem borist hefur frá austrinu ásamt púðr- inu, að ógleymdu silkinu. Og eins og það íðil- mjúka efni mun hið dýra leyndarmál um efnasamsetningu postulínsins að hluta til hafa borist eftir verslunarleiðinni miklu frá austrinu til Evrópu, sem einmitt ber nafn silkisins, Silkivegurinn. Áður höfðu portú- galskir og seinna hollenskir og enskir sæfar- endur flutt postulín til Evrópu frá þeim alda- hvörfum er allt var í suðupotti í álfunni og endurfæðingin að knýja dyra. Eða frá því að Vasco da Gama uppgötvaði sjóleiðina um Góðrarvonarhöfða 1497, og gerði fyrir vikið Portúgal að stórveldi. Og í takt við endur- fæðinguna þrengdu sæfarendurnir sér stöð- Leið his nafnkennda Arnolds Krog, lá frá arki- tektúr, innanhúsarkitektúr til mótunar postu- líns. Hannadi þennan vasa 1887, en skreyti er verk F.A Hallln 1888. Bröhan -safnið Berlín. ugt austar um Indlandshaf og einn góðan veðurdag 1511 náðu þeir til Malacca, sem var í góðu og grónu verslunarsambandi við Kína, og næstu árin náðu þeir til landsins sjálfs og þræddu strendur þess allt upp til Sjanghai. Fljótlega varð hið undurfagra kín- verska postulín að fágæti og gersemum í Evrópu, einkum við hirðir fursta barrokk- tímabilsins, sem sumir tóku að safna því af ástríðu. Það var fyrst við fund kaólíns við Limoges í Frakklandi á seinni hluta átjándu aldar, eins mikilvægasta efnis í samsetningu postu- líns, að mönnum lánaðist að búa til ekta harðpostulín. Kaólín er hvít leirkennd berg- tegund sem myndast við efnaveðrun álríkra steinda svo sem silfurbergs (feldspats) og glimmers. Breytir ekki lit við brennslu, hreint og hvítt kaolín svonefnt, china clay, er einnig notað við pappírsgerð. Áður höfðu menn orðið að láta sér nægja ýmsar tegund- ir líkinga án kaólíns og hin fyrsta sem komst á blað var hið svonefnda Medici-postulin, sem leit dagsins ljós úr brennsluofninum við hirð stórfurstans Francesco I af Medici í Toskana 1575. Sjálf hátignin ásamt leirkera- smið nokkrum frá Úrbínu, Flaminio Fantana að nafni, og óþekktum aðstoðarmanni, brenndi fyrsta postulínsgripinn. Á eftir fylgdu ýmsar fullkomnari í Frans, er frá 1673 voru framleiddar í St-Cloud, frá 1711 í Lille og 1738 í Vicennes. Árið 1777 var starf- semin í Vicennes flutt til Servés, fékk jafn- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 15. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.