Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 14
/ Eg hrekk upp af fastasvefni. Hurðarskellur. Hvemig stend- ur á því á þessum tíma sólar- hrings? Eða hvað er klukkan annars? Hádegi. Jæja, best að athuga hvað gengur á. Senni- lega er þetta bara vindurinn að stríða gamalli konu. Hvaða vindur annars? Það er allt hljótt, stillilogn og glaðasólskin. Fótatak. Það er einhver á ferli. Hvernig getur staðið á því? Hingað hefur eng- inn komið langalengi. Enginn nema náunginn sem lítur eftir húsinu. En hann var hér í gær. Eg finn hjartað slá örar og kverkamar þorna. Er einhver að brjótast inn? Hvað á ég þá að gera? Ég treysti mér ekki í stórræði. Ekki núna, ekki úr þessu. Því ætti mér annars ekki að vera sama? Ekki hef ég neinu að tapa. Það var öðm vísi áður, þegar maður hafði eitthvað að berjast fyrir, eitthvað að verja. Eins og... nei það er best að rifja það ekki upp. Og þó, því ekki? Það var sunnudagur, viku fyrir hvítasunnu. Ég man það eins og það hefði gerst í gær. Ég var ein heima og naut þess að hafa stund til að láta hugann reika án sífelldra tmflana. Jó- hann hafði farið með börnin niður að bryggju til að sjá þegar danska freigátan legðist að. Þau vom svo spennt, greyin. Það var nú ekki oft sem Jóhann gaf sér tíma til að sinria þeim yfirleitt, hvað þá að fara með þau í lystitúr. Þau vom svo fín í sparifötunum með sólskins- bros á litlu andlitunum. Öll nema Þórhildur. Hún var alltaf svo alvöragefin. Það var eins og hún vissi alltaf eitthvað meira en við hin. „Mamma, gerðu það komdu með, það er betra.“ Litla skinnið. Líklega hefur hún fund- ið á sér að eitthvað myndi gerast þennan sunnudag. „Mamma ætlar að hvfla sig í dag. Fá smáfrið frá okkur öllum,“ sagði Jóhann hálfklaufalega. Eins og ég hefði einhvern tíma kvartað um ófrið. Eins og börnin manns væra eitthvað sem maður þyrfti frið frá líkt og hverju öðru starfi. Þetta hugsaði ég þá, hál- förg út í Jóhann fyrir klaufskuna. Svo þegar ég hugsa um þetta núna þá horfir það öðmvísi við. Auðvitað þurfa mömmur sínar stundir fyrir sig. Svo mikið hef ég lært á langri ævi. Én í þá daga var þetta öðruvísi. Þá vom mæð- ur heima hjá börnunum sínum. Stoppuðu í plögg, bökuðu, saumuðu, elduðu. Sömdu við kaupmanninn. Stóðu í röð niðri við bryggju til að fá nýjan fisk í soðið. Háttuðu öll börnin nið- ur í rúm á þvottadögum. Biðu með matinn eft- ir eiginmanninum. Lögðust undir hann þegar hann vildi og þurfti. Fótatakið nálgast. Hver sem hér er á ferð er augljóslega óbanginn. Hann virðist vera ör- uggur með sig. Líklega veit hann ekki að hér býr kona. Æ, hvemig læt ég? Hvernig ætti nokkur maður að vita af mér? Það er nú ekki fyrirgangurinn í mér. Ekki ljósagangurinn, mannaferðirnar eða veisluhöldin. Fótatakið nálgast. Einhver tekur um snerilinn. Ég hrekk við. Reyni að anda ekki. Hósta ekki. „Hér er allt tómt.“ Þetta er mælt djúpri karl- mannsrödd. Mig dauðlangar að kíkja. Hvern- ig lítur sá búkur út sem gefur frá sér þessi hljóð? Segðu meira. Þessi rödd minnir mig á aðra... Þegar Jóhann og börnin vom farin var ég hálfráðvillt. Næstum einmana. Næstum klökk. Þvflík endemis vitleysa. Var það ekki ég sem hafði stungið upp á þessum spássitúr? Þessari einverastund iyrir mig. Bara mig. Var ég ekki búin að undirbúa þessa frístund í smá- atriðum? Stundum held ég að mæður séu skrýtnar. Dreymir um að vera einar og gera það sem þeim sýnist, þegar þeim sýnist. Þeg- ar tækifærið kemur er eins og jörðin opnist undir fótunum á þeim. Fótfestan horfin. Ekk- ert ömggt. Bara óvissa. Nei, þetta gengur ekki. Hvað er næst? Bað? Já, yndislegt heitt bað í friði og ró. Spandera heitu vatni á mig eina? Kannski krem í andlitið. Mjúkt ilmandi krem í kringum augun og á þessar rauðu hörðu kinnar sem gráta á krem á hverjum degi. Klæða sig úr í rólegheitum. Ganga nakin um baðherbergið. Láta sig síga í heitt bað- vatnið. Lygna aftur augunum, láta sig dreyma... Vitleysa. Það getur ekki verið. Það er bara einn sem hefur þessa rödd. Aldurinn er að hlaupa með þig í gönur kelli mín. „Sólveig, sjáðu hvað þetta er skemmtilegt herbergi. Þetta gæti vel orðið hjónaherbergið okkar.“ Hjónaherbergi hvað? Heyrðu góði, hér verður ekki hjónaherbergi á meðan ég ræð hér hús- um. Þetta er dyngjan mín. Leynistaðurinn minn. Farðu út eins og skot. Skömmin þín. Hvernig leyfirðu þér að ráðast inn á gamla konu og ráðstafa herberginu hennar. í húsinu hennar? Hann heyrir ekki í mér. Ekki von. Ég hugsa þetta bara. Best að sjá hveiju fram vindur áður en skarpar er tekið á málum. Ég hrekk upp. Fyrst átta ég mig ekki á hvað er um að vera. Er með bullandi hjart- slátt. Samviskubit. Svo man ég. Ég er að njóta lífsins. Bömin í nokkuð ömggum höndum föð- ur síns. Ég er ein heima, í heitu baði. Ég er að byija að sápa mig þegar ég átta mig á að ég hrökk upp við eitthvað. Það er einhver að koma. Það er bankað. Ég steinþegi. íhuga að drekkja mér hljóðlega. Get ekki látið vitnast að ég sé í baði um miðjan dag. Öll sokkaplögg- in óstöguð. Kvöldmaturinn óeldaður. Ég nak- in. Nei, ég get ekki dáið frá börnunum núna. Hvað myndi Jóhann gera? Finna sér aðra konu. Ég rétti úr mér og spyr stundarhátt hver sé þar. Fyrst er ekkert svar en sfðan svarar karlmaður djúpum rómi: ,Ásta, þetta er ég. Kristján." Kristján. Nú liggur mér við dmkknun. Kristján. Drengur- inn sem togaði í flétturnar á mér í réttunum. Hjálpaði mér með ærnar þegar þær vildu ekki heim. Gaf mér fyrsta blómvöndinn. Pilturinn sem ég elskaði og sá ekki sólina fyrir. Maður- inn sem kom mér til að hlæja og gráta með því einu að horfa á mig. Kristján, sem sigldi út í heim til að sjá ókunn lönd og læra meira. Kristján sem skrif- aði aldrei. Kristján sem Jóhann hataði af því hann var svo gáfaður. Svo myndarlegur. Af því ég elskaði hann. Dyrnar opnast. Þetta er hann. Þetta er Kristján minn. Myndarlegur og fallegur eins og ætíð. En svo sakbitinn og beygður. „Ásta mín...“ „Ekki segja neitt. Farðu niður í stofu. Ég kem.“ Er þetta virki- lega ég sem tala? Ég sem sit nakin í baðinu? Ég sem veit 'ekki hvað snýr upp eða niður lengur? Ég sem hélt að ég væri búin að grafa Kristján endanlega í sálarskoti eiginkonu og móður? „Sjáðu nú til, Sólveig mín. Ég veit að þetta er ekki besta fjárfesting sem hægt er að hugsa sér. En þetta er mér mikilvægt. Þetta er tilfinningamál.“ Hvað er maðurinn með fallegu röddina að fara núna? Hvernig getur húsið mitt verið þessum dreng tilfinningamál? „Manstu bréfið sem ég fékk í fyrra þegar erfðaskráin hans afa var lesin?“ Ég legg_ við hlustir. Þetta er að verða spennandi. „En Arni minn, það botnaði enginn neitt í neinu við þann upplestur. Var ekki gamli maðurinn orð- inn mglaður?" „Ég hélt það þá, en eitthvað vakti forvitni mína svo ég fór að grennslast fyrir um sögu ættarinnar. Þá komst ég að merkilegum hlut.“ Ég flýtti mér að þurrka mér og fór í slopp sem ég notaði annars bara þegar Jóhann bað um það. Það gerðist ekki oft. Ég leit í spegil og ákvað að púðra á mér nefið. Nokkuð sem ég geri annars aldrei. Hégómi. En þetta var nú einu sinni Kristján. Þó ég væri búin að eiga sex böm og missa tvö þá var engin ástæða til að líta út eins og lík. „Hvaðan ber þig að?“ Ósköp getur maður verið formlegur og leiðin- legur. Mig langaði mest að hrópa: „Hvar ertu búinn að vera, af hverju skrifaðirðu aldrei, af hveiju skildirðu mig eftir, elskarðu mig enn- þá.... jafnmikið og ég elska þig?“ „Frá Kaup- mannahöfn." Fyrirgefðu mér. Viltu að ég fari?“ „Já, nei, vertu, farðu.“ Við hlógum bæði. Hláturinn létti andrúmsloftið. Hann stóð upp og gekk til mín. Mér hitnaði allri. Ekki, elsku besti. Komdu nær. Farðu út. Hann tók mig í fangið. - Löngu seinna, þegar við vomm bæði ör- þreytt og fullnægð, alsæl og frávita, þá sagði hann mér alla söguna. Söguna af unga guð- fræðistúdentinum sem gerði prestsdótturinni barn og varð að giftast henni. Hvernig mein- leysislegt daður breyttist í fullkomna alvöru. Hvernig fordekrað dönsk prestsdóttir hefur alltaf fyrirlitið arfleifð og upprana eigin- mannsins. Hvernig börnin þeirra eru alin upp í sama anda. Hvernig er að finnast öll sund lok- uð. Hvernig er að finna loksins stúlkuna sína og elska hana þar til hún grætur. „Þannig var, að afi ólst upp hér í Norðurvík til átján ára aldurs. Þá fór hann til Danmerkur til náms. Þegar hann var fertugur þá sendi langafi, Nordsæt biskup, hann hingað upp til að grúska í gömlum kirkjubókum. Afi notaði tímann vel að þvi er virðist og heimsótti gamla vinkonu sína frá æskuárunum. Konu, sem þá var margra barna móðir og sjómannskona í plássinu." Það getur ekki verið. Og þó. Þessi rödd. Þessa rödd á enginn nema Kristján. Eftir að Kristján fór sat ég lengi og þagði. Hugsaði. Grét dálítið. Reyndi að finna fyrir sektarkennd. En hún neitaði að láta á sér kræla. Ekki fyrr en Jóhann og börnin komu heim. Þá fann ég hvað ég hafði gert. En samt var yndislegt að eiga þessa minningu. Astríð- una. Funann. Sæluna. Jóhann fann að ég var eitthvað annars hugar. En hann spurði auð- vitað einskis. Þóttist skilja hvar hundurinn lá grafinn þegar ég fór að þykkna undir belti. Meðgangan var súrsæt. Ég sveiflaðist milli al- sælu og örvæntingar. Byggði skýjaborgir. Heilar hallir. En innst inni vissi ég að ekkert af draumum mínum gæti ræst. Þunglyndið helltist yfir mig, ekki síst eftir að bréfið kom frá Kristjáni. Hann vildi fá mig til Kaup- mannahafnar. Þóttist tilbúinn til að yfirgefa konu og börn. Bara fyrir mig. Ég var lengi að svara. Ekki vegna þess að ég væri efins um hvernig bæri að taka þessu tilboði. Heldur vegna þess að ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að segja honum frá barninu okkar. Ég gerði það á endanum en sagði honum jafn- framt að hann mætti ekki gera minnstu til- raun til að hafa samband við okkur. Sagði hon- um að hver ætti sinn farveg og það væri óráðlegt að reyna að breyta því. Ó hvað ég grét daginn sem ég póstlagði bréfið. Þau orð sem þar féllu vora alltof þung og ekki nógu sönn. „Já, en hvað kemur þetta húsinu við, Arni?“ „Jú, sjáðu til hjartað mitt. Níu mánuðum eftir að afi heimsótti vinkonu sína dó hún af barns- föram. Afi kom upp eftir jarðarförina og bauðst til að fóstra tvö yngstu börnin. Það vora Asgerður frænka og Guðmundur faðir minn. Faðir barnanna var víst ekki hrifinn af þessari ráðstöfun en átti ekki margra kosta völ. Konan dáin frá fimm börnum og tvö þeirra vora berklaveik í þokkabót. Fátæktin var slík að hann varð að taka þessu boði afa. Amma var víst ekkert yfir sig hrifin þegar afi kom heim með tvö smábörn úr Islandsferð- inni. En það var engu tauti við hann komandi. Jens frændi sagði að þetta hefði verið í eina skiptið sem hann sá afa byrsta sig við ömmu. En í bréfinu sem afi eftirlét mér kemur fram að hann var í raun og veru faðir litla snáðans, Guðmundar föður míns. Hann sagði pabba aldrei frá því. Fannst aldrei rétti tíminn til þess og svo drukknaði pabbi og þá var það orðið of seint. Hann vildi hins vegar að við börnin hans vissum þetta og þekktum rætur okkar. Þess vegna eftirlét hann okkur bræðr- unum þetta hús.“ Drakknaði. Barnið mitt. Sonur okkar Krist- jáns. Drakknaður. Þá er þetta ... þá er þetta sonarsonur minn sem stendur þarna og talar með rödd afa síns. Þess vegna hef ég aldrei fengið hvíldina. Af því að ég vissi aldrei afdrif drengsins. Af því ég sprakk úr harmi þegar hann fæddist og ég leit í þessi augu. Tær, sak- laus en samt ásakandi. Þess vegna er ég enn í þessu húsi. Til að gæta þess fyrir barnabörnin mín sem tala íslensku með röddu afa síns og dönskum hreim. „Hvernig komst afi þinn yfir húsið?“ „Þegar ekkillinn var um það bil að tapa því til bank- ans vegna fjárhagserfiðleika þá keypti afi hús- ið án hans vitneskju og leyfði honum að búa í því gegn viðhaldi. Hann dó fyrir nokkrum ár- um og börnin voru öll farin að heiman svo hús- ið hefur staðið autt síðan. Alveg þar til nú þeg- ar við búum okkur hér heimili. Ekki satt?“ Litlir fætur nálgast hratt. Ég lít upp. í dyr- unum stendur lítil stúlka, kannski fimm ára. Ljóshærð og fríð á stuttum kjól. Hún horfir forvitnislega á mig. Gengur til mín hægum skrefum og stingur lítilli hönd í mína. Lítur á foreldra sína af ákveðni og segir hátt og snjallt: „Þetta er herbergið mitt. Þetta er Ástu herbergi.“ Ég finn frið í lúnum beinum. Loksins veit ég eftir hverju ég hef beðið. Ég beygi mig niður að litlu telpunni og segi ofurlágt: „Langamma skal passa Astu sína.“ Hún horfir á mig al- varlegu augunum hans Kristjáns og kinkar hægt kolli til samþykkis. Höfundurinn er hjúkrunarfræðingur. 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.