Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 13
Útivistarfélagar í gönguferð í Þjórsárdal. MEÐ ÚTIVIST í imvtsr til tinlJn í 2 .> Háifoss í Þjórsárdal ÞJORSARDAL EFTIR STEINAR FRÍMANNSSON Margt er sérkennilegt í Hreppum. Fyrir nokkr- um árum voru meira en hundrað hreppar á land- inu, en aðeins tveir voru neftidir Hreppar með stórum staf. Það eru Hrunamanna- og Gnúp- verjahreppar. En það er ekki allt. í daglegu tali Hreppamanna eru hreppamir kallaðir Ytri Hreppur og Eystri Hreppur. Hreppamenn hafa sínar eigin áttir sem eru: inn, austur, fram og út. Þessar áttir liggja eftir sprungustefnum, í suð- vestur-norðaustur en öll íjöll og dalir liggja í þeirri stefnu. Eitt enn er mjög sérkennilegt: Þjórsárdalur er nefndur eftir á, sem alls ekki rennur um hann. Efst uppi heitir dalurinn Fossárdalur en þegar neðar dregur heitir hann Þjórsárdalur. Þegar ekið er með Þjórsá austur Eystri Hrepp blasir við sýn sem þeir kannast við sem voru orðnir fjáðir fyrir 1980. Það er Gaukshöfði. Fjársafn Hreppamanna er að vísu ekki lengur til staðar eins og á gamla hundraðkallinum, en landslagið er kunnuglegt. Þjórsárdalur var grösug og búsældarleg sveit á fyrstu öldum Islandsbyggðar en árið 1104 gaus Hekla og vikurfall frá fjallinu eyddi byggð í dalnum. Nokkrir bæir svo sem Stöng, Steinastaðir, Skeljastaðir, Sámstaðir, Sandártunga og fleiri hafa ratað inn í heimildir og hafa fundist tóttir þessara bæja. Á Stöng var grafinn upp bær Gauks Trandilssonar og hefur Þjóðminjasafn byggt yfir tóttimar þannig að þær varðveitast og em almenningi til sýnis. Einnig hefur Landsvirkjun byggt bæ sem er eftirlíking af bæjum á söguöld. Sá bær stendur niðri við Sámstaðamúla skammt frá Búrfellsvirkjun. Skammt fyrir ofan Stöng er einstök náttúm- perla, Gjáin. Það er sennilega óvíða á landinu hægt að sjá slíkt samspil vatns, gróðurs og berg- myndana á jafn litlu svæði. Gjáin er hamrakvos þar sem Rauðá fellur nið- ur í Gjárfossi. Líklegt er að Gjáin sé gamall far- vegur Þjórsár og em heimildir um að Þjórsá hafi í vatnavöxtum mnnið niður í Gjána. Hægt er að ímynda sér hversu tignarlegur fossinn hefur verið við þær aðstæður. Gjárfoss er ekki stór en ákaflega fallegur. í kringum fossinn gefur að líta skemmtilegt stuðlabergsmynstur sem gefur staðnum mildnn ævintýrablæ. Þegar að er komið virðist Gjárfoss tvískiptur. Annar minni foss er austar í Gjánni. Það er þó tæpast hægt að segja að fossinn sé tvískiptur því að kvíslin sem þar steypist fram af á upptök sín aðeins um 50 metmm ofan við brúnina. Þess vegna er engan veginn rétt að gefa það í skyn að Rauðáin klofni ofan við fossinn. Það er talsvert um uppsprettur niðri í Gjánni þar sem vatn kemur út undan hrauninu. Gróðurinn í kringum þessar uppsprettur er mjög fallegur en mest ber á hvönn, grasi og sól- eyjum sem ásamt vatninu Ijá staðnum sérstaka litadýrð. Áin er vel væð og jafnvel hægt að stökkva yfir kvíslar þannig að auðvelt er að ganga um gjána og skoða. Niðri í Gjánni má sjá hleðslur í hellisskútum. Hvort þar vom skýli sem notuð vom í fjallaferð- um eða bústaðir útilegumanna er ekki vitað. Frá Gjánni má síðan ganga að Háafossi, næsthæsta fossi landsins, 122 m háum. Foss- amir Háifoss og Granni era hvor í sinni kvíslinni af Fossá. Þeir vora nafnlausir fram yfir alda- mótin 1900, en dr. Helgi Pjeturss gaf Háafossi nafn og André Curmont gaf Granna nafn. Leið- in frá Gjánni um Stangarfjall að fossunum er 6 til 7 km löng. I ár em 25 ár síðan ferðafélagið Útivist var stofnað. Þar með var farið að bjóða upp á dags- ferðir. Vegna fjarlægðar hafa Hreppamir orðið útundan í dagsferðum en em þó of nálægt til að tilefni hafi verið talið tíl að skipuleggja lengri ferðir þar um. Hjá Útivist er talin full ástæða tíl að halda veglega upp á 25 ára aftnæli dagsferða með ferð í Þjórsárdal. Þá verður farið inn að Stöng og Gjáin skoðuð. Síðan verður boðið upp á tvo valkostí. Annar er að ganga upp að Háafossi og niður Fossárdalinn að sundlauginni við Reyk- holt. Hinn kosturinn er að skoða ýmislegt það sem er að sjá, s.s. sögualdarbæinn, Hjálparfoss og e.tv. eitthvað fleira með stuttum gönguferð- um, en rútan mun þá fylgja hópnum. Að því loknu sameinast hópamir í grillveislu á góðum stað. Höfundur er fararstjóri hjó Útivist. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Andstæðurnarí ríki náttúrunnar á íslandi eru oft ótrúlegar; jökl- ar og jarðhiti saman, hinn fegursti gróður og alger auðn við hliðina, straumhart og gruggugt jökul- vatn hjá lind með silf- urtæru vatni. Myndin sem hér birtist og var tekin síðast í júní uppi á hálendinu við Sult- artangavirkjun, sýnir enn eitt afbrigði þess- ara andstæðna í nátt- úrunni. Hér skarast vetur og sumar bókstaflega með þvi að öðrum megin í gili er meira en mann- hæðar há fönn, að hluta hulin svörtum foksandi. Hinum meg- in í gilinu er grasi vax- in brekka með sóleyj- um ogymsum hálendisblómum. í þessu litla gili búa táknmyndir lífs og dauða saman fram eftir sumrinu. Sú myndbirting sést oft á hálendinu, en síður i byggð eða á láglendi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.