Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 12
Josef Kleinheinrich,útgefandi íslensku ritraðarinnar Miðborgin í Munster í Þýskalandi. í forgrunni er dómkirkjan. Mynd eftir Bernd Koberling úr Ijóðasafni Snorra Hjartarsonar. ÍSLENSK SKÁLD- VERK í ÞÝSKUM VIÐHAFNAR- BÚNINGI EFTIR FRANZ GlSLASON Borgin Munster er norðarlega í þýska fylkinu Nordrhein- Westfalen. Nafnið er dregið af latneska orðinu monaster- ium. Hún er ekki stór á þýsk- an mælikvarða en íbúafjöld- inn er um það bil sá sami og á íslandi öllu. Og hún er snöggtum eldri en íslandsbyggð því upphaf hennar má rekja aftur á þriðju öld. Með stofnun biskupsseturs í Munster á 9. öld hófust miklir uppgangstímar og ekki dró það úr að biskuparnir yfirtóku fljótlega embætti fylkiskonungsins þannig að ríki og kirkja gengu í eina sæng. Völd og auður söfnuðust á fárra hendur. Mestur varð veg- ur Munster eftir að hún varð ein af Hansa- borgunum þýsku sem öldum saman drottn- uðu yfir allri verslun í Vestur- og Norður-Evrópu. Þetta hagsældartímabil endaði með snöggum hætti 1534-35 þegar sértrúarflokkur svokallaðra endurskírara (Wiedertaufer; reyndar kölluðu þeir sig sjálfir Táufer, þ.e. skírara) efndu til blóðugr- ar uppreisnar í borginni. Nafngift sína fengu skírararnir af því að þeir töldu það vera andstætt Biblíunni að skíra börn; ekki ætti að taka menn inn í söfnuðinn fyrr en þeir hefðu til þess þroska að játa trú sína á sjálfstæðan og meðvitaðan hátt. Nú til dags tíðkast raunar meðal ým- issa trúarhópa, t.a.m. baptista og aðventista, að skíra fólk fullorðið. Byltingarhreyfing skíraranna, sem ekki var síður veraldleg en andleg, minnir raunar verulega á hræringar og átök sem nú til dags eru nánast daglega í fréttum, þ.e. baráttu ýmissa múslímskra hópa víða um heim fyrir því að koma á ís- lömskum lögum í löndum sínum. Þetta var einmitt það sem vakti fyrir skírurunum, a.m.k. þeim róttækustu: að stofna Guðsríki á jörðu. í Múnster tóku þeir öll völd í sínar hendur og stofnuðu „Konungsríkið Zíon“. Þar giltu biblíulög og skyldi fjallræða Krists vera eins konar stjórnarskrá. í raun var þetta stjórnarfar sem byggðist á blóðsúthell- ingum og ofbeldi. Og það þarf ekki að sök- um að að spyrja að yfirvöld, jafnt kirkjuleg sem veraldleg, svöruðu í sömu mynt. Hreyf- ing skíraranna var kæfð í þeirra eigin blóði. En borgin var í sárum; átökin kostuðu það að Munster missti þau miklu völd og áhrif sem hún hafði haft í Nordrhein-Westfalen. Núna er Múnster falleg og vinaleg borg með mörgum glæsilegum byggingum, göml- um og nýjum. Þar ber hæst dómkirkjuna í hjarta bæjarins sem að stofni til er frá 11.- 12. öld. Hún er eitt glæsilegasta eintak sem Þjóðverjar eiga af byggingarlist miðalda. Borgin varð fyrir gífurlegum skemmdum í seinni heimsstyrjöldinni en hefur nú verið endurbyggð og þess sérstaklega gætt að gömul hús risu í sinni upprunalegu gerð. í rúman áratug hefur Mtinster tengst ís- lenskum bókmenntum fyrir frumkvæði mjög metnaðarfulls bókaútgefanda. Sá heitir Jos- ef Kleinheinrich. I júní sl. kom út sjöunda verkið í röð þýddra íslenskra rita sem Josef gefur út, úrval ljóða eftir Baldur Óskarsson skáld og ber nafnið Tímaland/Zeitiand. Af þvi tilefni var skáldinu boðið til Þýskalands til að kynna bókina, ásamt mér sem átti nokkum hlut að því að þýða ljóðin. Þar hitti ég Josef og átti við hann stutt spjall. Hann kvaðst vera fæddur skammt fyrir utan Mtinster. Eftir stúdentspróf hefði hann lagt stund á heimspeki ásamt germönskum og skandinavískum fræðum við háskólann í Mtinster og lokið dr. phil. prófi 1986. í lok áttunda áratugarins var hann eitt ár við nám í Kaupmannahöfn og þá kviknaði áhugi hans á norrænum bókmenntum. 1986 stofnaði hann Bóka- og listaforlagið Kleinheinrich sem hefur einbeitt sér að því að gefa út nor- ræn bókmenntaverk og listaverkabækur. Josef segir að stofnun forlagsins hafi verið ákveðin í skyndi. Það sé og verði eins manns fyrirtæki og sé mjög lítið í samanburði við stóru forlögin í Þýskalandi. Bækur þess hafi þó einatt vakið mikla athygli og um þær ver- ið fjallað í þýskum blöðum. Um sum þessara verka hafa gagnrýnendur skrifað ítariegar umsagnir. Því sé hins vegar ekki að leyna að oft sé erfitt að fjármagna útgáfuna: fyrir- tækið eigi í eilífum fjárhagskröggum og það kemur ekki á óvart þegar flett er þeim bók- um sem Josef Kleinheinrich hefur gefið út, einkum hin síðari ár; augljóst er að mikið hefur verið í þær lagt. íslensku ritröðinni er ritstýrt af próf. Gert Kreutzer en eins og áður sagði eru bækumar orðnar sjö talsins. Fyrsta bókin, Tíminn og vatnið (Die Zeit und das Wasser) eftir Stein Steinarr, kom út 1987 en önnur í röðinni var Hjartað býr enn í helli sínum (Das Herz lebt noeh in seiner Höhle) eftir Guðberg Bergsson sem kom út 1990 og sama ár kom út skáldsagan Grámosinn glóir (Das Graumoos gliiht) eftir Thor Vilhjálms- son. Þessar bækur voru allar þýddar af Maritu Bergsson. Fimmta bókin í röðinni var Bréfbátarigningin (Papierbooteregen, 1996) eftir Gyrði Elíasson, þýdd af Sæmundi G. Halldórssyni og Gert Kreutzer. Fjórða, sjötta og sjöunda bókin í þessari ritröð eiga það sameiginlegt að vera úrval ljóða eftir þekkt íslensk tuttugustu aldar skáld. 1992 kom út safn ljóða eftir Stefán Hörð Grímsson, Geahnter Flugelsehlag (Grunað vængjatak). 'fitillinn er fenginn að láni úr ljóði Stefáns, Nóvembermorgunn. Næst (1997) kom úrval Ijóða Snorra Hjart- arsonar, Brunnin flýgur álft/Brennend fliegt ein Schwan og loks fyrrnefnt ljóðasafn eftir Baldur Óskarsson, Tímaiand/Zeitland. Öll eru þessi Ijóðasöfn tvítyngd, íslenska frum- Forsíða Ijóðabókarinnar Timaland/Zeitland eftir Baldur Óskarsson. Kápumyndin og marg- ar flelri myndir í bókinni eru eftir Bernd Koberiing. gerðin er á vinstri opnusíðu en þýska þýð- ingin til hægri. Þetta eru sérlega glæsilegar bækur, einkum tvær síðasttöldu sem báðar eru skreyttar vatnslitamyndum eftir hinn kunna þýska málara Bernd Koberling. Þær eru í mjög stóru broti og minna fremur á listaverkabækur en hefðbundnar ljóðabæk- ur. Þarna mætast tvær listgreinar, ljóðlist og myndlist, á áhrifamikinn hátt. Þýðing ljóðanna í bókunum þremur var með nokkuð óvenjulegum hætti: Undirritaður hráþýddi öll ljóðin en þýska skáldið Wolfgang Schiffer slípaði textana og kom þeim í endanlegan búning. Að þýðingunum á ljóðum Baldurs komu reyndar fleiri þýsk skáld: Johann P. Tammen, Gregor Laschen, Barbara Köhler og Uwe Kolbe. Eins og áður sagði var okkur Baldri boðið til Þýskalands til að vera við kynningu bók- ar hans og Bernds Koberlings; fór hún fram 29. júní sl. í listamannaþorpinu Schöppingen norðvestur af Mtinster. Þar Ias skáldið ljóð sín fyrir fullu húsi en skáldin Wolfgang og Johann lásu þýsku þýðingarnar og þótti þetta ljóðakvöld takast með ágætum. Dag- inn eftir var okkur svo boðið að vera á opn- un sýningar á frumgerðum vatnslitamynda Bemds Koberlings í galleríi sem Josef Kleinheinrich á og rekur í tengslum við bókaforlagið. Höfundurinn er kennari. BALDUR ÓSKARSSON LARGETTÓ Hárþitt og skýin - veðurboðar á sumarkvöldi. Þú veifaðir slæðu dökk við sól og svartir klósigar spunnir í hvíta. LARGHETTO Dein Haar und die Wolken - Wetterboten am Sommerabend. Du winktest mit einem Schleier, dunkel gegen die Sonne, und spannest schwarze Federwolken ins WeiB. Ljóðið og þýðing þess á þýsku er úr nýút- kominni bók, Tímaland/Zeitland, sem um er rætt í greininni. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 15. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.