Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 7
' Morgunblaðiö/Árni Sæberg Listamenn og höfundar Skáldskapar skógarins. Kristín Reynisdóttir hengir upp fuglahúsin sín. Ungling- arnir Aðalsteinn Már Ólafsson Arndís Kristjánsdóttir Arni Páll Haraldsson Birna Rún Ólafsdóttir Björgvin Loftur Jónsson Brynja Pétursdóttir Elísabet Gunnarsdóttir Friðrik Thor Sigurbjömsson Hafsteinn Vilhelmsson Halla Margrét Jóhannesdóttir Haukur Jakob Kjartansson Helga Björk Pálsdóttir Hildur Una Högnadóttir Hlynur Heiðarsson Hlynur Örn Ingason Jóhann Magnús Jóhannsson Lilja Rut Þórarinsdóttir Ólöf Vala Sigurðardóttir Sigurður Gísli Sigurðsson Sturla Már Hafsteinsson Sunna Ósk Kristinsdóttir Thelma Lind Reynisdóttir Allir hlutar verksins bjóða upp á þátttöku áhorfandans. Fyrsti hluti verksins er trjábolur, sem skorinn hefur verið út eins og tréskór og hægt er að standa ofan í. „Okkur fannst svo mik- il jarðtenging á staðnum," útskýrir Guðrún Vera. „Maður þarf bara að fara úr skónum sín- um og ofan í þessa.“ Annar hlutinn er fullkomin andstæða fyrsta hlutans. Þar eru eins konar svalir á staur sem hægt er að klifra upp í. „Héma vildum við fá frelsistilfínninguna, opn- ara og meira hengiflug. Staðurinn býður upp á það,“ segja listakonumar. Þriðji hlutinn er hengirúm sem hangir milli tveggja tréstaura. Blaðamaður leggst upp í rúmið og lætur vindinn vagga sér. „Færðu ekki á tilfmninguna að þú svifir í lausu lofti?" spyr Guðrún Vera. „Það var tilfinningin sem við fengum á þessum stað.“ Fjórði hlutinn er þröngur tréstígur sem endar á palli. Listakonumar hvetja blaðamann til að ganga inn á pallinn. í fyrstu er ekkert sérstakt að sjá, en þegar litið er upp í trén sem umlykja pallinn má sjá óteljandi spegla- og glerbrot hanga í trjánum. „Töfraheimur," segir Elsa Dóróthea. Fimmti og síðasti hlutinn er í rjóðri inni í skóginum. „Þetta bjuggum við til öll sam- an, því þegar við Guðrún Vera komum héma fundum við ekki fyrir neinu,“ útskýrir Elsa Dóróthea. „Við leiddum svo krakkana inn í sama ferli og við höfðum farið í gegnum áður. Sett- umst niður og pældum í staðnum." I rjóðrinu er fjöldi smágerðra hluta unninna úr efniviði skóg- arins; hásæti, torg með eins konar gosbrunni, rólur, lítii hús og margt fleira. Guðrún Vera bætir við að þetta minni eiginlega á búleik. „Við hugsuðum okkur að þetta gæti verið fyrir fugl- ana. Eða álfana," segir hún hugsandi. Aðstoðarmenn listakvennanna segja að vinn- an við listaverkið hafi verið mjög skemmtileg. „Það var gaman að fá að taka þátt í að skapa. Svo er þetta skemmtiiegt umhverfi að vinna í,“ segir Helga Björk. Hún segist ekki hafa þekkt til listakvennanna áður en vinnan hófst. En er þetta list að hennar dómi? „Já, mér finnst það. Þetta er skemmtileg list.“ Hvemig þá skemmti- leg? „Bara það að sjá þetta fyrir sér og fram- kvæma þetta svo. Að gera eitthvað skemmtilegt úr þessu.“ Fuglahús í ýmsum litum í rjóðri skammt frá listamönnum skáldskap- arins er Kristín Reynisdóttir að hengja upp fuglahús í trén. Húsin, sem eru úr glexigleri, eru í mismunandi litum og formum. „Ég vinn þetta þannig, að ég bý til pappírslíkan af húsinu og læt svo smíða það úti í bæ. Vinnan í kringum þetta hefur snúist talsvert um arkitektúr, engin hús- anna eru eins og ég reyni að hafa þau í mismun- andi stíl,“ útskýrir Kristín. Hugmyndina segir Kristín hafa vaknað þegar hún kom á staðinn um vetur og sá ekkert nema fuglana sem feykt- ust um í vindinum. „Þá vildi ég byggja eitthvert skjól fyrir þá. Það er þessi árátta manns að manngera alla hluti. Ég veit ekkert hvort fugl- arnir viija nokkuð nota þessi hús,“ segir Kristín ogbrosfr. Nordlingabúð - voðaverlcið Niðri við vatnið er Anna Þóra Karlsdóttir um- kringd ungu fólki sem keppist við að klippa til furugreinar, flétta tjaldgrindur og sauma sam- an voðir. Alls eru þama risin fjögur tjöld, úr ull- arvoðum. „Upphaflega vildi ég bara vinna með ullina utandyra og gera skýli. Þegar leið á vetur- inn kom upp umræða um Norðlingaholtin, sem eru hér í grenndinni, og þá datt mér í hug að tengja þetta saman,“ útskýrir Anna Þóra. Hún segir unglingana hafa haft tækifæri til að taka mikinn þátt í uppsetningu verksins og þróun þess. „Ég hefði aldrei getað gert þetta ein, þetta er svo mikil vinna,“ segir hún hlæjandi. „Þetta er mjög heppilegt efni að vinna í með krökkum. Þessar voðir eru gerðar með elstu aðferð sem til er við að vinna ullarefni. Krakkamir kalla lista- verkið voðaverkið." Hafsteinn Vilhelmsson og Arndís Kristjáns- dóttir em tvö þeirra ungmenna sem hafa verið Önnu Þóra innan handar við gerð Norðlinga- búðar. Þau segja vinnuna hafa verið skemmti- lega og verkið flott. „Minnir dáh'tið á Gísla Súrs- son,“ skýtur Hafsteinn inn í. En er þetta hst að þeirra dómi? „Já, er það ekki? Þetta eru lista- menn að störfum. En fyrst og fremst er verkið okkar voðaverk." Nordurljósasætið Erla Þórarinsdóttir setti upp verk sitt, Norð- urljósasæti, £ fyrrasumar. „Verkið stendur þar sem ekkert rafmagn er, þannig að norðurljósin sjást héma. Ég vildi gera verk sem vísar til norðurljósanna, þai' sem þau era mjög sérstakt fyrirbrigði og einstakt að þau skuh sjást hér í borginni," segir Erla. „Ég gerði þennan stól sem vísar til upplifúnar einstaklingsins á þessu náttúrafyrirbæri, bara eitt sæti. Það stendur í norður-suður-segulátt, en segulkraftar jarðar hafa afgerandi áhrif á birtingu norður!jósanna.“ Með Erlu unnu þrjú ungmenni síðasta sumar og Fyrsti hlutí Skáldskapar skógarins eftir Guð- rúnu Veru og Elsu Dórótheu. Útímóalóur gá til veðurs. segir Erla að þau hafi hjálpað sér mjög mikið. „Hver steinn er 14 kíló, þannig að þetta vora áreiðanlega nokkur tonn sem við þurftum að bera og hlaða. Það var gott að hafa dygga að- stoðarmenn, sem þau voru.“ Fjölbreytt útilistaverk Verkin á sýningunni era sextán talsins. Flest era þau gerð úr náttúralegum efiiiviði og falla inn í landslagið sem fyrir er. Verkin era mjög fjölbreytt; þar má sjá lóur gá til veðurs, stórt laufabrauð úr torfi, fleka fljótandi á vatninu og svo mætti lengi telja. Mörg verkin era líka þess eðhs að áhorfandi getur að einhverju leyti tekið þátt í þeim, sest á þau, klifrað í þeim eða jafnvel bætt við þau. Til stendur að verkin fái að standa þar til þau eyðast af sjálfum sér. Með sýningunni fylgja kort og upplýsinga- bæklingur, sem greina frá staðsetningu verk- anna, hugmyndum á bak við þau og höfundum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.