Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 3
I I SISOK MORGUNBLAÐSINS - MENMNG LISTIR 27. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Nýherjahúsið Hraunsrétt er nýjast meðal nokkurra stórbygginga frá síðasta áratugnum hér á landi sem vel hafa tekizt. Gísli Sigurðsson íjallar um húsið og það sem of sjaldan gerist, að myndlist sé gerð að hhita verksins, hér glerlist Kristjáns Jónssonar. r pinaftfHfu- i p * % % it M ií m imM tm F » lí^SI' ZGöBcn'ycpgG ’rtfU? Gunnar, Héðinn og Njáll og fjölmargir aðrir kappar Islendinga- sagna verða nú kunnugir stærstu þjóð heimsins með því að nokkrar Islendinga- sögur eru komnar úr í tveimur bindum, þýddar á kínversku. Sex íslenzkir mynd- listarmenn hafa myndlýst þessa vönduðu útgáfu. í Aðaldal er ein þeirra rétta á landinu sem hlaðin er úr hraungrjóti og hefur alla burði til að standa áfram. Samt er hreyfing fyrir því nyrðra segir greinarhöfundurinn, Atli Vigfússon bóndi á Laxamýri, að leggja hana niður og steypa nýja rétt. Þá tapast merkileg tengsl við fortíð og sögu og eng- inn getur lengur látið fara vel um sig á rétt- arvegg. Landlist við Rauðavatn nefnist sýning sextán lista- manna sem hafa notið aðstoðar unglinga úr Vinnuskóla Reykjavíkur við gerð listaverk- anna. FORSÍÐUMYNDIN er af náttúrulegum blómagarði i gilskorningi við Ásólfsstaði i Þjórsárdal. í baksýn sjást Hekla og Búrfell. Ljósm/Gísli Sigurðsson. SIGURÐUR BLINDUR RÓSA (brot) Skildu maðr, hvað skaparinn þoldi, skinniræntr af limum stinnum, strýktr og flettm', spýttr og spottaðr, spéaðr ogrægðr, sá er öllum vægði, þyrnikórónu ogþorsta sáran, þandrákross til fóta oghanda, gadda sporin oggallsins sýru, glaðél bjart ímeinlaust hjarta. Augun sæfast, eyrun deyfast, ungsamvizkan stöðvar tungu, hjartað rennur utan oginnan, æðar og hold a f skelfing mæðist; kóngrinn dauðr á krossi hangir, kropin drottningin holdi lotnu, móðirin bæði mædd og blóðug, María kafín í nógum tárum. Muni þér, dætr, að móðirin sýth', muniþér, systr, hana deyja lysti, hneigizt til með ástar augum allir senn með vorkynnd henni; . þvímeh'gi'ét hún son sinn sætan sem bergjandi hjartans mergjum, sjálf di'ottningin sælan getnað syndalaushún tókmeðyndi. Sigurður blindur fæddist á 15. öld og lifði fram á þó 16. Um æviferil hans er ekkertvitað með vissu, en hann er þó talinn hafa átt heima í Fagradal íMýrdal, aðrir segja Fagradal í Breiðdal. LIST HINS MÖGULEGA RABB Gylfi Þ. Gíslason var skarpgreindur, glöggur maður, snarborlegur pólitíkus, ævinlega reiðubúinn að bregðast við ástandinu með rétt- um aðgerðum á réttum tíma, a.m.k. ef við trú- um hendingu Machiavellis um að stjórnmál nái hvorki lengra né skemmra en það að vera list hins mögulega. Einhvern tíma þeg- ar við báðir sátum í þjóðleikhúsráði vildi ég láta gripa til ráðstafana til að koma í veg fyr- ir einhver vandræði sem í stefndi. Gylfi sagði nei. Að vísu, sagði hann, stefnir í vandræði en fólk er ekki almennt búið að átta sig á því, það verður bara kallað illspár og lygi og það þýðir ekki að reyna að taka á vandræðum fyrr en þau liggja öllum í augum uppi. „Verður það fyrr en allt er í óefni komið, skaðinn skeður og allt um seinan?“ „Nei, en við því er ekkert að gera“. Þeþta gerði minn allvondan en varð svara- fátt. I fyrsta lagi var hann þekktur fyrir að vita lengra en nef hans náði og í öðru lagi var vald hans í menntamálageiranum svo algert á þessari tíð að hann heyrði ekki nagg grið- kvenna en fór sínu fram. Það er að segja; hann fór sínu fram á meðan hann kom því fram en yrði íyrir honum sú íyrirstaða að hann kæmi ekki sínu fram sætti hann sig við það, sneri frá og fór einhverju öðru fram: List hins mögulega. Gylfi var á móti landgöngu amerísks hers hér, einn fárra atvinnustjórnmálamanna ef frá eru taldir svokallaðið „kommúnistar“. Ekki vegna þess að hann væri á móti Amerí- könum í sjálfu sér, kannski ekki einu sinni vegna þess að hann væri hræddur um að þeir legðu undir sig landið allt, kvenfólkið og fiskimiðin með. Nei, Gylfi treysti trúlega bandarísku ríkisstjórninni, að hún sæi til þess að samningar yrðu haldnir og ekki vað- ið upp á landið meir en um var samið, sem hefur staðist svona nokkurn veginn, umfram vonir í það minnsta. Það mundi nú reyndar íyrst og fremst vegna þess að þörf Amerí- kana fyrir þessa herstöð reyndist lítil, óvin- urinn pappírstígur og hér eftir litlu nema erfiðisauka iyrír þá að slægjast. Guði sé lof hötuðust nær allir óbreyttir liðsmenn U.S. N avy við þetta land og gera enn og hugsa ekki um neitt á meðan þeir afplána dvöl sína hér annað en það að komast sem fyrst heim aftur. Nei, Gylfi óttaðist ekki herinn. Hann óttaðist hins vegar um íslenska menningu. Hann óttaðist veiklyndi þjóðarinnar gagn- vart peningum, fínum fötum, flottri tækni, gljándi bílum, stórvii'kum vélum, dúandi sætum, íínum partíum, dillandi jassi og þægilegu keliríi í stoppuðum sætum kvik- myndahúsanna með innihaldslausum neðan- þindai-kvikmyndum í Hi-Fi og Technicolor. Hann áleit að þegar unga fólkið væri búið að vera trölltekið af þess háttar vitleysu í svo sem tuttugu ár (sem ekki er langur tími í lífi þjóða) þá yrðu fyrrum grundvallarverðmæti þjóðarinnar „gone with the wind“, skáld- skaparíþróttin týnd, leikurinn með íþrótt tungumálsins horfinn úr daglegu hátterni, sagnahefðin fræga orðin lýðum leið og hún, sem og allir hinir sjálfsögðu lífshættir, mat- argerðin, fatagerðin, samstillingin við veið- ar, ferðalög og fjárrag, munstrið allt sem fólk hafði haft fótfestu sína í og byggt á sitt trúnaðartraust hvert til annars orðið of erf- itt og ekki nógu Ijúft í höndum og munni til þess að fólk nennti að rækja það. Sem einnig hefur gengið eftir svona nokkurn veginn. Hann barðist einarður gegn þessu á meðan stætt var en eftir að hafa verið ofurefli at- kvæða borinn á Alþingi hinn 30. mars „sæll- ar“ minningar lét hann af slíkri þverúð og gekk með í leikinn á sinn hátt með því að reyna að draga úr orðnum skaða eftir því sem fátækir kraftar andspænis sh'ku ofureíli leyfðu. Matthías Johannessen taldi þetta óþarfar illspár. Hann kvaðst þess fullviss að íslensk menning væri það sterk og hún þjóð- inni svo ítarlega í brjóst lagin að á henni gæti aldrei neitt unnið. Hann lagði ótrauður á hið nýja djúp, tók sér stöðu á útkíkinu og kvað þar við raust um glæsta siglingu á réttri leið ásamt beittum viðvörunum um hinn grimma óvin (sem við hinir kölluðum moggalýgi). Hann kvað hvatningarljóð hins goðum vemdaða, ömgga stýrimanns við góða áheyrn og varðan orðstír. Hann kvaðst mundu öruggur. Það er hann líka. Dr. Gunnlaugur Þórðarson vai’ð fyrstur manna til að hjóla gangstéttamar og á móti umferð sem þá var talið lögbrot. Hann trúði á ögrunina og hafði dálæti á Pompídou nú- tíma listasafninu í Pan's einmitt vegna spellvirkisins sem það gerði í klassísku um- hverfi sínu í hinni gömlu, góðu Paiís: Eyði- leggingin skapar, mælti hann. Einnig það hefur sannast. Eg aftur á móti taldi siglingunni allri stefnt í ófæran sjó og tók mér stöðu kul- borðsmegin í hæpnu skjóli þess fólks sem varð að taka áfollununum af djarfri siglingu hinna, sem það réði ekki neinu um sjálft og ætlaði sér úr því ekki neitt annað en standa meðan stætt var. Það hefur staðist. Allt var þetta kaldastríðsþvarg vai’ heldur grannhyggið og hvatvíslegt og ef við telj- umst hafa slampast furðanlega þrátt fyrir aHt þá er það fyrir strákalukku en ekki skynsamlega forsjá. Hverjum einum okkar finnst samt að sín orð hafi eftii- gengið og enginn iðrast sinna verka enda ekki til neins. Gert er gert. Vandamálið er að enginn okkar komst hjá því að að ala af sér nýja kynslóð. Synir okkar og dætur stjóma landinu, frægir pólitíkusar, heimspekingar, lögregluforingar, kvik- myndajöfrar, símaverkfræðingar og bísnis- menn hver og einn, hver með öðram og allir saman, hvort heldur þeim velst staður við stýrið, á útkíkinu, í austrinum eða andófinu, sumir af síst minni sjálfumgleði og hvatvísi heldm- en við á okkar tíð. Og hvað verður nú um þetta fólk? Er ekki fyrirheit næstu alda þessa ár- þúsunds einmitt það að svonefnd íslensk menning dvíni smátt og smátt í tímans haf, líkt og sú gelíska (írska, skoska og welska) eftir að Englendingai’ vora búnir að tuska hana tU meðvitað sem ómeðvitað í fáeinar aldir, uns einhver fjarlæg kynslóð tekur sig til að rífa hana upp úr því óefni sem í verður komið og verður það þá ekki of seint? Og mun þetta fólk okkar verða sjálfu sér eða öðrum einhvers vii'ði án þessa eðfilega til- verugrandvallar síns, eins þótt stórkostlegir möguleikai’ bíði þess í alþjóðaviðskiptum og áNetinu? Allar hafa illspámar ræst og öll hefur lyg- in reynst sönn. Fari það sem fara vUl úr því sem komið er, okkai’ vegna. Allir höfum við spUað úr spil- unum eftir því sem þau vora okkur gefin og möguleikunum sem í þeim lágu, eins og stað- an var: List hins mögulega, hvorki meira né minna, og við verðum úr þessu að láta byr ráða, treysta á strákalukku komandi kyn- slóða. Gylfi er orðinn helgur öldungur og hefur það gott hef ég spurt, miðað við háan aldm’, Gunnlaugur kominn þangað sem allt er einn dýrðaiinnar samhljómur og engin þörf er fvrir hvorki jafnaðarstefhu, uppreisn né umferðarreglur, Matthías ósnertardegur á sínum volduga stóli, vel berandi láiwiðar- krans traustrar skáldfrægðar, með rúmt um hendur og ég hef það líka fínt - eftir atvik- um. EYVINDUR ERLENDSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.