Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 15
ALKEMISTAR FORTIÐARINNAR Nafnið alchemy er líklega komið úr grísku (cheo, ég helli) og lýsir starfi efnagerðarmannsins. Önnur kenning segir að nafnið sé komið úr egypsku eða orðinu khem sem þýðir svart land, að viðbættum arabíska greininum al, en það getur bent til arabísks uppruna orðsins. Síðan hefur alkemían fengið þá merkingu að vera „listin að umbreyta". Upphaf hennar er ekki þekkt en sumir hafa haldið því fram að listin hafi verið fundin upp í Egyptalandi af guðinum Tot eða hinum gn'ska Hermes Tris- megistos (þ.e. hinn þríefldi eða þríblessaði Hermes, guð frjósemi, uppskeru og dulúðar) en hann var vitringur á 1. öld e.Kr. Það er lítill vafi á því að listin (eða handbragðið) hófst skömmu eftir Krists burð en þróaðist síðan með hellenískri menningu í Alex- andríu frá 3. til 7. aldar. Síð- ar hefur merking orðsins breyst í tímans rás með auk- inni þekkingu og færst yfir á efnafræðj (chemia) og lyfja- fræði. A framangreindum tíma var Alexandría vagga heimsmenningarinnar en þar sameinuðust þrír megin- straumar upprunalegu alkemíunnar, en þeir eru hellenísk heimspeki, egypsk tækni og dulspeki Austur- landa. f Alexandríu voru all- ar kenningar varðandi efnis- heiminn rannsakaðar með tilraunum en grískir heim- spekingar sem höfðu reynt að útskýra hann allan voru sjálfir fremur fráhverfir líkamlegri vinnu og vildu heldur „fílósófera", þ.e. glíma við tilveruna með orðs- ins list. Egyptar höfðu mikla reynslu af málmvinnslu fyrir faraóa og mektarmenn í aldaraðir; þeir voru þekktir fyrir að vera almennt kunn- áttumiklir og fjölvísir varð- andi efnavinnslu en með þeirri þekkingu ásamt grískri heimspeki skapaðist alveg nýr grunnur að fram- förum og nýrri hugmynda- fræði með samleik huga og handa í Alexandríu. Listin var síðan ástunduð aðallega af dulspekingum og í leyni- reglum. Það er ofur eðlilegt að fyrstu alkemistarnir hafi verið úr hópi málm- iðnaðarmanna sem framleiddu gull, silfur og kopar úr málmgrýti fyrir ríka en óeðla gervi- gi'ipi og pjátur fyrir hina efnaminni. Þessi kunnátta virtist undursamleg og því átti engin fyrirstaða að vera fyrir því að geta framleitt gull og silfur úr öðrum minna eðla efnum. Málmvinnsla fortíðar krafðist mikillar notkun- ar elds og hitaofna. Því lá það beint við að líta á alkemíu sem listina til að breyta hinu óhreina í hið hreina með eldi. Hugmyndafræði alkemista Mikilvægasta hugmynd alkemíunnar var sú að allt væri að þróast yfir í göfugra eða þróaðra form með tímanum. Barn verður full- orðið, steinar verða að málmgrýti, sem síðan þróast yfir í málma eða eðalsteina. Þetta getur allt gerst með tímanum ef hann er nógur. Það eru þrjú ríki til en þau eru jarðefna-, jurta- og dýraríki. Hvert ríki þróast yfir í annað en fer- illinn er: steinn—málmgrýti—málmur—ein- föld planta—þróuð planta—einfalt dýr— þróað dýr—maður—vitringur. Umbreyting blýs í gull samsvarar því að breyta sofandi manni í vitring. A vissan hátt má líkja gömlu alkemíunni við síbreytilegt safn allra hugmynda og þekkingar um efnisheiminn og manninn sem nýjar þóttu eða nýtilegar til að ná árangri í að framleiða góðmálma og síðar einnig til að stunda læknis- verk. Frá Mesópótamíu barst stjörnuspeki en með henni fylgdi sú trú að stjörnugeimurinn allur (macrocosmos) væri sameiginlegur heimi mannsins (microcosmos) á jörðu. Jarðefnarík- inu er stjórnað af málmunum sjö (sjá tákn- mynd). Þeir eni grundvöllur og undirstaða alls annars, því eru málmarnir mjög mikilvægir en hver þeirra er himneskt efni. Sól táknar gull, tungl silfur en reikisstjörnurnar júpíter, mars, venus, merkúr, satúrnus (sjá mynd) málmana EFTIR JÓNAS BJARNASON Það er ofur eðlilegt að fyrstu alkemistarnir hafi verið úr hópi málmiðnaðarmanna sem framleiddu gull, silf- ur og koj: )ar úr máli ngrýti fyrir ríl <a en óeðla gervi- gripi og pjátur fyrir hina efnaminni. Þessi kunnátta virtist undursamleg og þvi í átti engin fyrirstaða að vera fyrir | því að geta framleitt gull og silfur úr öðrum minna eðla efnum. Gullgerðarlist. Hluti koparstungu frá 1558 eftir Pieter Brueghel. tin, blý, kvikasilfur, járn og kopar. Sérstaka þýðingu höfðu auk þess efnin salt, brenni- steinn og kvikasilfur sem voru eins og tæki eða fólu í sér eiginleika sem notaðir voru saman í deiglu til ummyndunar eða nýsköpunar efna. Alkemistinn lærði smám saman að umbreyta undirstöðuefni í eðalefni og allt hafði sín sér- stöku tákn sem aðrir kunnu ekki að lesa úr. Sú heimspeki hellenismans sem hafði mest áhrif á alkemíuna voru kenningar Aristóteles- ar en stuðst var við þær í 2000 ár, hvorki meira né minna, eða fram til endurreisnartímabils- ins. Hann setti fram þá kenningu að eitt frum- efni (prima materia) væri til og úr því væru all- ir hlutir gerðir. Með aðlögun frumefnisins að formi og aðstæðum hefðu orðið til fjórir grunneiginleikar eða fyrirbæri (element); vatn, eldur, loft og jörð. A vissan hátt væru þetta enn frumeiginleikar í eðlis- og efnafræði. Líkami mannsins væri að mestu gerður úr jörðu en vatn hefði tilhneigingu til að mynda vökva og væri því fljótandi. Loftið er andi eða sál, eldur er inntakið í brana. Allir hlutir eru gerðir úr þessum grunneiginleikum og unnt er að skapa þá ef réttar aðferðir finnast. Alkemistar skiptu sér ekki af trúarbrögðum eða pólítík samtímans. Þeir unnu störf sín fyr- ir opnum tjöldum sem læknar og vitringar, en fáir fengu að rýna í deiglur þeirra og dulspeki. Þeir notuðu ýmis leyndartákn úr mörgum átt- um eins og úr grískri goðafræði og austur- lenskri stjörnuspeki. Oaívitandi tileinkuðu þeir sér smám saman gagnlegar aðferðir leik- og tæknimanna við efnatilraunir sínar og þannig misstu þeir grundvöllinn fyrir því að starfa sem læknar og lyfjafræðingar. Reyndar sameinuðust þeir raunveralegum vísinda- mönnum við að mynda kerfi fyrir frumefni efnafræðinnar. Segja má að listin hafi á vissan hátt verið upphaf læknis-, lyfja- og efnafræði en síðan skildu leiðir. Hinn frægi enski stærð- og eðlisfræðingur Isaac Newton er talinn hafa verið einn af alkemistunum til að byrja með á sautjándu öld. Illur rómur segir að hann hafi búið til viskuelixír sem hann notaði sjálfur þegar hann uppgötvaði lögmál þyngdaraflsins. Síðan gekk hann til liðs við verkfræðifélag sem Kópernikus hafði stofnað. Til allrar óhamingju varð Newton háður dularfullum elixír sínum sem leiddi til ótímabærrar hrörnunar hans; sanngjörn refsing að mati alkemista þess tíma. Frægir alkemistar Fyrstu ritin um alkemíu eru frá 3. og 4. öld. Eftir fall rómaveldis hvarf grísk speki að tölu- verðu leyti úr henni. A 11. og 12. öld vaknaði síðan alkemían á nýjan leik og ekki síst á Spáni vegna víxlfrjóvgunar milli menningarheima Mára og Evrópumanna. Áhrifamesti alkemist- inn á 14. öld var Geber eða Jabir en hann var spánskur. Hann ritaði bók sem gaf til kynna að þar fór maður sem þekkti til tilrauna efnis- fræða fortíðar. A þeim tíma vora margir heið- arlegir menn að reyna að búa til gull. Konung- ar og aðalsmenn studdu þá til að reyna að hagnast. Meðal annarra alkemista voru ýmsir frægir menn eins og Artephius, Agrippa, Saint- Geimain greifi (portúgalskur gyðingur á 18. öld) og ekki síst Paracelsus. Alkemistai' eru enn til og sumir þeirra halda því fram að ein- stakir framangreindra manna séu enn á stjái. Þar sem alkemistar störfuðu flestir einir eða með lærlingum sínum og voru ekki mikið íýrir að flíka aðferðum sínum eða niðurstöðum voru áherslur hvers og eins þeirra mismunandi í aldanna rás, en saga alkemíunnar er ekki síst saga einstakra alkemista, sem þó áttu sér sameiginlegan gi-unn. Frægastur alkemistanna var Paracelsus (1490-1541), eða hinn svissneski Hermes; hann var læknir og alkemisti sem m.a. kenndi læknisfræði í Basel. Hann þróaði nýjar kenn- ingar í læknisfræði og heimspeki en fordæmdi læknisfræði sem ekki byggðist á tilraunum og athugunum. Heimspeki hans byggðist í grund- vallaratriðum á nýplatónsku en þó fremur draumórakenndri. Samkvæmt henni er mað- urinn gerður úr öllu efni alheims. Hann leit svo á sjúkdóma að þeir ættu sérstaka utan- aðkomandi uppsprettu en byggðust ekki á ójafnvægi í hinum fjóram vessum líkamans (blóð, hráki, gall og svartagall). Kenningar hans byggðust á tilvist slíms (limus terrae), þ.e. seyðis eða „extrakts“ af öllum veram jarð- ar sem hafa verið skapaðar. Slímið byggðist á þremur gi'unnefnum, salti, brennisteini og kvikasilfri (sjá táknmynd) en aðskilnaður þeirra eða ójafnvægi valda sjúkdómum. Þessi róttæka nýjung stangaðist á vissan hátt á við dulspekilegar hugmyndir hans. Hann notaði einstök efnasambönd í stað jurta- seyðis sem lyf en þeirra á meðal vora ópíum, kvikasilf- ur, blý, járn, arsen og kopar- súlfat. Ennfremur beitti hann böðum í ölkelduvatni. Hann taldi að læknar yrðu að vera alkemistar og auk þess eðlis-, stjörnu- og guð- fræðingar til að geta samein- að anda og líkama, efni og heimspeki. Rotnun er Ijós- móðir mikilsverðra hluta; með henni eyðist líkaminn en hið góða, sálin, verður eft- ir. Paracelsus lenti í deilum við aðra dulspekinga og lækna í Sviss vegna gjald- töku fyrir læknisverk, en rígur og afbrýðisemi var al- geng milli hinna hálfgerðu gervivísindamanna sem störfuðu sem læknar. Hann hrökklaðist þá til Austurrík- is og hélt áfram starfi sínu. Rannsóknir hans á atvinnu- sjúkdómum námaverka- manna í Týrol era með fyrstu rannsóknum sem þekktar eru á slíkum sjúk- dómum. Eftirmáli Alkemistar voru úthróp- aðir sem gullgerðarmenn og svikahrappar á 17. öld en um það leyti fóru tæknivitringar og grúskarar að öðlast dýpri þekkingu og færni í læknis-, eðlis- og efnafræði. Um það leyti geisaði galdratrú um Evrópu og ýmis galdraverk dularfullum drykkjum; líklegt má tengdust telja að alkemistar hafi haft þar hönd í bagga. En alkemistarnir vora lífseigir og tókst að lifa af; þeir eru að vissu leyti til enn í dag í bak- granni meðal ýmissa hópa sem segja má að stundi hálf- eða gervivísindi og dulspeki. Sum- ir þeirra beita „töfrurn" sínum í sambandi við óhefðbundna læknisfræði og heilsuvörar. Efnafræði nútímans er í raun sprottin upp úr alkemíunni. Segja má að leiðir hafi skilið end- anlega í lok 18. aldar þegar hin svokallaða „phlogistonkenning" var aflögð. Phlogiston var talið vera efni sem hverfur við brana efna eins og t.d. brennisteins, fosfórs, kolefnis og vatnsefnis; bruni verður því heiftarlegri sem meira er af phlogiston í viðkomandi efni. Nú vita allir að engin efni hverfa við brana en myndefni eru oft ósýnilegar gastegundir. Eft- ir þetta var komið að grískum heimspekikenn- ingum Democritusar (um 400 fyrir Krists burð) um atóm, en ofan á þá kenningu er síðan efnafræði nútímans reist. Gervivísindi í efna- fræði voru þar með úr sögunni sem trúverðug fræði. Þegar litið er til baka má sjá að hið mikla dá- læti alkemista á notkun elds í sambandi við kvikasilfur og blý er grunsamlegt, en báðir þessara málma eru eitraðir og alveg sérstak- lega hinn fyrri. Það er því auðvelt að ímynda sér að þeir hafí einhverjir orðið sjálfum sér og öðrum að íjörtjóni, en margir þeirra urðu ekki gamlir menn. Einnig eiga sumir málmanna eða önnur frumefni ekkert erindi í lyf fyrir sjúkt fólk. En reynslusaga mannkyns sýnir að . möi’g þekkingin hefur ekki fengist þrauta- laust. Hcimildir: Encyclopædia Britannica. Rit Paracelsusar, Thomasar Vaughan (Eugenius Philalcthes) og Eyrcnæusar. Höfundurinn er efnaverkfræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.