Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.2000, Blaðsíða 11
Ungir Þingeyingar draga af kappi í Hraunsrétt. Bændur og unglingar stinga saman nefjum í Hraunsrétt. Kunnugleg réttastemmning. Sumlr huga að fé sínu, aðrlr skemmta sér úti við réttarvegg. í senn. Því er sjálfsagt að viðhalda ef hægt er. anum, en fann þá aftur í þvögunni. Þegar leið á daginn þynntist meir og meir í almenning- num og loks var sleginn manngarður í öðrum enda réttarinnar fyrir það fé sem eftir var. Kristinn í Skriðulandi var þá kallari Hraunsréttar og kváðu köll hans við í sífellu. Menn stukku til og hirtu fé sitt þar til drætti var lokið. Seinna var svo lagt heim á leið og þar fór fjárhópur við fjárhóp suður að Brúnum. For- ystuær föður hans, Svala að nafni, tók til fót- anna og rann suður stígana fyrir neðan Klömbur og fram um Presthvamm og Laxár- brýr. Rökkurblámi var sigin á Kinnarfjöllin þeg- ar komið var fram á Halldórsstaða- og Ond- ólfsstaðheiði og í huga Braga kváðu enn við köll Kristins í Skriðulandi, jaiTnur, hundgá, mannamál og hví í hestum. Hann var úrvinda. Um Hraunsrétt hefur lengi verið deilt Kristján í Klambraseli sagði að Hraunsrétt væri eins og öll mannaverk, ekki gallalaus. Réttin fór oft illa þegar Laxá hljóp í hana á vetrum og allt varð að klaka og veggir sprungu og skekktust. Seinna var hlaðinn varnargarður sem varði réttina fyrir vatna- gangi. I áranna rás hafa margir viljað byggja nýja skilarétt á nýjum stað úr öðru efni og losna þannig við grjóthnullungana sem stundum hrynja úr veggjum og hleypa fé úr dilkum. Enn aðrir segja að erfitt sé að koma fénu nið- ur að réttinni og best sé að byggja rétt upp á mónum við Presthvamm eða á Hvammsheiði til að stytta leiðina. En síðasta ósk Krisjáns í Klambraseli var skýr: „Margt sauðfé, fallegt sauðfé í góðri skilarétt í fögru umhverfi og margt fólk sem finnur sálubót að koma á stað eins og gömlu Hraunsrétt. Hún hefur áunnið sér hefðbund- inn og lagalegan rétt til að standa lengi og vera notuð lengi.“ Deilur um Hraunsrétt hafa oft skotið upp kollinum og réttin hefur staðið í tímans rás án þess að mikið hafi verið gert til þess að viðhalda henni. Á níunda áratug aldarinnar var mikil hreyfing á málinu í þá átt að gera réttina upp. Freyr Jóhannesson tæknifræðingur og Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt skil- uðu ýtarlegum skýrslum um tillögur að endurbótum og kostnaðaráætlun við fram- kvæmdina með það í huga að laga réttina til framtíðar og mæta um leið nútímakröfum um skilaréttir. í hugmyndum sínum lýsti Reynir ýmsu sem þarfnaðist lagfæringar sem fólust m.a. í því að stytta almenning og gera kröpp horn ávöl. Gera þyrfti miðhólf til að halda hringrás á fénu. Fylla þyrfti í lægðir og jafna gólfið í almenningi og höggva nybbur sem stæðu upp úr. Þá vildi Reynir hækka hæð dilkaveggja og gera ytri gang þar sem reka mætti fé að hleðslurampa. Breidd þess gangs ætti að vera 2-3 metrar. Hann gerði og tillögu að bílastæði fyrir að- komubíla og tillögu að bílveg að réttinni sem væri flóðvarnargarður. Hann sagði að bæta þyrfti athafnasvæði flutningabíla og gera þyrfti gangstíga yfir hraunið að útsýnishæð- inni austan réttarinnar. Um 300 metra vestar í hrauninu frá rétt- inni er mjög góð hleðlugrjótsnáma og til að nýta námu þessa sagði Reynir að nauðsyn væri á að gera veg að henni. Hann mælti með að lélegasta hleðslugrjótið úr réttinni yrði notað í uppfyllingu undh’ flóð- garðinn eða mulið í salla sem ofaníburð í rétt- argólfið. Hann gerði og sérteikningar af hliðum og grindum fyrir réttina sem nota ætti við alla dilkana að almenningi og að ytri reksturs- gangi. Þá vildi hann leiða drykkjarvatn inn í safnhringinn. Þrátt fyrir þessar ítarlegu tillögur var lítið að gert og Hraunrétt stendur enn lítið löguð. Mikið menningargildi Fyrir réttu ári samþykkti Fjárræktarfélag Aðaldælinga í atkvæðagreiðslu tillögu þess efnis að leggja til við hreppsnefnd að ný rétt yrði byggð á nýjum stað. Það má þá ljóst vera að ef byggð verður ný rétt verður engin Hraunsrétt til því að um leið og hætt yrði að nota hana myndi hún hverfa í sinu og veggirnir smá hrynja. Réttin er tákn sveitarinnar og halda marg- ir því fram að vegna aldurs hennar sé það tæplega einkamál nokkurra bænda að leggja hana niður. Minjastjóri Þjóðminjasafnsins, Hjörleifur Stefánsson, hefur lagt áherslu á gildi réttar- innar út frá sjónarhóli minjavörslunnar og segir að gildi hennar verði mun meira verði hún notuð áfram. Hins vegar sé hverjum manni ljóst að viðhald gamallar grjóthlaðinn- ar réttar krefjist mun meiri vinnu og kostn- aðar heldur en viðhald á nýrri rétt úr auð- veldara byggingarefni. Því segir hann að viðhaldskostnaðurinn eigi að hluta til að falla á minjavörsluna ef samkomulag næst um áframhaldandi notkun Hraunsréttar. Höfundurinn er bóndi ó Laxamýri. ERLENDAR/ BÆKUR FABÚLUR Francisco Rodriguez Adrados: History of the Greco-Latin Fable Introduction from the Origins to the Hellenistic Age. Translated by Leslie A. Ray. Brill 1999. Höfundurinn er prófessor við Universidad Complutense de Madrid og meðlimur Real Academia Espanola. Frumútgáfa verksins kom út á spænsku á árunum 1979-1987 og er uppseld. Þessi útgáfa er endurskoðuð og aukin viðbótum af höfundinum og Gert van Dijk og verður alls þrjú bindi, sem koma væntanlega út fyrir árslok 2000. Fáar bókmenntagreinar eiga sér jafn samfellda og hefðbundna sögu og fabúlan. Höfundur þessa verks rekur þessa sögu allt frá Sumerum og áfram með tilvísunum til um 500 fabúla. Hann rekur söguna; saga grísk-rómverskra fabúla til miðalda og síðan áfram. Gerð fabúlunnar, eins og við þekkj- um hana, hefst í Hellas og fyrsta safnið er kennt við Espó á 6. öld e.Kr. Fabúl- ur Phaedrusar varðveittust og voru þýddar undir heitinu Romulus á 10. öld. Höfundur telur að indverskar fa- búlur séu mótaðar og uppkomnar fyrir áhrif hellenskra fabúla. Meðal fræg- ustu fabúla á miðöldum voru fabúlur Marie de France, sem orti upp 102 slíkar. Frægasti fabúlisti allra tíma er La fontine, sem orti upp esópskar fa- búlur og einnig út af sögum úr safni Phaedrusar. „Fables choisirs" eftir Fontaine voru gefnar út í 12 bókum 1668, 1678-79 og 1699. Ivan Krylov, kunnur rússneskur fabúlisti, þýddi La Fontaine á rússnesku og gaf út fabúlu- safn í 9 bókum á árunum 1810-20. Frægasta fabúla 20. aldar er „Anim- al farm“ eftir Orwell, íslensk þýðing „Dýrabær" Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, Hið íslenska bókmennta- félag 1985. „I fabúlunni er útlit og eðli dýranna óbreytt, síðan eru þau notuð til samlík- inga með mönnum.“ Fabúlan er dæmi- saga með mórölskum boðskap eða satí- rísk útlegging á mennskum breysk- leika, þar sem skepnan gegnir hlut- verki mannsins. Ofugmælavísur Bjarna Jónssonar Borgfirðingaskálds eru fabúlur, þar sem skepnurnar vinna mennsk störf, spinna, vefa, syngja, prjóna, skrifa og ótal margt fleira. Þetta fyrsta bindi hefst með yfirliti um grísk-latneskar fabúlur og inntak þeirra fabúla skilgreint. í öðrum hluta er fjallað um grísku fabúlurnar fram til Demetriusar Phalerusar og virðist höf- undur fínkemba efnið auk þess sem hann tengir grísku eða hellensku fabúl- urnar hliðstæðum fyrr og síðar. Þriðji hlutinn er um fabúlurnar á dögum hel- lenismans. Áherslur fabúlanna breyt- ast lítillega í tímanna rás í samræmi við þær breytingar sem verða á mennskum samfélögum, en inntak þeirra er það sama, þar sem gerð manna og eðli breytist ekki, ekki frek- ar en manngervingar þeirra í dýrheim- um. Kötturinn, refurinn, ljónið, sauð- skepnan og nautið svo ekki sé minnst á fugla himinhvolfsins. Allur þessi söfn- uður flýgur, hleypur eða spásserar um í mennsku gervi. Þetta á sér allt hlið- stæður í mannheimum. í íslensku máli er að finna samlíkingar manna og dýra, heimskur maður er nefndur asni, út- smoginn og óheil persóna, refur, sauð- urinn og svínið eiga sér afbrigði í út- leggingum í mannlýsingum og nautið er hliðstæða við nautheimskan ein- stakling. Höfundurinn leggur mikla áherslu á að einkenni fabúlunnar séu andstæð einkennum mýtunnar, goðsögulegum minnum. Fabúlan er bundin dýraheim- um og samlíking dýra og manna tjái „vitund" dýrheima í mannheimum. Fa- búlan er raunsæ, grimm og háði bland- in, guðlaus og yfirmáta raunsæ. Ritið er XVI plús 739 blaðsíður í stóru broti, neðanmálsskýringar og heimildarskrár fylgja. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JÚLÍ 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.