Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 16
4- Eftir jól um veturinn safnar Kjartan að sér mönnum. Urðu þeir saman sex tigir manna. Ekki sagði Kjartan fóður sínum hversu af stóðst um ferð þessa. Spurði Ólafur og lítt að. Kjart- an hafði með sér tjöld og vistir. Ríður Kjartan nú leið sína þar til er hann kemur tíl Lauga. Hann biður menn stíga af baki og mælti að sumir skyldu geyma hesta þeirra en suma biður hann reisa tjöld. í þann tíma var það mikil tíska að úti var salemi og eigi allskammt frá bænum og svo var að Laugum. Kjartan lét þar taka dyr allar á húsum og bannaði öllum mönnum útgöngu og dreitti þau inni þrjár nætur. 3SL____:g-, Eftir það ríður Kjartan heim í Hjarðarholt og hver hans förunautur til síns heimilis. Ólafur lætur illa yfir þessari ferð. Þorgerður kvað eigi lasta þurfa og sagði: f Laugamenn hafatil I slíks gert eða meiri V svívirðingar. Þá mælti Hrefna: Áttir þú Kjartan við nokkura menn tál að Laugum? y---------------------- Lítið var bragð að því, ég og Bolli skiptust við nokkurum orðum. Það er mér sannlega sagt að þið Guðrún munuð hafa við talast og svo hefi ég spurt hversu hún var búin að hún hefði nú faldið sig við motrin- um og semdi einkar vel. Þeim Laugamönnum líkar illa og þótti þetta miklu meiri svivirðing og verri en þótt Kjartan hefði drepið mann eða tvo fyrir þeim. Voru þeir synir Ósvífurs óðastir á þetta mál en Bolli svafði heldur. Guðrún talaði hér fæst um en þó fundu menn það á orðum hennar að eigi væri víst hvort öðrum lægi í meira rúmi en henni. Gerist nú fullkominn fjandskapur milli Laugamanna og Hjarðhyltinga. Ekki bar mér það fyrir augu er þú segir frá Hrefna, segir Kjart- an, mundi Guðrún ekki þurfa að falda sér motri til þess að sama betur en allar konur aðrar. Þau Bolli og Guðrún riðu i Tungu að ráði Ósvífurs. Þótti þeim í hönd falla að taka upp land þetta hjá sér sjálfum og bað Ósvífur þau eigi láta srhátt slíta. Siðatl réðu þau Þórarinh um kaup þetta og urðu ásátt hversu dýrt vera skyldi og svo það er í móti skyldi vera og var mælt til kaups með þeim Bolla. En því var kaupið eigi vottum bundið að eigi voru menn svo margir hjá að það þætti vera lögfullt. Þórarinn búandi í Tungu lýsir því að hann vildi selja Tunguland. Var það bæði að honum þurru lausafé enda þótti honum mjög vaxa þústur milli manna í héraðinu en honum var kært við hvoratveggju. Bolli þóttist þurfa að kaupa sér staðfestu því að Laugamenn höfðu fá lönd en fjölda fjár. .♦/ Ríða þau Bolli og Guð- rún heim eftir þetta. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.