Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 9
Ásbjörn vöðvi, sonur Kjallaks landnáms- manns, er sagður hafa búið. Annar Orra- hóll er í Miðfirði og Orrahaugur á Hofs- afrétt í Skagafirði. Vekur þetta spurningu um, hvort sum Orrustuhóls-nöfnin hafi þróazt úr því hólsheiti (*Orri > *Orra- hóll > Orrustuhóll), sbr. no. orrahríð ’ákafur bardagi’. Hólsheitið Orri kann að merkja ’sá, sem rís upp’, e. t. v. rótskylt no. erra, lo. erriligr, ern, sbr. lat. orior ’rísa (upp)’. Mannsnafnið Orri kemur ekki fyrir í heimildum hér á landi né í Noregi að fornu og hér ekki fyrr en á síðustu tímum, en hins vegar kemur viðurnefnið orri fyrir að fornu. í þriðja lagi: Þekktar skráðar sögur, svo sem um Heiðarvíg í uppsveitum Borg- arfjarðar og Vjga-Glúm í Eyjafirði, kunna að hafa ýtt undir nafnbreytingu í þeim héruðum. HVERNIG LIGGJA VÍGHÓLARNIR VIÐ VEGUM? Ef Víghólarnir hafa upphaflega heitið Veghólar, ættu þeir að liggja við gamla vegi, og verður því að leita svars við spurn- ingunni: Hvernig liggja Víghólarnir við vegum? Hér má gera þá athugasemd, að það sanni ekki mikið, þótt í ljós komi, að Víghólar séu við vegi, því að víg hafi ein- att verið framin á eða við vegi og alfara- leiðir. Því er til að svara, að vopnavið- skipti og víg hafa samkvæmt samtíma- heimildum og sögnum einnig átt sér stað við aðrar aðstæður: heima við bæi eða á flótta til skógar eða fjalls, í fjöru, eyjum og á annnesjum, í kolaskógi, á engjum eða í úthögum og á heiðum, þar sem set- ið var yfir fé o. s. frv. HVAÐ UM HESTAVÍG? Aðra athugasemd má gera: Gæti verið átt við hestavíg í Víg/ió/s-nöfnunum, sbr. örnefni eins og Hestaþingshamar (svo í Sturlungu, síðar Hestavígshamar) í Skagafirði, Hestavígshólmi á mótum Blöndu og Svartár, Víghestahvammur hjá Sauðafelli í Dölum, Hestaþingshóll hjá Kaldaðarnesi í Flóa og í landi Vallar í Hvolhreppi, Hestaþingsflöt hjá Hróars- holti í Flóa og Hestaþingstaðir nærri Flögu í Skaftártungu, og hólarnir þá eðlilega verið við reiðgötur? Því er til að svara, að hestaþing (hestaat, hestavíg) voru sam- kvæmt fornum heimildum yfirleitt háð á sléttum grundum á samkomustöðum: á þingstöðum (svo sem Þverárleið í Borgar- firði16), höfuðbólum (t. d. Staðarhóli í Saurbæ17) eða stöðum, sem voru miðsvæð- is í byggðum (t. d. hjá Djúpadalsá í miðri Eyjafjarðarsveit18), enda voru hestaþing fjölsóttar samkomur. Margir Víghólanna uppfylla engan veginn þessi skilyrði, t. d. Víghólarnir á Digraneshálsi, í Mosfells- sveit, Kjarrárdal, Arnkötludal og Hörgár- dal (sjá hér á eftir). SÍÐASTA HESTAVÍG Á ÍSLANDI En hvað þá um síðasta hestavíg á ís- landi árið 1623, sem Jón Espólín segir frá og ber gamlan Þingeying fyrir,19 en sú frásögn er mörgum kunn, þar sem hún er birt í Lestrarbók Sigurðar Nordals. Var það ekki háð í afdal, á Vindhólanesi á Bleiksmýrardal fram af Fnjóskadal, fjarri meginbyggðum? Hér er þess að gæta, að öll sú frásögn er tortryggileg og ber raun- ar með sér, að hún muni vera örnefnaskýr- ingarsögn, spunnin út frá tveimur örnefn- um: Bleiksmýrardal og Vindhólum, sem hestanöfnin Bleikur og Vindur munu lesin úr, en samkvæmt frásögn Jóns áttust þeir hestar einir við á Bleiksmýrardal. Segir Jón Espólín og, að hann hafi ekki vissu fyrir þessum uppruna Vindhóla- nafnsins og Bleiksmýrardalur muni hafa heitið svo miklu fyrr en hestavígið á að hafa verið háð þar, enda er Bleiksmýrar- dalur nefndur í Vöðu-Brands þætti, sem saminn mun á 13. öld„ Þegar hugleidd eru hestavíg og Víghól- ar, ber einnig að hafa í huga, að engar heimildir, hvorki sagnarit, skjöl né munn- mæli, tengja nokkurn hinna mörgu Víg- hóla við hestavíg. Lítum nú á aðstæður hjá Víghólunum: Víghóll í Hnefilsdal. Mósmynd/ÞV VÍGHÓLLí KJARRÁRDAL VíghóII í Kjarrárdal í Borgarfirði stend- ur norðan Kjarrár, en reiðvegur var báðum megin árinnar, enda var Kjarrárdalur seljadalur, sbr. orð Heiðarvíga sögu: „... er allir mer.n eru farnir ór seljum eptir endil^ngum Kjarradal, ok þar eigu allir Síðumenn selfarar ,..“.20 En auk þess lá seljavegur Sámsstaðamanna að sögn Ólafs Guðmundssonar bónda á Sámsstöð- um í Hvítársíðu (f. 1941) þvert á þessa vegi: yfir Síðufjall niður með Þverlæk, yfir Kjarrá á Víghólsvaði hjá Víghól og þaðan upp í Sámsstaðasel suðvestan í Sámsstaðahöfða. Má því segja, að Víg- hóll sé á krossgötum. VÍGHÓLL Á VÍGHÓLSSTÖÐUM Á FELLSSTRÖND VíghóII hjá Víghólsstöðum á Fellsströnd í Dalasýslu er nefndur í örnefnaskrá. Ólöf Elínmundardóttir frá Stakkabergi (f. 1905) segist hafa heyrt þá sögn í æsku, að smalar þeirra Kjallaks á Kjalláksstöð- um og Geirmundar (heljarskinns) á Geir- mundarstöðum hafi vegið hvor annan á Víghóli og verið heygðir í tveimur gijót- hrúgum vestan við hólinn. Elzta varðveitt mynd fyrri hluta bæjar- nafnsins er Vígólfs- í Sturlungu (pappírs- handrit Reykjarfjarðarbókar), Vivil- í bréfí 1467/1666,21 vigolf- 1495/1497, Wighol- 1565/um 1760, Wighólm- 1705, Vyg- holltz- 1731, Vigholts- 1805, Vígholts- 1839, Víghóls- (Vígholts-) 1915, Víghóls- 1961. í bæjanafnariti sínu taldi Finnur Jóns- son forlið bæjarnafnsins vera mannsnafn- ið Vígólfr, þó að það komi ekki ella fýrir nema sem skröknafn í Sólarljóðum.22 Svo heitir reyndar einnig draummaður í Sturl- ungu, sem nefndur er Ingólfrí Króksfjarð- arbók, en Vígólfr í pappírshandritum Reykjarfjarðarbókar. Hins vegar kemur nafnið Vígúlfr fyrir tvívegis í norskum fombréfum á 14. og 15. öld.23 í ritdómi um bók Gösta Franzens um örnefni í byggðum Laxdæla sögu segir Baldur Jónsson: „Það má teljast öruggt, að Víg- hólsstaðir á Fellsströnd hafí upphaflega heitið Vígólfsstaðir. Það styðst ekki ein- ungis við skiptabréf Solveigar Björnsdótt- ur, heldur kemur nafnið einnig fyrir í ís- lendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, og er þar greinilega átt við þennan sama bæ.“24 Hér verð ég að gera athugasemd: Það er hugsanlegt, að Víghólsstaðir á Fells- strönd hafí í öndverðu heitið Vígólfsstaðir og forliður nafnsins sé upphaflega manns- nafnið Vígólfr, en það er engan veginn unnt að telja það öruggt, enda mælir fá- tíðni mannsnafnsins gegn því. Gæta verð- ur að því, að um 1200 eru liðnar meira en þijár aldir frá landnámi og þá hafa um það bil níu kynslóðir lifað í landinu. Þetta er ærinn tími til þess, að upphafleg tilefni nafngifta hafí í sumum tilvikum getað fallið í gleymsku og þá jafnframt, að örnefni hafi getað breytzt, m. a. sökum þess að menn hafí leitað nýrra skýringa á þeim. Það er þess vegna ekki óhætt að treysta því, að nafnmynd örnefnis í rit- aðri heimild frá 13. öld sé upprunaleg, enda má telja fram sterk rök fyrir því, að ýmsar nafnmyndir í heimildum frá 13.-14. öld séu ekki upphaflegar. Breytt örnefni að fornu Sem dæmi um líklegar fornar breyting- ar á sérhljóðum í stofnatkvæðum örnefna má nefna bæjamafnið Dönustaði í Laxár- dal í Dölum, sem svo eru nefndir í Lax- dæla sögu (Möðruvallabók) og Sturlungu (Reykjarfjarðarbók). E. H. Lind og Finnur Jónsson töldu forliðinn vera kvenmanns- nafnið Dana, sem hvergi kemur fyrir ella að fornu, hvorki hér á landi né annars staðar á Norðurlöndum. I pappírshandrit- um Laxdælu frá 17. öld er bærinn nefnd- ur Dunustaðir, og er sú nafnmynd í Kaup- mannahafnarútgáfu sögunnar 1826. í heimildum frá 17.-19. öld er bærinn einn- ig iðulega nefndur Dunustaðir. Séra Þor- leifur Jónsson í Hvammi í Dölum (1794- 1883) vitnar í Laxdæluútgáfuna 1826 og telur bæinn draga nafn af „nið og dyn, sem þar heyrist í ánni og giljum".25 Lík- legt er, að Dunustaðir sé upphaflegt nafn bæjarins, dregið af no. duna ’dynur, brak’, enda er allmikill foss í Bæjargilinu skammt ofan við bæinn. Nafnið væri þá í stórum flokki örnefna af þessum toga, svo sem Dynjandi, Dynkur og Dunkaðar- staðir (Dunkur).26 Annað dæmi er Dýrafjörður (Dyra- Sturlubók og Hauksbók Landnámu), sem Landnáma segir Dýra af Sunnmæri hafa numið. Líklegt er, að fjörðurinn hafí upp- haflega heitið *Durafjqrðr, nafnið dregið af dyrunum milli Mýrafells og Sandafells, sem standa sitt hvorum megin fjarðarins. „Ef siglt er miðfírðis, sýnast aðeins vera þröngar dyr milli þeirra, en þær lokast alveg, er farið er nær norðurströndinni," segir Kristján G. Þorvaldsson.27 I þriðja lagi má nefna Bijánslæk á Barðaströnd, sem ritaður er Bians- í Hauksbók Landnámu um 1302-10, Brians- í pappírshandriti Þorláks sögu og Brjáns-, Bijáms- og Brands- í pappírs- handritum Sturlungu. Bijánslækur kemur frá Surtarhrandsgili, kunnasta surtar- brandsstað landsins, og leikur vart vafí á því, að lækurinn og bærinn hafí upphaf- lega heitið Brandslœkr.2S Ýmis önnur dæmi mætti tilgreina um margs konar breytingar, sem þegar að fornu virðast orðnar á örnefnum, t. d. Mýlastaðir (trúlega af mýlum, þ. e. hálf- kúlulaga gervigígum, framan við bæ- inn) > Mýlaugsstaðir í Aðaldal, nefndir svo í Reykdæla sögu á 13. öld,29 *Kóra- staðir (að öllum líkindum af klettakórum hjá bænum) > Kóreksstaðir í Hjaltastaða- þinghá, nefndir svo í Droplaugarsona sögu á 13. öld,30 *Hqlknaheiðr (sennilega af hölknum, stórgrýti á heiðinni) > Hel- kunduheiði á mörkum Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungs, nefnd svo í kirkna- tali Páls biskups um 1200.31 Nánari rök fyrir þessum breytíngum geta menn kynnt sér í Grímni. Athyglisvert er, að stundum virðast upphaflegar og breyttar nafnmyndir hafa lifað lengi hlið við hlið, svo sem Mýlastað- ir (sú nafnmynd kemur þegar fyrir 1489 og oft síðan) og Mýlaugsstaðir. I sumum tilvikum hefur nafn tekið breytingum um skeið, en upphafleg nafnmynd orðið ofan á að nýju, t. d. Silfrastaðir, sem ritaðir eru Silfreksstaðir á 14. öld og Silfrúnar- staðir á 19. öid,32 og Miðhálsstaðir í Öxnadal, sem ritaðir eru Misskjálgsstaðir á 16. öld og Misjálfsstaðir 1713.33 Á sama hátt kunna upphaflegir * Veghólsstaðir (> Víghólsstaðir) að hafa breytzt í Vígólfs- staði á 12. eða 13. öld, en eldri myndin lifað af og orðið aftur ofan á. Athuga ber, að í sumum tilvikum kunna hinar breyttu myndir að hafa náð lítilli út- breiðslu, hafa e. t. v. verið hugmynd eins manns eða fárra manna, og stundum kann jafnvel að vera um misritun að ræða. Mörg dæmi virðast um, að -hóls- inni í nöfnum hafí orðið -ólfs-, svo sem Stand- hóls- > Stöndólfsgljúfur á Langadals- strönd, *Enghóls- > Ingólfshöfði í Svarf- aðardal.34 Þreifað á Víghóli Örnefnarannsóknir hafa það til síns ágætis, að oft gefst kostur á að leiða augum líklegt tilefni nafngiftar og jafnvel beinlínis þreifa á því eða hlusta á það. Þannig er unnt að horfa inn og út um dyrnar í Dýrafírði, sjá og snerta hölknin á Helkunduheiði, mýlana á Mýlaugsstöð- um, kórana á Kóreksstöðum og surtar- brandinn á Bijánslæk — og virða fyrir sér og hlýða á dununa á Dönustöðum. Sem fyrr segir, er Víghóll á Víghólsstöðum á Fellsströnd, og ég fékk litið hann augum og þreifað á honum í sumar leið (1993). í örnefnaskrá er Víghóll sagður vera við tröðina, „sem lá frá bænum vestur fyrir túnið á leið út að Ekrum“. Hóllinn reynd- ist vera fast við tröðina neðst í gamla túninu á Víghólsstöðum. Að sögn Baldurs Gestssonar á Ormsstöðum (f. 1912) lá gamli reiðvegurinn milli Ormsstaða og Víghólsstaða um Ferðamannaskarð (í Dyrakletti) og Víghól. Frá Víghólsstöðum lá síðan Efribyggðarvegurinn með hlíðinni að Stóru-Tungu og áfram inn efra. Neðri- byggðarvegurinn lá hins vegar um Vog og Kjallaksstaði inn að Staðarfelli og áfram með sjónum. Vegamótin hafa að sögn Baldurs og Ólafar verið skammt neðan (vestan) við Víghól, en ofan við LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26.MARZ1994 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.