Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 7
Greinarhöfundur við Neðri-Víghól í Kópavogi. Hvammkot (Fífuhvammur) í baksýn. Morgunblaðið/Sverrir VIGHOLL rá því að deilur risu um kirkjubyggingu á Víg- hóli á Digraneshálsi í Kópavogi á liðnu ári, hafa ýmsir spurt mig, hvort nokkuð sé vitað um uppruna nafnsins og merkingu. Ég vil af þessu tilefni greina frá eftirfarandi: Örnefnið Víghóll á Digraneshálsi í Kópavogi var á allra vörum fyrir skömmu. Margar fyrir- spurnir um nafnið hafa síðan borizt Þórhalli Vilmundarsyni, for- stöðumanni Örnefna- stofnunar Þjóðminja- safns. í þessari grein svarar hann þeim fyrir- spurnum. eftir ÞÓRHALL VILMUNDARSON Ekki eru til, svo að mér sé kunnugt, gamlar heimildir um örnefnið í Kópavogi. Það kemur fyrir í örnefnaskrám frá þessari öld, bæði í eintölu, Víghóll, og í fleirtölu, Víghólar, sbr. götunafnið Víghólastígur og félagsheitið Víghólasamtökin. Margir Víghólar Þegar hugað er nánar að örnefninu Víghóll eða Víghólar, vekur það athygli, að nafnið er víðar til en í Kópavogi. Þann- ig er mér kunnugt um fjóra aðra Víghóla á Suðvesturlandi: einn í Selvogi, tvo í Garðabæ og einn í Mosfellssveit. Víghóll er og í Kjarrárdal (Kjarradal) í Borgar- firði, á Fellsströnd í Dölum, í Steingríms- fírði, í Hörgárdal (þar eru þeir reyndar tveir), á Jökuldal og undir Eyjaflöllum. Víghólar eru í Öxnadal og á Síðu. Engra þessara nafna er getið í fornum heimild- um. MUNNMÆLIUM VÍGHÓLANA: Heiðarvíg og FORNMANNADYS Ekki er mér kunnugt um munnmæla- eða skýringarsagnir um átta Víghólanna, en ung munnmæli eða skýringarsagnir eru hins vegar til um hina sex: Kristian Kálund segir það nú (þ. e. 1877) sögn heimamanna, að .Heiðarvígin’ (sbr. Heiðarvíga sögu) hafi verið tvenn, önnur þeirra í Kjarradal, sunnan ár, hjá Víghóli, og þar í grennd sé dys hinna föllnu. Kálund bendir á, að þessi frásögn sé í ósamræmi við frásögn Heiðarvíga sögu og að Heiðarvígin á Tvídægru eigi að hafa átt sér stað eftir kristnitöku.1 Um Víghól í landi Lönguhlíðar í Hörgár- dal segir í örnefnaskrá, að munnmæli segi, að þar sé dysjaður fornmaður. DEILT UM LANDAMERKI EÐA FRILLA SÓTT HEIM Tvenns konar munnmæli eru í örnefna- skrá um Víghól í landi Ásgerðarstaða í Hörgárdal: í fyrsta lagi, „að þar hafí bændurnir frá Flögu og Ásgerðarstöðum barizt út af landamerkjum“. í öðru lagi, „að Þórólfur Skólmsson hafi barizt þar við Flögubóndann, þá er hann var að finna frillu sína, Ásgerði, og fellt hann þar. Þessi síðari sögn er eftir Hörgdæla sögu, og er sagt, að pappírshandrit hennar hafi verið til fyrir hér um bil 60 árum. Þykir þvi sögn þessi sennilegri," segir í skránni. Sögnin um landamerkjadeiluna er trú- lega af því sprottin, að Víghóll er „skammt sunnan við Flögumerki", eins og segir í skránni. Þórálfur eða Þórólfur Skólmsson hinn sterki er kunnur kraftamaður úr fornsögum. Hann er í Landnámu og Orms þætti Stórólfssonar sagður hafa búið á Myrká í Hörgárdal. Var hörgdæla saga til? Hér er vísað til sagna um bardaga í Hörgárdal eftir Hörgdæla sögu, og verður því að víkja nokkrum orðum að þeirri sögu: I sóknarlýsingu Möðruvallasóknar 1841 er sagt frá reitnum Brennlu milli Brekku- gerðis og Hvamms, þar sem hræ eigi að hafa verið brennd eftir orrustu á stað, sem heiti Svardæla.2 Kristian Kálund hefur það eftir Gísla Brynjúlfssyni (1827-1888), að jarðareigandinn hafi nefnt staðinn Svarf- dælagröf. Hann (þ. e. Gísli?) telji, að nafn- ið bendi til bardaga milli Svarfdæla og Hörgdæla, sem muni hafa átt sér stað á þeim tíma, er Víga-Glúmur bjó í Hörgár- dal.3 Samkvæmt Víga-Glúms sögu bjó Glúmur einn vetur á Möðruvöllum í Hörg- árdal. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (1838-1914) segir einnig frá munnmæl- um um bardaga sömu aðilja í Svarfdæla- gróf fyrir utan Möðruvelli og hafi Hörg- dælum veitt betur; þar nálægt heiti Beina- lág. Einnig sé sagt, að Hörgdælir hafi barizt við Skagfirðinga á Hörgárdalsheiði og haft sigur. Sagnir þessar eigi að vera hafðar eftir Hörgdæla sögu, sem talin sé hafa verið til fram á 19. öld, en nú glöt- uð. Brynjúlfur segir það haft eftir Olafi Thorarensen í Skjaldarvík, að afi hans, Stefán amtmaður Þórarinsson á Möðru- völlum (1754-1823), hafi átt hana.4 Hörgdæla saga hefur ekki komið í leit- irnar. Engar líkur geta talizt á því, að forn Hörgdæla saga hafi verið til fram á 19. öld og glatazt þá. Á síðustu öldum gerðu menn hins vegar nokkuð að því að setja saman fornaldarsögur og íslendinga- sögur í fornum stíl, svo sem Ármanns sögu í lok 17. aldar, Ármanns sögu yngri á síðari hluta 18. aldar og Hellismanna sögu um 1830. Skilja má, að Hörgdælir hafi gjarnan viljað eiga sér fornsögu (ís- lendingasögu) eins og nágrannar þeirra á báðar hliðar, helzt bardagasögu, þar sem Hörgdælir höfðu betur. Það er því ekki óhugsanlegt, að einhver hafi skemmt sér við að setja saman Hörgdæla sögu í svip- uðum dúr á síðari hluta 18. eða fyrri hluta 19. aldar og slíka sögu hafi Stefán amt- maður átt. Um það verður þó ekkert full- yrt, og þar sem menn voru ólatir að skrifa upp sögur á þessum tímum, verður að telja líklegra, að Hörgdæla saga hafi aldr- ei verið til.5 Þess má geta, að Svardæla, síðar Svarf- dælagróf, er í örnefnaskrá Hvamms og : Hofs kölluð Gróf og sagt, að syðst í henni j sé mýrarsund, þar sem munnmæli segi, að barizt hafi verið að fornu. Síðari liður elztu varðveittu nafnmyndarinnar, dæla ! kvk., merkir m. a. ’dæl, laut, tjörn í laut’ (Orðabók Menningarsjóðs), og verður að ! telja sennilegt, að sú sé merkingin í ör- ■ nefninu, enda merkir gróf kvk. m. a. ’hola, laut, lág; vatnsgróf, mógröf (sama orða- bók). Fyrri liðurinn hefur trúlega í upp- hafi verið Svarð-, þ. e. svörður ’mór’, en það orð er haft um mó í Eyjafirði. Svarð- dæla ætti þá að merkja ’dæld, þar sem svörður (mór) er tekinn’. Að sögn Gunn- j laugs Pálmasonar bónda á Hofí (f. 1923) j er í Grófmni eitthvert bezta svarðarland 1 í hreppnum, og var þar tekinn svörður frá j bæjunum í kring fram á styijaldarárin síðari. Grófin er um 1100 m löng og 40-100 m breið, svo að þarna er um stórt svarðarland að ræða. Til hliðsjónar eru breytingar nafna eins og Svarðbæli > Svarbæli, Svarðhóll > SvarfhóII. Senni- legt verður að telja, að örnefnið Brennla sé fremur dregið af öðrum bruna en lík- brennslu eftir bardaga, svo sem sólar- sviðningi, og þykir Gunnlaugi Pálmasyni það ekki ólíklegt eftir staðháttum. Beina- lág er í miðjum Selás norðanverðum, trú- lega um 100 m löng, og liggur að sögn hans beint út og niður í átt að Hvammi, og er lágin bein, ekki bugðótt. Vaskur felldur OG HEYGÐUR Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari (1855-1935) segir frá sögnum um Hörg- dæla sögu (sjá hér að framan) og munn- mælum um fornmenn í Hörgárdal og Öxnadal, m. a. um Vask, sem rataði í víga- ferli og hafðist við í Vasksárgili (áin heit- ir reyndar Vaská), en var að lokum felld- ur, „og er sagt að hann sé heygður í hól- um þar utar frá,“ segir Sigfús. Hér mun átt við Víghóla í Öxnadal, sem eru skammt utan við Vaská.6 Um þá segir í örnefna- skrá Varmavatnshóla, að munnmæli hermi, að þar hafi verið barizt á dögum Víga-Glúms og heygðir fallnir kappar eða að Víga-Glúmur hafi barizt þar við ein- hveija óvini sína. Ekki er getið um neina viðureign í Öxnadal í Víga-Glúms sögu, en Víga-Glúmur er í sögunni sagður hafa búið síðast á Þverbrekku í Öxnadal. Barizt í Hnefilsdal og HRAKSPÁR HEFNT í SELVOGI Um Víghól í Hnefílsdal á Jökuldal seg- ir aðeins í örnefnaskrá, að þar hafi verið háður bardagi að fornu. Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari kallar hólinn hins vegar Vígishól og segir menn halda, að fyrr meir hafi einhver eða einhveijir varizt á hólnum og þeir, er féllu, hafi verið heygð- ir úti við Húsá, þar sem fornmannadys hafi fundizt.7 Stefán Björnsson fyrrv. for- stjóri frá Hnefilsdal (f. 1908) segir mér, að gamalt fólk hafi ævinlega nefnt hólinn Víghól, svo hafi m. a. afi hans, Jón Magn- ússon (1846-1922), gert. Það er því lík- legt, að nafnmyndin Vígishóll sé runnin frá Sigfúsi sjálfum, e. t. v. fyrir áhrif frá LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. MARZ 1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.