Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 6
Forlög Örleikrit eftir KJARTAN ÁRNASON \ sviðinu situr maður við skrifborð og tal- arísíma. Hann eríhiminbláum jakka- fótum. M: Settu 14 millur í það. Minntu mig svo á að selja á morgun eða hinn, þá fæ ég lágmark 20,25 millur fyrir það. (Hann hlustar um stund.) Nei í mesta lagi tvær og hálfa í það, ekki krónu meir. (Hann hlustar.) Hvað segirðu, partí af Barbie- dúkkum? Og helmingurinn sköllóttur? Ha? Fylgir hár? Mismunandi hárkollur? Nú? Já ég skil! Það er sem sé hægt að skifta um hár! Jájá. Heyrðu hvað er sett á þetta? Er ekki alltaf markaður fyrir Barbie? Já taktu þær en borgaðu kass og píndu gæann niður um 15%. (Hann leggur á. Talar í kalltæki:) Sendu skáldið inn. Inn gengur maður í snjáðum jakka og ber plastpoka í hönd. M: Sæll vinur, fáðu þér sæti. (Hann hefur snúið sér að tölvu á skrifborðinu og hamr- ar í gríð og erg á lyklaborðið góða stund. Hrópar uppyfír sig:) Andskotinn, munaði engu að ég tæki hann! Well you win a few, you loose a few. (Við skáldið:) Jæa kallinn, hvað get ég gert fyrir þig? S: Ég er hérna með handrit að nýrri Ijóða- bók (seilist oní pokann). M: Jánei elsku vinur! Við tökum ekki við neinu svona lengur. S: (hissa) Hef ég farið húsavillt, er þetta ekki bókaútgáfa? M: Jú það á víst að heita svo — en ljóð! Biddu fyrir þér vinur! Við erum ekki hjálparsveit. Svo erum við þaraðauki að fikra okkkur inná nýjar brautir, fara þangað sem enginn bókaútgefandi hefur þorað áður. Hinn frjálsi markaður er stór. Og Ijóð elsku kallinn minn, ljóð eru ein- faldlega ekki inn í dag. Þetta er úrelt form. Hver kaupir ljóð? Hver les ljóð? Bjóddu mér heldur matreiðslubók, hundabók, „Puðað í garðinum", „Manninn bakvið nafnið“ — en ljóð! Maður fjárfest- ir ekki í ljóðum (með áherslu:) — maður fjárfestir yfir höfuð ekki í skáldskap. S: Viltu ekki líta á handritið, sjá hvort ... M: Vinur minn: við erum enginn menning- arsjóður, slíkir sjóðir eru fjárhagslegur baggi á þjóðfélaginu, það sér hver mark- aðsþenkjandi maður, svona sjóðir eru grátlegar ölmusustofnanir sem æpa á að vera lagðar niður. Nefndu mér einn starf- andi menningarsjóð í þessu iandi! Skáldið þegir. Stendur á fætur og gengur í átt til dyranna. M: (heldur áfram) Heyrðu talandi um menningu. Okkur vantar soldið menning- arlegan front á fyrirtækið, svona uppá gúddvillið útávið, þú skilur. Værirðu ekki til í að hnoða saman nokkrum hnyttnum vísum fyrir auglýsingaherferðina okkar? Það verður ekkert til sparað, þú færð góðan pening, easy money — hvað se- girðu? Skáldið stansar við dyrnar og snýr sér við, horfir þegjandi á manninn íhiminbláu jakka- fötunum. Tjaldið. Höfundur er húsfaðir og fæst við ritstörf. Robert Delauney: París/Marsvellir, 1911. JÓN ÓSKAR Á göngu um París Á Píslarvottahæðinni í París var ég áðan Þar gengu þeir um einu sinni Picasso og fleiri Já þar var þessi ítalsk-pólski Apollinaris og Giacometti og jafnvel Tristan Tzara og Max Jacob og Utrillo og konan snillilega hún Valadon og Modigliani og fieiri þessir frægu sem fengu heimi snilldina en dóu síðan snauðir Og kynslóðirnar koma og kynslóðirnar fara Nú standa þama gutlarar og mála túristana. (París ág. ’88) LJóð um París París að morgni Þú sem varst í hjarta mínu höfuðborg, nú sé ég brúna á Signu þar sem ég var dag einn eða var það nótt ég orti eða var það ljúfleg stúlka hljóðlát meðan dagsbrún hefur upp sinn lampa og gyllir fljótið húsin vakna og vörubílar þokast sem í leit að orðum ljóðskáld stiki um og hiki uns það hleypur til og grípur penna nemur staðar dregur pappír upp úr vasa sínum skrífar fljótt fljótt fljótt fínnur hönd á öxl sér Monsjör Mætti ég biðja um nokkra franka einsog fyrír einni flösku Það var hrollkalt undir brúnni í nótt. Einkennilegt Á kaffístétt rétt við Signu að kvöldi sunnudags þegar himinninn er fagur eftir margra daga regn dettur mér í hug óumræðilegt ljóð um þetta einstaka sem er París og um leið og ég ætla að festa það á blað er það gleymt allt sem var svo fagurt allt er það faríð og ég get ekki sagt frá þessu einstaka sem er París. Gamalt klaustur í borginni I þessu gamla klaustrí eru myndir liðins tíma. Þess veggir eru gráir en munkar hafa faríð um harðan steininn höndum. Ég sé þá matast hljóða við langborð klædda kuflum. En einn er sá sem lítur til dyra, snæðir ekki, sér unaðsfagra konu sem inn í salinn gengur undurmjúk í spori. Hvað sérðu? bróðir Lúkas. Hann horfír heitum augum og skelfur. Bróðir Lúkas, hvað sérðu? Og hann fellur á steinlagt gólfíið, munkar í kuflum rísa á fætur og einhver segir: Bróðir, hvað sástu? Ekkert svar. Hann hefur, sagði annar, verið undarlegur stundum (okt.-nóv. — ’92)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.