Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 11
suðurhrauni Búrfells sé „gamalt og tiltölu- lega flatt hraun. Þar eru farnir allglöggir slóðar í átt að Víghól.“48 Að sögn Þorkels Jóhannessonar liggur þessi leið síðan meðfram Víghól og þar á Selvogsgötu. Götuslóðana hefur hann ekki getað rakið austan Búrfells í átt að Löngubrekkum (á Heiðmörk), en tekur fram, að kjarr kunni að hafa hulið gamlar slóðir í Búr- fellsdal. Gömul reiðleið er frá Elliðavatni suður allar Tungur undir Löngubrekkum í Búrfellsgjá.49 Þess má geta til, að götu- slóðarnir „í átt að Víghól“ séu hluti ver- mannaleiðar frá Mosfellssveit, Kjós, Vest- ur- og Norðurlandi um Elliðavatn og Tungur á Selvogsgötu eða Grindaskarða- veg hjá Víghól. í Selvogi var mikil verstöð fyrrum. Árið 1703 voru íbúar þar nærri 200 að tölu; þaðan voru gerð út árið 1785 rösklega 30 skip, og á þeim voru 380 menn, þar af 340 aðkomumenn.50 Má nærri geta, að margir hafa átt leið í Sel- vog á fyrri tíð, flestir sjálfsagt af Suður- landi, en sumir að vestan og norðan. Ef rétt er til getið, má Víghóllinn hafa verið vegvísir á hinni gömlu vermannaleið og er þá jafnframt minnismerki um hana. VÍGHÓLL í ARNARNESLANDI í GARÐABÆ í örnefnaskrá Arnarness, sem Gísli Sig- urðsson lögregluþjónn í Hafnarfírði (1903-85) skráði, segir, að Vífilsstaða- gata hafi legið frá alfaraleiðinni á Arnar- nesholti „inn með holtinu, sem nefndist Móholt. Hér einhvers staðar á að vera hóll, er nefnist Víghóll.“ Ekki hefur mér tekizt að hafa uppi á þessum Víghól. Sig- ríður Gísladóttir á Hofstöðum (f. 1921) þekkir hann ekki. Hún telur Móholt vera sama og Nónholt, en mór var tekinn í mýrinni norðan við Arnarneslækinn á stríðsárunum fyrri. Vífilsstaðagatan gamla lá frá Vífilsstöðum sunnan í Nón- holtinu á Arnarneshæð. VÍGHÓLL í MOSFELLSSVEIT Um Víghól í Mosfellssveit segir séra Magnús Grímsson á Mosfelli (1825-60): „Á skarðinu, sem skilr Helgafell og Reykjafjall, stendr hamar einn, svo sem þriggja mannhæða hár, upp úr sléttri melbúngu. Hann heitir Víghóll, en eigi veit eg af hverju það nafn er dregið. Hjá hól þessum liggr vegrinn ofan í Skamma- dalinn og suðr í Reykjahverfi, þar sem Reykjalaug er.“51 VÍGHÓLL Á DIGRANESHÁLSI Og þá er að lokum komið að fjórtánda og síðasta Víghólnum (eða Víghólunum) á Digraneshálsi í Kópavogi, sem var til- efni þessarar greinar. Digranesháls eða hluti hans virðist áður hafa heitið Langi- jörvi samkvæmt frásögn Árna Magnús- sonar prófessors í Kaupmannahöfn. Hann segir, að jörvi (jörfi) merki „slétt melholt, ex. gr. (þ. e. til dæmis) langa slétta holtið fyri ofan Kópavog. Almennt málfæri syðra í Mosfellssveit: Þar yfir á jörfanum, yfir á langa jörfann. Langi jörfi heitir melur- inn fyri ofan Kópavog.“62 Adolf J. E. Petersen vegaverkstjóri (1906-85) segir í örnefnaskrá Kópavogs- kaupstaðar: „Víghólar eru í tvennu lagi, annar hóllinn er sunnan við Digranesveg- inn, en hinn er norðan við þann veg og ber nokkuð hátt, enda er þaðan eitt mesta útsýni af Digraneshálsinum, og þar er útsýnisskífa." Fyrrnefndi hóllinn er neðan við húsið nr. 94 við Digranesveginn, og segir Bergsveinn Jóhannsson (f. 1915), sem þar hefur átt heima frá 1960, að Ingjaldur ísaksson í Smárahvammi (1909—91) hafi kallað hólinn Neðri-Víghól og sagt, að það væri hinn rétti Víghóll. Hann er um 140-50 m suður og niður af efri Víghólnum. Haustið 1992 heimsótti ég á Hrafnistu í Reykjavík Guðbjörgu Jónsdóttur frá Digranesi (f. 1899 og átti þar heima til 1923) og spurði hana um gamlar leiðir vestur frá Digranesi. Guðbjörg lézt á síð- astliðnu sumri (1993). - Hvaða leið fóruð þið frá Digranesi til Kópavogs (þ. e. gamla bæjarins í Kópa- vogi), þegar þú varst að alast upp? „Við fórum brekkurnar sunnan í Digra- neshálsinum.“ - Fóruð þið ofan eða neðan við neðri Víghólinn? „Neðan við hann.“ - Hvernig lá leiðin frá Digranesi til Reykjavíkur? „Þá var farið á ská yfir Digraneshálsinn og niður brekkurnar að norðanverðu tals- vert norðan við efri Víghólana og síðan beint á Fossvogsbrúna. Á þeirri leið voru fen, og það var ekki fyrir aðra en kunn- uga að fara hana.“ - Var þá einnig farið eftir hálsinum frá Digranesi út á alfaraveginn milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar? „Já, þá leið fóru ferðamenn stundum, og var þá farið eftir holtinu rétt fyrir norðan Víghólana, yfir Stútulaut, lægðina vestan við Víghólana, og eftir háhálsinum út á Hafnarfjarðarveg." - Átti Digranesfólk ekki einnig erindi þessa leið? „Jú. Fé föður míns sótti í fjöruna fram af Kársnesinu, og þar var faðir minn einu sinni hætt kominn í flæðiskeri, en Vigfús Guðmundsson vert sá til hans frá Skerja- firði og kom honum til bjargar. Mér eru minnisstæðir Borgarhólarnir þarna utar á hálsinum, þar sem Kópavogskirkja stendur nú, því að við krakkarnir höfðum svo gam- an af bergmálinu í klettunum. Faðir minn ruddi bílveg eftir hálsinum frá Hafnarfjarð- arvegi heim í Digranes árið 1914, og fór Buicksbíll frá Hafnarfirði fyrstur veginn.“ Ég sneri mér til Bergþóru Rannveigar ísaksdóttur (f. 1905) i Tungu hjá Fífu- hvammi (sem áður hét Hvammkot og þar áður Hvammur) og spurði hana, hvernig kirkjuvegurinn hefði legið fyrrum — fyrir bílaöld — frá Hvammkoti til Reykjavíkur, en þangað átti Hvammkot kirkjusókn. „Farið var frá Fífuhvammi eða Hvamm- koti yfir Kópavogslækinn og upp Stútu- slakka yfir Digraneshálsinn vestan við Víghóla og svo beint af augum á brúna yfir Fossvogslækinn og síðan austan við Leynimýri yfir Öskjuhlíðina sem leið ligg- ur til kirkju í Reykjavík," sagði Bergþóra. - í Stútuslakkanum hefur verið farið neðan við neðri Víghólinn. Var hann eina kennileitið í brekkunum? „Já, hann var í brekkunni fyrir austan slakkann og var eina kennileitið í brekk- unni sunnan frá séð. Efri Víghólana ber hins vegar við loft frá Fífuhvammi, ég sé útsýnisskífuna héðan.“ -Þetta er þá leiðin, sem bömin þijú frá Hvammkoti fóru hinn örlagaríka vetr- ardag 1874, þegar þau fylgdu frænku sinni, sem gekk til spurninga í Reykjavík? „Já, það var mikil sorgarsaga. Til okk- ar í Fífuhvamm kom eitt sinn gamall sjó- maður, sem sagðist hafa verið á ferð þenn- an dag og lent í því að bera ásamt föðurn- um eldri dótturina örenda frá Danskavaði á Kópavogslæk heim í Hvammkot. Síðan lögðust þeir við hlið stúlkunnar í von um, að hún lifnaði. „Það var köld nótt, og það var löng nótt,“ sagði hann.“ í örnefnaskrá Digraness má sjá, að götuslóði frá Digranesi norðan í Digranes- hálsinum að Fossvogslækjarbrú var nefnd- ur Kirkjuleið, Kirkjugata eða Prestsgata. Framangreind athugun á fjölda, dreif- ingu og legu Víghólanna virðist mér benda til þess, að hér sé yfirleitt um upphaflega Veghóla að ræða, þó að sjálfsagt sé að slá þann varnagla, að meðal þessara mörgu Víghóla kunni að leynast hóll, sem réttilega hafi verið svo nefndur eða feng- ið nafnið að tilefnislausu sem flökkunafn. Af þessum sökum — svo og vegna allra aðstæðna — tel ég því ólíklegt, að Víghóll á Digraneshálsi sé með réttu orðaður við forn mannvíg og illdeilur og hygg eðli- legra að líta á hann sem vegvísi á kirkju- leið. Oþarft ætti því að vera að láta hólinn kveikja hugsanir um illindi og úlfúð. Frem- ur ætti hann að geta verið tilefni hugleið- inga um veginn og lifið — og dauðann. 1) Kr. Kálund: Historisk-topografísk Beskrív- else af Island I (Kbh. 1877), 352. 2) Sýslu- og sóknalýsingar (Ak. 1972), 107-08. 3) Kálund: Hist.-topogr. Beskrivelse II (1879-82), 103-04. 4) Árb. Fornl. 1906, 21. 5) Svipaðar sagnir um íslendingasögur, sem tilteknir menn eiga að hafa átt á síðustu öldum, en ekki hafa komið í leitirnar, eru víðar til, sjá t. d. Þjóðs. Sigf. Sigf. VI (1986), 47. 6) Þjóðs. Sigf. Sigf. VI (Rvk. 1986), 80-82. 7) S. r. VI (1986), 34. 8) Þjóðs. J. Á. IV (Rvk. 1956), 35-36. 9) Namn och Bygd 1932, 29. 10) Diplomatarium Norvegicum III, 279 (stafs. samr.). 11) Víghóla- og Veglió/a-nöfnin, sem hér um ræðir, hafa fundizt í örnefnaskrám Ör- nefnastofnunar og prentuðum heimildum. Lengi er von á einum, og væri höfundi þessarar greinar þökk á, að þeir, sem kynnu að þekkja slík nöfn víðar en hér er greint frá (sjá meðfylgjandi uppdrátt með nöfnunum), hefðu samband við Örnefna- stofnun (sími 91-21329). 12) Lítið er vitað um upptök flámælis. Fyrstur mun Benedikt Sveinbjamarson Gröndal hafa lýst fyrirbærinu (Ritgjörð „Álptnes- íngsins“ (Rvk. 1885), 10), sbr. óprentaða BA-ritgerð Þórunnar Blöndal: Flámæli (1984), 13-14. Stefán Einarsson prófessor taldi það varla geta verið miklu eldra en frá því um miðja 19. öld (Acta philol. Scand. 1928-29, 277). Björn Guðfinnsson hugði það hins vegar miklu eldra (Breyt- ingar á framburði og stafsetningu (Rvk. 1947), 25), en gerði aldrei grein fyrir þeirri skoðun sinni. Birna Arnbjörnsdóttir telur það eldra en frá miðri 19. öld, ef það hef- ur borizt með vesturförum 1876-89 til Vesturheims (ísl. mál 1987, 26). Ég þakka Kristjáni Árnasyni prófessor upplýsingar um sumar þessara ritgerða. 13) Til hægðarauka eru ofangreindar nafn- myndir birtar hér með samræmdri staf- setningu. 14) Stjörnumerktar orðmyndir eru endurgerð- ar orðmyndir, þ. e. koma ekki fyrir í rituð- um heimildum. 15) Sjá Minjar og menntir. Afmælisrit helgað Kristjáni Eldjárn (Rvk. 1976), 533-64. 16) Sturi. s. (Rvk. 1946) II, 152. 17) S. r. I, 71. 18) ísl. fornr. IX, 43-44. 19) Jón Espólín: íslands Árbækur VI (Kh. 1827), 21-22. 20) ísl. fornr. III, 283-84. 21) Ártal framan við skástrik á við framrit heimildar, en aftan við skástrik elzta varð- veitt eftirrit. Ef aðeins eitt ártal er nefnt, er um framrit að ræða. 22) Safn til sögu íslands IV (1907-15), 450. 23) Sjá E. H. Lind: Dopnamn I (Uppsala 1905-15), 1104. 24) Tímarit Máls og menningar 1967, 196. 25) Safn t. s. ísl. II, 561. 26) Sjá Grímni 1983, 61-63. 27) Árb. Ferð. 1951, 37; sjá Grímni 1980, 79-80. 28) Sjá Grímni 1980, 71. 29) Sjá s. r. 1980, 118-19. 30) Sjá s. r. 1983, 106-08. I 31) Sjá s. r. 1980, 7-23. 32) Fræðimenn hafa talið forlið Silfrastaða vera viðurnefnið silfri, en bærinn stendur við Norðurá skammt ofan við mót hennar og Héraðsvatna (Jökulsár). Norðurá er silf- urtær bergvatnsá, sem fellur í skolugt jök- ulfljót, sbr. andstæðunöfn eins og Hvítá — Svartá. Hér á landi er til fossheitið Silfri og gjár- og lindarheitið Silfra, og forliður- inn Silver-, Solv-, Silber- er algengur í árheitum víðs vegar um Evrópu. Því verð- ur að telja líkiegt, að Silfrastaðir geymi eldra nafn Norðurár, sem heitið hafi *SiIfra eða *SiIfrí öndverðu og bærinn þá *SiIfru- eða * Silfrarstaðir (ritað Silfrar- 1448/1704). (Sjá Grímni 1980, 126-28). 33) Nafnið hefur valdið fræðimönnum heila- brotum. Eggert Ó. Brím hugði forliðinn e. t. v. vera mannsnafnið Miðólfr, sem ella er óþekkt (Lbs. 3916 4to, 125). Finnur Jónsson taldi líklega um að ræða manns- nafn, sem endaði á -álfur (Safn t. s. ísl. IV, 449). Hannes Þorsteinsson hugði forlið- inn geta verið viðurnefnið missjáll ’sá, sem gjarnt er til að missjá’, en taldi þó lík- legra, að síðari hlutinn væri -álfs- og fyrri hlutinn afbakaður (Árb. Foml. 1923, 79). Margeir Jónsson taldi um að ræða viður- nefnið misskjálgur „og haft um mismikla skekkju augnanna, þ. e. að maðurinn hafi verið nefndur hinn misskjálgi, af því að hann var ekki eins rangeygður á báðum augum“. (Örn.skrá Miðhálsstaða). Mið- hálsstaðir standa undir Miðhálsstaðahálsi, sem líklegt er, að heitið hafí *Miðháls í öndverðu, enda kemur nafnið vel heim við legu hálsins milli Hörgár- og Öxnadals, miðja vega milli múlanna, þegar horft er fram Hörgárdal. 34) Sjá Grímni 1983, 83-84; ísl. fornr. XIII, cxxv-cxxvi; Súlur 1977, 3-26. 35) ív. r. VI, 115. 36) ív. r. I (Rvk. 1946), 385. 37) Safn t. s. ísl. IV, 450. 38) G. Franzen: Laxdælabygdens ortnamn (Uppsala 1964), 29. 39) Sjá Lind: Personbinamn (Uppsala 1920-21). 40) Safn t, s. ísl. IV, 450. 41) Tímarit Máls og menningar 1967, 197. 42) O. Rygh: Norske Elvenavne (Kria 1904), 299; J. Sandnes og O. Stemshaug: Norsk stadnamnleksikon (Oslo 1980), 345. 43) Rygh: Norske Elvenavne, 299. 44) Norges geografíske oppmáling 1:50 000, M711, bl. 1312 II (1976). 45) Uppdráttur íslands, Geodætisk Institut, 1:100 000, bl. 34 (1945); Army Map Service, Series C762, 1:50 000, bl. 5522 III (1950). 46) Á síðarnefnda kortinu í 45. nmgr. 47) Sjá Grímni 1983, 95-97. 48) Sjá grein Þorkels Jóhannessonar og Óttars Kjartanssonar, Riðið í Selvog, í tímaritinu Hesturinn okkar 1984, 12 (sjá einnig Land- nám Ingólfs II (1985), 9-10), sbr. grein sömu höfunda, Fjórar leiðir í Gjáarrétt, í ritinu Hesturinn okkar 1983, 52. 49) Sjá Uppdrátt íslands, 1:100 000, bl. 27 (1947). 50) Lúðvík Kristjánsson: ísl. sjávarhættir II (Rvk. 1982), 36-37. 51) Safn t. s. ísI. II, 273. 52) Árni Magnússons Levned og Skrífter II (Kbh. 1930), 244 (stafs. samr.). LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. MARZ1994 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.