Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 14
I i I I I Handrit Hómilíubókarinnar er frá því um 1200, einmitt frá þeim tíma sem mest orð fór af Guðmundi góða og árnaði hans. Freistandi væri að eigna Guðmundi bókina, en fyrir slíkri ágiskun er ekki ein einasta vísbending. Teikning eftir Þor- björgu Höskuldsdóttur í Islendingabók: Guðmundur góði ríður með lið sitt frá Hólum. Hómilíubókin hefði verið meðal þeirra rita sem þeir fóstrar höfðu í fórum sínum, en tímans vegna gæti það staðist. En erlendar heimildir bókarinnar sýna nútíma manni að ekki hefur verið hörgull á latneskum fræðirit- um í erkibiskupsdæmi því sem ísland var þá hluti af, Niðarósi, og kannski hafa ein- hver verk kunnustu kirkjufeðranna verið til á íslensku biskupsstólunum þegar á 12. öld. Ályktanir hins tékkneska fræðimanns eru þess vegna ekki alveg út í bláinn. Og hafi íslenskir kennimenn yfirleitt verið jafn vel menntaðir og sá sem setti saman Hómilíu- bókina, þá hefur kunnátta þeirra verið fram- úrskarandi í predikanafræðum hins gamla stfls, áður en rökfræði skólaspekinga fór að setja mark sitt á stólræðulist (ars praedic- andi). I lok 12. aldar fer að örla á því á megin- landi Evrópu að villutrúarmenn, farandprest- ar og flökkupredikarar færu um byggðir og boðuðu orðið. Þetta líkaði löglegum kirkjuyf- irvöldum illa og kirkjuþingið í Veróna árið 1184 sendi út þau fyrirmæli að predikarar þyrftu sérstaks samþykkis erkibiskups eða páfa, ef þeir vildu flytja ræður á mannfundum og mannamótum. Aður en flökkumunkar tóku að boða orðið á torgum voru ræðurnar yfirleitt fluttai- af höfuðklerkum, annaðhvort í klaustrum eða kirkjum; oftast nær vora það biskuparnir sjálfir sem predikuðu, öðrum var ekki trúað fyrir starfinu. Menntunars- korti presta var oft kennt um en einnig mun hafa ráðið að andlegt yfirvald vildi hafa hönd í bagga hvað var sagt og hvernig það var sagt. Og allt fram yfir 1200 er það yfirleitt biskup sjálfur sem predikar í sóknunum og getur þá nærri að ekki hefur nema lítill hluti sóknarmanna fengið að njóta boðskaparins; yfirreið biskups tók oft langan tíma. Hér á landi voru líka sérstakar aðstæður; engin þorp eða bæir og m.a. vegna þess þrifust betlimunkareglurnar ekki. Ekkert ber á predikarabræðrum hér á landi fyrr en í fyrsta lagi á 14. öld, en þeir voru þekktir fyrir ræður sínar og fáheyrðar dæmisögur. Og þó að Guðmundur Arason hafi farið sókn úr sókn og atferli hans minni um margt á hug- myndir 12. aldar manna um postullegt líferni (vita apostolica) þá verður ekki með rökum bent á ákveðin tengsl hans við betlimunka- reglur eða predikun í anda þeirra reglna. Handrit Hómilíubókarinnar er frá því um 1200, einmitt á þeim tíma sem mest orð fer af Guðmundi góða og árnaði hans. Nú væri freistandi að eigna Guðmundi bókina, hún væri predikunarsafn hans og handbók^En fyrir slíkri ágiskun er ekki ein einasta vís- bending; efni hennar bendir fremur til 12. aldar, siðferðispredikanir hennar eru t.d. ekki langt frá þeirri áminningu í bréfi Ey- steins erkibiskups til Islendinga að þeir lifi búfjárlífi í kynferðismálum og þurfi frá því að hverfa. Þetta bréf hefur líklega haft ein- hver áhrif á kennimenn, því að í predikun á burðartíð lausnarans vitna tveir póstar um umvöndun erkibiskupsins: Svo jafnt nú og þá, bræður mínir, sem á hverri tíð varnið ér [þ. e. þér] við enum [ þ.e. hinum] hörmulegum og enum örmum byi'giskonum, svo skuluð ér og bindast [þ. e. halda yður frá] við konur sjálfra yðvar mjög marga daga fyrr an [þ.e. en] ér hald- ið annað tveggja drottins burðartíð eða aðrar hátíðir (lOlr). Og: Og fyr því skulum vér að hinu hyggja að eigi verði svo illa að innan í öndinni, þars [þ.e. þar sem] vér skyldim góðra verka gimsteinum búnir vera, að þar sýnimst vér vafðir í fornum tötrum. Þá er hreinlífið sýnir þá menn bjarta er fyr guðs augum eru góðir, þá mun lostalífið sýna þá menn saurga er óráðvandir eru. Af því skuluð ér og þá eigi aðeins við enu illa byrgis- kvenna samlagi varna, sem eg oft áminni, heldur bæði og við samlagi yðvari'a *heim- illa kvenna *mjög marga daga áður fyrir það er ér haldið jólatíð eða aðrar hátíðir (lOOr-lOlv). Predikun þessi styðst að hluta við ræðu eftir Caesarius frá Arles (d. 542) og þaðan eru klausurnar hér að ofan ættaðar. Byrg- iskona merkir yfirleitt frilla í fornu máli og svo er hér. Boðskapurinn er annars í sam- ræmi við kenningar kirkjunnar um hreinlífi í kynferðismálum og svipaðar ábendingar koma fram annars staðai' í fornum í-itum, en varla væri varað við frillum, nema því aðeins að frillulífi hefði verið algengt hér á landi og i Noregi. Og erlend ræða frá 6. öld kom íslenskum kennimanni að gagni; hann vissi að efni hennar skírskotaði til samtíðar- mannanna, enda segir hann á öðrum stað: „Líkamslosti á þessu landi er hafður í ræðum miðil manna að gamni svo sem ofdrykkja í Norvegi" (99v). Af þessu dæmi má og sjá hvemig klerkarnir hafa reynt að koma sið- aumvöndunum kirkjunnar og boðum erkibis- kups á framfæri. Litiu síðar í sömu predikun er enn haldið áfram að áminna sóknarbörn- in, en nú um ölmusur: Sá er hingað til eyddi í drykkju og í áti fénu, hann taki nú að gefa aumum mönn- um. Þótt of vallt [þ.e. ávallt] sé gott að gefa aumum mönnum, þá skulum vér þá gera meira þó að, er vér höldum hátíðirn- ar. Gefið ei [þ.e. æ] til þess mestan kost að ér kallið ena aumu til yðvars fagnaðar. Eigi er það rétt að á heilagri hátíð skyli [þ.e. skuli] í kristnum lýð, þeim er allir ætla sér til eins góðs að koma að þar skyli sumir of drukknir vera, en sumir svelti. Bæði vér og allur kristinn lýður erum eins drottins þrælar og einu verði úr ánauð leystir, kvomum og með jöfnum rétti í þenna heim, munum glíkum skilnaði við heiminn skiljast (lOlv). Við miklu mildari tón kveður í útskýringum bókarinnar. Allar eru þær í anda túlkunar- fræða þeirra tíða, sérhver hlutur í helgihald- inu hefur í sér aðra merkingu eða hann skir- skotar til hennar. Slíkt ferli þarf að skýra og ef til vill eru það þessar skýringar sem Fyrsti málfræðingurinn kallar þýðingar helg- ar. Ég tek hér dæmi úr kafla bókarinnar um Imbrudaga hald og mál: En öll boðorð þau er í enum fornum lögum voru boðin líkamlega, veita oss mikla hjálp ef vér skiljum þau andlega. Femir imbru- dagar merkja boðorð fjögurra guðspjalla; þrír imbrudagar fjórum sinnum haldnir merkja þrenningartrú þá er oss er sýnd í fjórum guðspjöllum (16v). Ég héf hér aðeins gripið niðúr í örfáa staði til að lýsa upp hugmyndaheim bókarinnar. Öll framsetning höfundarins er líka með þeim Hætti að hann hiýtur að hafa náð til áheyr- enda um leið; hún er einfóld og greinilegt að höfð er í huga sú regla sem helgisagnarit- arinn Sulpicius Severus (5. öld), höfundur lífssögu heilags Marteins, setti sögumönnum: þeh' skyldu bera boðskapinn fram á látlausan hátt, án íburðar, svo að hann næði eyrum fiskimanna; þeir héldu síðan áfram veiðinni. En áhrif bókarinnar hafa einnig orðið með öðrum hætti; sérhvert snilliyrði eða spak- mæli sem hraut af orðum predikara lifði áfram á vörum fólks. í pistlinum um Jóhann- es skírara er nokkur lýsing á hirð Heródesar og segir þar svo frá mærinnni Salome, þegar hún kýs sér starfalaun fyrir dansinn: Þá mælir Herodes við meyna: „Kjóst þú það er þú vill að leikslaunum, og mun eg veita þér þótt vilir hálft ríki mitt.“ Mærin rennur þá til móður sinnar og leitar ráðs undir hana, hvers biðja skyldi. En þaðan kom eð [þ.e. hið] mesta óráð. „Þess skaltu biðja,“ kvað hún, „að þér sé fært höfuð Jóans baptiste á diski.“ Mærin kýs þetta sem móðir hennar hafði fyrir hana lagt. Kom það þar fram sem mjög oft þykir verða að köld eru kvenna ráð (6v). Það kann vel að vera að höfundur Njáls sögu eða annarra Islendinga sagna hafi heyrt slíka orðskviði fyrst af vörum kennimanns, en þeir verða brátt almennings eign og óvíst að þá megi alltaf rekja til ákveðinna predik- ana. Allt um það sýna þeir að ræðurnar hafa á hrifið. Miklu erflðara er að meta önnur áhrif þeirra á veraldleg verk. Augljóst er þó að sumt það efni-sem predikarinn drepur á hefur verið dægurmái þeirra tíma, hugmynd- ir sem náð hafa eyrum leikra sem lærðra. I einni fegurstu ræðu bókarinnar, Uppnumn- ingu Maríu meyjar, er málsgrein sem ekki lætur mikið yfir sér við fyrstu sýn: En þar er vér erum jarðlegir að atferð vorri, þá megum vér hug órum eigi nær of koma himneskum hlutum, nema vér takim dæmi af jarðlegum hlutum, að vér megim eð andlega skflja (3v). Ég get ekki varist þeirri hugsun að um- ræða um skilning hins andlega hafi kveikt í öðrum rithöfundum á þessum tíma, vakið þá til umhugsunar um upphaf alls. Ég vil benda á fræg orð úr formála Snorra Eddu, máls- greinar sem valdið hafa mönnum miklum heilabrotum og fræðimenn hafa í-akið til heimspekinga suður í Frans; þau hljóða svo: En alla hluti skildu þeir jarðlegri skiln- ingu, því að þeim var eigi gefin andieg spektin; svo skildu þeir að allir hlutir væri smíðaðir af nokkuru efni. Nú er það fjarri mér að efast um ágæti þess að leita uppi skoðanir erlendra heim- spekinga sem hugsanlega gætu haft áhrif á Snorra Sturluson eða önnur andans stór- menni í upphafi 13. aldar. En maður líttu þér nær! Kristinn maður á þeirri tíð sótti messu og hlustaði á stólræður og þar hafa áreiðanlega kviknað fyrstu hugmyndir að öðrum verkum hvort sem þau voru veraldleg eða andleg. Skoðun Snorra á sköpun heims- ins kann einmitt að vera bundin við umræðu um efnið í því andlega umhverfi sem hann lifði; vangaveltur hans í fonnála Snorra Eddu gætu einmitt verið svör hans við ráðgátum kristins manns í upphafi 13. aldar. Og ein- mitt í þessu efni er að mínu viti mesta gildi Hómilíubókarinnar fólgið. Hún sýnir okkur miðlun hugsana sem leitt hafa til frjórrar viðræðu manna á meðal, umræðu sem því miður birtist okkur of sjaldan í verkum frá þessum tímum. (Tilvitnanir til Islensku hómilíubókarinnar eru teknar úr útgáfu Áraastofnunar, The Icelandic Homily Book, 1993. Stafsetningin hefur verið samræmd að nútíma rithætti, fornum orðmyndum haldið, en sagnbeygingu örlítið vikið við. Þeim sem vilja fræðast nán- ar um Islensku hómilíubókina skal bent á íslenska bókmenntasögu I, 1992 og þau rit sem þar er vísað til.) Höfundur er starfsmaður Árnastofnunar. GEIR G. GUNNLAUGSSON Til Ómars Þó að hér sé hvasst og kalt og hvergi skjól né fríður, flýgur þú um ísland allt og aldrei dettur niður. Hug þinn engin bindi bönd bregst þú vel við kalli. Það er eihs Og heilög hönd hlífí þér við falli. Eg vil kveðja og þakka þér þíhaf iogru myndir, og fyrirgefa ef eitthvað er allai' þínar syndir. Höfundurinn er 92 ára, bóndi ( Lundi og vist- maður í Sunnuhlíð. S „A tímum hugmynda- skortsins“ Hugleiðing vegna rabbgreinar Tilefni þess að undin'itaður dregur pennann úr slíðrinu, er undraverð hugleiðing Gísla Sigurðssonar þann 19. febrúar undir sömu fyrirsögn og hér er notuð, og birtist í Lesbókinni. I byrjun grein- arinnar rekur ritarinn allt frá aldamótum hversu miklir andans menn í listum voru uppi allt fram að því sem kallað er popplist eða til 1960. En einmitt þá hafi hörmungarn- ar gengið yfir og sé svo enn í dag. Lista- menn samtíðarinnar svo gjörsamlega hug- myndalausir og þá sérstaklega í myndlistinni að ekki tekur nokkru tali. Eða eins og Gísli segir orðrétt: „Myndlistin í heiminum bíður í ofvæni eftir einhverjum freisandi krafti, en nýr Picasso er ekki á sjónarsviðinu.“ Nú er ég ekki alveg með það á hreinu hvort við lifum í sama heimi ég og Gísli. En ansi hljóm- ar þetta kunnuglega frá síðum um myndlist eins og hún hefur verið i Morgunblaðinu í alltof langan tima. Eitt get ég sagt lesendum Morgunblaðsins og Gísla að hvorki vantar myndlistina í dag hugmyndaflugið eða ein- hvern frelsandi kraft eða hvað þá annan Pic- asso, blessuð sé minning hans. Ég held aftur að Morgunblaðið þurfi að gera þó ekki væri nema smá naflaskoðun á sjálfu sér hvað varðar umfjöllun á myndlist. Éf einhverjir halda því fram að íslenskir myndlistarmenn hafi verið hugmyndaríkari fyrir 1960 en almennt gengur og gerist í dag hef ég eitthvað misskilið listasöguna. Voru það íslenskir myndlistarmenn sem höfðu abstraktið eða súwealismann, eða kúbismann o.s.frv., o.s.frv. Nei, eins og Gísli bendir rétti- lega á í grein sinni voru það allt aðrir. Hvað voru þá hinir hugmyndaríku að gera? Voru þeir bai'a að gera eins og Munch, Picasso, Bracque eða Kadinsky? Að undanförnu hefur mér gefist kostur að sjá og heyra nokkuð af því sem er að gerast hér í kringum mig, og er það þó nokkuð. Af eðlilegum ástæðum sér maður ekki allt, en eitt er víst hér bíður enginn eftir einhverj- um frelsara. Af nógu er að sjá af góðri list og auðvitað er líka fullt af vondri list. Að lokum langar mig að vitna aftur í gi'ein Gísla og læt það verða lokaorðin en bið lesendur að hugleiða afstöðu og jafnvel þekkingu í þessum orðum til nútímalistar: „Jafnframt er sjálft myndlistarhugtakið komið út um víðan völl og þá er öll viðmiðun við hefðbund- in gildi út í hött. Konseptlist, sem svo er nefnd, hefur á síðustu árum orðið haldreipi hinna innvígðu í myndlsitan-ekendanna sem stýra söfnum og opinberu sýningarhaldi. Meinið er að venjulegt fólk getur ekki séð að það sé myndlist, enda oftast um að ræða hrærigraut úr tilfallandi dóti með heimspeki- ívafi...“ G.R. LÚÐVÍKSSON, myndlistarmaður í framhaldsnámi í Rotterdam. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.