Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 8
hinum eftirtakanlega Mælishóli skammt frá Víghóli. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir um Víghól í Selvogi, að Erlendur lögmaður Þorvarðsson á Strönd í Selvogi (d. 1576) hafí drepið þar smalamann að launum fyrir þá hrakspá, að jörðin Strönd ætti eftir að verða eyðisandur.8 Eru þeir réttnefndir VÍGHÓLAR? Mörg efnisatriðin í þessum vígaferla- sögnum eru lítt trúverðug, svo sem frá- sögnin af nýjum ,Heiðarvígum’ í Kjarrár- dal, viðureigninni í heimsókn til Ásgerðar frillu á Ásgerðarstöðum, bardaga á dögum Víga-Glúms í Öxnadal, vígisvöminni í Hnefílsdal og tilefni smalamannsvígsins í Selvogi — og verður að telja líklegt, að yfírleitt séu þessar sagnir spunnar upp ti! skýringar á nöfnunum. Jafnframt eru sagnir þessar skemmtileg dæmi um það, hve ríkan þátt örnefni eiga í myndun sagna, og á það reyndar ekki aðeins við um síðari tíma, heldur einnig ritunartíma íslendingasagna. En þótt sagnimar um Víghólana séu ekki sem sennilegastar, stendur eftir spurningin: Em hólar þessir réttnefndir Víghólar, þ. e. kenndir við vígaferli á fyrri tíð? Fjöldi nafnanna veldur óhjákvæmilega efasemdum um, að öll þessi nöfn eigi sér þennan upprana. En á hvaða skýringu aðra er þá unnt að benda? Veghóll og VEGHÓLAR Þegar að er hugað, kemur í ljós, að til era á landinu sviplík -hó/s-nöfn: Veghóll og Veghólar. Þannig má fljótlega tína upp úr örnefnaskrám Veghóla á Mýrum við Hrútafjörð, og er gamla reiðgatan frá Mýrum í Tjarnarkot sögð hafa legið um hólana, Veghól á Litlu-Giljá í Þingi, Veg- hól á Presthólum í Öxarfirði, Veghóla á Bótarheiði í Hróarstungu, Veghól á Litla- bakka í sömu sveit, þar sem vegur er sagður hafa verið áður fyrr, og Veghóla í Skuggahlíð í Norðfirði inn og niður af Vegahnúk, en hestavegur er sagður liggja vestan við hann. Veghólar hafa augljós- lega verið mönnum eins konar vörður eða vegvísar við vegi, ekki aðeins fjölfarnar leiðir, heldur einnig hinar fáfarnari. Nú- tímamenn verður að minna á, að hér er um fornar reiðgötur eða göngustíga að ræða, sem horfið gátu í fyrstu snjóum, og því var ekki vanþörf á kennileitum, sem vísað gátu veginn. Nú vaknar sú spurning, hvort hér kunni að hafa slegið saman tveimur ömefnum: Veghólum og Víghólum — og þá þannig, að ýmsum Veghólum hafi verið breytt í Víghóla og nöfnin þannig gerð sögulegri. EITT ÖRNEFNIDREGUR TIL SÍN ANNAÐ DÆMI: BÚRFELL - BÚFELL Það er þekkt fyrirbæri í örnefnafræð- um, að eitt örnefni dragi til sín annað. Dæmi þess hygg ég megi finna í hinum fjölmörgu Búrfells-nöfnum hér á landi. Þau hafa helzt verið talin vera líkingar- nöfn og draga nafn af lögun sinni („efter formen“, segir Finnur Jónsson).9 Átt er við, að þau séu kubbsleg og minni á búr, einkum stafbúrin norsku. Þessi skýring getur átt við mörg Búrfell, en þó ekki öll, t. d. ekki það Búrfell, sem næst er höfuðborgarbúum, sunnan Hafnarfjarðar. Nú er til austur í Vopnafirði Búfeli ofan við Hauksstaði. Að sögn Friðbjarnar Hauks Guðmundssonar bónda þar (f. 1946) kallaði eldra fólkið fellið ævinlega Búfell, m. a. afi hans, Friðbjörn Kristjáns- son (f. 1894), og böm Víglundar Helga- sonar (f. 1884), sem bjó á Hauksstöðum á undan Friðbirni Kristjánssyni. Nafnið er ritað Búfell í örnefnaskrá, en á herfor- ingjaráðskorti stendur hins vegar Búrfell, og er það lítið dæmi um ofríki Búrfells- nafnmyndarinnar. Mér þykir líklegt, að Búfell hafi upphaflega verið fleiri á land- inu, sbr. norsku fjallaheitin Bufjell á Þela- mörk og Bufjellet á Vestfold. Fyrri liður Búfells er trúlega no. bú í merkingunni ’búpeningur’, og ætti Búfell þá að merkja ’fell, þar sem búpeningur var hafður á beit eða í seli’, sbr. „fara til sætra (þ. e. selja) með bú sínu“, eins og segir í norsku fornbréfi.10 Friðbjörn Haukur Guðmunds- son segir mér, að fram og niður af enda Búfells sé Selbotn með tóftum og niður undan Selbotni séu beitarhúsatóftir. Hann segir, að mjög góð beit sé í Búfelli. Til hliðsjónar eru hér einnig íslenzk örnefni eins og Búhólar, Búland og Bústaðir. Dreifing Veghóla og VÍGHÓLA Dreifing Veghóla- og V/g/jó/a-nafna ýtir undir þá hugmynd, að Veghóla-nöfn hafi breytzt í Víghóla: Á Suðvesturlandi eru fimm Víghólar með tiltölulega stuttu millibili, og á öllu Suður- og Vesturlandi, austan frá Síðu norður í Steingrímsfjörð, eru 10 Víghólar, en enginn Veghóll. Síðan bregður svo við, að Húnaþing er Víghóla- laust svæði, en þar eru hins vegar fimm Veghólar, hvernig sem menn vilja skýra það. I Eyjafirði eru þrír Víghólar á litlu svæði, en engir Veghólar. Á Norður- og Austurlandi frá Tjörnesi til Norðfjarðar eru hins vegar átta Veghólar, en aðeins einn Víghóll.n Þessi dreifing virðist ekki einleikin, og sýnist eðlilegast að skýra hana með því, að á tilteknum svæðum hafi eitt nafnið eða nafnbreytingin kveikt aðra. Nefna mætti þrennt, sem kynni að hafa stuðlað að nafnbreytingunni: í fyrsta lagi: Þegar þess er gætt, að langflest Víghóls-nöfnin eru ekki varð- veitt í eldri heimildum en frá 20. öld, vaknar eðlilega sú spurning, hvort fram- burðarruglingur eða samruni e og i (hljóð- villa) hafi í einhverjum tilvikum hrundið breytingunni af stað. Þegar menn gerðu ekki greinarmun á VeghóII og VighóII, hafí merkingin týnzt, nýrrar merkingar verið leitað og úr orðið Víghóll. Hljóðvillu eða flámælis fór að gæta um miðja 19. öld eða fyrr,12 sennilega fyrst á Suðvestur- landi. Þessi skýring getur þó trúlega ekki átt við alla Víghólana, bæði vegna aldurs sumra nafnmyndanna og legu sumra hól- anna. Hér má ekki gleyma því, að örnefni taka oft breytingum, án þess að fylgt sé hljóðalögmálum, og eiga slíkar breytingar sér ekki sízt stað, er menn leita nýrrar merkingar í nafninu. Dæmi um þess hátt- ar breytingar eru Blakkastaðir 1234 > Blikastaðir 1395, Brautavatn um 1530- 1600 > Bretavatn 20. öld, Dysjarstað- ir 1709 > Dísarstaðir 1930, Engeyjar 1702 > Ingeyjar 20. öld, Mostungur um 1556 > Mástungur 19. öld, Svínavatn 13. öld > Sveinavatn 1696, Ymjaberg 1445 > Emmuberg 1702, og þannig mætti lengi telja.13 Stundum ná slíkar breytingar nokkurri útbreiðslu, ef um al- geng nöfn er að ræða, svo sem Stöðlar > Stuðlar, Stöðlakot > Stuðlakot. Stöðla- nöfn eru einmitt mjög athyglisverð í þessu samhengi. Sum þeirra hafa varðveitzt óbreytt í landinu, en önnur tekið breyt- ingum: *StqðIa- > *Stuðla- > StuIIa- > Sturla- > Sturlu-,u og þær nýju nafn- myndir skipa sér einatt í ákveðin héruð eða landshluta. Þannig era þrjú dæmi um örnefnið Sturlulág frá Vestfjörðum til Vopnafjarðar, en aftur á móti þijú dæmi um Stöðlalág og aðeins eitt um Sturlulág- ar frá Álftafirði eystra til Síðu.15 Slíkt dreifíngarmynztur er fróðlegt til saman- burðar við dreifíngu Veghóla og Víghóla. í öðra lagi: Ekkert V/gfaj-ömefni er í íslenzkum fornsögum, en þar er þess hins vegar alloft getið, að bardagar hafi verið háðir á hólum eða hæðum. Þannig er sagt frá bardaga á Orrostuhváli á Mýrum í Egils sögu og vörn Búa á Orrostuhóli í Kjós í Kjalnesinga sögu, og alþekktar eru sögurnar um vörn Gísla Súrssonar á Ein- hamri og Harðar á Harðarhæð (yngra nafn). Þessar lýsingar bardaga á hólum og örnefnið Orrustuhóll kunna að hafa hrandið af stað nafnbreytingunni *Veg- hóll > VíghóII. Að því er Orrustuhóls- nafnið varðar, sem allmörg dæmi eru um hér á landi, má vekja athygli á því, að til er hér einnig hólsheitið Orri, í Þórðar- höfða í Höfðahverfi, svo og bæjarnafnið Orrahóll á Fellsströnd. Sá bær er nefndur í Eyrbyggju (Orrahváll) og er e. t. v. sami bær og Orrastaðir í Landnámu, þar sem VíghÓU í Mosfellssveit. hjósmynd/ÞV

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.