Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1994, Blaðsíða 5
fuglar himinsins gátu að skaðlausu fengið sér að drekka. Þessi arfsögn er greinilega hlaðin ti-úarlegri merkingu. Satan er í líld höggormsins og eitrar jörðina með synd- inni, en Einhyi-ningurinn er Kristur með endm-lausn sína. Það elzta sem ritað hefm- verið um Ein- hyi-ninginn er eignað grískum eðlisfræð- ingi, Ctesias, sem uppi var 400 árum f. Kr. Þarmeð er ljóst að arfsögninn hefur borizt austan um Miðjarðarhafið og er orðin hluti af fom-grískum hugmyndaheimi. Ctesias skrifaði avo: „Þeir berjast með því að stanga með horninu, þeir sparka, þeir bíta og slá með feyknar afli, bæði hesta og veiðimenn". Það er eins og Ctesias sé að lýsa dýri sem hann þekkir vel og sé raunverulega til. Það héldu menn raunar löngu síðai-, nefnilega á öld Hallgríms Péturssonar. Þá var sjórekin, snúin tönn náhvelis talin vera af Einhyrn- ingi. EINH YRNIN GSTEPPIN í THE CLOISTERS Tilefni þess að fjallað er um Einhyming- inn hér er sýning í The Coisters, útibúi frá Metropolitan-listasafninu í New York, sem Morgunblaðsmenn sáu á dögunum og hrif- ust af. Þar vom sýnd merkileg listaverk: Sjö risastór veggteppi, sem í rauninni em myndasaga. Sú saga segir af herramanni af aðalsættum, sem fer með veiðimenn og hunda inn í skóg til þess að veiða Einhym- ing. Myndirnar á teppunum segja síðan frá flótta hans og hvemig veiðimennimir drepa hann - nefnilega pínu og dauða Einhym- ingsins - því hér er á táknrænan hátt verið að fjalla um Krist. Sjöunda myndin sýnist vera táknmynd upprisunnar. Einhyrningur- inn er þá lifandi aftur en fjötraður við fal- legt tré inni í hringlaga girðingu og óendan- legt blómahaf í kring. Þar munu vera marg- háttaðar merkingar á ferðinni. Gfrðingin var tákn hreinleika, en fjöturinn er tákn- rænn einnig. Hann er sá hlekkur sem menn taka sjálfviljugir á sig með því að trúlofast konu og bindast henni. Einhyrningurinn var einnig tákmynd ástarinnar, enda era myndirnar að líkindum unnar í tilefni gift- ingar. Sé svo, sem næstum er víst, er gerð veggteppanna einhver stærsta pöntun sem nokkur listamaður hefur fengið af einu til- efni. Enda þótt margir vefarai- hafi ugglaust unnið að útfærslu verksins, þykir víst að teikningin og öll uppröðun hafi verið á hendi eins listamanns. Til að gefa hugmynd um hversu risavaxið verkefni þetta hefur verið má geta þess að hvert teppi er 12 fet eða um 4 metrar á hæð. Ekki liggur nein vissa fyrir um nákvæ- man uppruna, en hann gæti verið flæmskur og líklegast að vefnaðurinn hafi farið fram í eða við Briissel skömmu fyrfr 1500. Upphafsstaffrnir A og E sem ofnfr em í teppin þykja helzt gefa vísbendingu, ekki um listamanninn, heldui- verkkaupandann. í því sambandi er nefnd Anna af Bretaníu, tvívegis drottning í Frakklandi og að tepp- in hafi verið pöntuð í tilefni giftingar henn- ar og Louis XII árið 1499. A sjötta teppinu sjást virðuleg hjón veita viðtöku einhyrningnum, sem þá hefur verið veiddm-, og ein tilgátan er að það séu þessi sæmdarhjón. A hinn bóginn er aðrir upp- hafsstafir, F og R sem aðrir segja að tengi teppin frá upphafi við La Rochefoucoult- ættina í Frakklandi og ýmislegt bendir til þess að það sé rétt. Nefndur er til þeirrar sögu Francois nokkur af Rochefoucoult- ætt, fæddur um 1450, og að þetta sé hann og síðari kona hans, Barbe du Bois. Menn hafa gert því skóna, að svefnher- bergi hjónanna hafi verið tjaldað að innan og að tvö teppanna, þar sem blómskrúð er áberandi, hafi prýtt himnasæng hjónanna. Þarmeð var ekki aðeins Kristur tákngerður í hjónaverelsinu, heldur og ástin þar sem Einhyrningurinn gat verið í þessum hlut- verkum báðum. ÁBREIÐSLUR YFIR KARTÖFLUR Þrátt fyrir svo ömggan samastað í fyrstu, gengm- kraftaverki næst að teppin skyldu ekki með öllu eyðileggjast. Sú saga er æfin- týri líkust. Þegar Francois VI de La Rochefoucoult lézt 1680, er nefnt að í dánarbúinu séu „veggteppi sem sýna veiðar á Einhyrningi í sjö hlutum“. Þau skreyttu þá svefnher- bergi þessa aðalsmanns í húsi hans í París. Síðan líður tíminn og önnur eignaskrá frá 1728 greinir frá því að teppin hangi í La Rochefoucoult-höUinni í Verteuil, um 300 km suður af París. Þar vom þau varðveitt 6: Dauði Einhyrningsins Á þessari mynd hefur þurft að koma tveimur myndskeiðum að. Efst til vinstri er dauðdagi Einhyrningsins sýndur; spjótin standa á honum og hundamir hafa nagað sig fasta. Neðarlega til hægri sjást hjónin, sem verkið er að öllum líkindum unnið fyrir. Þau veita viðtöku Einhyrn- ingnum, sem nú er lífvana og hefur verið reiddur til þeirra á sterklegum hesti. Sjöunda teppið í röðinni, eða hluti úr því, er prentað á forsíðuna. Þar er Einhyrningurinn að því er virðist upprisinn. 5: Hin Hreina jómfrú Fang- AR ElNHYRNINGINN Fimmta teppið er það eina sem eyðilagðist að vemlegu leyti á árunum 150 þegar teppin vom kartöfluábreiðslur. Þó em til brot úr því og á einu þeirra er hin hreina mey, sem ein gat hamið Einhyminginn og er hér að spekja hann. En hún svíkur hann í rauninni og menn nota sér spekt dýrsins og drepa það. Limgerði sem sést í að bald hinnar hreinu jómfrúr, var á miðöldum tákn hreinleikans. unz franska stjórnarbyltingin brast á. Byltingarmenn stormuðu höllina í Verteuil og bændur úr þorpinu sáu eitthvað nýtilegt við teppin og höfðu þau með sér. I mefra en 150 ár vom teppin hjá nokkrum kynslóðum bænda þar í grenndinni og vora einkum og sér í lagi notuð til að breiða yfir kartöflur svo þær firysu ekki. Þegar þetta uppgötvaðist 1850 vora tepp- in farin að láta á sjá og næstum óskiljan- legt að þau skyldu ekki vera fúnuð og ónýt með öllu. Aðeins var fimmta teppið ónýtt nema að hluta til. Að þessu leyti em þessi menningarverðmæti hliðstæða við íslenzku skinnhandritin og meðferðina á þeim. Eftir umfangsmiklar viðgerðir vora tepp- in enn í eigu La Rochefoucoult-ættarinnar, þegar þau vom lánuð á sýningu í New York árið 1922. Þar sá þau auðkífingurinn John D. Rockefeller og hann varð dolfall- inn. Löngum síðar ræddi hann um þá sér- stöku og ógleymanlegu lífsreynslu þegar hann sá teppin fyrst. Svo fór að hann keypti þau. I bústað sínum í New York kom hann þeim fyrir í stóra herbergi eða sal, þar sem síðan varð eftirlætis samastaður hans. Fyrsti kjaminn í bandarískum söfnum var venjulega það sem auðkífingar gáfu eftfr sinn dag. Rockefeller lét það ekki bíða svo lengi. Metropolitan-safnið kom á fót sér- stakri miðaldadeild, The Cloisters, sem Rockefeller leizt vel á og samþykkti að gefa teppin þangað 1935. Þar hafa þau ver- ið varðveitt síðan. The Cloisters var opnað almenningi 1938 og þá með Einhyrningsteppin til sýnis á löngum gangi, sem Rockefeller þótti vond lausn. Hann vildi að þau gætu hrifið áhorf- endur á sama hátt og hann hafði sjálfur hrifizt. í framhaldi af því var ákveðið að teppunum skyldi komið fyrir á fjómm vegg- um salar þar sem ekkert annað er sýnt, en húsgögnin era eins og tíðkaðist í höllum á miðöldum. Þegár þessu var lokið árið, 1949 var gefandinn harðánægður. Hann átti oft leið í safnið ýmissa erinda og sagði þá jafnan að lokum: „Og nú langar mig til að líta á Einhyrningsteppin?“. Einhymingurinn kemur næsta lítið við sögu í íslenzkum menningararfi og langflest- ir nútíma íslendingar koma af fjöllum ef á hann er minnst. Þó er eins og hann hafi lítil- lega vaknað tíl lífsins á allra síðustu ánim. Ef ég man rétt kemur hann fyrir í málverk- um hjá Helga Þorgils Friðjónssyni og Hann- es Pétursson yi-kir til hans í síðustu Ijóðbók sinni. Þessi skrýtna og táknum hlaðna skepna, afurð skáldskapar og hugmynda- flugs, á erfitt uppdráttar í allri rökhyggj- unni og skynseminni á tölvuöld. Gísli Sigurðsson KRISTJÁN J. GUNNARSSON Spíritismi í fyrradag fór ég í Ríkið og fékk mér flösku sem fljótt varð um. Ég syrgði hana í sekk og ösku og sat að lokum uppi með vafann: Fór vínandinn aftur til Bakkusar, guðsins sem gaf hann? Gufaði uppl Eða sökk hann niður í díkið? Eftir er aðeins líkið. Klikkuní sigurverk- inu Veruleikinn og draumurinn tvö vanstillt ■ gangverk flýta sér seinka sér farast alltaf á mis. Heimslyst Af gæðum heimsins fæstir nægju fengu og fiestir gátu varla skilið að úr því Drottinn gerði allt af engu öðrum fyrirmunað var að gera það. HÖRÐUR GUNNARSSON Af ferðum Smágerð depurð yfir hrauni þar sem það hrynur þar sem harðneskjan verður að mildi Á ystu nöf þar sem skip lagði úr höfn við sólarupprás og varð að steini Hvít björg og jökull með sögu í kvöld þvílík hvúd svona döpur en hlý Leiðin þangað dularfull einföld en samt flókin einsog ský Höfundur starfar hjá Rafmagnsveitum rikisins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26.MARZ1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.