Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 10
Nýr Mitsubishi Pajero: Lystivagn og há- tækni torfærubíll Pajero jeppinn er íslendingnm orðinn gamalkunnur og hefur ekki tekið miklum sýnilegum breytingum siðan hann kom fyrst fram. Því hafa margir beðið þess með nokkurri eftirvæntingu að Mitsubis- hi kynnti nýja gerð þessa vinsæla jeppa, og nú er hann kominn fram. Morgunblað- ið var við kynningu bílsins í Þýskalandi og þar var reynsluekið þeim gerðum sem verða hér á markaði, en sá nýi er væntan- legur á Islandsvegi í ágústlok eða sept- ember, samkvæmt upplýsingum frá Heklu hf., sem hefur umboð fyrir Mitsub- ishi Motors hér á landi. Utlit jeppans hefur ekki tekið byltingarkenndum breytingum, verið lagað að kalli tímans með mýkri línum, en allmiklar, jafnvel byltingarkenndar, breytingar eru samt á bílnum, bara ekki allar sýnilegar. Glöggir menn sjá eflaust strax, að Pajero er nokkuð öðruvísi til endanna, frá hlið séð, en eldri gerðin. Mikið rétt, bil mílli hjóla hefur verið aukið, bæði langs og þvers. Spor- vídd er 65 mm meiri og öxulhaf er 70 mm meira á styttri gerðinni og 30 mm lengra á langa bílnum. Af þessu leiðir að minna slút- ir yfír, þar sem heildarlengd er óbrevtt. Þetta er mikill kostur í snjó og ekki síður í brölti. Innandyra blasa engar byltingar við fyrr en betur er að gáð. Klæðningin er hefðbund- in, notaleg, og stjórntæki ágætlega stað- sett. Pláss er fimamikið, nægt fótarými bæði í fram- og aftursætum, höfuðrými ærið sem og á aðra kanta. Sætin eru af- bragð. Útsýni er gott í allar áttir, speglar stórir og ná vel hringinn aftur fyrir bílinn, rafdrifnir og þægilegt að stilla þá. Mælar sjást allir vel og milli þeirra er gott ljósaborð sem sýnir tengingu drifrásarinnar. Hurðirnar eru stórar og opnast vel. Aftur- hurð opnast niður fyrir gólf og er þægilegt að komast að farangursrýminu.' Innan á Hinn nýji Mitsubishi Pajero V6 3000, línur eru orðnar mýkri, loftmótstaðan hefur við það minnk- að um 15%. hurðinni er verkfærakista með nauðsynleg- ustu tólum. Afburða hljóðlátur Lengri gerðinni var ekið á vegum, þeirri styttri í torfæram. Sá langi með þriggja lítra V6 vélinni, hinn með 2,5 lítra Turbo Diesel vél. Þegar V6 vélin er komin í gang heyrist varla í henni og í inngjöf heyrast fjarlægar lágværar dunur, orkuhljóð sem ekki trflar eða veldur óþægindum. Viðbr'ágð úr kyrr- stöðu er þokkalegt fyrir tveggja tonna þung- an bíl, en hann er þó ekki snarpur. Þegár bætt er í á hraða tekur hann sæmilega við sér, sígur jafnt og þétt upp á við, en betra er að skipta niður ef menn vilja auka hrað- ann snarlega. Á hraðbraut er Pajero V6 3000 óhætt að segja eins og fólksbíll, afburða hljóðlát- ur, heyrist nánast ekkert vel upp fyrir hundraðið. Hann lætur óaðfinnanlega að stjórn við þessar aðstæður og er á allan hátt hinn liprasti. Á hlykkjóttum sveitavegum koma fyrstu annmarkar bílsins í ljós. Beygjuhringurinn er það stór, 12,6 metrar, að hann er hálf stirður þegar þarf að snúa við eða athafna sig í miklum þrengslum. Þá verkaði það illa á undirritaðan að stýrið tekur ekki strax við sér þegar því er snúið, eins og bíllinn fylgi ekki fyrr en sekúndubroti síðar, finnst ekki á hraðbraut, en þegar þræða þarf mjó- stigu er það til ama. Þetta er samt nokkuð sem hægt er að venjast og ekki víst að all- ir setji fyrir sig. I bæjarakstri er Pajero ljúfur og lipur, þó með þeim takmörkunum sem beygju- hringurinn setur honum. Menn eiga því að venjast þegar svo há- byggðir bílar sem Pajero eru keyrðir í beygju, þá halli þeir sér, jafnvel skuggalega mikið, út í beygjuna. Þetta er ekki vanda- mál á hinum nýja Pajero. Hann gefur kost á að stilla stífni demparanna á þijá vegu. Finnst ekki mikill munur á upp/niður hreyf- ingunni, en verulegur munur á mýkstu og stífustu stillingu hvað varðar velting, eink- um í beygjum. Stutti bíllinn var prófaður í torfæram. Þær vora tilbúnar af mannahöndum, enda algjörlega óleyfilegt að aka utan vega á almenningum í Þýskalandi. í malargryfjum vora illfærar snarbrattar brekkur, pyttir og holur, lausamalarbingir og fleira „góðgæti" til að reyna bílinn. Það er skemmst frá að segja, að hann stóð sig mun betur en vonir Kraftmikill Applause með sítengxlu aldrifi Daihatsu Applause hefur átt vaxandi vin- sældum að fagna frá því hann kom fyrst á markað fyrir um tveimur árum. Trygg- ir kaupendur Daihal.su hafa smám saman fikrað sig upp í þennan stærsta bíl Dai- hatsu verksmiðjanna sem nú er boðinn með fjögurra strokka, 16 ventla og 91 hestafls vél með sjálfskiptingu eða hand- skiptingu. Með 1991 árgerðinni var farið að bjóða hann með sítengdu aldrifi og það er sú gerðin sem við kynnumst nokk- uð hér á eftir. Applause með framdrifi kostar frá 929 þúsund krónur stað- greiddur á götuna en með aldrifinu kost- ar hann á götuna kr. 1.245 þúsund stað- greiddur. Við fyrstu kynni af Applause fyrir nokkr- um misseram fékk hann þann dóm að hann væri fremur lítið aðlaðandi útlits og sviplít- ill bíll. Það hefur í raun lítið breyst en þó má segja að bíllinn venjist vel og reyndar hefur örlítið verið hresst upp á útlitið með tvílit í stuðara og nýjar gerðir af felgum era á aldrifsgerðinni. Hlaðbakur og stallbakur En það sem Applause var einkum hrósað fyrir var skemmtileg lausn á honum sem hlaðbak með útliti stallbaks, þ.e. afturhurð- in opnast frá stuðarabrún og upp fyrir aftur- rúðu, opnast vel og farangursrýmið er rúmg- ott. Þetta er að sjálfsögðu áfram fyrir hendi í Applause með sítengda aldrifinu. Ápplause 16Z með aldrifí er með 1,6 lítra, fjögurra strokka, 16 ventla og 105 hestafla vél með rafeindainsprautun. Hámarkshrað- inn er gefinn upp 180 km á klukkustund. Appiause er 4,26 m langur, 1,66 m breið- ur, 1,39 m á hæð og hjólhafið er 2,47 metr- ar. Málin era hin sömu og á bílnum með framdrifinu nema hvað sá er 1,37 metrar á hæð eða heldur lægri en aldrifsbíllinn. Bens- íntankurinn tekur 48 lítra. Þá er bíllinn búinn rafstýrðum hurðalæsingum og rúðu- vindum. Aldrifsbíllinn er með 5 gíra hand- skiptingu og er sjálfskipting ekki fáanleg en hann er búinn vökvastýri. Applause er þokkalega búinn að innan, með veltistýri, vel bólstruðum sætum, og ágætu rými í fram- sem aftursætum. Hins vegar er lofthæðin tæplega næg í framsæt- um og nokkurn tíma tók að fínna rétta og þægilega stellingu til aksturs og fá sætin því ekki nógu góða einkunn. Útsýni er hins vegar ágætt og sömuleiðis tökin á stýrinu og staðsetningin á gírstönginni. Skemmtilegt mælaborð Mælaborð er skemmtilegt útlits, búið öll- um venjulegum og nauðsynlegum mælum, og gefur skipting mæiaborðsins í eins konar efri og neðri hæð því skemmtilegan svip. Fjöðrun er af MacPherson gerð, gormar og sjálfstæð á hveiju hjóli og á hún tvímæla- laust stóran þátt í góðum aksturseiginleik- um Applause. Sítengda aldrifið í Applause er búið mismunadrifí með seigjukúplingu sem jafnar átakið milli fram- og afturhjóla. Sætin eru vel bólstruð. Á það að tryggja besta veggrip hveiju sinni, í beyjum, í hálku eða við hinar ýmsu ólíku aðstæður. Applause er lipur og kraftmikill bíll. Hin 105 hestafla vél 'knýr bílinn léttilega úr kyrrstöðu með snöggu viðbragði og hann er snúningalipur í umferðinni á höfuðborg- arsvæðinu. Skiptingin er lipur og sem fyrr Mælaborðið er skemmtilegt útlits. Farangursrýmið er allgott. segir liggur stöngin vel við bílstjóra. Vinnsl- an er góð í lægri gírunum en ekki skyldu menn hika við að skipta ört niður við snögg- an framúrakstur og má jafnvel telja þriðja gírinn æskilegastan á mjög víðu hraða- og snúningssviði. Á malarvegi, þótt krókóttur og holóttur sé, liggur Applause mjög vel og er óhætt að aka honum nokkuð létt við þær aðstæð- ur en vissulega skyldu menn gæta þess að ofbjóða honum ekki. Þarna nýtur sín aldrif- ið í samspili við góða fjöðrunina. Applause er líka hljóðlátur og heyrist hvorki mikið frá vél eða vegi. Einn kostur af mörgum Applause með sítengdu aldrifi kostar staðgreiddur 1.245 þúsund krónur kominn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.