Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 4
Rýnt í Konungsskuggsjá Konungsskuggsjá er höfuðrit Norðmanna úr kaþólskum sið og á sér raunar engan sinn líka hérlendis að fornu. Fræðimenn telja að hún sé rituð um miðja 13. öld, eftir að Snorri fróði er myrtur í Reykholti (1241) og áður Heiti Konungsskuggsjár er vitaskuld sótt til útlendra fyrirmynda, enda tíðkaðist mjög fyrr á öldum að kenna bækur við spegla. Eftir HERMANN PÁLSSON en íslendingar týna fornu frelsi og ganga konungi Noregs á hönd (1262—1264). Hvorutveggi atburður var runninn undan rifjum Hákonar gamla (1204—1263), og af ýmsum rökum þykir mér rétt að lesa Kon- ungsskuggsjá (= Kgs.) í ljósi þess em Há- kon konungur og íslendingar áttust við áður en hún var færð í letur. Hitt skiptir þó öllu meira máli í því að öðlast glöggan skilning á Kgs að rýnandi kynni sér ræki- lega þau rit sem höfundurinn kann að hafa fært sér í nyt. Bækur æxlast af bókum, og jafnan er það mikil forvitnibót að gera sér grein fyrir hvaðan tilteknar skræður séu kynjaðar og bera kennsl á þann ættarsvip sem verður með skyldum ritum. Orðið skuggsjá (einnig skuggsjón) merkti „spegil" sem er raunar tökuorð úr þýsku og á rætur að rekja til latneska orðsins speculum í sömu merkingu. Heiti Kgs er vitaskuld sótt til útlendra fyrirmynda, enda tíðkaðist mjög fyrr á öldum að kenna bæk- ur við spegla. [Um þetta efni og skyld vanda- mál hefur Einar Már Jónsson skrifað einkar fróðlega í Griplu VII, 1990: „Staða Kon- ungsskuggsjár í vestrænum miðaldabók- menntum“]. Hugmyndin sem fólgin er í bókarheitinu virðist í snöggu bragði gefa í skyn að konungar gætu kynnst sjálfum sér með því að lesa ritið. Þessu til samanburðar verður sú staðhæfing fomrar hómílíu að í heilögum ritningum „má maður líta sig sjálf- an svo sem í nokkurri skuggsjá, hvílíkur hann sé“. Þó mun hitt einnig hafa vakað fýrir höfundi að norskir þegnar gætu kynnst konungdómi með því að horfa í þenna speg- il og þá um leið áttað sig á skyldum sínum við konung. En nú er Kgs ekki nema að nokkru leyti „skuggsjá konunga"; í henni býr ýmiss konar fróðleikur af öðru tagi, svo sem lýsingar á írlandi, íslandi og Græn- landi, viðræður um farmennsku, hirð- mennsku, kurteisi og ýmislegt annað. II. BergmálFrá HUGS VINN SMÁLUM Kgs hefst með svofelldum orðum sem gefa glöggt í skyn að menntun, siðigæði og iðkun vaka fyrir höfundi: Þá er eg hugumleidda allar íþróttir fyrir augu hugar og rannsakaði eg með at- hygli alla siðu hverrar íþróttar, þá sá eg mikinn fjölda mæðast í villistígum [...] Sá fjöldi sýndist mér týnast með ýmsum at- burðum: sumir fyrir fáfræðis sakir, því að villistígar voru svo mjög troðnir að þeir sýndust gengilegastir, og hugðu fá- fróðir menn að það væri þjóðgötur, því að þar var mestur fjöldi á. En sumir týnd- ust fyrir sakir leti og ræktarleysi. En sum- um þótt einslegt að ganga aðra vega en þá er flestir gengu. Sumum gekk til háð og spott, ef þeir gengu sér einir að veg- um. En sumum gekk til þrályndi og illska með ýmislegum girndum. Hér fer lítt fyrir frumlegum hugsunum; fólki á villustígum bregður býsna víða fyrir í ritum þeirra sem beijast gegn syndum og hvers konar meinum, enda eru slíkir menn jafnan ákafir að hjálpa reikandi mönnum að rata gagnvegi til góðs lífemis. Hitt vek- ur þó sérstaka athygli að fyrsta málsgreinin er þýðing á formálanum eða einhverri lífseigustu skólabók sem um getur í sögu veraldar, spekiriti því sem kennt er við Cato (Dicta eða Disticha Catonis), og mun hafa verið hartnær þúsund ára gamalt þeg- ar höfundur Kgs settist á skólabekk. Að öllum líkum mun hann hafa snúið þessu sjálfur úr latínu, en annars staðar í verki sínu virðist hann styðjast við Hugsvinnsmál (Hgs) sem eru raunar lausleg þýðing á lat- neska frumtextanum og ort undir ljóða- hætti, rétt eins og Hávamál. Um aldur Hgs leikur nokkur vafi, en þess hefur verið get- ið til að þau séu frá tólftu öld og styðjist við þýðingu í óbundnu máli sem gerð var þegar á elleftu öld í því skyni að hjálpa skólapiltum við latínunám, og raunar er hugsanlegt að höfundur Kgs hafi ekki notað Hgs sjálf heldur einungis íslensku (norr- ænu?) frumgerðina í lausu máli. Kgs og Hgs er fleira sameiginlegt en spakleg um- mæli um siðræn vandamál: í hvortveggja riti er faðir að fræða son sinn um þá hluti sem skipta mikiu máli. Orðið íþrótt hafði miklu víðtækari merk- ingu fyrr á öldum en nú, enda eignar Rögn- valdur jarl kali (d. 1158) sér níu íþróttir, þótt sumar þeirra séu nú taldar til lista frem- ur en íþrótta: að tefla skák, rista og ráða rúnir, lesa (og skrifa) bók, smíða, fara á skíðum, skjóta, róa, slá hörpu, yrkja kvæði. Höfundur Kgs lætur orðið íþrótt einnig ná yfír hvers konar iðnir og aðra kunnandi sem geta komið mönnum að gagni við störf eða atvinnu. „Af íþróttum verður maður fróður með hveiju athæfi er hann vill síðar lifa,“ segir á einum stað í bókinni. III. Fræðsla Og NÁM Kgs leggur mikla áherslu á að mennta börn: Ef þér verður barna auðið, þá lát þú ekki þitt bam íþróttalaust upp fæðast, því að þá er helst von að maður haldi sig nokkuð sjálfur til mannvits eða íþrótta þegar hann tekur sjálfræði, ef hann er nokkurs áskynja í æsku meðan hann er undir aga. Fyrirmyndin að þessu er ekki latneska spekikvæðið sjálft, heldur annaðhvort Hgs eða eldri þýðing í óbundnu máli. Hug- svinnur mælir svo: Ef þér erfingja verður auðið eiga og ertu fáskrúðugur að fé, jóðum þínum kenn þú íþróttir, þær er þeim fæðslu fái. Hér er greinilega vikið að þeirra skyldu foreldra að mennta börn sín í því skyni að búa þau undir hæfílegt ævistarf, en slík skyld hvíli sérstaklega á herðum snauðra manna sem höfðu ekki tök á að tryggja framtíð barna sinna með fjármunum. Þegar höfundur Kgs flytur slíka kenningu um miðja þrettándu öld, þá höfðu norskir og íslenskir skólapiltar kunnað skil á henni um margra kynslóða bil. Svipuðu máli gegnir um nám; menn áttu sí og æ að nema nýta hluti. Svo lengi iærir sem lifir. Maður á að vera nemandi ævilangt. Höfundur Kgs er hvergi myrkur í máli um þá skyldu hugs- andi manna að hætta ekki námi fyrr en nösum lýkur: Það skaltu og víst hugleiða að aldrei gangi sá dagur yfír þig að eigi nemir þú nokk- urn hlut þann er þér sé gagn í, ef þú vilt allvitur heita, og gerst eigi þeim líkur er það þykir ósæmd vera að annar segir eða kennir þeim þá hluti er þeim væri mikið gagn í, ef þeir næmi. Láttu þér jafnmikla sæmd að nema sem að kenna, ef þú vilt allfróður heita. Ver þú lastvar sjálfur og kenn hveijum gott er það vill ef þér nema. Slíkt er mjög í anda Hugsvinns. Víða í lærdómsritum bregður fyrir þeirri hugmynd að maður eigi að nýta hvern dag sem yfir hann gengur. í Veraldar sögu segir um Títus keisara að hann „lést týna hveijum degi þeirra er hann gerði eigi nokkuð ágæt- legt verk og gott,“ sem kemur heim við ummæli Hugsvinns: „Hvern dag frá öðrum, / meðan þér heilsa gefst / vertu þér að nokkru nýtur.“ Hvatningu til náms og kennslu bregður nokkrum sinnum fyrir í Hgs: Gott skal kenna sér er vill grandvar vera og kosta nýtt að nema. Mörgum dugir sá er af mannviti kennir gott gumum. Manndýrð meiri getur eigi fyrir mold ofan en kenna gott pmum. Fyrir augum lát þér aldrei vaxa nýtt kenna og nema. Þeir sem stunda kennslu að atvinnu gætu valið sér svofellt kjörorð úr Hgs: Æðri sýslu máttu eigi hafa en kenna nýtt og nema. IV. SÍMÆLGI Eitt af þeim siðrænu vandamálum sem fjallað er um í Hgs og höfundur Kgs hag- nýtti sér á eftirminnilegan hátt varðar marg- mælgi, þann skæða löst að kunna ekki taum- hald tungu sinnar og láta svo fleira sér um munn fara en satt eða hæfilegt þyki: Gæt þú vandlega tungu þinnar og vit að það er virktaráð [...] Það skaltu og víst vita að engi er einn æðri kraptur eða styrkri en maður fái vel heft tungu sína frá munneiðum eða illyrðum og sögvísi eða öllu tunguskæði. Mér má glögglega kenna bergmál frá Hgs: Sögvísum manni skaltu sjaldan trúa. Ómálugur skal og stilla orðum vel sá er vill guðs ást geta. 4 Æðra kraft fær maður aldregi en vera i tungu trúr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.