Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 14
Hvers vegna íslandsdagnr? Því svarar María Guðmundsdóttir í DAG er mikið um að vera í Bankastræti 2, eða Torfunni, þar sem Upplýsingamiðstöð ferðamála er til húsa. Glóðvolg upplýs- ingarit liggja frammi. Boðið er upp á myndagetraun með ferða- vinningum og skoðunarferðir um borgina með leiðsögn. „I dag höldum við íslandsdag fyrir íslendinga sem stefna í ferðalag um eigið Iand,“ segir María. „Ferðaþjónusta á íslandi hefur gjör- breyst á örfáum árum. Erlendar og islenskar ferðaskrifstofur hafa rutt veginn í nýjum ferðamöguleikum og í raun er svo margt sem útlendingar nýta sér betur en íslendingar. Með Is- landsdegi viljum við hvetja landann til ferðalaga um eigið land og til að kynna sér nýjungar. Og athugið, að þjónusta okkar er ókeypis! íslendingar eru duglegir að ná í upplýsingarit fyrir erlenda vini og ráðstefnugesti en gleyma sjálfum sér! Þegar von er á sólar- helgi, stökkva Reykvíkingar í flýti upp í bílinn, æða út úr bæn- um, en átta sig svo á áfanga- stað, að þá skortir upplýsingar um gistimöguleika, hvar hægt sé að fá staðgóðar máltíðir eða kom- ast í afþreyingu," segir María (lýsingin á landanum hljómar kunnuglega)! „Hvernig væri að gefa sér tíma til að heimsækja okkur með góðum fyrirvara, skipuleggja innanlandsferð eins og um utanlandsferð sé að ræða og fá þannig miklu meira út úr ferðinni? Flestir erlendir ferðamenn koma við hjá okkur og skipu- leggja ferðina út frá okkar upp- lýsingum," heldur María afram. Vissulega orð að sönnu. í miðri viku, þegar Ferðablaðið lagði leið sína upp í „gömlu komhlöðuna", nú prýði miðbæjar Reykjavíkur (guði sé lof fyrir Torfusamtökin!) Var vart þverfótað fyrir ferða- mönnum sem streymdu ýmist út úr Upplýsingamiðstöðinni eða stóðu í biðröð á torgi Torfunnar. Allir voru þeir vel skóaðir og minntu á úlfalda með forðabúr á baki — ótvírætt erlendir ferða- menn! , Islendingar og ævintýraferðir Eru útlendir ferðamenn betur búnir en íslendingar? „Þeir hafa verið það, en íslend- ingar eru að verða meira úti- vistarfólk sem þeysa ekki lengur í hringferð á bílnum heldur stefna á vit ævintýra í íslandsferð, líkt og útlendingar. Nú er víða hægt að komast í jökla- og bátsferðir, göngu- og náttúrulífsferðir sem útheimta góðan skjólfatnað. Enn- þá spilum við eftir veðri og eltum sólina sem er ósköp eðlilegt — lítið hægt að skoða í úrhellisrign- ingpi — en mesti munurinn að nú skuli vera hægt að skjótast í ódýra gistingu ef veður skipast í lofti.“ „Landið okkar er náttúruperla, sem við kunnum oft ekki að meta fyrr en eftir langdvalir erlendis. Hve lengi getum við ein notið þessarar perlu? ísland er ekki bara „rigning og dýrtíð". Óvíða fmnum við stórbrotnari náttúru, meiri kyrrð, frið og öryggi á stór- um opnum svæðum, hreinna loft eða betra vatn. Hugsið ykkur bara útisundlaugamar um allt land! Gleymið ekki að taka ,já- kvæðni“ með í farteskið!" Rofin íslandstengsl? „Og við megum gæta okkar að ijúfa ekki tengsl við landið. Skelfilegt að hugsa sér, að mikið af ungum íslendingum skuli þekkja Spán betur en landið sitt. Nú fara borgarböm ekki eins mikið í sveit og áður. Bein tengsl við atvinnuvegina em að rofna. En við getum heimsótt bænda- býli og sjávarpláss. Farið í mennt- andi ferðalög með bömin okkar. Reykvíkingar hafa gott af að hvfla sig á kapphlaupi við tímann. Vera með börnunum sínum úti í náttúranni. Læra að hlusta á kyrrðina." — Þú mælir þá ekki með ferðasjónvarpi í farteskið? „Það er margt annað sem rýf- ur kyrrðina. Innan dyra á ham- borgarastöðum og sjoppum við þjóðveginn er oft ókyrrð og allir að flýta sér. Lítil hvíld að stoppa þar. Ágætt er að taka með sér nesti og gefa sér tíma til að snæða í fallegum lautum úti í náttúrunni. Ég hvet líka ferðafólk til að nýta sér sumarréttamatseð- il sem stöðugt fieiri veitingahús bjóða. Þar býðst holl, staðgóð máltíð á hagstæðu verði. Stakar máltíðir á ferðaþjónustubæjum eru líka hagstæðar." Bókasafn í bílnum! „Ég hvet fólk til að hugleiða nýjan ferðamáta; að skilja bílinn eftir og fara í ferðir úr frá vissum útgangspunktum. Hægt er að fara með rútu í Laka frá Kirkju- bæjarklaustri, í ferð upp á Vatna- jökul frá Höfn, í siglingu um Breiðafjörð frá Stykkishólmi, um Það ætti enginn að villast, því þarna stendur hún María Guð- mundsdóttir við Torfuna og bíður eftir íslensku fer ðamönnun u in. Við erum til þjón- ustu reiðubúnar! Djúp frá ísafirði, út í Hrísey og Grímsey frá Akureyri, í Kverk- fjöll og Öskju frá Mývatni. Alla þessa valkosti og miklu fleiri finn- ið þið á einum stað hjá okkur. Og upplýsingar um gistingu, veiði- og hestaferðir, flug og feij- ur. Flestir eru með vegahandbók- ina og vegakort í bflnum. Nýja upplýsingaritið „Á ferð um Is- land“ og ferðahandbókin Land era líka með kort og leiðarlýsing- ar. Safnið upplýsingum í fartesk- ið. Hafið alla valkosti meðferðis svo að þið getið flett upp í „bóka- safni bílsins"! Verið búin að und- irbúa ykkur vel svo að þið njótið ferðarinnar til fullnustu — jafnvel þó að veður fari úrskeiðis. Og með alla valkosti í höndunum, getið þið líka sett upp kostnað- aráætlun fyrir innanlandsferðina — hvað þið ætlið að eyða miklu í máltíðir, í gistingu, í skoðunar- ferðir." Oddný Sv. Björgvins eyða peningum á veitingahúsum, oft námsfólk eða barnafjölskyld- ur. Herbergi eru ýmist stórir salir eða 6-8 manna herbergi. Koddi og værðarvoð fylgir hveiju rúmi. Þeir sem nýta þessa gistingu, taka oft með sér lakpoka, sérhannaðan fyrir kodda og sæng — aðrir nota svefnpoka. Athugið, á farfugla- heimilinu í Reykjavík má ekki nota svefnpoka. Tjaldsvæði Skráð og skipulögð tjaldsvæði eru um 96 á íslandi, ýmist í eigu og umsjón einkaaðila, sveitarfé- laga, ferðafélaga og Náttúra- vemdarráðs. í bæklingi yfir tjald- svæði kemur fram A-, B- og C- flokkun eftir aðstöðu og þjónustu á hveijum stað. A: Besta aðstaðan 435, flest með sérsnyrtingu. Morgunverður er innifalinn. Þau bjóða öll sumarréttamatseðil. Ferðaþjónustubæir eru 130. Þrír verðflokkar í gistingu m/upp- búin rúm kr. 1.600-2.450 á mann. Svefnpokagisting í herbergi kr. 1.050. Morgunverður kr. 600. Hádegisverður kr. 850. Kvöld- verður kr. 1.200. Sumarhús: 4 verðflokkar. Vikuleiga, 6 manna hús: kr. 25-34.000. Vikuleiga, 4 manna hús: kr.22-29.500. Sólar- hringsleiga, 6 manna hús: kr. _ 3.950-5.350. Sólarhringsleiga, 4 manna hús: kr. 3.450-4.650. Hestaleiga á klst. með leiðsögn kr.1.100. íslensku farfuglaheimilin eru 24, en 6.000 úti um heim. (Far- fuglaheimilið, Sundlaugarvegi 34, Ekki amalegt að geta skellt sér í heita útisundlaug hvar sem er úti á landsbyggðinni eftir útiveru dags- ins. og þjónustan t.d. Laugardals- tjaldsvæðið. B: Þjónusta og að- staða í meðallagi. C: Þjónusta og aðstaða í lágmarki. Tjaldsvæðin era yfirleitt opin í júníbyijun fram til ágústloka eftir veðri og stað- setningu. Edduhótel era 17, með 670 herbergi öll m/handlaug, en 70 með sérsnyrtingu. Verð fyrir hjón í herbergi m/handlaug er kr. 3.800. Svefnpokagisting í her- bergi án handlaugar kr. 850. Morgunverður kr. 650. Edduhót- elin bjóða öll upp á sumarrétta- matseðil. íslensku hótelin era 12, öll heilsárshótel. Herbergi samtals selur bækur yfir farfuglaheimili í Evrópu og utan hennar á kr. 600). Félagsskírteini á kr. 1.100 lækkar gistingu í kr. 960, sem kostar kr. 1.200 fyrir utanfélagsfólk. Fé- lagsskírteinið gildir um allan heim og reynt er að samræma verð í ólíkum þjóðlöndum. Einstaka far- fuglaheimili bjóða ódýrar máltíðir ef pantað er fyrirfram. Morgun- verður er á kr. 500. Leiga á lak- poka kr. 240. Tjaldsvæði eru um 96. Verð fyrir tjald, tjaldvagn og hjólhýsi kr. 115-175. Gjald fyrir tjaldbúa (eldri en 12 ára) kr. 115-175. Sameinað tjald- og persónugjald kr. 230-350. Sumarréttamat- seðill ferðamannsins fyrir fjölskyldur á ferð „Tourist Menu“ (matseðill ferðamannsins) er þekkt til- boðsverð hjá veitingahúsum erlendis. Á matseðlinum er yfirleitt staðgóð, einföld máltíð á hagstæðu verði. ís- lenski ferðamanna-matseðill- inn ber nafnið „Sumarréttir" (í gildi frá 1. júní til 15. sept- ember) og er í boði hjá 58 stöð- um innan Sambands veitinga- og gistihúsa allt í kringum landið. „Með Sumarréttamatseðli vilj- um við koma til móts við ferða- fólk sem áður þorði varla að stíga inn á hótel og veitingahús, af ótta við hræðilega háa bakreikn- inga,“ segir Ema Hauksdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sambandi veitinga- og gistihúsa. „Nú get'á bamafjölskyldur á ferð gert sér dagamun öðru hveiju. Sumar- réttir eru ókeypis fyrir börn inn- an 5 ára og 50% afsláttur fyrir 6-12 ára. Sumarréttir era yfírleitt mat- seðill dagsins, eða það sem veit- ingahúsin bjóða best og hag- kvæmast hveiju sinni, hvort sem það er nýr fískur eða kjötmeti. En með „Sumarréttamatseðili" er tryggt fast verð og hollur, almennur matur — engin skyndi- bitamáltíð. Við byijuðum með „Sumarrétti“ fyrir ferðamenn 1989,“ segir Erna. „Þá buðu 35 veitingahús upp á ferðamanna- matseðil, 42 í fyrra. í ár bætast öll Edduhótelin við (nema Eddan á Akureyri) svo að 58 hótel og veitingahús era nú með þetta tilboðsverð. Það er samdóma álit allra sem selja erlendum ferðamönnum ís- landsferðir, að „Sumarrétta- matseðillinn" sé besta söluaug- lýsingin. Við höfum haft það orð á okkur, að matur sé svo dýr að útilokað sé að ferðast hingað. Og það hefur verið mjög erfítt að sannfæra fólk um að hægt sé að kaupa staðgóðar máltíðir á hagstæðu verði. En bæklingur- inn okkar sýnir nöfn og heimilis- föng veitingastaða allt í kringum landið sem bjóða máltíðir á til- boðsverði, svo fólk hlýtur að trúa.“ — Hafið litla bæklinginn „Sumarrétti“ með í farteskinu. í honum eru nöfn allra veitinga- staða sem bjóða kvöldverð á kr. 1.050-1.600 og hádegisverð á kr. 800-950. O.Sv.B. Leiðrétting í ferðablaðinu 27. apríl birtist grein undir nafninu „Ódýr gisting í London". Því miður kom ritvilla í fax-númer undir upplýs- ingum. Rétt fax-númer hjá skrifstofunni er: 81540 2733.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.