Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 7
um 1920 og þ.ó.tti mikill skýjaglópur þar sem hann stikaði um Vesturbæinn. Á Bræðra- borgarstíg 25 var húsið Akur sem brann árið 1925. Þaðan voru söngmennirnir Dan- íel og Sveinn Þorkelssynir runnir. Á nr. 26 var lítið hús sem kallaðist Mó- berg og þar bjuggu lengi fomeskjuleg hjón sem hétu Guðjón Bjömsson pakkhúsmaður hjá VBK — hann hafði þann strfa að selja verkaðar nautshúðir til skósmiða — og Guð- laug Jónsdóttir, kölluð Lauga á Móbergi. HÚn ar sérkennileg að því leyti að hún tók í nefið eins og svæsnasti karlmaður. Þau hjón höfðu jámpott á hlóðum í kálgarði sínum og suðu þar hvalspik og selspik svo að lyktin lagðist yfir hverfið. Á nr. 27 var Bræðrapartur, þar sem Ingi- mundur Ólafsson bjó en hann reri frá Sels- vör og seldi fisk og úr handvagni á götum úti. A nr. 28 var svo Syðraholt. Jafetshús Og Gvendur DÚLLARI Á nr. 29 stendur svo ennþá Jafetshús en þar bjó Jafet Sigurðsson skútuskipstjóri frá Litla-Seli við Vesturgötu, af gömlum Reykjavíkuraðli. Afi hans var Jafet Einars- son, bræðmngur við Jón Sigurðsson forseta og bróður Ingibjargar, konu forsetans. Jafet hafði á efri árum seglaverkstæði í skúr sem enn stendur á bak við Jafetshús. Kona Jaf- ets var Guðrún Kristinsdóttir sem seldi mjólk og brauð úr skúrnum. Fyrir sunnan húsið var Rólutúnið þar sem bömin léku sér og hafði Jafet gaman af því að láta krakkana snúast í kringum sig. I skúrnum fengu þau líka stundum að færa upp leikrit og þar skemmti Gvendur dúllari, einn af karakter- um bæjarins sem allir þekktu, en Guðbrand- ur Jónsson prófessor lýsti list hans svo: „Það er ekki unnt svo vel sé að líkja dúllinu, sem Guðmundur kallaði svo, við nein önnur hljóð, sem úr mannlegum barka koma, en eigi það að heita eitthvað, var það einna skyldast sönghljóðum Tyrolbúa, þeim sem kölluð eru ,jodl“ á þeirra máli. Þegar Guðmundur dúllaði settist hann niður, kross- lagði fætuma, hallaðist fram á vinstri oln- bogann, stakk fíngri í vinstra eyrað og tók svo til. Um leið og karl söng var neðri skolt- urinn á sífelldu iði, og fingurinn titraði í eyranu. Var það einhvers konar lagnefna, sem hann sönglaði, og veit ég ekkert hvað- an úr barkanum hljóðið kom, en það var allt skjálfandi, mjög hátt og heldur en ekki ófagurt. Ekki var neinn texti undir þessum söng, en legði maður eyrað við, virtist at- kvæðamnan „hagldagldagldagldalgd" koma fyrir oft og endurtaka sig í sífellu." Sennilega mundu jassistar nútímans taka því fegins hendi að jassa eða spinna undir dúlii Gvendar en aðgangurinn að skúrnum bak við Jafetshús á nr. 29 kostaði 5 aura. Á nr. 31 er lítið timburhús sem heitir Blómsturvellir. Þar bjó lengi Einar Jónsson steinsmiður og síðar Þorsteinn sonur hans, vallarvörður og KR-ingur. Á nr. 32 er Stakkagerði eða Stakkahlíð og á 34 var lítill steinbær sem yfirleitt var kallaður Al- bertsbær. Þar bjó lengi Þórður Breiðfjörð sótari, afi Atla Heimis Sveinssonar tón- skálds. Þórður Breiðfjörð var dugnaðarkarl en þótti fljóthuga. Einu sinni var hann eitt- hvað lasinn karlinn og var búinn að biðja Ingibjörgu, konu sína, að koma með eitt- hvað að drekka handa sér. Svo allt í einu æpti hann upp úr bælinu: „Fljót, fljót, Ingi- björg! Búinn að taka tvö! Fljót!“ Þá þóttist hann vera að taka andvörpin og ætti bara eitt eftir af því að hún var svo lengi á leið- inni. Á 35 er Tómasarhús og á 37 Bergs- kot, upphaflega byggt af-Bergi-Pálssyni sem var afí Emilíu Jónasdóttur leikkonu og lang- afi sr. Bolla Gústavssonar í Laufási. Á nr. 39 var svo Pálsbær en þann bæ byggði faðir Bergs í Bergskoti. BaslÍBergskoti Að lokum skal þess getið að einu sinni var haft viðtal í dagblaði við Þóranni Elínu Sveinsdóttur, konu téðs Bergs í Bergskoti á Bræðraborgarstíg 37, þégar hún var orð- in gömul og er frásögn hennar til marks um lífsbaráttuna fyrir hundrað áram. Hún var systir Helga Sveinssonar bankaútibús- stjóra á ísafírði, síðar í Reykjavík. Þórunn sagði um basl sitt og Bergs: „Við flúðum héðan á fískleysiáranum 1880 og 1890 Vestur á Dýrafjörð. Fyrst fór Bergur vestur og áður en hann fór, bað hann bæjarstjórnina að sjá til þess að ég sálaðist ekki úr hungri með börnin 6 í ómegð. En svo skrifaði hann mér, þegar hann kom vestur, og bað mig að selja kotið okkar og bátinn, borga það, sem ég væri búin að fá frá bænum — sem ekkert var — og koma svo vestur með hópinn. Þetta gerði ég og bærinn fékk kotið og bátinn fyrir að borga farið fyrir mig vestur. Þegar ég seldi fasteignina, fór ég fram á það, að fá ein- hverjar flíkur utan á börnin mín, en þá var mér sagt, að ég ætti ekkert inni! Eg gat nú ekki fallist á það, og til að jafna málið bróðurlega, fékkk ég eina þríhyrnu, sem ég hafð á hana Kristjönu mína sálugu. En síðan ég fékk þríhyrnuna þá hefí ég aldrei átt neina fasteign hér í heimi!“ BJÖSSI í búðinni, Villi í SkálholtiO.fl. Á nr. 12 stendur Ingibjargarhús. Þar bjuggu þau Ingibjörg og Jón Bjömsson skipasmiður. Hún hafði brauðsölu. Sonur þeirra var þekktur borgari, Björn Jónsson kaupmaður á Vesturgötu 27, kallaður Bjössi í búðinni. Hann spilaði í lúðrasveit og var einn af helstu stofnendum Tónlistarfélagsins í Reykjavík. Og áður en varði var Bjössi í búðinni búinn að loka verslun sinni og gaf sig tónlistinni heill og óskiptur. Hann gerð- ist framkvæmdastjóri Tónlistarfélagsins og „um hann lék hressandi blær ákafans" eins og stóð í afmælisgrein. Á bak við Ingibjarg- arhús á nr. 12 var skósmíðaverkstæði. Um það sagði Magnús skipstjóri frá Miðhúsum: „í skúrnum bak við Ingibjargarbakarí var samkomustaður okkar strákanna. Þar hafði Ólafur frá Eiðsstöðum (þ.e. Bræðraborg- arstíg 23) skóverkstæði og stóðum við yfír honum meðan hann var að sóla, göntuð- umst og sögðum brandara. Þar á meðal voru bræðurnir Gvendur og Villi frá Skál- holti. Við fengum Villa til að yrkja en Gvend til að syngja því að hann var óspar á það. Hann söng heilu aríumar í skúrnum. Þar var oft mikill hávaði og margt brallað." Á Bræðraborgarstíg 13 var bærinn Hlíð og á nr. 15 fallegt íbúðarhús sem Jóhannes Magnússon yfirverkstjóri hjá Duus átti. Jó- hannes var bróðir Jóns í Lindarbrekku — en það hús tilheyrir nú Vestui-vallagötu — og voru þeir bræður taldir meiri háttar menn í hverfinu. Þeir voru viðriðnir útgerð og fiskverkun og höfðu kýr í fjósi. Þar sem áður var Hlíð og Jóhannesarhús er nú stór blokk. Á nr. 16 reisti Jón Símonarson bak- ari eitt fullkomnasta brauðgerðarhús síns tíma árið 1930 og var með brauðútsölur um allan bæ. Þar er nú bókaútgáfan Iðunn. Höfundur er sagnfræðingur. Verkamannabústaðir og samvinnubústaðir setfa svip sinn á syðsta hluta Bræðra- borgarstígs. Hér er hús Eysteins Jónssonar, fyrrverandi ráðherra, á horni Ásval- lagötu og Bræðraborgarstígs, og er það eitt af fáum samvinnuhúsum sem algjör- lega halda upphaflegum svip sínum. ARI GÍSLI BRAGASON New York í. Hormónafylltur kjúklingur til sölu á einn dollar Bragðast vel með gerfifrönskum Diet-Coke sem grennir er gott með. Verði þér að góðu. 2. Róninn lúllar á bekknum með Wall Street Journal oná sér. Markaðurinn ku víst vera spennótöff núna á Wall Street en best er að lúlla á bekknum. 3. Á miðju Time Square Það er kvöld, smá þoka Gömul svört kona með lítið barn í fanginu I gave up I gave up Fuck it I gave up. 4. Staldra við í miðasölu á klámbíói, Gamall negri með bréfpoka er að öskra á dyravörðinn: „I want my money back, I didn’t call her bitch“. Miðasölukonan kemur og gamli negrinn heldur föstum höndum um bréfpokann, brosir breitt og öskrar: „Bitch“. Honum er fleygt útá götu og heldur hlæjandi og mumlandi í humátt að næstu miðasölu á klámbíói. 5. Ég er ánægður á göturölti: „Mig vantar tvo dollara uppá krabbameinsaðgerð“ segir róni einn og er hæstánægður o Þegar ég rétti honum klínkið mitt „Guð blessi þig Jesúbam”. Bar í USA 12. í villtu Vestur Virginíu er John Denver Guð almáttugur og á barnum Mac’s eru augnablikin búin til af þartilbúinni peningaaugnabliksneyslupakkamaskínu Einungis einungis Þegar Jim í Doors syngur „The end“ verður Error í peningaaugnabliksneyslupakkamaskínunni mannskapinn setur hljóðan eitt augnablik Svo er fingri smellt meiri bjór meiri drinks og meiri money. Kvöldstund í USA 8. Saddam var að skjóta eldflaugum á Tel Aviv og við strákarnir erum að fara á körfuboltaæfingu. Þegar ég kem til baka: I sjónvarpinu litlar gyðingastelpur að máta gasgrmur Ég kaupi mér flögur og kók. Bráðfallegt kvöld í USA. Höfundur stundar háskólanám í Bandaríkjunum og hefur gefiö út 2 Ijóðabækur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. MAl 1991

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.