Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 15
Hér á landi hafa á örfáum árum opnast möguleikar til ævintýra- legra, stuttra ferðalaga út frá ýmsum áfangastöðum við þjóðveg- inn. Nú þarf enginn að láta sér leiðast á ferðalagi um eigið land. FRÁ REYKJAVÍK má nú sigla daglega til Viðeyjar. — Eru Reyk- víkingar almennt búnir að opna augun fyrir sinni stórkostlegu, nýju ferðamannaparadís við bæj- ardyrnar? Sjónarhorn höfuðborg- arbúa breytist mikið frá Viðey, svo ekki sé talað um alla sögu- staðina sem eyjan býr yfir. Til- valið að taka með sér nesti, þegar síðdegin eru björt, og ganga um Viðey. Veitingar eru líka í Viðeyj- arstofu. Viðeyjarferjan er með nokkrar ferðir daglega frá kl. 13.00. Siglir frá Sundahöfn. Verð fyrir fullorðna kr. 380, börn kr. 150. FRÁ AKRANESI eru að opnast nýir ferðamöguleikar. Frá 4. júní til 7. ágúst eru skipulagðar gönguferðir á Akrafjall frá Skaganesti, þriðjudaga kl. 18.00. Boðið upp á sjóstangaveiði með kaffi og kökum. Verð eftir fjölda og tímalengd. Hafið samband við Upplýsingamiðstöð, Skólabraut 31. FRÁ STYKKISHÓLMI eru reglulegar siglingar um Breiða- fjörð á sumrin með Eyjaferðum. Það nýjasta hjá þeim er að bjóða upp á skelfiskveiði og skelfisk- veislu. Eyjaferðir eru í Egilshúsi sem er einnig gistiheimili. Og Baldur siglir daglega frá Stykkis- hólmi kl. 10.00 og 16.30; frá Bijánslæk kl. 13.00 og 19.30 með viðkomu í Flatey. FRÁ ÍSAFIRÐI eru skoðunar- ferðir daglega (júní-ágúst) um ísafjarðardjúp kl. 10.00 í tengsl- um við morgunflug frá Reykjavík. Og skipulagðar ferðir til Horn- stranda og Jökulljarða flesta daga frá 21/6-23/8 með nýja bátnum Eyjalín sem tekur 21 mann um borð. Einnig sérferðir með sjó- stangaveiði. Hafið samband við Ferðaskrifstofu Vestfjarða, Aðal- stræti 11, sími 94-3557. FRÁ SAUÐÁRKRÓKI eða Reykjum eru bátsferðir til Drang- eyjar samkvæmt beiðni. Drang- eyjarferð tekur um 5-6 klst. Bát- urinn tekur 20 manns. Hafið sam- band í síma 95-36503/36717. FRÁ AKUREYRI siglir nýja feijan Sæfari til Hríseyjar og Grímseyjar, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9.00. Komið til Akureyrar aftur kl. 18.00. Og úrval gönguferða í boði um frjöll og dali, t.d. fjölskylduganga og veiði í Hraunsvatni sunnudaga ki. 13.00. Hafið samband við Ferða- skrifstofuna Nonna. Ferðaskrif- stofa Akureyrar bauð upp á veiði í lóninu á Ákureyri í fyrra á kr. 1.700. Þar veiddist vel, bæði sjó- birtingur og eldisfiskur. Boðið Það er ævintýralegt að sigla á verður upp á þessa veiði frá byij- un júní og jafnvel ódýrara en í fyrra. FRÁ HÚSAVÍK má komast í bátsferðir daglega út í Lundey, Flatey og Náttfaravík — eða í sjóstangaveiði (ævintýraferð og það veiðist yfirleitt vel). Einnig ferðir með leiðsögn í Oskju og Herðubreiðarlindir eða Jökulsárg- ljúfur. Hafið samband við Ferða- skrifstofu Húsavíkur, Stóragarði 7. Sími: 96-42100. FRÁ MJÓAFIRÐI eru skoðun- arferðir með bát og sjóstanga- veiði. Hafið samband við Hlífar Þorsteinsson í síma 97-12000. FRÁ HÖFN eru Jöklaferðir búnir að ávinna sér sess með ævintýraferðir á Vatnajökul. Þeir milli ísjakanna á Jökulsárlóni. Kátir krakkar á vélsleða uppi á jökli að sumarlagi. leigja líka út vélsleða á jöklinum. Starfrækt frá 15. júní til 9. sept- ember. Sími. 97-81703. Hægt er að komast á jökul með rútu frá Smyrilbjargavirkjun eða Höfn. ÚR SUÐURSVEIT má komast í bátsferðir á Jökulsárlóni. þar. Verð fyrir 45 mínútur kr. 960. Hálft verð fyrir börn. Einnig eru veitingar í boði og bátsferðir með leiðsögn. Hafið samband við Fjölni Torfason í síma 97-81065. FRÁ KIRKJUBÆJAR- KLAUSTRI eru daglegar ferðir (júlí og ágúst) kl. 9.30 í Lakagíga, í Eldgjá kl. 9.00, sem Austurleið stendur fyrir. Sími: 91-83717. FRÁ VESTMANNAEYJUM er dagleg sigling um eyjaklasann eftir komu flugs kl. 11.00 og síðdegis kl. 16.00. Hafið samband við Ferðamiðstöð Páls Helgasonar í síma 98-12922. Verð kr. 1.300. Ævintýralegir ferðamögnleikar Bátsferðir út frá helstu byggðakj örnum Ný upplýsingamiðstöð á Akranesi Ætluð fyrir ferðafólk í vikunni var opnuð lilýleg upplýsingamiðstöð fyrir ferða- fólk á Akranesi. Skrifstofan stendur í hjarta bæjarins við Akratorg og blasir við öllum farþegum Akraborgar þegar þeir aka inn í bæinn. Ferðafólki hefur fjölgað mjög á Akranesi. Sumarbústaðafólkið á Vestur- landi sækir stöðugt meira í Upplýsingamióstöðin er að Skólabraut 31, sími 93-13327 Opnunortími: 15. maí — 31. ógúst, kl. 10:30-12:00 og kl. 13:00-17:00 1. sept. - 14. maí, kl. 13:00-15:00 þjónustu og verslun til Akra- ness. Og vinsælt er lyá skólum og félagasamtökum að koma í dagsferðir. Þórdís Arthursdótt- ir er ferðamálafulltrúi Akra- ness og mun sjá um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar. Ferðablaðið tók Þórdísi tali. — Þú ert leiðsögumaður, Þórdís og ferðamál á Akranesi eru þér ekki ókunn. „Nei, ég er búin að fara með yfir 5.000 manns í skoðunarferðir um Akranes frá ’84 — held að ég sé búin að taka á inóti öllum kvenfélögum á Suð- urlandsundirlendi," segir Þórdís hlæjandi. Ég fer með gesti mína í gegnum þróun Akraness. Byija á Byggðasafninu, heimsæki höfn- ina og ýmis fyrirtæki sem tengj- ast sjónurn." — Eru þetta mest íslending— ar?„Um 90% eru íslendingar. Kannski er þetta sá staður á landinu þar sem mest þörf er á þjónustu við íslenska ferðamenn. Hingað sækir mikill fjöldi sumar- bústaðafólks. Þetta fólk er að leita að afþreyingu. Og í sumar brydd- um við upp áýmsu skemmtilegu." Á myndinni eru Magnús Oddsson markaðsstjóri Ferðamálaráðs, Þórdís Arthursdóttir ferðamálafulltrúi Akraness og María Guð- mundsdóttir fyrir framan nýju upplýsingamiðstöðina. — Hveiju helst? „Við verðum með gönguferðir fyrir alla fjöl- skylduna á Akraijall alla þriðju- daga í júní ogjúlí. Hjólaleiga verð- ur á staðnum. Sjóstangaveiði og skak, með kaffi og kökur um borð. Og örugglega eitthvað fleira. Nú, hér er mikið við að vera, góður golfvöllur og nýleg útisundlaug sem verður opin lengur um helgar fyrir ferðafólk. Byggðasafnið er vinsælt og í útjaðri Akraness er skógræktin, — mikið sóttur úti- vistarstaður með góða grillað- stöðu.“ — Hér er listahom! „Já, mér fannst vel við hæfi að opna hér listahorn — gefa hveijum lista- manni afnot af veggplássi í 1 mánuð. Á Akranesi búa margir góðir listamenn og ég vil endilega gefa ferðafólki tækifæri til að skoða listsköpun þeirra," segir Þórdis. Vissulega orð að sönnu. Við opnunina eru höggmyndir úr gijóti frá Hafnarfjalli eftir Gutt- orm Jónsson; „Vorvindar", ofin veggmynd eftir Salóme Guð- mundsdóttur og myndlist eftir Bjarna Þór Bjarnason. Ferðamenn kunna eflaust að meta þessa auknu þjónustu. O.Sv.B. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25. MAÍ1991 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.