Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 8
/ Mykinesbygd, 1950. Óteljandi sinnum málaði Mikines sína ástkæru heimabyggð. Færeyski málarinn Mikines að eru góð tíðindi að ut er komin vegleg bók um Mikines, sem margir íslendingar kannast við sem brautryðjanda í færeyskri myndlist á þessari öld og jafnvel sem einn af risunum í norrænni myndlist, þó ekki sé miðað við neitt Út er komin hjá forlagi Emils Thomsen í Þórshöfn, glæsileg listaverkabók um frægasta málara Færeyinga, Sámal Joensen-Mikines, og hefur Bárður Jákupsson ritað textann. Bókin var prentuð í Odda og hún fæst hér. Af þessu tilefni verður litið á feril Mikines og helztu einkenni hans sem málara. meira. Að sumu leyti er hann hliðstæða við Kjarval hjá okkur, þó aldursmunurinn væri sá, að Kjarval var orðinn 21 árs og búinn að vera á skútum, þegar Sámal Joensen fæddist í Mykinesi, einni af afskekktustu byggðum Færeyja. Við segjum stundum að Kjarval hafi kennt okkur að meta sumt í náttúru landsins, sem áður hafði verið talið ljótt. Og Mikines hafði þá þýðingu í Færeyj- um, að færeyskir málarar hafa til þessa unnið miklu meira úr sínu eigin umhverfi en aðrir norrænir myndlistarmenn. Ekki nóg með það, heldur hafa Færeyingar tekið myndlistinni tveim höndum; annar eins al- mennur áhugi mun vandfundinn, jafnvel á íslandi. Samkvæmt mannfjöldalögmálinu ætti svo góður málari sem Mikines naumast að geta komið upp í svo litlu samfélagi sem Færeyjum. En það ótrúlega er, að Færeying- ar hafa átt marga, góða málara og nægir að nefna Rut Smith (1913-58), Janus Kam- ban, f.1913, Elinborgu Liitzen f. 1919, og Ingálv av Reyni, f.1920. I Færeyjum þekkir hvert mannsbarn Mik- inis. Bárður Jákupsson skrifar svo: „Tað man vera fáur her á landi, ið ikki kemst við navnið Sámai 'Joensen-Míkines, „Myki- nesmáiiarinn" eila bara Mikines, sum vit piaga at rópa hann. Tann rættliga fjöibro- ytta myndlist, sum í dag er ein livandi tátur í föroyskari mentan, er íbirt í stóran mun av hansara veldigu nýskapandi málninga- iist, sum spratt fram í 1930-árunum. So ung er tann föroyska myndlistin - eini trý ættariið - at tað klassiska, hon byggir á, er ikki meir en hálvthundrað ára gamalt. “ Þá er von að þeir spytji sem ekki vita: Hverskonar málari er hann þessi Mikines? í fáum orðum; hann var fígúratífur málari sem vann á nótum espressjónisma. Þó hann hlyti menntun sína í Konunglegu listaakade- Sámal Joensen-Mikines. míunni í Kaupmannahöfn, sjást áhrifin það- an ekki nema í eldri myndum hans. Hann var aðdáandi Munchs og smávegis áhrif frá honum má sjá í myndum Mikines á tíma- bili en Mikines var of sjalfstæður og sjálf- sprottinn til þess að stæla einn eða neinn. Einnig má sá nokkur áhrif í sumum sjávar- myndum hans frá danska málaranum Oluf Höst, sem Mikines dáði mjög. Fyrst á ferli sínum málaði Mikines færeyskar náttúru- stemmningar með áherzlu á birtubrigði, en síðan tekur við dökkleitt tímabil og þá mál- aði hann hvetja jarðarförina á fætur ann- arri; einnig návist dauðans með niðurlútu fólki umhverfis dánarbeð eins og Munch hafði áður gert. Jarðarförin er myndefni, sem kemur fyrir aftur og aftur hjá Miki- nes, ailt frá 1930-1950. Sumar þessara mynda eru fima sterkar í einfaldleika sínum. Hann málaði líka frábær portret, ekki sízt „Mynd af Haldóri", bróður listamannsins, 1932, „Mynd af Tístrami“, 1932 og „Miki- neskonu" 1934. Sjálfsmyndin sem prentuð er á forsíðu bókarinnar er hinsvegar ekki í sama gæðaflokki og margar aðrar manns- myndir hans, svo sem myndin af færeyska sjómanninum, sem hangir uppi á Hótel Holti, en hún er ekki í bókinni. Myndefni Mikines gegnum tíðina er að langstærstum hluta fólk, hús og landslag í Færeyjum. Stundum er þokan alls ráðandi, stundum sólskinið; Mikines er frábær mál- ari landslagsmynda, kompónerar sterkt og oft notar hann liti djarflega eins og í mynd- inni „Borgardalur í Mikinesi, útsýni móti Vágum“, frá 1952. Ut á við er Mikines þó líklega frægastur fyrir dramatískt myndefni, sem verður að telja afskaplega sér-færeyskt: Grindadráp. Fyrstu myndina um þetta efni málaði Miki- nes 1942 og sú síðasta sem prentuð er í bókinni er frá 1959. Þá er sveiflan orðin svo gassaleg og stílfæringin gengin svo langt, að þarna er Mikines alveg á. mörkum hins abstrakta. Um það segir Bárður Ká- kupsson í bókinni: „Mikines stóð ongantíð, men royndi aI- samt nýggjar leiðir. Tá ið formarnir og teir myndandi lutirnir verða einfaldari og meira samanfatandi, verður störri rúm fyri ex- pressivu litmegini. Tað er serliga í grinda- drápsmyndunum, möguleikarnir fyrir eini abstaktari viðgerð koma fram.“ Síðast en ekki sízt liggja eftir Mikines nokkur trúarleg verk. Fjögur þeirra eru prentuð í bókinni: „Jesus á Genesaretvatni" frá 1944, „Niðurtökan af krossinum“ frá 1950, „Jesus á Genesaretvatni" frá 1965 og loks sú sem hér er prentuð: „Jesus gong- ur á sjónum“ frá 1967. Þessi verk eru hvert öðru betra, en að því leyti frábrugðin flest- um öðrum verkum málarans, að allt rennur meira og minna saman, form og litir, í eina iðandi, mjúka heild. Sú síðasttalda, „Jesus gongur á sjónum“ er raunar altaristafla í Kirkjubæ og afar sérkennileg að því leyti, að hún er örþunnt máluð; virkar nánast sem frumkast málarans. Um hana segir Bárður Jákupsson: „Hóast illa fyri af sjúku megnaði Mikines at fullföra altartavluna til Kirkjuböar kirkju í 1967. Hún var millum seinastu verk hans- ara. Málningurin hevur dám av skitsu - í góð- ari merking. Hann er frískur og elviligur í pensilstrokum, rýtmu og stórari rörslu. Litavalið er hóvsamt, men fulltónandi og talandi“. Ég man aðeins eftir mjög fáum málurum fyrir utan Mikines, sem gátu málað svona vatnsþunnt með olíulit án þess verkið yrði magurt. Þar á meðal var Edvard Munch og einnig Picasso. Þessi trúarlegu verk Mikines hafa líka þá sérstöðu, að hér málar hann ekki eftir fyrirmynd og myndefnið er ekki sér-færeyskt. Það er hinsvegar færeyski dansinn, en Mikines gerði sér ekki mat úr honum að ráði; þó er í bókinni „Dansur" frá 1944. Og þó margt fleira mætti upp telja, ætla ég aðeins að geta um eina til viðbótar: „Karen við Kára“ frá 1956. Mynd- efnið er klassískt: Móðir gefur kornbarni bijóst, það er kona listamannsins og sonur. Mikines einfaldar myndefnið og magnar það einhveijum galdri, sem ekki verður útskýrð- ur með orðum. Þetta er madonnumynd í hæsta gæðaflokki. Það var 22. febrúar árið 1906, að Samu- el Elias Fredrik Joensen var í heiminn bor- inn í Innistovu í Mykinesi, elztur af 6 börn- um. Foreldrarnir, Jóhannes hjá Sámali í Innistovu og Anna Katrina, fædd Abra- hamsen, í Útistovu. Mykines er ein afskekt- asta byggð Færeyja; hvað gat snemma á öldinni orkað á Sámal litla að hann léti sér yfirhöfuð koma til hugar að mála myndir? Um það segir Bárður Jákupsson í bókinni: „ Tann mentanin, sum undan aldamótin- um kom uttan úr heimi við nýggju tíðini til hetta fjarskotna land, festi fyrst rötur í hövuðsstaðnum, tað vill so vera. í Havnini hildu teir glataðu spælimennirnir til, og her treivst mangt listaligt tiltak. Fyrsti föroy- ingur, ið varð listamaður burturav, skuldi kortini ikki koma úr hövuðsstaðnum, men úr teirri avbyrgdastu útoyggj av öllum - Mykinesi. Ein kundi kanska hugsað, at tey vaksnu hövdu ilt við at skilja ynskini hjá hálwaksnum mykinesdreingi tá á dögum um at verða listamaður, men sagt verður, at foreldrini hjá Sámal Eliasi, serliga faðir- in, ið las bökur og tíðarrit uttan úr heimi, vóru betur at sær komin í vitan og kunn- leika um heimin uttan fyri ta lítlu oynna, enn tey flestu, og tóku undir við honum. “ Sámal litli fékk ungur vatnsliti en af frumraunum hans fara ekki sögur. Aftur á móti vakti athygli, að hann hafði dáfagra söngrödd og lék á munnhörpu. Föðuisystir hans bjó í Danmörku og Sámal var sendur til hennar 16 ára gamall. Bárður skrifar: „Ætlanin mundi vera, at hann skuldi fáa undirvísning í tónleiki, og hann gekk at spæla fiól hjá einum bygdarspælimanni har um vegir.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.