Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1991, Blaðsíða 16
RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter Hubert Heilagur Hubert er verndardýrlingur málmsteyp- umanna. í nafni hans eru stundaðar rann- sóknir í málmsteyputækni. í Hubertverkefn- inu taka þátt allar Norðurlandaþjóðirnar. ís- lenski hlutinn miðar að því að fá sem ná- Eftir INGÓLF Ö. ÞORBJÖRNSSON og HANS KR. GUÐMUNDSSON Heilagur Hubert er kaþólskur verndar- dýrlingur málmvinnslumanna og rann- sóknarverkefnið er skírt í höfuðið á honum. kvæmasta mynd af tengslum kólnunar og styrks í seigjárni. Einnig eru gerðar tilraun- ir til mælinga á gæðum jámsins með hljóð- bylgjum. Frá árinu 1986 hafa rannsóknir í málm- steyputækni verið eitt af áherslusviðum hagnýtra iðnaðarrannsókna á Iðntækni- stofnun íslands. Fyrsta verkefnið sem ráðist var í á þessu sviði var þekkingaruppbygging á seigjárnssteypu (kúlusteypu) í samvinnu við Málmsteypu Þorgríms Jónssonar hf. Seigjárn hafði ekki áður verið steypt hér- lendis. Verkefnið er unnið í samvinnu stofn- ana, fyrirtækja og háskóla á öllum Norður- löndum. Það hefur notið styrkja úr Rann- sóknasjóði Rannsóknaráðs og Norræna iðn- aðarsjóðnum. Verkefninu fer senn að ljúka. Meðal þess árangurs sem nú liggur fyrir eru skörungs- hausar sem notaðir em við vinnslu í Járn- blendiverksmiðjunni á Grundartanga og hafa milli tvö- og þrefalda endingu saman- borið við skömngshausa þá sem áður voru notaðir. Tildrög Og Markmið Grundvallarhugmyndin með Hubertverk- efninu er að færa málmsteyputækni inn í hugsunarhátt nútíma framleiðslutækni með not af tölvuvæddu ferli frá hönnun til fram- leiðslu. Við tækniháskólann í Stokkhólmi vann Jón Þór Þorgrímsson verkfræðingur að rannsóknum í fyrsta hluta verkefnisins en síðan var hafin sjálfstæð íslensk þátttaka í öðrum áfanga Hubertverkefnisins í sam- vinnu Málmsteypu Þorgríms Jónssonar hf. og Iðntæknistofnunar Islands. í upphafí vom forsendur hér á landi fyrir tölvustuddri framleiðslu mjög litlar. Mark- mið þátttökunnar var því tvíþætt: Annars vegar að íslenskt fyrirtæki gæti haslað sér völl með nýja, tæknilega erfiða framleiðslu og hins vegar að kynnast hátækniaðferðum í málmsteypu og yfirfæra þær til íslensks iðnaðar. Seigjárn á Íslandi Öll járnsteypa á það sameiginlegt að inni- halda kolefni sem svarar um 4% af þyngd. Þetta kolefni er annaðhvort bundið járninu sem karbíð (Fe..C) eða aðskilnað frá því sem grafít á ýmsu formi. Blöndun og útfellingu (lögun) kolefnisins má stýra með ýmsu móti, til dæmis með því að bæta í bráðina öðrum efnum svo sem kísil og magnesíum og tak- marka önnur óæskileg svo sem brennistein og fosfór. Form og dreifing kolefnisins í Línuritið sýnir samband hljóðhraða og hörku í seigjárni. Brotalínan sýnir hvern- ig samhand hljóðhraða í járninu er við hörku seigjárnsins þegar kopar er notað- ur til íbætingar og heildregin lína sýnir samband hljóðhraða og hörku þegar kopar er ekki í seigjárninu. Þannig má segja fyrir um hörku út frá mælingu hljóðhraðans. Rafeindasjármyndir af potti t.v. og seigjámi t.h. Myndirnar sýna hvernig kolefni íjárnsteypu myndar mismunandi form sem eru ráðandi um eiginleika hins steypta hlutar. Flögurnar gera pottjárnið stökkt, en kúlurnar seigjárnið seigt. Rafeindasmásjá Iðntæknistofnun- aríslands, en hún kemuraðgóðu gagni við rann- sóknirá uppbygg- ingu efna. járninu er síðan ráðandi um lokaeiginleika hlutarins sem steyptur er. Einföldust og algengust er steyping potts, sem einnig er nefnt grájám. Framleiðsluvör- ur eru helstar brunnlok fyrir gatnakerfi og -ýmsir viðhaldshlutir. Pottjárnið er stökkt og kolefnið í því myndar net af grafítflögum sem geta virkað eins og hnífar við álag. Sprunga vex auðveldlega eftir þessu flögu- neti þar til efnið rifnar eða brotnar. Seigjárn er, einsog nafnið bendir til, seig- ara en pottjárn. Byggist þetta á því að kolefn- ið fellur út í kúlulaga form sem virkar ekki eins skerandi við álag og flögur pottsins. Seigjárn hefur því stundum verið nefnt kúlu- steypa. Það er suðuhæft og því auðveldara en pottur í öllu viðhaldi. Talsvert er flutt inn af seigjámshlutum til ýmissar notkunar. Uppbygging þekkingar og færni innan verkefnisins stuðlar því að því að íslenskur iðnaður geti keppt við innflutta vöru. Seig- járn er hinsvegar mun erfiðara í framleiðslu en pottur þar sem efnaíbætingin er vandasöm og nákvæmt eftirlit þarf með hitastigi og efnasamsetningu. ÁHERSLUR Rannsóknastarfsins í íslenska verkhlutanum er lögð áhersla á tengsl kólnunar og styrks í seigjárni auk þess sem sérstaklega er kannað hvernig nota má hljóðbylgjur til mælinga á eiginleik- um við gæðaprófun. Kólnunarhraða er breytt með því að steypa misþykkar plötur. Fylgst er með kólnun og storknun með tölvustýrðum hitamæli og sýni síðan tekin úr plötunum til frekari rannsókn- ar. Stærð og ijöldi grafítkúlnanna er metinn með aðstoð ljósmynda. Þá er smásæ bygging mæld með rafeindasmásjá. Álagsþol (tog- þol), harka og hljóðhraði eru mæld og síðan er reynt að tengja saman þessar breytistærð- ir og finna á hvern hátt þær tengjast hver annarri. Markmið slíkrarannsókna er að finna leiðir til þess að segja fyrir um eigin- leika hlutar, t.d. við hönnun, sem og að tryggja stöðug gæði í framleiðslu með eins einföldum mælingum og prófunum og mögu- legt er. Það er til dæmis hægt að nota tölvu- tækni til að reikna kólnun hluta og nota kólnunarferla til að spá fyrir um eiginleika út frá tengslum kólnunarhraða við aðra eig- inleika. Samstarfsaðilar á Norðurlöndum hafa lagt mesta áherslu á þróun tölvulíkana sem gera það kleift að herma eftir steypingu og spá fyrir um eiginleikana. Gott samstarf hefur sérstaklega verið við Tækniháskólann í Stokkhólmi sem hefur m.a. notað íslensk gögn til þessarar líkanagerðar með góðum árangri. Niðurstöður Rannsóknirnar sýna að hljóðhraði í seig- járni er greinilega tengdur hörku seigjárns- ins, eins og sjá má á línuritinu. Þetta þýðir að hljóðhraðamæling er vel nothæf til gæðaeftirlits með hörku seigjárns- steypu. Slík mæling skilur ekki eftir sig áverka á hlutnum, eins og hörkumæling mundi gera, og gefur þetta möguleika á 100% eftirliti. Ýmis sambönd hafa verið skil- greind milli smásærra stærða, kólnunar og eiginleika. Nefna má að innan íslenska verk- hlutans hefur verið þróuð greiningaraðferð við rafeindasmásjána sem metur smásæja bygg;ingu seigjárnsins með meira öryggi og fjótvirkar en hefðbundnar aðferðir. ÁRANGUR OG MIKILVÆGI íslenskur málmsteypuiðnaður á enn nokk- uð í land með að tileinka sér nútíma fram- leiðslutækni. Framleiðslan hefur hingað til verið tæknilega einföld og litlar gæðakröfur gerðar af þeim markaði sem framleitt er fyr- ir. Fyrirtækin hafa þó á síðustu árum tekið nokkur skref til verulegrar framþróunar. Þekkingaruppbygging á sviði seigjárnssteypu er gott dæmi um slíkt og fleira mætti nefna. Innan verkefnisins hafa, samhliða tilrauna- steypunum, verið steyptir ýmsir hlutir í reynsluskyni og hafa gefið góða raun. Hér skal aðeins nefnt að íslenska járnblendifélag- ið prófaði notkun skörungshausa úr seigjárni og tvö- til þrefaldaðist endingin miðað við fyrri hausa úr pottjárni. Yerðmunur á potti og seigjárni er hinsvegar aðeins 20-30%. Ný framleiðsla er því hafin í íslenskri málm- steypu. Áf verkefninu er einnig árangur af öðru tagi: Á þeim tíma sem liðið hefur frá upp- hafi þátttöku íslendinga hefur aðstaða og þekking á Iðntæknistofnun tekið stórt stökk fram á við. Stofnunin hefur nú yfir að ráða bæði tölvuvæddri rafeindasmásjá og búnaði til tölvustuddrar hönnunar og framleiðslu. Á stofnuninni er starfandi hópur manna sem nú ræður yfir reynslu og þekkingu á nútíma málmsteyputækni. Ennfremur hefur þátttaka í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi á sviðinu tengt okkur því besta sem gerist á þeim vett- vangi en Hubertverkefnið hefur hlotið alþjóð- lega viðurkenningu fyrir frumlega hugsun og framsýni fyrir hönd málmsteyputækninn- ar. Höfundar eru verkfræðingar á Iðntæknistofnun (slands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.