Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 14
N Verður ál orkugjafi framtíðarínnar? Eftir að bílar hafa gengið fyrir benzíni og olíu í 100 ár, hyllir undir þá tíð, að við getum sagt loksins, loksins — og orðið að minnsta kosti miklu óháð- ari olíuframleiðendum. Nýi rafgeymirinn er bylt- ing í þá veru, að hann þarf ekki að hlaða með rafmagni, heldur myndar hann það sjálfur. Það stór- kostlegasta er, að mengun yrði úr sögunni og ekki yrði gengið á aðrar orku- lindir jarðarinnar en bauxít, sem þarf til álfram- leiðslu. Ekki eru þetta sízt góð tíðindi fyrir þjóð, sem hefur ákjósanleg skilyrði til álframleiðslu með vatnsafli. EFTIR JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON Rafbílar hafa ekki síður en rafgeymar tekið stórstígum framförum að undanförnu. Iþessum bíl, sem Ford hefur hannað í samvinnu við General Electric, er öll drifrásin byggð inn í afturásinn. íðasta haust var ætlunin að gera tilraun með að nota lítinn rafknúinn golfvagn búinn álrafgeymum á golfvelli í Kanada. Og innan fímm ára er búist við að tilraunarafbílar sem ganga fyrir áli muni aka um götur þar í landi. Reyndar er ekki rétt að tala einungis um ál-geymi í þessu sambandi því að raforkan er fengin með því að hafa rafleiðandi vökva (raf- lausn) á milli tveggja skauta, áls og súrefnis, en súrefhið kemur úr andrúmsloftinu. Því hef- ur þessi tegund geyma fengið na&iið ál-loft rafgeymir. Lengi hefur verið vitað að ál byggi yfír mjög hagstæðum rafeftiafræðilegum eiginleik- um, þ.e.as. að raforkan sem losnar og nýta má við efnasamband áls og súreftiis er mjög mikil miðað við aðra málma sem til greina koma í þessum tilgangi. Fræðilega séð er þessi orka fjórum sinnum meiri en sú orka sem losn- ar við bruna sambærilegs rúmmáls af bensíni. Hins vegar er notkun áls sem raforkugjafa ýmsum vandkvæðum bundin. Aðalvandamálið, sem rannsóknarmenn standa frammi fyrir nú, er hvemig losna megi við mjög sterka og tor- leiðandi húð sem myndast utan á álinu þegar það gengur í efnasamband við súrefriið, svokall- að áloxíð. Þetta efiii er m.a uppistaðan í einangrun utan á rafkertum bflvéla og hindrar að neisti undir allt að 20 þúsund volta spennu hlaupi eitthvað annað en hann á að gera. Með því að blanda öðrum efnum í álið í örlitlu magni, t.d. 0,04% gallíum, er unninn bugur á einangrun áloxíðsins. Þó verður að hræra í raflausninni og halda henni á stöðugri hreyf- ingu til þess að viðhalda leiðni hennar. Kostir af notkun ál-loftrafgeyma eru ekki aðeins fólgnir í miklu orkuinnihaldi þessara geyma heldur einnig í lítilli eðlisþyngd álsins. Framtíðarsýn „Chloride“-rafgeyma- framleiðandans um „geymastöð“ þar sem natríum-brennisteinsgeymar eru hlaðnirmeð umframorku úr veitukerf- inu tilþess að nota aftur á yfirálagstím- IBretlandi og í Þýskalandi er verið að gera tilraunir með natríum-brenni- steinsrafgeyma fyrirbíla. Þeirhafa u.þ.b. fjórum sinnum meira orkuinni- haldmiðað við þyngd en blýgeymar, engallinn erhins vegar sá að sífellt þarf að endurhlaða þessageyma, rétt eins ogblýgeyma. Því mun í framtíðinni, þegar þróun þessa geym- is verður lengra á veg komin, verða unnt að aka bfl 15.000 km — eða því sem næst — í eitt ár á 220 lítrum eða um 660 kílóum af áli. Til samanburðar má geta þess að bfll sem eyðir 10 lítrum af bensíni á 100 km þarf um 1.350 kg af bensíni miðað við sömu aksturs- vegalengd. Þá er komið að kostnaðarhliðinni. Hún er víst sá þáttur sem allt snýst um á endanum. Sem stendur nemur kostnaður við að framleiða álskaut í nógu stóran rafgeymi til að knýja rafbfl nálægt 50.000 krónum. Þar af er efnis- kostnaður aðeins V20—!/io hluti þessa kostnað- ar. Því liggur í augum uppi að með fjöldaframleiðslu rafgeymisins má ná verði hans verulega mikið niður. Það er því að- eins tímaspursmál hvenær farið verður að framleiða ál-Ioft geyma í stórum stíl til þess að knýja rafbfla og önnur farartæki, því að fyrr eða síðar mun verð á olíu hækka verulega og hún jafnframt ganga til þurrðar. Á1 sem „eldsneyti" leysir margan vanda sem jafnt venjulegir bílar sem rafbílar eiga við að etja í dag. Stærsti kostur rafbíla er fólginn í hljóðum og mengunarlausum akstri. „Álbílar" hafa að auki þann kost, umfram þá rafbíla sem hingað til hafa ver- ið notaðir, að geymamir eru margfalt léttari Miðstöð. Transistor-áriðilltiiað breyta jafnstraum í riðstraum. Rafmótor með sambyggðri sjálfskiptingu og holum, gegnumgangandi driföxli. Natríum-brennisteinsrafgeymir. Stjórnbúnaður rafkerfis Rafmagns-vökvastýri. Engin sjálfsafhleðsla fer fram innan ál-loftrafhlöðunnar og ekkert eyðist af uppistöðuefnum hennar fyrr en hún er tengd við straumnotanda. Þvíeru þess- arrafhlöður tilvaldarsem neyðarraf- hlöður, t.d. sem neyðarljós. en blýgeymar. Það eitt sparar mikla orku við aksturinn. Ekki þarf heldur að endur- hlaða geymana með tilheyrandi bið og nauðsyn nálægrar rafmagnsinnstungu, heldur aðeins skipta um álplötu á u.þ.b. 2.000 km fresti. Síðan má endurvinna álplöt- una sem súrál í næstu álverksmiðju. Hins vegar verður að bæta vatni við raflausnina á um 400 km fresti. Og þar með er gamli draumurinn um bíl sem gengur fyrir vatni næstum því orðinn að veruleika! Ál-loftgeymar bjóða upp á áður óþekkta möguleika til umhverfisvemdar. Þeir losa mann ekki aðeins við óhreinindi frá út- blæstri bíla í andrúmslofti bæja og borga og stöðva skemmdir á aldagömlum stein- byggtnKutt1 heldur munu þeir einnig draga úr þeirri raforkuframleiðslu með kolum og olíu sem nauðsynleg yrði ef rafbílar með endurhlaðanlegum rafgeymum tækju við af bílum með brunamótorum. Þetta gerir þeim þjóðum, sem búa yflr mikilli ónotaðri vatns- orku til raforkuframleiðslu, kleift að nýta þá orku til álframleiðslu og flytja síðan álið út til þéttbýlli landa. Rétt eins og olíuríki gera við olíuna í dag. Hér gæti því verið um mikilvægan framtíðariðnað að ræða fyr- ir lönd eins og Kanada, Noreg — og svo vitanlega ísland. Kanadamenn og Norðmenn eru þeir sem helst hafa sinnt rannsóknum með ál-loftraf- geyma fram að þessu. Kanadamenn á sviði rafgeyma fyrir bíla, með „Alcan“-fyrirtækið í fararbroddi, en Norðmenn meira á sviði neyðarrafstöðva fyrir fjallahéruð og neyðar- ljósa fyrir sjómenn. Því að svo lengi sem enginn rafvökvi er til staðar í rafgeyminum eyðist ekkert af álinu. Þegar þörf er á ra- forku er nóg að setja saltvatn, til dæmis sjó, á geyminn til þess að ljós kvikni. Lítið hefur hins vegar heyrst af tilraunum íslendinga á þessu sviði. Þó eru hér ákjósan- legar aðstæður til notkunar rafbíla sem knúnir eru með ál-loftrafgeymum. Við höf- um ekki aðeins eigin álverksmiðju til framleiðslu hráefnis í geyminn og notum til þess orku okkar eigin fallvatna, heldur er hér einnig um mikinn gjaldeyrisspamað að ræða í formi verulega minnkaðs innflutn- ings á eldsneyti til landsins. Sé kveðið sterkar að orði má segja að notkun rafbíla hér á landi treysti sjálfstæði þjóðarinnar með því að gera hana óháðari innfluttri orku. Islensk stjómvöld hafa ekki sinnt þess- um atriðum sem skyldi. Þau ættu ekki að þurfa að óttast nýtt Kröfluævintýri þótt þau leyfðu sér að fylgjast örlítið með framvindu mála á þessu sviði. Þrátt fyrir að athuganir varðandi álgeyma og rafbíla fari svo hægt af stað sem raun ber vitni í þessu gósenlandi raforkunnar eigum við samt vonandi eftir að sjá rafbíla sem ganga fyrir áli aka um landið þvert og endilangt. Vitanlega verða þessir bílar eins léttbyggðir og kostur er, þá væntanlega með ályfirbyggingu. Hugsið ykkur lúxusinn — verði slíkur bíll „bensínlaus" einhvers staðar úr alfaraleið er bara að taka fram boddíklippurnar 0g bregða þeim á eitt brett- ið... Höfundurinn er bílaverkfræðingur. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.