Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 6
Kannskí einhverskonar óður til fortíðarinnar Stundum tekst listamanni að sameina í list sinni fleira en eitt listform. Ljóðið eða sagan um- hverfist í mynd. Myndin verður ljóð eða saga og yfir heildinni eru tónar. Og ég held að þetta eigi sér aldrei stað nema þegar listamaðurinn Vigdís Grímsdóttir ræðir við HULDU HÁKON, sem sýnir nú í Galleríi Svörtu á hvítu og segir meðal annars frá dvöl sinni í New York í nábýli við Araba og ítali er heiðarlegur og sannur og tekst að vefa í listina lífsskoðun sína. Þegar það gerist snertir hann líka einhvem þann streng í manneskjunni sem ekki hefur verið snertur áður, en hefur leynst í henni samt. Og þá ber svo við að okkur opnast önnur og ný sýn þar sem við sitjum við gamla glugga. Myndverk Huldu Hákon sem nú sýnir í Gallen' Svörtu á hvítu kveiktu mér nýja sýn, lásu mér sögu og ljóð og tóna. Og ég kann ekki að heimta meira af listinni. Hulda hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og í útlöndum hefur hún bæði sýnt ein og með öðrum. Þessi sýning er hennar fyrsta einkasýning á íslandi. Ég vissi að Hulda hafði verið við_ nám í New York með manni sínum, Jóni Óskari, sem líka er myndlistarmaður og ég bað hana að segja lesendum Lesbókarinnar frá lífínu og list- inni hér og þar. Hún brást vel við því og frásögn hennar var svo heilsteypt að ég ákvað að trufla hana ekki með frammígrip- um og vífílengjum. ertu ekki í Kínahverfínu lengur, heldur í „Little Italy“ og í allt öðru menningarsam- félagi. Mér fannst gott að geta týnst í mannhafínu og notið fjölbreytninnar. Fyrsta árið okkar í New York bjuggum við í arabahverfi í Brooklyn. Mér fannst það mjög sérstakt að koma frá íslandi og íslenskri menningu í þetta hverfi. Strákurinn okkar, Burkni, lék sér til dæmis við araba- krakkana. Mömmurnar í samfélagi araba eru eingöngu inni á heimilunum og ganga sumar hvetjar jafnvel með blæjur. Ég hugs- aði oft um það þegar ég sá Burkna leika sér við krakkana hvað það hlyti að vera skrítin upplifun fyrir hann að kynnast mæðrum þeirra á sama hátt og það hlyti að vera leikfélögum hans skrítin reynsla að kynnast mér. En böm eiga sjálfsagt auð- veldara með að sætta andstæður tveggja ólíkra heima en fullorðnir. Sjálf reyndi ég að kynnast þessum konum, en við hveija tilraun mína litu þær undan, forðuðust mig. Ég vissi aldrei hvað það var. En frá svona atvikum eins og þessu sem lýsa hvoru tveggja í senn ólíkri menningu og ólíku hversdagslífí var stutt í stærri og áhrifa- meiri atburði. Eina nóttina var veitingastað- urinn úti á homi sprengdur í loft upp. Reyndust þar vera að verki hefndarsamtök gyðinga og veitingahúsið á hominu hafði þá verið samkomustaður PLO í New York. Ég sem þessa nótt svaf á mínu græna eyra var allt í einu í miðri hringiðu heimsviðburða. í þtjú ár bjuggum við nær ánni í Brook- lyn í ítölsku hverfi. Það var gjörólíkt og þrátt fyrir allar mafíur kunni ég betur við það. Mér fannst það til dæmis notalegt að sjá hvað ítölsku fjölskyldumar em sterkar og samheldnar. Samt var engu að síður ólga í þessu hverfí og nágranni okkar var einn daginn skotinn úti á bensínstöð. Allt var sem sagt rólegt á yfírborðinu en undir niðri sló hart og grimmt hjarta. Ástæðan fyrir því að við fluttum nær ánni var sú að þar fengum við húsnæði sem hentaði okkur miklu betur sem myndlistar- mönnum. Þetta var gamall tvöhundmð fermetra kyndiklefi. Mjög skemmtileg íbúð. I henni miðri var djúp gryfja þar sem ofnarn- ir og pípumar vom ennþá og þar unnum við. Til að komast yfír í aðra hluta íbúðarinn- ar fómm við yfir brú. Þegar ég kom aftur heim mundi ég allt í einu eftir því hvaða kröfur íslendingar gera til íbúðarhúsnæðis.. Ég er hrædd um að þær kröfur hefðu ekki fengið fullnægju þama. En við vomm ánægð. Það var oft mikið fjör þama og ég man sérstaklega eftir eftirminnilegri uppákomu. Við kölluðum hana „Af brúnni". Við bjugg- um til plakat og sendum út boðskort. Myndlistarmennirnir héldu myndlistarsýn- ingu í Gallerí tösku sem er raunvemleg ferðataska og um leið ferðagallerí, einstakt í sinni röð, sem Hannes Lámsson rekur. Tónlisarmennimir og skáldin fluttu verk sín af brúnni og þegar maður fór upp á þak blasti við Manhattan-eyjan og Frelsisstytt- an. Þetta var yndislegur tími. Og ég gæti talað um hann lengur því allt þetta um- hverfi hafði djúp áhrif á mig og list mína. En mig langar líka að segja þér frá náminu þarna úti og bera það örlítið saman við námið hér heima. Og svo kemst ég nú ekki hjá því að minnast á nýlistadeildina. Samtvinnun Hugans Og Handarinnar Ég var við nám í The School of Visual Arts sem mér finnst méra ákaflega vel upp- byggður skóli. Þama verður hver og einn að taka ákveðin gmnnfög og síðan velur maður eftir sínu áhugasviði. Gmnnpunkt- amir sem allir taka em til dæmis í bókmenntum en innan þeirrar skyldu er líka val. Ég gat oft valið á milli jafnólíkra greina og indverskrar smásagnagerðar og Ulysses eftir James Joyce. Þegar ég kom í þennan skóla úrðu mér ljósir ýmsir gallar sem em á skipulagi skólans hér heima. Allri kennslu og umræðu um listir og menningarmál er ábótavant í Myndlista- og handíðaskólanum. Samtvinnun hugans og handarinnar vantar þegar aðaláherslan er lögð á handverkið. Þetta er auðvitað langt frá því að vera gott. Úti lagði ég stund á silkiþrykk og skúlptúr- gerð sem aðalgreinar og þetta var gott framhald af því ágæta veganesti sem ég bar úr nýlistadeildinni héðan. Ég er annars einstaklega ánægð með að hafa valið nýlistadeildina hér heima á sínum tíma því þar var mesta getjunin í skólanum. Við fengum til dæmis kennara utan úr heimi sem hugsuðu á allt annan hátt og það eitt var að vissu leyti eins og kjaftshögg á hefð- ina. Þegar ég kom í nýlistadeildina stóð ég frammi fyrir því að fá sjokkið sem fólk fær yfirleitt ekki fyrr en það hefur lokið sínu hefðbundna námi. Ég skapaði ekkert í tvo heila mánuði af því að ég var svo föst í hinu hefðbundna, bundin því að kennarinn segði mér fyrir verkum. í deildinni var aðal- IMiðriHringiðu Heimsviðburða Andstæðurnar í New York eru afger- andi. Þú gengur yfír eina götu og allt í einu Hulda Hákon - Éghræðist hraða nútímans og reyni aðlifa ekkiíþeim takti-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.