Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 5
Bakarastígs (Bankastrætis) og Skólavörðu- stígs inn að fyrmefndum vegamótum (á Laugaveg 18—20) og var sá vegur fram að þessu ýmist kallaður Vegamótabrú eða Vegamótastígur. Á þeim tíma var nefnilega talað um að „brúleggja" götur þegar þær voru hlaðnar upp með undirpúkki og kant- steinum. Orðið er að sjálfsögðu komið úr dönsku og merkir einfaldlega að stein- leggja. Brú er steinlagður vegur í þessari merkingu. Hinn 28. september þetta haust var flokk- ur atvinnulausra tómthúsmanna mættur við Vegamót, allshugar feginn vinnunni, ogtek- inn til við að „brúleggja" Laugaveg af miklu kappi. Að jafnaði unnu 40—60 manns við veginn og aðeins mánuði síðar hafði verkinu miðað það vel að komið var inn undir tún- garðinn á Rauðará. Þá var féð þrotið. En reykvískir tómthúsmenn voru engir veifi- skatar. Hinn 28. október skrifuðu 35 þeirra undir áskorun til bæjarstjómar um að hafa einhver ráð til þess að halda áfram með veginn meðan tíð leyfði. Og nú virðist bæjar- stjómin hafa verið komin í sigurvímu út af þessu tilvonandi lengsta borgarstræti á ís- landi því að samþykkt var í einu hljóði að leita skyldi 2.000 króna láns til viðbótar í þessu skyni. Þess skal getið að heildarút- gjöld bæjarfélagsins vora þetta ár skv. fjárhagsáætlun rétt um 24 þúsund krónur þannig að lánsupphæðin til Laugavegsins nam orðið meira en fimmtungi af þeirri upphæð. Deilt Um Hálfa Alin En þrátt fyrir þennan einhug um að halda áfram lagningu Laugavegs var bæjarstjóm- in samt alls ekki á eitt sátt um hversu langt skyldi haldið enda komst vegurinn ekki alla leið fyrr en um 1890 og eins rifust menn nokkuð um breidd vegarins og stóð rifrildið um hálfa alin sem era rúmir 30 sentimetr- ar. Formaður veganefndar, sem mun hafa verið Páll Þorkelsson gullsmiður, stakk upp á að hafa veginn aðeins 6 álnir á breidd en það jafngildir um 4 metram. Tillaga hans var felld með 5 atkvæðum gegn 3 og samþykkt að bæta hálfri alin við. Fundargerðarbækur bæjarstjómar era fáorðar um umræður og ágreining en senni- lega hafa orðið heitar deilur um Laugaveg- inn á áranum 1885—1890. Valdimar Ásmundsson, ritstjóri Fjallkonunnar, átti að hafa sagt þegar mönnum var einna heitast í hamsi út af þessu máli að það væri eðli- legt að samkomulagið væri ekki gott í bæjarstjóm þar sem bærinn byijaði í Bráð- ræði og endaði í Ráðleysu. Hér er um orðaleik að ræða því að vest- asta byggða bólið þá í Reykjavík var Bráðræði (sbr. Bráðræðisholt) en maður nokkur að nafni Egill Diðriksson hafði reist Um aldamótin. Laugavegur 2 (t.h.) var reist árið 1886 af Halldóri Þórðarsyni bókbindara og prentsmiðjustjóra. Byggingar- meistari var Guðmundur Jakobsson og var þetta talið eitt af glæsilegustu húsum bæjarins sem það er reyndar enn. Á tröppunum standa Halldór og María Kristjánsdóttir kona hans, en hann kallaði húsið Maríuminni í höfuðið á henni. í næsta húsi (Laugavegi 4) var svo Félagsprentsmiðjan á árunum 1890-1915 en henni stýrði Halldór. Lengra má sjá Bier- ings-hús (nr 6) en til hægri á myndinni má greina hús Árna Gíslasonar leturgrafara og lögregluþjóns (Skólavörðustíg 3). Takið eftir hinum örfína halla á Laugaveginum sem Kjarval talar um. Ljósm.: Sigfús Eymundsson. Þjóðminjasafnið. sér lítinn steinbæ árið 1887 sem stóð þá stakur og einmana lengst inn með hinum nýlagða Laugavegi. Það þótti slíkt glapræði að byggja sér hús svo langt frá byggðinni að gárungamir gáfu steinbænum nafnið Ráðleysu og var hann eftir þetta aldrei kallaður annað. Þess skal getið að Egill Diðriksson var afi Egils Vilhjálmssonar, hins mikla bflakóngs, sem einmitt hafði aðsetur miklu innar við Laugaveginn seinna meir. En Ráðleysa var nú ekki innar en svo að hún stóð þar sem nú er Iðunnarapótek við Laugaveg 40. TilAðGóma SVEITAMANNINN Engum datt í hug að Laugavegurinn ætti eftir að verða aðalverslunargata Reykjavíkur. Hann var einfaldlega leiðin inn í Laugar og út úr og inn í bæinn, sérstak- lega eftir að Elliðaár vora brúaðar. Verslun- in var öll í Kvosinni og aðallega við Hafnarstræti. Hitt var annað mál að um leið og Laugavegur hafði verið lagður og bændur komu í stórhópum austan úr sveit- um vor og haust sáu ýmsir smærri kaupmenn sér leik á borði og settu upp verslanir við þessa alfaraleið. Þeir vildu góma sveitamanninn áður en hann næði að komast alla leið niður í Hafnarstræti þar sem hinar stóra, hálfútlendu verslanir vora. Sama má segja um söðlasmiði, gullsmiði, veitingamenn og hótelhaldara. Það var því ekkert eðlilegra en Laugavegurinn yrði fljótt aðalgatan í Reykjavík. Það lá við að það væri Iiður í sjálfstæðisbaráttunni að heija verslun þar til að hnekkja veldi danskra selstöðukaupmanna í miðbænum. Þegar fyrir 1885 hafði myndast einföld röð lágra húsa við Vegamótabrúna upp að Vegamótum en eftir að Laugavegurinn var lagður fóra menn innar og innar, og á fyrstu þremur áratugum aldarinnar varð Laugavegurinn fullmótaður sem aðalversl- unar- og þjónustugata Reykjavíkur. Og nú er hann næstum orðinn óendanlegur eins og Kjarval hafði varað við. Framhald síðar. Höfundurinn er sagnfræöingur og vinnur við að skrifa sögu Reykjavíkur. Laugavegurinn er svo formfull og laðandi gata, að hreinasta yndi er að ganga hana, sagði Kjarval í grein í Morgunblaðinu 1923. Þessi mynd er fr»frin á. öðrum áratugi aldarinnar. Stóra timburhúsið til vinstri er Laugavegur 41 sem þá var í eigu Arinbjamar Sveinbjömssonar bókbindara og hafði hann bókaverzlun í húsinu. í litla húsinu næst er Helgi Guðmundsson aktygjasmiður til húsa og enn innar má sjá tvö sambyggð hús Jóns Helgasonar kaupmanns á Hjalla (nr.45). Hús Arinbjamar og Jóns standa enn. Til hægri er Laugavegur 40, þar var Sápubúðin, en lengra er steinsteypt stórhýsi Guðmundar Egilssonar kaupmnanns (nr. 42). Þar fyrir handan er svo Staður (nr. 44), hús Vilhjálms Þorvaldssonar. Póstkort í eigu Þjóðminjasafnsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. MAÍ 1987 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.