Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 4
Laugavegur 29. maí 1893. Húsið til vinstri er íbúðarhús Jóns Péturssonar háyfirdómara, nú Laugavegur 1. Það var seinna flutt innar á lóðina og hýsir nú verslanir. Rétt fyrir innan Laugaveg 1 sér í gaflinn á húsi Jóns Helgasonar járnsmiðs og organista (Laugavegur 3) en húsið með kvistinum var reist af Símoni Alexíus- syni. Gaflsneidda húsið til hægri er Laugavegur 2 sem enn stendur. Takið eftir skólprennunni og konunum sem koma ríðandi í söðli niður götuna. Ljósmynd eftir óþekktan franskan (jósmyndara. Þjóðminjasafnið. Sitthvað um Laugaveg fyrr og síðar: Þessi örfíni halli 11 u Jóhannes Kjarval benti á töfra Laugavegarins í blaðagrein 1923, en ekki er það alveg rétt, að konur á leið í Þvottalaugarnar hafi ævinlega gengið þá leið, sem tómthúsmenn í Reykjavík „brúlögðu“ í atvinnubótavinnu fyrir 100 árum. EFTIR GUÐJÓN FRIÐRIKSSON 1. HLUTI augavegurinn hefur löngum verið lengsta og fjölbreyttasta verslunargata Reykjavíkur og þar með alls landsins. Þar ægir saman ólíkum húsagerðum og auk húsanna við götuna sjálfa er röð bakhúsa beggja megin. Mikið hefur verið skrifað um gamla miðbæinn eða Kvos- ina um árin og kannski ekki síst á af- mælisárinu í fyrra, en Laugavegurinn, sem er býsna sögufræg gata og gæti frá mörgu sagt, hefur einhvem veginn orðið út undan. Það er eins og erfitt sé að höndla sögu þessarar löngu og mjóu götu með öll húsin. Hér verður aðeins reynt að bæta úr þessu í nokkrum greinum og er best að byrja á skáldlegri lýsingu sem samin var árið 1923 og hafa hana sem eins konar forleik áður en fyrsti þáttur hefst. „FORMFULLOG LaðandiGata** „Laugavegur er mýksta gata sem til er í nokkurri borg, beinni en Via Nationale en álíka löng frá Barónsstíg að Bankastræti; eins og Carl Johan, en nokkuð lengri, en mjórri og húsin flest miklu fátæklegri. Laugavegurinn er svo formfull og laðandi gata, að hreinasta yndi er að ganga hana, ef hún bara væri hreinlegri en hún er ög ef hún væri sljettuð og snirtilega um hana hugsað frá Smiðjustíg alla leið inn að Rauð- arárlæk, má segja að gatan lokki mann og seyði. Þessi ör„fíni“ halli, sem laðar augað og tilfinninguna inneftir — inneftir — eða niðureftir á víxl. — Skemmtilegast er að ganga úti á miðri götunni á kvöldin, eftir vagna og hesta umferðina. Þjer mun líða vel, þegar þú ert búinn að ganga hana á enda fram og aft- ur. Vara þú þig, Landi, að hún lokki þig ekki til þess að byggja inneftir, lengra — lengra, — í það óendanlega. Líklegast eru það Laugakonur, sem upp- runalega lögðu þennan veg, með sleða og kerru hafa þær farið þar um, sem landið gaf þeim ljúfast undir fótinn. Hjer er tækifæri fyrir íslenska listamenn að reisa Laugakonum þessum minnisvarða og finna hæfílegan stað milli Smiðjustígs og I.augavegs og inngötunnar; því þegar fram líða stundir, verður Laugavegurinn ein af uppáhaldsgötum höfuðstaðarbúa og allra sem hingað koma.“ Svo skrifaði listamaðurinn Jóhannes Kjarval í Morgunblaðið 25. mars 1923 í grein er hann nefndi Reykjavík og aðrar borgir. Greinilegt er að Kjarval hefur haft mikla tilfinningu fyrir borginni þótt hann væri sveitamaður sjálfur. Erlendur í Unu- húsi sagði hins vegar um vin sinn Halldór Laxness að hann nyti þess ævilangt „að vera borinn og bamfæddur við lengsta borg- arstræti á íslandi“. Þar á hann sjálfsagt við að heimsmennsku skáldsins mætti rekja til þeirrar staðreyndar að hann væri fæddur við Laugaveginn, slagæð Reykjavíkurborg- ar. Laugakonur FÓRU AðraLeið Sú skoðun Kjarvals að líklegast hefðu laugakonur upprunalega gjört þennan veg á hins vegar ekki við rök að styðjast nema að mjög litlu leyti. Gamla leiðin inn að Þvottalaugum var hin sama fyrsta spottann en inni á móts við Laugaveg 18 eða 20, sem nú er, greindust leiðir. Þar voru þrír bæir sem báru nafn af þeim krossgötum sem þar voru og hétu Vegamót. Annar vegurinn frá Vegamótum lá upp á Skólavörðuholt áleiðis til Oskjuhlíðar en hinn hlykkjaðist niður um Skuggahverfið og lá síðan með sjó út á Laugarnes og inn í Þvottalaugar. Það er hinn gamli Laugavegur. Hinn þráðbeini Laugavegur með örfína hallann var hins vegar lagður að frum- kvæði fátækranefndar bæjarins vegna lélegs atvinnuástands á haustdögum 1885. Þessi „formfulla og laðandi" gata, mýksta gata sem til er í nokkurri borg og uppáhalds- gata Jóhannesar Kjarvals, var lögð í at- vinnubótavinnu. í gjörðabók bæjarstjórnar 17. september 1885 standa þessi orð: „Uppástunga frá fátækranefndinni um, að taka allt að 3.000 kr. lán til að útvega þurfandi bæjarmönnum atvinnu nú í haust, vegna harðæris, einkanlega vegavinnu, og nefnir fátækranefndin þar til sérstaklega veginn að Laugameslaugum. Samþykkt var í einu hljóði, að fara þess á leit við lands- höfðingja, að hann veitti bænum allt að 3.000 kr. lán úr viðlagasjóði, með þeim kjör- um, sem til er tekið í athugasemd aftan við fjárlagafrumvarp 1886 og 1887, til að út- vega mönnum atvinnu við nytsamleg fyrir- tæki. Uppástunga um að setja nefnd til að íhuga, hvemig veija skuli fé þessu, var felld með 6 atkv. gegn 4, en samþykkt með 8 atkv., að veija láninu skv. uppástungu fá- tækranefndarinnar, þ.e. til vegagerðar inn að Laugameslaugum eftir nánari ákvörðun bæjarstjómarinnar um stefnu og aðra til- högun vegarins." Tómthúsmenn „Brú- LÖGÐU“LAUGAVEGINN Þannig varð Laugavegur til. Að vísu var áður búið að leggja veg frá gatnamótum 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.