Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 11
snjallasta trixið sitt: Hann skrifaði þrjú leikrit, hvert þeirra alveg sjálf- stætt og leikið hvert sitt kvöldið, en öll fjalia þau engu að síður um sama fólkið á sama kvöldinu og segja í raun sömu söguna.“ Þessu til viðbótar má t.d. nefna að í SIST- ERLY FEELINGS rennur frásögnin eftir þremur ólíkum farvegum, sem þó stemma allir að sama ósi. Og eitt af yngri verkum hans, INTIMATE EXCHANGES, saman- stendur af hvorki fleiri né færri en 30 senum, sem leiknar eru í átta þónokkuð mismunandi útgáfum — af aðeins tveimur leikurum í samtals tíu hlutverkum, sem þeir leika þó ekki öll á hverri sýningu!! Ayckboum bregður m.ö.o. oft á leik með ófyrirsjáanlega framvindu tilverunnar, sem enginn veit jú hvort heldur er stýrt af örlög- um eða tilviljunum. Og er því, þegar allt kemur til alls, tæpast nokkur leikur!? Skopleg Hamingja Ayckbourn er ekki pólitískur höfundur og að því leyti nokkuð sér á báti í enskri leiklist. Hann hefur opinberlega lýst yfír inu; kynlífið í rúst og tilfinningalífið allt í molum. Karlmennirnir í lífí þeirra eru yfir- leitt næsta skilningssljóir í þessum málum — og þá oftar en ekki af ásettu ráði! í ÓÁNÆGJUKÓRNUM er þetta marg- undirstrikað. Þar eru konumar í vanþakk- látu hlutverki þolandans, fómarlömb ágirndar og samkeppnisáráttu aura-apanna; karlpeningsins. Húmorinn er þar engu að síður í öndvegi. Á MÓTISTRAUMNUM Leikrit Ayckbourns WAY UPSTREAM (1982) þykir gott dæmi um þá margræðni sem einkennir „alvarlegri“ gamanleiki hans. Á sjónræna sviðinu blasir við ósköp venjuleg sigling upp eftir fljóti, með fjörugu mannlífí um borð og fýndnin er óborganleg. En und- ir gáskafullu yfírborðinu eygja áhorfendur bæði syndaflóð og dómsdag. Verkið ristir dýpra og hefur alvarlegri undirtón en í fyrstu virðist; af sviðinu er útsýn til örlaga sem allir eiga þátt í. Það er einmitt þetta sem er hið dæmi- gerða við list Ayckboums og veldur því að menn spyija ráðvilltir: „Hvað er maðurinn Ragnheiður Arnardóttir og Sigurður Sigurjónsson íhlutverkum sínum í Óánægju- kórnum. andúð sinni á hvers kyns öfgum, jafnt pólitískum sem öðmm. Því fer þó fjarri að í gamanleikjum hans birtist á einhvern hátt litlaus og/eða ógagnrýnin mynd af sam- félaginu og þeim mannlegu samskiptum sem þar þrífast — að vera einn á báti er ekki hið sama og sigla lygnan sjó. Alvarleg við- fangsefni og lífsgátuglímur verða sífellt meira áberandi í verkum hans og fá stöðugt meira rúm, þótt vissulega hafi hinar „dekkri“ kómedíur hans ætíð fjallað um fólk í vanda og tilfinningakreppu. Þrátt fyrir galsafenginn húmor eru per- sónur Ayckboums oft á tíðum öldungis ósáttar við lífið og það hlutskipti sem sam- félagið býr þeim. Hann lýsir ósjaldan fólki sem einhverra hluta vegna situr fast í ör- lagabundnum vefi sem sættir sig ekki við, en nær ekki að slíta sig úr þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir og steypir því á stundum bæði sjálfu sér og öðram í óskiljanlega (og skop- lega) ógæfu. ÓÁNÆGÐUR KVENNAKÓR Yfírleitt er það kvenfólkið sem verst er statt í verkum Ayckboums. Flestar era kon- umar óánægðar, óhamingjusamar og vonsviknar — og þá ekki síst í hjónaband- eiginlega að meina?“ Áhorfendur eiga nefni- lega oft erfitt með að sættast á að gamanleikjahöfundur geti verið í senn ófor- betranlega fyndinn og tillögugóður við lausn lífsvandans. í huga Alans Ayckboums er þetta hins vegar eitt og hið sama, og því vanvirðir hann iðulega ýmis óskrifuð lög þeirra sem hættir til að taka sjálfa sig og listina of hátíðlega. Ayckboum á sér líka draum um enn nýja tegund gamanleiks úr eigin smiðju. Gefum honum orðið: „ Upp á síðkastið hef ég fengið sífellt meiri áhuga á að skýra, skilja og skilgreina þann hlátur sem gaman- leikur framkallar hjá áhorfendum. Eg vil helst að áhorfendur hlæi með því sem er að gerast og vegna þess, ekki að því sem gerist. Ég vona að sjálfur sé ég alltaf að ijarlægjast eig- indir ærslaleiksins í verkum mínum og nálgast þess í stað grannhug- myndir hins sígilda gamanleiks, þar sem persónumar era sannferðugar og aðstæðurnar ekki óraunveralega. Það skal koma að því að ég skrifí leikrit sem algerlega er rúið öllum brönduram, en fær samt áhorfendur til að veltast um af hlátri heilt kvöld. ÓÁNÆGJUKÓRINN hjá LR. Þýðing ....... Dansar ...... Tónlistarstjórn Búningar ..... Leikmynd ..... Leikstjóm .... .... Karl Agúst Úlfsson Ingibjörg Björasdóttir Jóhann G. Jóhannsson ......... UnaCollins ..Steinþór Sigurðsson Þorsteinn Gunnarsson Aðalhlutverk: Sigurður Sigutjónsson ............................ Guy Jones (skrifstofumaðurinn) Kjartan Ragnarsson ................................ Dafyð Ap Llewellyn (leikstjóri) MargrétÁkadóttir .......................... Hanna Llewellyn (eiginkona leikstjóra) Aðrir leikendur: Ragnheiður Elfa Araardóttir, Jakob Þór Einarsson, Guðrún Ás- mundsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Karl Guðmundsson, Margrét Ólafsdóttir, Sigrún Edda Björasdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannsson og Daníel Williamsson. Ég er einlægur aðdáandi Tjekhóvs — hjá honum er ósvikinn sannleikurinn skemmtilegastur. “ ÓÁNÆGJUKÓRINN ÓÁNÆGJUKÓRINN (A Choras of Disapproval) er nýjasti gamanleikur Ayck- bourns og annað verk hans sem sýnt er hérlendis. Hið fyrra var RÚMRUSK (Bed- room Farce), sem sýnt var af Leikfélagi Reykjavíkur í Austurbæjarbíói fyrir tæpum áratug við miklar og langvarandi vinsældir. RÚMRUSK er enda eitt þeirra verka Ayck- boums sem farið hefur sigurför um heiminn. Sennilegt er að slíkt verði einnig hlut- skipti ÓÁNÆGJUKÓRSINS, því auk þess að hafa nú verið sýndur í tvö ár samfellt í breska Þjóðleikhúsinu og unnið til margra eftirsóttra verðlauna — m.a. verðlauna breskra gagnrýnenda sem besta leikrit ársins 1985, fyllir hann nú hvert leikhúsið á fætur öðra, jafnt innan Bretlands sem utan. Rangt væri að fræða hér íslenska leikhús- gesti rækilega um efni verksins og/eða ræna þá þeirri ánægju að kryfja það á eig- in forsendum. Því er best að segja sem minnst. Þess má þó geta að þetta er bráðfyndinn gamanleikur — fléttaður söngvum — sem öðram þræði fjallar um ánægjuna af áhuga- leikstarfi, svo og ást, afbrýði og undirferli. Hér segir frá heldur uppburðarlitlum skrif- stofumanni, Guy Jones, sem ákveður að taka þátt í sýningu áhugaleikhúss á því fræga og vinsæla leikverki BETLARA- ÓPERUNNI eftir John Gay. Áður en varir tekur vegur hans að vaxa — hann verður með tíð og tíma sá sem allt snýst um, jafnt innan sviðs sem utan, og konumar falla fyrir honum (eða era felldar) hver um aðra þvera. I þeim efnum sem fleiram minnir Jones mjög á skúrkinn Mackheath í BETL- ARAÓPERUNNI — þar er t.d. að finna mjög ámóta ástarþríhyming (ástar„sex“- hyrning). Er sú samlíking og öll samsvöran- in milli leikfléttu óperannar og óánægju- gengisins listilega smíðuð í leikritinu. Og það á svo sannarlega við um þetta verk, að ekki er allt sem sýnist. Húmorinn er að sönnu ekki hávaðalaus og það er mik- ið hlegið, en að baki býr ísköld alvara, þar sem frænkurnar ágirnd, ást og græðgi níðast ótæpilega á tilfínningum þeirra sem síst skyldi. í leikhúsinu á eflaust margur eftir að sjá sinn innri mann brosa flóttalega í þeim spé- spegli — og flýta sér að klapp’ann upp. Höfundurinn er cand.mag. í íslenskum bók- menntum. HLÍN AGNARSDÓTTIR Ráð handa ferðlöngum Þið sem hyggist leggja upp í stutta ferð um lönd ástarínnar gleymið ekki að náttúran þar er jafn viðkvæm og alls staðar annars staðar á jarðríki í stuttum ferðum er líka mikilvægt að ganga vel frá öllu rusli. Til Önnu Ahkmatovu í dag færðu þeir mér ekki heldur neitt bréf. Ég leitaði dyrum og dyngjum rétt eins og húsdraugurinn hefði hirt þau og stungið þeim undan. I dag færðu þeir mér sem sagt ekkert bréf. Og um helgar er enginn póstur borínn út. Drottningarlæti Á þessari nóttu þegar tunglið er fullt en þó víðsfjarrí gaddurinn óbærílegur kötturinn óður rítvélin vinur og morgundagurínn já morgundagurinn... langar drottninguna til að leika við kónginn. Höfundurinn er leikhúsfræðingur LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. MAÍ 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.