Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 8
Eins og annað heimili íjölmargra nemenda Um Myndlistarskólann í Reykjavík í tilefni 40 ára afmœlis hans EFTIR HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON áar stofnanir hafa haft jafn afgerandi áhrif á íslenskar sjónmenntir og Myndlistaskólinn í Reykjavík. Allt frá árinu 1947 hefur hann ver- ið starfræktur af fullum krafti, þó svo að ýmis vandkvæði steðjuðu að rekstrinum, fyrst og fremst í formi ótryggs íverustaðar. Það er nefnilega svo að saga Myndlistaskólans síðastliðin 40 ár hefur verið saga skóla á hrakhólum og er mér til efs að nokkur fræðslustofnun í landinu hafí gist jafn marga og misjafna staði. Hvemig má það þá vera að starfsemin sé með slíkum glæsibrag sem raun ber vitni? Eflaust er svarsins að leita í mörgum og ólíkum þáttum, sem þrátt fyrir áðumefnda erfíðleika hafa stuðlað að vexti og viðgangi skólans. Fyrst er að nefna þann ómælda áhuga sem velunnarar skólans hafa sýnt þessu óskabami sínu. Þar er fyrst og fremst um kennara og stjómendur að ræða, þá sem stýrt hafa starfsemi hans gegnum tíðina. Einnig hafa nemendur lagt sitt af mörkum. Upphaf Og Þróun í þeim hópi er að fínna ýmsa af þekkt- ustu listamönnum þjóðarinnar, sem sáu misjafnlega lengi um kennslu í hinum ýmsu deildum. Má þar helstan nefna Ásmund heitinn Sveinsson, sem sá um höggmynda- deild skólans frá upphafí og kenndi þar samfleytt í tvo áratugi. Þegar starfsemin hrökklaðist úr Víðishúsinu við Laugaveg árið 1957 og allar eigur skólans bmnnu inni áður en af flutningi gat orðið, bauð Ásmundur fram salinn sem við hann er kenndur, við Freyjugötu og skaut þannig skjólshúsi yfir skólann næstu tvo áratugina. Annars má rekja upphaf Myndlistaskól- ans í Reykjavík til Félags íslenskra frístundamálara. Formaður félagsins, Axel Helgason, var jafnframt framkvæmdastjóri skólans. Haustið 1950, þegar skólinn hafði starfað í þijú ár, var hann gerður að sjálfs- eignarstofnun. Félag, kallað Skólafélag Myndlistaskólans í Reykjavík, tók við rekstri og sá Axel áfram um framkvæmdir, jafn- framt því að vera formaður félagsins. Á þessum ámm var starfsemi skólans mótuð og færð í það horf sem verið hefur lengst af. Baraa- og unglingadeild var rekin að degi til, en fullorðinsdeildir á kvöldin. Skipt- ust þær í módelteiknideild, málaradeild og höggmyndadeild. Vinsældir skólans jukust fljótt og svo fór að ekki var hægt að sinna öllum umsóknum sem bámst. Einkum varð bama- og ungl- ingadeildin eftirsótt og hefur svo verið allar götur síðan. Nú nálgast nemendur skólans fímmta hundraðið og skiptast milli 13 teikni- deilda, fjögurra málaradeilda, tveggja mótunardeilda og einnar grafíkdeildar. Þá em starfandi 9 bamadeildir, þar af tvær fyrir unglinga. Einnig er kennd listasaga við skólann fyrir nemendur. Starfandi kenn- arar em orðnir 23 talsins, en núverandi skólastjóri er Valgerður Bergsdóttir. Annað Heimili Nemenda Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur síðan 1981 leigt húsnæði af SÍS, á 6. hæð við Tryggvagötu 15. Þótt vel fari um skólann í þessari nýlegu byggingu, er einsýnt að lítið er til skiptanna, enda er plássið nýtt til hins ýtrasta. Það þarf því lítið til að skólinn sprengi af sér hæðina. En andrúms- loftið er hlýlegt og skólinn vistlegur, enda er hann eins og annað heimili fjölmargra nemenda, bæði yngri og eldri, sem eyða hér stómm hluta úr vökutíð sinni við þroskandi og uppbyggilega, en um leið kreflandi iðju. Allur sá tími, sem hjá okkur hinum vesaling- Málað í Myndlistarskólanum. Ljósmyndir Lesbók/Ámi Sæberg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.