Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 2
„Stöðin“, sem svo var nefnd austast á eyjunni, þar sem byggð var bryggja, fiskverkunarhús, mörg íbúðarhús og skóli. Af þessari byggð sést nú ekki neitt nema ein- Staka hÚSgrunnur. Ljósm. Óskar Gfslason Minjarnar í umhverfi okkar: VIÐEYA SUNDUM Frá Reykjavík sér út á sundin til fagurra hvítra húsa sem eru í Viðey. Þessi hús eru Viðeyjar- stofa og kirkjan og voru reist á 18. öld af Skúla landfógeta Magnússyni. Húsin fengu á liðnu ári nokkra umfjöllun er þau voru færð EFTIR MAGNIJS ÞORKELSSON Reykjavíkurborg vegna 200 ára afmælis hennar. En það eru fleiri hús eða leifar húsa í þessari eyju. Saga hennar er tengd sögu. Reykjavíkur — sem og landsins órofa bönd- um. ÚR SÖGU EYJARINNAR Viðey hefur efalítið komist í byggð um svipað leyti og bærinn í Reykjavík, þó hvergi sé getið um byggð þar fyrr en á 13. öld. Þá var stofnað þar klaustur sem var starf- andi allt til ársins 1539 er það var rænt og síðan leyst upp. Þá voru eignir klausturs- ins miklar yfir 100 jarðir, að lausafé frátöldu. í Viðey hafði verið skóli, elli- og fátækraheimili auk þess sem þar hafði ver- ið unnið að fræðistörfum. Þrátt fyrir eignir sínar og veldi voru þar aldrei fleiri en 5 munkar í senn. Hefur heimilisfólk allt verið um 20 til 30 manns. Eftir að klaustrið var aflagt virðist eyjan hafa verið nýtt að einhverju leyti frá Bessa- stöðum, þó meiri áhugi hafi án efa verið á leigunni sem fyrrum eignir klaustursins í landi gáfu af sér. Getið er um kirkju í eyj- unni á 17. öld í máldögum Odds biskups í Skálholti (1589—1630). Hún var hins vegar mannauð árið 1703 samkvæmt manntalinu það ár. í jarðarbók Áma Magnússonar og Páls Vídalín (3. bindi) eru gæði eyjarinnar talin en engir ábúendur nefndir. Það var svo um 1750 að Skúli Magnús- son flutti í eyjuna. Lét hann þá gera sér hús þau er enn standa og sjást vel úr landi. Ekki voru neinJiús í eyjunni, enda fullyrða báðir ævisagnahöfundar Skúla (Jón Aðils, 1911, og Lýður Bjömsson, 1966,) að hann og fólk hans hafi hafst við í tjöldum á meðan húsin vom reist. Á eftir Skúla bjuggu þar meðal annars þeir Stephensenfeðgar, Magnús og Ólafur, um hríð. Um síðustu aldamót var rekið þar stórbú með nýtísku sniði, sem átti að hafa markað í Reykjavík. Á ámnum fyrir heims- styijöldina fyrri var svo stofnað íslenskt/ danskt risafyrirtæki sem var kallað Milljónafélagið. Það hafði aðalstöðvar sínar í austurenda eyjarinnar, þar sem reis þó nokkuð þorp. Mannvirki vom gerð í eyjunni og þama var höfn, fiskvinnsla, útgerð og fleira. Fyrirtækið varð gjaldþrota árið 1914 en byggðin hélst fram í fjórða áratuginn og lifði fólkið þar á útgerð. Fór það endan- lega í eyði á ámm heimsstyijaldarinnar síðari. Árið 1967 seldu eigendur eyjarinnar ríkinu 11 hektara lands við stofuna, ásamt húsum Skúla Magnússonar. Var þá hafist handa við að lagfæra stofuna. Sóttist það seint. Reykjavík keypti aðra hluta eyjarinn- ar fyrir fáum ámm og fékk síðan eignarhlut ríkisvaldsins í afmælisgjöf nú í sumar er leið. Rannsóknir í Eyjunni Það hafa aðeins einu sinni verið unnar fomleifarannsóknir í Viðey, að því er ég fæ séð. Ekki var þar dæmigerð tímasetning slíkra rannsókna því þær vom unnar í des- ember á síðasta ári — lauk á Þorláksmessu. dag. Sáust þar nægilega skýrar rústir til þess að hvetja til frekari rannsókna. Þær verða síðan unnar á vordögum nú í ár. Samt er Viðey að mörgu leyti góður minjastaður. Uppbygging í eyjunni var slík að hvert nýtt skeið raskaði ekki svo mjög því sem á undan var gengið. Mesta jarðrask- ið í eyjunni — þorp Milljónafélagsins, var sett niður íjarri gömlu byggðinni. Það er helst að Viðeyjarstofa gæti hafa raskað klausturleifum. Hverju Geta Menn ÁTTVONÁ Byggðin í Viðey er líklega jafngömul, eða því sem næst jafngömul, byggð í Reykjavík. Hún hefur lengst af verið á því svæði þar sem nú er stofan og næsta nágrenni. Til er sögn um komakra og æðarvarp á 12. öld í Viðey. Ekki er gott að segja fyrir um fjölda bæja í eyjunni á fyrri tíma. Þegar klaustrið var reist hefur risið upp lítið þorp þar hjá og hugsanlegt að í hvomm enda eyjunnar hafi auk þess verið kot eða viðlíka. Gæta verður þess hvemig hugsað er um klaustur á íslandi. Þetta vom ekki risavax- in steinhlaðin hús upp á margar hæðir. Þama hafa verið nokkur misstór torfhús sem hafa þjónað ýmsum tilgangi. Getið er í heimildum um m.a. ábótastofu, klaustur- stofu, klausturbaðstofu og fleiri hús. Þá var vitanlega kirajan sem er eina húsið sem líklegt er að hafi verið alfarið úr timbri. Vinnufólk og ráðsmenn hafa þá búið í bæjarhúsunum, sem hafa þá líklegast verið skálabæjarhús. Nokkuð er umdeilt hvar klaustrið stóð. Telja margir að það hafi staðið þar sem stofan er í dag. Er sú skoðun reyndar nokk- uð almenn. Þá em uppi hugmyndir um að það kynni að hafa verið utan í Skrauthól, sem er hóllinn vestan og sunnan við stof- una. Vakti Ámi Óla máls á því í skrifum sínum um Viðeyjarklaustur (Ák. 1969). Um siðaskiptin lagðist þessi byggð öll af. Og um 1700 bjó þar ekki nokkur maður. Sést það enda á tjaldbúskap Skúla land- fógeta. Hús Skúla standa enn, þ.e. stein- húsin. Af þeim em til ágætis úttektir (t.d. Finsen og Esbjöm, Steinhúsin gömlu á ís- landi, Rvk. 1978 í þýð. Kristjáns Eldjám). Önnur hús sem hann kann að hafa reist era horfin. Gaman væri þó að leita uppi staði þá sem tengdir em ýmsum jarðræktartil- raunum Skúla og vinna fijógreiningu á þeim. Arftakar Skúla skildu einnig eftir minjar, — undirstöður prentsmiðju, ásamt fleim. Kot hafa einhver verið í eynni og þau mætti jafnvel athuga, kortleggja eða tíma- setja. Þá má ekki gleyma þorpinu. Það era húsaleifamar sem tengjast Milljónafélaginu. Þar em gmnnar húsa, rústir þeirra og margvíslegar minjar sem þörf er á að teikna upp og kanna. Aðeins fá húsanna standa í einhverskonar heillegu standi, í raun aðeins skólahúsið og vatnstankurinn. Af hinum standa brotnir veggir og gólfþlötur. En þetta er meira mál en margan gmnar. Þó rústimar séu bara frá þessari öld er þama óraskað þorp frá þeim tíma íslandssögunnar þegar þetta þjóðfélag okkar var að breytast úr sveita- þjóðfélagi í borgarsamfélag. Það var sett niður þegar togaraútgerð hófst, hjarði í gegnum fyrri heimsstyijöldina á sjálfsþurft- arbúskap, tórði af kreppuárin, þau fyrstu sem landið kynntist eftir að íslenska iðn- byltingin hófst og lét af tilraunum til að lifa af þegar seinni heimsstyijöldin hófst. Þá spratt hér upp neyslusamfélag og vaxtar- broddar atvinnulífs vora í þéttbýli. Viðeyjar- þorpið var of langt í burtu frá þessu öllu og menn hættu að hokra á fáeinum kindum, kúm og soðninguni úr Flóanum. Hin vax- andi borg bauð upp á fleira. Samfelld Saga Þannig má segja að saga Viðeyjar endur- spegli skin og skúrir í sögu lands og þjóðar, sögu þjóðar sem er of oft talin saga stór- menna og giæsimenna, en verður fyrst og fremst saga fólksins — þessa venjulega vinn- andi fólks sem of oft gleymist. Það mætti jafnvel segja borgarbömunum sögu þjóðar sinnar þegar lagfæringar hafa verið gerðar á Viðeyjarstofu og henni valið viðeigandi og verðugt hlutverk. Höfundurinn er fornleifafræðingur. Víða um eyjuna eru fornar minjar, til dæmis við Eiðið, sem hér sést á miðri mynd- inni og tengir saman vestur- og austurhluta Viðeyjar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.