Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 7
Höfði og Miðgarðsormur. jwttf'EfiAwrvtf'fyiof.rifcYAE-'Ao .tlW '&'Wst J*í flTIÍ*B?ÍISTS"'®'•. •> ? i clnil i '.iM í.rin <ITA .K.5[NS>i“J' HVUU MECAi V v/fH&w&tf, Ein af myndum Huldu á sýninguhennaríGalleríiSvörtu á hvítu. áherslan nefnilega lögð á sjálfstæða hugs- un. Það er þess vegna hægt að segja að ég hafí fengið þau forréttindi að lenda í lausa loftinu innan skólans en ekki að námi loknu. Það var mikils virði. Á þessum árum kom hingað til lands þekktur austurrískur myndlistarmaður, Hermann Nitch, og hann varð geysihrifinn af þeim krafti sem var í nýlistadeildinni. Hann tók okkur með í tónleikaferðalag og við frömdum tónlistargjörninga hans í Sviss, Austurríki og Þýskalandi. Á milli ferðalag- anna bjuggum við í kastala sem hann á og María Theresa byggði á sínum tíma handa sér og sínum til sumardvalar. Þessi reynsla var auðvitað alveg ómetanleg fyrir okkur öll og engum skólamönnum ber að þakka hana heldur mönnum eins og Magnúsi Páls- syni og Dieter Roth. Mér er það ekkert launungarmál að allt sem ég gerði áður en ég fór til New York finnst mér ekki neitt neitt. Því að það var fyrst eftir að ég kom út sem ég náði áttum, sá hvert ég vildi stefna. Úti lagði ég aðal- áhersluna á málmsteypuverk en slíku hef ég ekkert getað sinnt eftir að ég kom heim og kenni því aðstöðuleysinu. Eg velti því annars fýrir mér á meðan ég undirbjó sýn- inguna mína hversu mikill kostnaður fylgir því að vera listamaður og mér fínnst það þess vegna augljóst mál að listafólk heldur hér uppi öllu menningarlífí. Og svo er það eins og happadrætti hvort við seljum verk okkar til að mæta þessum kostnaði. Ég get því ekki betur séð en að öll launamál lista- manna verði að endurskoða. Styrkir einka- fyrirtækja eins og Brunabótafélagsins finnst mér þó virðingarverðir. En ríkið á auðvitað að launa listamenn sína en þau stopulu laun sem ríki og borg bjóða upp á eru fáránleg. Listamönnum tekst einfaldlega ekki að lifa af þeim. Hreint ekki. Það er heldur engin ástæða til þess að fólk haldi að listamenn séu betur til þess falinir en aðrir menn að lepja dauðann úr skel. Þessu verður að breyta. En það eru ljósir punktar sem betur fer. Ég er til dæmis félagi í Myndhöggvarafé- lagi Reykjavíkur og við höfum ómetanlega aðstöðu á Korpúlfsstöðum. Við í mynd- höggvarafélaginu eigum stóra drauma um hvað hægt sé að gera við þetta fallega hús og kannski rætast þeir með hjálp góðra manna. KannskiEru MyndverkMín ÓÐUR TIL FORTÍÐARINNAR Þig langar að vita af hveiju ég vinn svona myndverk en ekki hinsegin. Mér finnst myndlist vera eins og ljóðgerð. Ég nota myndmál sem fólk þekkir eins og ljóðskáld- in nota orð. Ég er líka rómantísk og myndefni mitt er mjög íslenskt og breytir þar engu um dvöl mín í útlöndum. Ást á landinu er réttlætanleg hjá smáum þjóðum, við ógnum engum með þeim rembingi. Núna hef ég verið að vinna myndir með alkunn íslensk mótív. Miðgarðsormurinn frægi hringar sig utan um Höfða en bítur nú ekki lengur í hala sinn. Ein myndin er af sjálfri mér með Gretti, Glámi og Illuga. Mér fínnst gaman _að setja sjálfa mig í þetta sam- hengi. Ég var í sveit hjá afa og ömmu. Bærinn liggur að Miðfjarðarvatni. Það var talað um leikana á vatninu sem segir frá í Grettissögu og einhvem veginn fannst mér liggja í loftinu að hann byggi enn handan Bessaborgarinnar. Ég hræðist hraða nútímans og reyni að lifa ekki í þeim takti. Gildismatið er oft svo fáránlegt. Kannski em myndverk mín ein- hvers konar óður til fortíðarinnar. Mér þykir vænt um að við skulum eiga okkar sögu sem geymir þetta óþijótandi myndefni. Og ég held að ástæðan fyrir því að fólk tók eftir myndunum mínum úti sé einmitt sú að í þeim var að finna nýtt efni, nýjan heim, annan heim, minn heim og míns fólks. Myndlist mín hefur líka innihald. Ég hrein- lega get ekki sett eitthvað í myndir nema að það segi eitthvað. Allt verður að hafa tilgang og þess vegna segja þær sögu. Stundum em þær myndskreytingar við ókunnar sögur sem síðan halda áfram að geijast með áhorfandanum. Samt sem áður stendur myndin ein og sér og lýtur lögmál- um eigin heims. Kannski er hún eins og persóna sem öðlast hefur sjálfstætt líf. Pull- gerð er hún alltént ekki hluti af mér lengur en hún getur verið leiðsögumaður minn. Ef ég er áttavillt, veit ekki hvert ég á að halda, veit ekki hvað ég á að gera, þá fer ég til myndanna og þær vísa mér veg- inn, segja mér áframhaldið. Höfundurinn er rithöfundur í Reykjavík. WOLESOYNKA Nágranni minn Hlín Agnarsdóttir þýddi Nágranni minn hinkrar eftirþremur hringingum dyrabjöllunnar sem koma hratt hver á eftir annarri. Þjálfuðum fótum trítlarhún niður tröppurnar meðöruggt, vélræntbrosá vör munstrið þaulæft. Nágranni minn hefur ofan af fyrir sínum mönnum með tónlist. Með einni eða fleiri plötum selurhún þeim sömu tilfinningalausu ástina. (eina varanlega orð textans) og fær aukalega borgað fyrir hverja aukaplötu sem kemurhratt á eftirþeirri á undan. Konan á hæðinni fyrir ofan (meðfimm börn ogeitt úrhrak) er þakklát nágranna mínum þvínú helst það innan fjölskyldunnar (eins ogsagt er) ogkarlinn flengist ekki Iengur um á næturnar og sóarpeningum íleigubíla og — köllum það kvennarök — honum erekki eins hætt við aðsmitast afstúlkunni niðri eins og af einhverri bláókunnugri svo færhami afslátt svona heimafyrir og andrúmsloftið hreinsast þegar hann skreppur niður. Staðreyndin ersú aðnágranni minn er öryggisloki hússins og rekur ágætis verlun. Eðlan íkjallaranum þrífst vel ígluggaopinu. Hún slefar eins og hundar Pavlovs þegar þrjár hringingar dyrabjöllunnar koma hratt hverá eftir annarri. Kámug sjáöldur hennar stara tileygð af vanþóknun ogþurr tungan lafir í siðferðilegri bölvun. Hún hatar nágranna minn allan sólarhringin þó sérstaklega á nóttunni þegarhún neyðist til aðyfirgefa hásæti gremjunnar. Eðlan veit bara ekki að hún myndiþorna upp ogsálast úr tilgangsleysi ísvölu fylgsni sínu efþrjár hringingar dyrabjöllunnar afeinhverri ástæðu kæmu ekki einngóðan veðurdag hratt hverá eftir annarri. Égbýíhúsiþarsem allirdafna vel ognágranni minn rennirsér niður handriðið til þess að sækja næsta ákafa karl sem kemur hratt á hæla þess á undan íbiðröðinni. Höfundurinn fékk Nóbelsverölaunin í bókmenntum 1986. Þýöandinn er leikhúsfræöingur. I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. MAÍ 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.