Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 13
fi Teikningaf Lorca eftirJosé Caballero, 1974. hneigingu til að skilja hina undirokuðu; sígaunann, negrann, gyðinginn . . . márann, sem við öll berum innra með okkur. Granada ilmar af leyndardómum, af einhverju sem ekki má vera þar, en er þar samt. Hún ilm- ar af einhveiju sem ekki er til, en hefur þrátt fyrir það áhrif." í skáldskap Lorca er allt til; allt á sér stoð í veruleikanum, englamir, skugginn, radd- irnar. „Allt er þetta til í raun og veru ... Eins og unaðurinn, eins og smámyntin í vösum ykkar, eins og krabbameinið í fögrum barmi konunnar. Starf mitt sem rithöfundur er meðal annars í því fólgið að snerta hjörtu ykkar með því að sýna ykkur það, sem þið viljið ekki sjá. Hrópa Upp sannleikann sem þið viljið ekki heyra.“ García Lorca hrópaði upp sannleikann með verkum sínum og notaði til þess skáldskapinn, „sem er eitt- hvað sem líður eftir götunum, óskiljanlegur kraftur. Eitthvað sem bærist, sem gengur við hlið okkar. Allir hlutir eiga sinn leyndar- dóm og skáldskapurinn er leyndardómurinn. Maður gengur þétt framhjá manni, eða horfir á konu ... í þessum mannlegu hlutum er skáldskapur. Hann á sér engin landa- mæri og gæti beðið okkar á þröskuldinum þegar við komum heim í kaldri morgunskí- munni. Hann gæti beðið okkar í vatni lindarinnar, í blómi ólífutrésins . ..“ LEIKHÚSIÐ: ENDALAUS Rannsóknarferð Lorca stofnaði leikhúsið „La Barraca" 1932 og helgaði starf sitt eftir það nær eingöngu leikhúsinu. Hann var leikhússtjóri og hugmyndafræðingur leikhússins, auk þess að vera aðalleikstjóri þess. „Skáldið verður að opna æðar sínar fyrir hina. Þess vegna hef ég gefið mig hinu dramatíska á vald. Það gefur mér beint samband við fjöld- ann. Ást mín til minna nánustu, djúpar og sárar tilfinningar til fólksins, sem ég á ræt- ur að rekja til, hefur hvatt mig til að skrifa leikrit — til að koma á móts við alla. Til að blandast öllum. Ég hef engan áhuga á að velta því fyrir mér, hvort ég er gamal- dags eða fylgi tískunni. Það skiptir mig máli er hvort ég er ég sjálfur, hvort ég er í náttúrunni. Ég veit mætavel hvemig semja á „vitsmunalegt“ leikhús. Og ég veit einnig að það er einskis vert.“ í huga Lorca er leikhúsið ekki ætlað til kennslu. Það er held- ur ekki til að breiða út hugmyndafræði og heimspeki. Leikhús er endalaus rannsóknar- ferð inn í mennina, um veröldina og tímana. Ferð full unaðar og nautnar, full upplifunar og uppgötvana. García Lorca hafði afar mikinn áhuga á öllu þjóðlegu, öllu spænsku. Hann safnaði þjóðlögum og útsetti, og með- al annars rannsakaði hann vögguvísur og bamagælur og hélt fyrirlestra um það efni. í upphafsatriði „Yermu" notar hann vöggu- ljóð sem sungið er í nágrenni Guádix: Hand’enni mömmu fóstru fóstru'okkar, úti á engi byggjum við kofa-kríli og kúrum þar saman lengi. (Þýð. Karl Guðmundsson) Um þennan söng segir hann að þar fari móðirin í ævintýri með barnið sitt til að róa það. „Þau fara bæði í burt. Hættan er ná- læg. Við verðum að skýla okkur, gera okkur örsmá svo veggir litla kofans snerti húð okkar. Úti bíða þeir okkar í leyni. Við verð- um að búa í agnarlitlu rými. Ef við gætum, þá inni í appelsínu. Þú og ég. Eða ennþá betra: Inni í vínberi." Þrjú kvæði um gítarinn - og tvö önnur Eftir Frederico García Lorca Berglind Gunnarsdóttir þýddi Gátan um gítarinn A hringtorgi dansa meyjarnar sex þrjár af mjúku holdi silfurbryddar þijár draumar dagsins í gær magna þeim seið en fastar eru í fangi Pólifemusar gullinprúða. Gítarinn er það! Strengirnir sex Gítarinn fær draumana til að gráta og munnur hans hringlaga hleypir út kveinstöfum allra sem glötun geyma og veiðir í stjamlaga vef sinn svo listavel gerðan andvörpin döpru sem fljóta í dimmum viðarbrunni. Gítarinn Gítarinn hefiir upp Hann grætur það allt kvein sitt sem fjarlægðin glösin liggja brotin tregafull geymir í morgunsárið suðræna sandauðn hefur að nýju sem biður um kvein sitt blómkrónu hvíta. engin Ieið er að stöðva hann Grætur bogans ör ógerlegt sem vegvillt flaug að stöðva hann. af þöndum streng Fábreytilegur grætur daginn sviptan mjúkum er hljómur hans morgunsvala eins og vatnið og smáfuglinn dáinn sem grætur á laufgaðri grein. eins og vindurinn grætur yfir Ó gítar hrímgaðri jörð hjarta mitt sært og engin leið til ólífis að stöðva hann. af sverðunum fimm. Ovænt sýn Dauður lá hann í götunni hnífur stóð í brjósti og enginn var sá er hann þekkti. Hve götuljósið titraði! Æ móðir, hve ákaft litla götuljósið titraði! Morguninn þokaðist nær. Hver einasti maður vék undan augum hans opnum mót skímunnar andkalda blæ. Því dauður lá hann í götunni því hnífur stóð í bijósti og enginn var sá er hann þekkti. Ræningjasöngur Undir svörtum mána syngur í sporum á náttheitri stigamannsför. Hesturinn minn svarti hvert berðu knapa þinn dáinn? Taumurinn týndur og sporinn svo harður við líflausan ræningjafót. Æ hesturinn minn svali hve sætlega ilmar blóm hnífsins. Undir svörtum mána blæðir úr síðunni á Dökkviðarfjöllum. Hesturinn minn svarti hvert berðu knapa þinn dáinn? Gellur við óp og þögular teygja sig vátungur eldsins. Æ hesturinn minn svali hve sætlega ilmar blóm hnífsins. Þýðandinn hefur lagt stund á spænsku, bæði hér og í Madrid. Lorca var ljóðskáld, listmálari og teiknari, þessi fjölhæfi listamaður við píanóið. Frá Granada íAndalúsíu, þar sem Lorca var upprunninn. EngarRöksemdir Skynseminnar í Yermu „„Yerma" var frumsýnt 29. desember 1934, í Teatro Espanol, og hlaut glæsilegar viðtökur. „Yerma“ er leikverk með öllum höfuðeinkennum sorgarleiks, sem ég hef klætt í nútímabúning. Persónumar hafa vart byijað að tala, þegar mann grunar að eitthvað háalvarlegt, ógnvænlegt sé í vænd- um. í „Yermu“ gildá engar röksemdir skynseminnar. Áhorfendum mun virðast af og til að svó sé, en það er svolítil sjón- hverfing... Ó! Leikaramir tala ekki eðli- lega. Ekki nokkur snefill af neinu eðlilegu. Þetta munu líklega margir gagnrýna... Ef gagnrýnandinn heldur slíku fram þá vil ég fullvissa hann um að ég ber ábyrgðina, sá eini sem ber ábyrgðina." Með Yermu reyndi Lorca að endurvekja hinn sígilda harmleik og er þetta ein örfárra tilrauna , tónskáld og leikhúsmaður. Hér er til slíks á seinni ámm. Yerma er ljóðrænt drama, harmljóð í þremur þáttum og sex atriðum. Það fjallar um mikla þrá, þrána, sem allt snýst um, ástina og lífið. Það er saga konu, saga þjóðfélags, sem þrengir að konunni. ekkert kennsluleikrit, heldur mikill harmleikur. Spennandi og fallegur. Fullt af tónlist og fullt af dansi. Stundum afar hljótt verk. Stundum ástríðufullt. Villt. Verk Federico García Lorca og ævistarf bera því vitni, að hann hafi verið vinnusam- ur á skammri ævi. Og þótt hann hafi stundum efast um tilganginn með öllu þessu striti þekkti hann leyndardóminn: „Að vera hógvær og vinna af hugrekki... En maður verður að vinna, vinna! Vinna og hjálpa þeim sem þurfa þess með ... Listamaðurinn verður að hlæja og gráta með þjóð sinni. Maður verður að leggja liljuvöndinn til hlið- ar og ösla upp að mitti í eðjunni til að hjálpa þeim, sem leita liljanna... Maður verður að vinna einnig þótt stritið virðist tilgangslaust. Vinnan er mér mótmæli. Því hvern dag, sem maður opnar augun í þess- um heimi óréttlætis og eymdar, hefur maður ástæðu til að hrópa: „Ég mótmæli! Ég mót- mæli! Ég mótmæli!" Federico García Lorca var myrtur af fylg- ismönnum Francos 19. ágúst 1936. „Hann olli meira tjóni með pennanum en aðrir með skotvopnum," lét Ruiz Alonso, einn morð- ingjanna, hafa eftir sér eftir illvirkið. Höfundurinn er leikhúsfræðingur. LESBÓK MORGUNBtAÐSINS 9. MAl 1987 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.