Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 13
sig. Hún andar krampakennt og grætur niðurbældum gráti. Hún hefur ekki þolað álagið sem fylgir lestarferð- inni. Gráturinn fellur ekki í góðan jarðveg: SS-maður gengur að rólega og sparkar með þungu stígvéli milli herðablaðanna. Hún dettur. Hann þrýstir henni niður með öðrum fæti, tekur upp skammbyssu og skýtur, fyrst einu skoti, svo öðru. Andlitið er grafið í mölina, hún sparkar um fótum, stirðnar svo. Lestarvagnarnir eru opnaðir. Ég kem á vettvang, stend við dyrnar. Heit óþverra- fýla gýs út. Fólkið sem troðið er í vagninn hálfa leið til lofts hreyfir sig ekki, allt í einni kös. Jiusladen! — kemur skipun. SS-maður kemur út úr myrkrinu. Hann er með ljósker hengt um hálsinn. Hann beinir ljósgeislanum inn í vagninn. „Því standið þið þarna eins og sauðir? Farið þið að afhlaða!" Svipan skellur á bökum okkar. Ég þríf í lík sem hendi er næst. Hönd þess eins og tekur um mína. Ég hrekk við og slangra aftur á bak. Hjartað hamast, hrekkur upp í háls. Nú get ég ekki bælt niður ógleðina. Ég heykist í keng og fer að æla. Ég slöngrast eins og drukkinn yfir að teinahlaðanum. Ég halla mér upp að köldum málminum og á þann draum kærastan að komast aftur í búðirnar, að leggjast á fletið, þó þar sé engin dýna, og sofa meðal manna sem eiga ekki að fara í gasið i nótt. Mér finnst búðirnar allt í einu vera friðarhöfn. Aðrir eru hér að mæta dauða sínum. En einhverra hluta vegna er ég enn á lífi, ég hef nóg að éta og krafta til að vinna... Ljósin á hlaðinu flökta draugalega. Fólksöldurnar rísa og falla, endalaust. Þetta fólk heldur víst að það sé að hefja nýtt líf í búðunum og býr sig undir harða baráttu. Það veit ekki að eftir skamma stund er lífinu lokið, og að gullið, peningarnir og demantarnir, sem það hefur svo kænlega falið innan á sér, er því gersamlega gagnslaust. Þrautþjálfaðir menn munu gægjast inn í hvern afkima líkama þeirra, draga gullið undan tungu þeirra, og demantana úr leginu og endaþarminum. Og þeir munu rífa úr þeim gulltennurnar. Og í innsigluðum kössum senda þeir þetta til Berlínar. SS-mennirnir eru svartir í daufu ljósinu. Þeir hreyfa sig virðulega, skipulega. Og herramaðurinn með vasa- bókina leggur hana frá sér þegar hann hefur skrifað síðasta merkið. Síðan leggur hann saman: fimmtán þús- und. Mörgum, já afar mörgum, vagnhlössum hefur verið ekið í líkbrennsluna í dag. Nú er þessu að ljúka. Síðustu líkin eru þrifin upp af hlaðinu og slengt á síðasta vörubílinn. Mennirnir úr Kanada eru orðnir þungfærir af öllu sem þeir taka með sér: brauð og marmilaði, sykur og ilmvötn, og alls kyns nýjan fatnað. Þeir raða sér upp til að fara. Allar búðirn- ar munu lifa marga daga á þessum eina flutningi. Dög- um saman munu menn hvarvetna í búðunum tala um „Sosnowiec-Bedzin". Sosnowiec-Bedzin var svo sannar- lega afurðagóð. Stjörnuskin er tekið að dofna er við göngum aftur til búðanna. Himinninn er tekinn að grána. Það er skammt til dögunar. Reykjarmekkir rísa frá líkbrennsluofnunum og renna saman í risastórt svart ský sem rennur hægt yfir Birk- enau og hverfur síðan bak við skógana í áttina til Trzeb- inia. Það er verið að brenna flutningnum frá Sosnowi- ec-Bedzin. Við mætum vopnaðri SS-sveit á leiðinni að leysa af verði á vakt. Þeir marséra hvatlega, í takt, hlið við hlið, sem einn maður, einn vilji. „Und Morgen die ganze Welt... syngja þeir fullum hálsi. „Rechts ran! Til hægri, gakk! kveður við skipun fremst í fylkingunni. Við víkjum úr vegi fyrir þeim. Skýringar: (1) Spánskar geitur er giröing úr timburbjálkum sem settir eru I kross og gaddavlr vafinn um. (2) Kanada táknar gott atlæti, velllðan. A máli fanga er þetta orð notað um vinnugengi, Kommando, sem sett voru til að afhlaða lestar, sem komu meö fólk sem dæmt var til þess að fara beint f gasklefana. (3) Muslim var fangabúðaorð yfir þá fanga sem höfðu misst andlegt og llkamlegt þrek og höfðu misst vilja og getu til að lifa af — og voru þar með dæmdir I gasklefana. Tadeusz Borowski var fæddur árið 1922. Á stríösárunum sá hann fyrir sér með ýmsu tiltæku móti í Varsjá. Hann var handtekinn og lenti í Auschwitz. Eftir stríðið gaf hann út sögur um þá reynslu sína. Hann flæktist til Þýzkalands, en sneri heim til Póllands. Hann gekk f Flokkinn, flæktist í net kerfisins, en hélt áfram að skrifa. Smám saman rann það upp fyrir honum að fangabúðaþjóðfélag stalfnismans var enn þrælslegra en hinn brúni fasismi. í fangabúðum Þjóðverja var von um að lifa af. Stalínismi gaf enga von. „Und Morgen die ganze Welt“ — (á morgun allan heiminn) — sungu SS-mennirnir. Sagan Þessa leið í gasklefann, dömur mínar og herrar er á yfirborðinu um Auschwitz. I rauninni er hún lýsing á þeirri framtfð sem mönnum er búin í stalínsþjóðfélagi, fái sú stefna að flæða um heiminn. Fangarnir viku úr vegi. ótrúlega margir Vesturlanda- búar hafa tekið sömu afstöðu. Þeir ættu að vita hvað þeir eru að gera. Þcgar Tadeusz Borowski hafði gert sér grein fyrir eðli hins rauða fasisma, sem hann hafði lýst fylgi við, fór hann að dæmi Majakofskís og fyrirfór sér í Varsjá þann 1. júlf 1951. Skáldið Czeslaw Milosz ritar mjög skarplega um Borowski í bókinni Menning í ánauð (Zniewolony umysí — The Captive Mind). Kaflinn um Borowski heitir: „Beta eða óhamingjusamur elskhugi." ARNÓR Hannibalsson UR SAGNABANKA LEIFS SVEINSSONAR Skugga-Sveinn og Ketill skrækur Skagfirðinga Leikfélag Sauöárkróks var aö sýna Skugga-Svein. Menn voru gjarnan laufléttir á sýningunum, einkum sá, er lék Skugga-Svein. Á einni sýning- unni var hann venju fremur léttur og rann í brjóst. Þegar Ketill skrækur vekur Skugga-Svein, þá vaknar hann meö andfælum og kallar hátt og snjallt: „Réttu mér ketilinn, Atgeir." Ferjumaðurinn og þingmaðurinn Hermann Jónasson var í framboðsferð í Strandasýslu sumariö 1937. Hann kemur til Magnúsar í Reykjarvík og biður hann aö ferja sig yfir Bjarnarfjörö aö Kaldrananesi, því þar átti að vera framboösfundur og orðið stutt til stefnu. Magnús bóndi er einn karlmanna heima, því vinnu- maður hans, Guömundur, sem helstur var vélamaöur á bænum, var fjarverandi. Þegar þeir Hermann ganga niður að trillunni segir Magnús, aö verst sé, aö Mundi sé ekki heima, hann sé svo glúrinn á vélina, en sjálfur sé hann hálfónýtur við hana. Rétt sé samt að reyna. Nú ýta þeir úr vör, Magnús rýnir niöur í vélarhúsiö og segir viö Hermann: „Heldur þú damlir ekki eitthvað út á fjörðinn meðan ég kem vélinni í gang?“ Er ekki að orölengja þaö, að Hermann sest undir árar og rær alla leið yfir fjöröinn, því ekkert varö Magnúsi ágengt meö vélina, þrátt fyrirýmsa tilburði. Uröu þeir heldur síðbúnir á fundinn, sem var byrjaður, þegar þeir náðu landi. Nokkrir menn stóðu á bryggjunni í Kaldrananesi og hlógu dátt, er sén var för þeirra Hermanns og Magnúsar, þar sem trillan skreið fyrir einum saman áratogum forsætisráöherrans. Þegar þeir félagar renndu að bryggjunni stökk einn heimamanna niður í trilluna og sá þegar við laus- lega athugun, aö hún var benzínlaus. Þegar Magnús heyrir það, varð honum að oröi: „Ja, skolli eru þær nákvæmar, þessar vélar. “ Varð Her- mann þá litverþur af reiði og bjóst snúðugt til brottfarar, en Magnús kallaði til hans: „Ekki hlaupast brott, Hermann minn, þetta veröa tuttugu krónur, því það er hár ferjutollurinn á trillunum, það gerir benzínið, góur- inn. “ U R M I N U H O R N I Þeir gömlu kveðja ftirfarandi lesmál er Eekki nýtt af nálinni, það er ritað eftir frá- sögn kunningja míns, sem lengi hafði unnið við höfnina í Reykjavík. Þetta mun ég hafa skrifað fyrir nokkr- um árum, en þá kom sá er orðið hefur við hjá mér, hafði verið að fylgja þeim til grafar, sem frá er sagt: Það var jarðað frá Dómkirkj- unni. Jóhann hét hann og var gamall vinnufélagi minn. Hann var töluvert eldri en ég og hættur fyrir fimm til sex árum. Þetta var einn af þess- um harðskeljuðu heiðursköll- um. Hann var alltaf fyrstur á vinnustað á morgnana og seinastur að fara heim á kvöldin, fáskiptinn og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Gott að hafa vinnu og geta unnið, sagði hann. Hann varð að hætta rúmlega sjötugur. Það verður að vera svo, sagði hann bara. Hann var ekkju- maður, mágur hans og vinnu- félagi okkar, nokkrum árum yngri, bjó hjá henum í risí- búð. Jóhann kom niður eftir til okkar öðru hvoru fyrstu vikurnar til að rabba. Svo hætti hann því alveg, fékk sér bækur lánaðar í Borgarbóka- safninu. Það hafði hann ekki gert áður. Það ætti að duga mér, það sem þar er í hillun- um, sagði hann. Heima hjá honum var allt í sömu röð og reglu og það var á meðan konan hans lifði. Blómin í pottunum á sínum stað. Þau höfðu átt einn son. Hann var alltaf á hæli. Ólafur mágur Jóhanns var fyrir aldurssakir hættur í hafn- arvinnunni fyrir tveimur árum. Það fór ekki fram hjá mér að hann var ekki í jarðarförinni. Þegar henni var lokið flýtti ég mér heim að gamla húsinu þeirra. Það var ekki löng leið frá Dómkirkjunni. Hús Jóhanns er gamalt. og dá- lítill kálgarður á bak við það, kjallari, hæð og ris, járnvarið og múrhúðað, brunastigi við tröpp- urnar, snúrustaurar og hjallur inni í lóðinni. Hér höfðu þeir mágarnir búið í mannsaldur eða lengur, oft hafði ég litið hér við. Jóhann hafði verið lágvaxinn. Ólafur var alltönnur manngerð og tröll að vexti, kraftajötunn, en ekki vinnusamur að upplagi, hlífði sér, fannst kaupið alltaf of lágt, tók menn gjarna tali og ræddi um ættfræði og pólitík, greindarmaður, nokkuð íhalds- samur. Sá ráðherra, sem hann mat mest, féll frá á góðum aldri haustið 1928. Síðan hafði kommadót vaðið uppi, sagði hann. Þeim Jóhanni og Ólafi hafði alltaf komið vel saman. Tengda- foreldrar Jóhanns og Ólafur höfðu búið í risinu og haft kind- ur í kjallaranum á meðan fært var og raunar lengur. Til þess að fá áburð í garðinn sögðu þau. Þegar gömlu hjónin voru fallin frá stóð Ólafur í endalausu stríði við öll hugsanleg yfirvöld, vegna kindanna. Aldrei fyrirgaf hann þeim sem neyddu hann til þess að slátra fénu. Hann varð líklega seinasti fjáreigandi höfuðborg- arinnar. Um þetta var ég að hugsa, þegar ég gekk upp loftstigann hans Ólafs á jarðarfarardegi Jó- hanns mágs hans. Líklega hefur aldrei verið talað um húsaleigu fyrir loftið. Allt var hér í sömu skorðum og verið hafði, þegar ég kom hingað síðast. Niðri var allt hreint og fágað. En á stigaskör- inni var eins og komið væri í nýjan heim. Hér voru fatahrúg- ur á snögum og gamall stóll stóð þarna, hlaðinn rusli og pokadóti. Ólafur sat einn í sínu litla herbergi og tók mér heldur fá- lega. Móðir hans var látin fyrir tuttugu árum og síðan hafði engu verið breytt. Rúm hennar með brekáni yfir. Hans hvíla við þilið á móti. Þar lá gamall vetr- arfrakki, sem ég vissi að hann kastaði yfir sig um nætur. Vitað var að hann hafði ekki farið úr fötum svo árum skipti. Komm- óða við einn vegginn, klæðaskáp- ur, húsklukka gömul og stór- skemmdur spegill, veggfóðrið hékk í sneplum ofan úr loftinu. Á gólfinu voru hrannir af nef- tóbaki og göturyki. Það sást fram í eldhúsið. Þar var allt fullt af kössum, sem í hafði verið troðið bréfum og matarumbúð- um. Ekki var þefurinn góður. Á eldhúsbekknum lágu óhrein matarílát í stöflum, pottar og pönnur út um allt. Þú varst ekki við jarðarförina sagði ég. Ætli það hafi skipt máli, svar- aði hann. Ég átti engin föt. Hvað verður nú, spurði ég. Ætli þeir svæli ekki kofann og lóðina út úr stráknum. Þeir hafa lengi eftir henni beðið, svaraði hann stuttur í spuna. Þetta er nú öryggið í þjóðfélaginu, bætti hann við. Eru það ekki alþýðu- vinirnir, sem stjórna. En áttu ekki nóga peninga? spurði ég. Hvað getur gamall maður gert við peninga, hreytti hann út úr sér. Nú er Ólafur einnig fallinn frá. JÓN ÚR VÖR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. SEPTEMBER 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.