Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 4
Ungir ís- lendingar niðursokkn- ir í spaklegar umræður 1902. Talið frá vinstri: Guðmundur Bene- diktsson, Páll Sæm- undsson, Sigurður Egg- erz og Jóhann Sigurjóns- son, skáld frá Laxamýri. IAFIÐ ER DAPURT en við skulum vera glaðir rið 1983 fundust í Reykjavík nokkur bréf, sem Jóhann Sigurjónsson skáld hafði skrif- að á tímabilinu 1902—1908. í fyrstu var ekki ljóst, hver viðtakandinn hafði verið, en athugun leiddi í ljós, að hann var Guð- Bréf Jóhanns Sigurjónssonar skálds til Guðmundar Benediktssonar BRAGI KRISTJÓNSSON tók saman mundur Benediktsson, hagfræðinemandi, síðar bankamaður, um hríð sambýlismað- ur Jóhanns í Kaupmannahöfn. Guðmund- ur flutti til íslands 1902. Bréf þessi eru mjög merkileg. Þau varpa nýju ljósi á tímaskeið ævi Jóhanns Sigurjónssonar, sem lítið hefur verið um vitað með vissu. Þau eru rituð til bezta vinar Jóhanns skálds, áður en hann öðlaðist teljandi við- urkenningu. Einlægni bréfritara er alger, en auk þess geyma bréfin mikilsverðar staðreyndir úr lífs- og starfssögu skáldsins og hafa að geyma kvæði og ljóð áður óþekkt. I Skrá um bréfin bls. 1) Dags. 10.12.1902 (Osborne g 2) Dags. 28. 3.1903 íKaupmannahöfn lfi 3) Dags. 4. 2.1907 óstaósett 3 4) Dags. 14. 4.1907 að Skjdebanerej 124 2 5) Dags. 26. 3.1908 að Lille Strandstræde 82 9'/i 6) Dags. 23. 7.1908 á Akureyri VA 7) Ódags. (Osborne23. ? 3 8) Ódags. (1907?) í Bernina, bréf og prósi 8 9) Ódags. Sörukvæði I—IV (á dönsku) 4 10) Ódags. Til Guðmundar Benediktssonar: Vei, vei yfir hinni föllnu borg 1 f bréfunum eru 5 ljóð á íslenzku og 4 ljóð á dönsku. II Hér fer á eftir elzta bréfið frá Jóhanni Sigurjónssyni til Guðmundar Benedikts- sonar. Birt staf- og punktarétt: Osborne 10/12 1902 Vinurinn minn besti. Þú getur vafalaust sjeð það á höndinni að jeg er hálfloppinn jeg hefi líka verið úti um allan bæ í transactionum og nú fyrst er jeg þó búinn að ná í frakkann minn sem stóð fyrir 8 kr og hefi 75 aura rest. Það var nú blessað og gott en hamingjan má vita hvenær jeg hefði fengið dugnað til þess að leysa hann hefði jeg ekki sjeð fallegu stúlkuna frá Tívolí eina á gangi (hana hefi jeg ekki sjeð nú í hátt á annan mánuð og þó hefi jeg alltaf haft augun opin) og það hefi jeg bókstaflega aldrei sjeð áður nú hefðu ef til vill skeð stórir hlutir hefði ekki frakkaleysið hamlað og þá sór jeg við mitt allt of langa skegg að hann skyldi verða leystur og skeggið rakað. Þú sjerð að jeg efni orð eins og Jómsvíkingurinn forðum. Jeg er búinn að breyta um „lífsplan" dýra- lækningunum hefi ég algjörlega kastað fyrir borð (for det egner jeg mig heller ikke til, citat af Bergen) að minnsta kosti ekki í bráðina, hefi enn ekki komið út á skóla en aðgangskortin gaf jeg því miður næstum 50 kr fyrir, þú ferð nærri um hvað á að koma í staðinn fyrir lækningarnar, jeg veit ekki hvernig það fer vinur minn en víst er það að jeg vinn að minu takmarki auðvitað upp á minn máta (pu en pu, jeg veit ekki hvernig þetta á að skrifa í smaa Partier). Jeg er búinn með fyrsta uppkast af 4 akta leikriti á dönsku og hálfnaður að skrifa það af í annað sinn engum hefi jeg sýnt það, en jeg vil ekki abortera, þegar jeg er nú búinn að skrifa það af í annað sinn sýni jeg vinum mínum það svo ætla jeg að kaupa Jón Proppé til þess að skrifa það af því að jeg skrifa sjálfur svo illa og svo fer jeg „absolut" með það sennilega til G Brandes og reyni síðan að fá það upp- fært ef ekki þá að minnsta kosti prentað og það með fullu nafni því að nú er tening- unum kastað. Nú þegar jeg er búinn með það undrast jeg mest að það sem jeg hjelt að væri mín „svaghed" er min „Styrke" og öfugt. Sjálf „Handlingen" er fastbyggð eðlileg og að jeg held töluvert áhrifamikil og segir full svo vel eins og orðin það sem jeg vildi segja og þó hjelt jeg að orðin yrðu það bezta en hitt hálfgjört klúður. Jæja vinur minn þú sjerð að nú er mjer alvara hvernig svo sem það fer, mikið vildi jeg vinna til að þú værir kominn eina næt- urstund það greip mig um daginn svo sterk þrá eftir þjer að jeg hefi aldrei nokkurn tíma saknað nokkrar mannlegrar veru jafn mikils og þín. Nú á þessum dögum kveð jeg lítið þó get jeg látið þig heyra sumt misjafnt t.d. Fall ei heyrist þótt hrynji af hvarmi einmana tár um andvökunætur eða þótt æðar opnar standi og dreirrautt blóð drjúpi til jarðar verður ei ys þótt eldur brenni aldimma nótt í angruðum huga eða þótt hallir himinvíðar byggðar í draumum brendar sjeu. En svo barði jeg í borðið og kvað N.B. degi síðar. Gefðu mjer hlátur þinn söngglaði sær og þinn svifljetta dans yfir votum steinum þó að þú geimir í grafdjúpum leynum grábleikan dauðann þú sýnir ei neinum Gefðu mjer dramb þitt þú dýrðlegi sær þinn drifhvíti brimskafl sem ólgar og freiðir sem smávöxnu bátunum brosandi eyðir og bryndreka járnvarða í hafnirnar neyðir hann brýtur sig sjálfan við hamrana ei og hlær „vel kveðið" Endnu engang har Natten sejret Mörket hviler saa tungt paa min Pande mine Tanker strejfer i Stilhedens Lande som fredlöse Mænd i en örken. Hvad var det? Jeg hörte de hulke ved min Side saa saart som en græd sig fra Livet Hvem er det? hvem er det jeg lytter jeg famler stirrer i Mörket og skælver Ingen slet ingen mon Natten hulker? Jeg ved det mit Hjerte hulker i Natten visse visse hulk Kæreste lille Hvad er det du vilde? stille stille. Jeg fjekk 500 kr fyrir mánuði síðan með slægð hálfgjörðri allar farnar þann sama dag mest í skuldir og lán og nú er jeg eins og þú veizt. O að þú værir kominn Gvendur aldrei hefi jeg saknað þín meir en nú jeg er stundum farinn að fá tilfinningu að í Dybden sje maður einn aleinn þá tilfinn- ing fjekk jeg aldrei meðan þú varst hjer. Jón Stef hefur legið rúmfastur kringum 3 vikur (gleg u gleg) biður að heilsa. Siggi Eggerz búinn að gjöra það skriflega vel. Skrifaðu mjer vinur einhverja kvöldstund um hafið og steinana og um illviðrið, sem kemur með fangið fullt af snjó. Þinn einlægur vinur Jóhann Sigurjónsson III Guðmundur Benediktsson fæddist 1. febrúar 1879 á Ingveldarstöðum á Reykja-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.