Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 9
Wí»*' ÍER BPIEGEL iðaJ blaða og tímarita um allan beim, sem fengið bafa ’ta Salvador Dalí málar Helnwein á súrrealískan bátt: ' og bári. Myndin kom i forsíðu þýzka listtímaritsins ?azin. hann fótgangandi ásamt félaga sínum frá Vínarborg til Feneyja og til baka. Fær ekki að taka lokapróf í skólanum árið 1969 og ákveður þá að verða listamaður. Fær inngöngu í meistarabekk Listaháskó'ans í Vín og gerist nemandi hins víðfræga full- trúa raunsæismálverksins, Rudolf Hausn- ers, og verður fyrir miklum áhrifum frá honum. Árið 1970 hlýtur hann verðlaun meistarabekkjanna og árið eftir Kardin- al-König-verðlaunin. Árið 1972 fær hann þá hugmynd að stuðla að auknum blóð- gjöfum til Rauða krossins og býður hverj- um væntanlegum blóðgjafa frumteikningu eftir sig. Undirtektirnar voru svo góðar, að hann varð að teikna baki brotnu allt árið. Árið 1974 hlaut hann Theodor-Körner- verðlaunin. Eftir þetta hefur frægð hans ásamt andúð á honum vaxið með hverju ári. Geta má þess að Helnwein er einn af þeim fáu myndlistarmönnum, sem hafa náð því að myndaðir eru áhangendaklúbb- ar meðal unglinga í kringum persónu þeirra. Jafnvel sjö ára strákur hefur safn- að öllum forsíðumyndum hans og vegg- spjöldum og klætt með herbergi sitt. Þrettán ára sonur forstöðumanns nútíma- listasafnsins í Vínarborg hafnar algjör- lega myndunum á safninu en stendur með Helnwein. Þetta hæfir listamanninum vel, því að eins og gömlu málararnir máluðu helgimyndir, málar Helnwein myndir af íþrótta- og rokkstjörnum. Hefur gert frægar myndir af Niki Lauda, Mick Jagg- er, (sjá forsíðu Lesbókar 28. apríl sl.), Hans Krankl o.m.fl. Hinn síðastnefndi hefur sagt það álit sitt á Helnwein, að þar færi mikill meistari. En hér er það mikil spurn, hvaða listamaður kærði sig um að fótmenntahetja staðfesti sniild hans? Menn spyrja, en Helnwein tekur mark á lofi úr ólíkustu áttum og yrði jafnvel stolt- ur af því ef ómerkilegasti reyfarahöfundur segði, að myndir hans myndu vara um alla eilífð. En þetta fólk er fjarri því einu áhangendur Helnweins því að „marktæk- ir“ hafa einnig lokið lofsorði á myndir hans, og hann á sér fleiri hliðar en þær sem hneyksla, eins og t.d. myndin „Krafta- verkið" sýnir ljóslega, og teikningar hans gætu margar hverjar sómt sér á hvaða framúrstefnusýningu sem er í heiminum. Þá ber hér að geta þess, að Iðnaðarháskól- inn fyrir formun í Hamborg hefur boðið Helnwein prófessorsembætti í námsgrein sem mætti nefna „lýsing sem miðill". Helnwein, sem segist afskaplega gjarnan vilja vinna með ungu fólki, hafnaði veg- semdinni á þeim forsendum, að kerfið væri sjúkt — nefndi þar próf( díplóm og ald- urstakmörk. „Veist þú hverju maður nær með stúdentsprófi og háskólagráðu nú á dögum? Atvinnuleysisbótum!" VlLL HELDUR VERA DÁÐ- UR AF Fjöldanum — Sem betur fer einoka gagnrýnendur, listsögufræðingar, listsafnstjórar og eig- endur sýningarsala ekki með öllu list- markaðinn þrátt fyrir mikinn vilja til þess. Miklir myndlistarmenn spretta ekki eingöngu upp undir handarjaðri þeirra frekar en að slíkir komi eingöngu úr lista- háskólum. Hér er sem betur fer ekki til neitt algilt lögmál. Fólkið á myndum Helnwein er eiginlega ekki brosandi, frekar má nefna þessar grettur kaldhæðnislegan, hráan hlátur, fullan af sjálfbirgingi, háði og hroka. Hin- ar eiginlegu grettur tjá margvísleg hug- Erdbeben, 1977. Ógnarjafnvægið, 1982. Myndin kom i forsíðu þýzka vikuritsins Stern. hrif og þau sjaldnast af hinu góða og frek- ar leitar hann uppi stirðnaðan svip dauð- ans og sársaukafulla lifun en lífsgleðina. Börnin eru sundurskorin, vafin í sjúkra- bindi — sáraumbúðir eru ríkur þáttur í myndrænum leik listamannsins, líkt og tákn viðsjárverðra tíma og miskunnarleysi lífsins á öllum tímum. Ópið, sem fram kemur í ýmsum mynd- um og þá einkum sjálfsmyndum hans, er annars konar óp en það er Munch gerði frægt á sínum tíma. Op Helnweins kemur ekki frá náttúrurhrifum heldur greinir hann það sem óp úr kölkuðum hryllings- draumum mettaðs þjóðfélags. Einn listrýnirinn talar um morðingja, sem um leið eru hinir myrtu! Helnwein er frekar á bandi afþreyingarlistamanna skemmtiiðnðaðarins en svonefndra alvörulistamanna. Vill ekki skilja af hverju alvöruþrungin tjáning sé meiri list en sú er framkallar bros. Hann hafði lítinn áhuga á heimsóknum á söfn þegar hann var í skóla og núna hefur hann engan tíma til safnferða. Þá segist hann vera hrað- virkasti vatnslitamálari í heimi. Hann vill heldur vera dáður af fjöldanum en af nokkur hundruð sérvitringum er ráða listamarkaðinum. Margt af því sem Helnwein segir er fjar- stæðukennt og stenst ekki en þó alls ekki í ríkari mæli en hjá hinum viðurkenndari málurum svo sem Joseph Beuys, — og Helnwein metur Walt Disney meir en Beuys og það ætti að segja nokkra sögu — en hví má hann það ekki? — Fegurð er afstætt hugtak og við getum ekki metið fegurðina án þess að þekkja einnig óhugn- aðinn. Og það er alls ekki víst, að við get- um alltaf skilið á milli fegurðar og ljót- leika því að án annars er hitt ekki til. — Hér, í þessari samantekt, hef ég kynnt hinn umdeilda listamann Gottfried Helnwein en hyggst ekki leggja neitt yfir- vegað mat á list hans — hér geta lesendur tekið afstöðu svo sem hver vill. Farsælast finnst mér að hann sé með myndverkum sínum þar sem hann nú einu sinni er, en ekki þar sem einhverjir vilja máski aö hann sé. Af þeim er nóg, er vilja marka allar tóftir við eigin garða. bragi ásgeirsson LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 8. SEPTEMBER 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.