Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.09.1984, Blaðsíða 10
Þessa leiö í GASKLEFANN dömur mínar og herrar Karol Konieczny: Svínsbausinn, Bucb- enwald, 1944. Við göngum um naktir. Aflúsuninni er loks lokið. Röndóttu búningarnir hafa þegar verið meðhöndlaðir með cyklon B-blöndu, sem er bæði skætt lúsameðal og einkar hentugt til að gera út af við menn í gasklefum. Fangarnir í bröggun- um hinu megið við „spönsku geiturnarM1) eru þeir einu sem Saga úr útrýmingarbúð- um nasista eftir Tadeusz Borowski ARNÓR HANNIBALSSON þýddi enn hafa ekkert að klæðast. Hvað um það. Við göngum um naktir. Hitinn er óþolandi. Búðunum hefur verið lokað vandlega. Enginn einasti fangi, ekki einu sinni ein einmana lús, kemst inn um hliðið. Vinnugengin, Komm- ando, hafa lokið vinnu. Þúsundir naktra manna dragn- ast allan daginn um götuna, þyrpast saman á torgun- um, halla sér upp að veggjum eða liggja uppi á þökun- um. Við sofum á berum pönkunum. Dýnur og ábreiður eru í sótthreinsun. Frá öftustu bröggunum sést yfir í FKL Frauen Konzentration Lager. Þar er aflúsun líka í fullum gangi. Tuttugu og átta þúsund konur hafa verið reknar ailsnaktar út úr bröggunum. Þær flykkjast út á autt svæði milli bragganna. Hitinn eykst. Stundirnar líða án enda. Við höfum ekkert við að vera: breiður vegurinn upp að líkbrennsl- unni er auður. Það eru nokkrir dagar frá því síðasta flutningalest kom. Hluti af „Kanada“2) hefur verið leystur upp og sendur í vinnukommando í Harmenz. Þar reynir sannarlega á þolrifin. Því að öfundin sér til þess að það er visst réttlæti að verki í fangabúðunum: Þegar hinir ríku og voldugu faíla, sjá vinir þeirra til þess að þeir falli neðst niður á botninn. Og Kanada, okkar Kanada, ilmar ekki af hlynskógi heldur af frönskum ilmvötnum. Við höfum haugað saman miklum verðmæt- um, hvaðanæva að úr Evrópu, bæði í demöntum og reiðufé. Við sitjum nokkrir á efsta fleti og dönglum fótunum fram af stokknum. Við skerum okkur snyrtilegar sneið- ar af hörðu brauði. Það er dálítið gróft á bragðið, en þetta er líka brauð sem hægt er að geyma dögum sam- an. Sent alla leiðina frá Varsjá. Fyrir viku fór móðir mín höndum um þennan brauðhleif... ó, guð, góður guð. Við tökum umbúðir utan af svínssíðu og lauk. Við opnum dós af niðursoðinni mjólk, Henri, feitur Frakki, dreymir upphátt um frönsk vín, sem koma með lestun- um frá París, Marseille... Svitinn rennur niður hann allan. „Heyrðu, mon ami, næst þegar við förum upp á hleðslupallinn skal ég ná í ekta kampavín handa þér. Þú hefur víst aldrei smakkað það, eh?“ „Nei. En þú getur aldrei smyglað því inn um hliðið. Hættu að striða mér með þessu. En þú mættir gjarna skipuleggja einhverja skógarma handa mér í staðinn — þú veizt, þessa með götuðu yfirleðri og tvöföldum sólum. Hvað er annars að frétta af þessari skyrtu sem þú lofaðir mér fyrir löngu?“ Alexander Bogden: Hel/örin. „Patience, patience. Næst þegar lestir koma, skal ég ná í allt sem þig vantar. Við förum nú hvort eð er aftur upp á hleðsluplássið!" „En hvað ef þeir hætta nú að flytja fólk í klefana?" — segi ég þrjóskulega. „Sérðu ekki, hvað lífið er orðið betra hér upp á síðkastið? Við megum fá ótakmarkað marga pakka, og þeir eru hættir að berja okkur. Þú mátt jafnvel skrifa bréf heim .. Það er alls konar orð- rómur á sveimi, og ætli þá fari ekki, fjandinn hafi það, að vanta fólk!“ „Hættu þessu kjaftæð“i. Feitt andlitið á Henri hreyf- ist í bylgjum. Hann er með munninn fullan af sardín- um. Við höfum lengi verið vinir. Samt veit ég ekkert hvaða ættarnafn hann hefur. „Hættu þessu kjaftæði," endurtekur hann og tekur á kröftunum, þegar hann kyngir. „Það er engin leið það fari að skorta fólk. Þá drepumst við úr hungri hér í þessum bölvuðum búðum. Við lifum á því, sem það kemur með.“ „Við allir? Við fáum nú pakka.. “ „Satt er það. Þú og vinur þinn, og tíu aðrir kunningj- ar þínir. Sumir af ykkur Pólverjum fá pakka. En hvað um okkur, og gyðingana, og Rússana? Og hvað ef við fengjum engan mat, gætum ekki skipulagt neitt handa okkur úr lestunum, heldur þú að þið gætuð þá étið í friði upp úr þessum pökkum ykkar? Við myndum sko skipu- leggja þá handa okkur!" „Þið fengjuð ekkert af þeim. Þið dræpust bara úr hungri eins og Grikkirnir. Sá sem hefur mat hér, hefur vald.“ „Jæja. Þú hefur nóg, við höfum nóg. Því þá að rífast?" Já, það er engin ástæða til að munnhöggvast um þetta. Þeir hafa nóg og ég hef nóg, við borðum saman og sofum á sömu fletunum. Henri sker sér brauðsneið. Hann býr sér til tómatsalat. Það bragðast vel, einkum þegar við bætist sinnep úr búrinu. A neðri fletunum liggja menn, átta til tíu i hverju en sumir hópast saman, svitastorknir, á ganginum milli fletanna. Það leggur af þeim stæka fýlu af svita og saur. Þeir eru fölir og kinnfiskasognir. Fyrir neðan mig, á neðra fletinu, liggur rabbii. Hann hefur hulið höfuðið með tuskubút, sem hann hefur rifið úr ábreiðu, og hann les upp úr hebreskri bænabók (það er nóg af þeim bókmenntum í búðunum). Hann kveinar hátt og ein- hæft. „Getur ekki einhver lokað á honum kjaftinum? Hann galar eins og hann hafi gripið um fæturna á sjálfum guði.“ „Ég nenni ekki að hreyfa mig. Látum hann biðja sinna bæna. Þeim mun fyrr moka þeir honum í ofninn." „Trúin er ópíum fólksins." Þetta segir Henri, sem er kommúnisti og rentier, eins og upp úr djúpum þönkum. „Ef þeir tryðu ekki á guð og eilíft líf, hefðu þeir molað líkbrennslurnar fyrir löngu." „Hvers vegna hefur þú þá ekki gert það?“ Spurningin missir marks. Fransmanninum finnst hún ekki svaraverð. „Asni,“ er það eina sem hann segir, og treður upp í sig tómat. Þegar við erum að verða mettir, er uppnám við dyrn- ar. Múslímarnir3* þjóta dauðskelfdir í skjól á fletum sínum. Sendill hleypur inn til varðstjórans í okkar bragga. Varðstjórinn kemur fram, alvarlegur á svip. „Kanada! Antreten! Snarlega! Það er lest að koma'." „Ó, guð minn góður!“ — gellur í Henri um leið og hann snarast fram á gólf. Hann gleypir síðasta rauðald- inbitann, þrífur yfirhöfn, öskrar „Raus“ að mönnunum í neðra fletinu, og á svipstundu er hann kominn fram að dyrunum. Kanada er á leiðinni upp á hleðslupláss. „Henri, skórnir!" — kalla ég á eftir honum. Jceine AngstF — hrópar hann í móti, og er þá kominn fram á hlað. Ég tek til afganginn af matnum. Ég bind snæri utan um töskuna. í henni er laukur og tómatar úr garði föður míns í Varsjá, og þar á ég líka portúgalskar sardínur, svínssíðu frá Lúblín (ég fékk hana frá bróður mínum). Svo á ég að auki sætindi frá Saloniki. Ég geng vandlega frá þessu. Treð mér í buxur og renni mér fram af stokknum. J}Jatz!u — æpi ég og olnboga mig gegnum hóp af Grikkjum. Þeir víkja fyrir mér. Ég rekst á Henri í dyrunum. „Was ist losV

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.